Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2019

Ţegar himin og haf ber á milli

Ţetta er kannski ţađ sem ruggar XD-bátnum. Ţađ sem Elliđi Vignisson, bćjarstjóri, skrifađi á Facebook-síđu sína í gćr. Ţađ er eitthvađ sérstakt viđ ţá stöđu sem er komin upp í stjórnmálunum, ţegar allur ţingflokkur Sjálfstćđisflokksins, eins og hann leggur sig, og margir, góđir og gildir sjálfstćđismenn, eru komnir í sömu skotgrafirnar og Viđreisn, Samfylking og Píratar, til ađ berjast gegn öđrum góđum og gildum sjálfstćđismönnum ţar sem í brúnni stendur einn sigursćlasti fyrrum formađur Sjálfstćđisflokksins međ fyrrverandi ritstjóra Morgunblađsins sem fyrsta stýrimann. Ef heldur áfram sem horfir ţá getur ţađ ekki endađ vel fyrir Sjálfstćđisflokkinn. 

Og hvert er ágreiningsefniđ? Jú, ,,sárasaklaus innleiđarpakki" frá Evrópusambandinu sem hefur lítil áhrif á Íslandi, segja stjórnarliđar, međan hinir segja ađ um stórhćttulegan ađlögunarpakka ađ Evrópusambandinu sé ađ rćđa og fullveldisafsal, og brjóti ţar međ ákvćđi stjórnarskrár um fullveldi Íslands. Himin og haf ber á milli. Enda máliđ mjög flókiđ.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ hér eru ađilar ekki sammála um stađreyndir í málinu. Ţađ gerir máliđ ađ ţví sem ţađ er orđiđ. Mál sem er viđ ţađ ađ kljúfa 90 ára gamlan stjórnmálaflokk sem hefur tekist á viđ mun erfiđari mál en ţetta í sögu sinni. Allir eru sammála um ađ ţjóđin afsali sér ekki yfirráđum né eignarhaldi yfir orkunni okkar úr landi. Mun ţriđji orkupakkinn gera ţađ? Um ţađ er menn ekki sammála. Ţar sem sumir sjá hvítt, sjá ađrir svart.   

Vissulega minnir ţetta á önnur erfiđ mál sem tekist hefur veriđ á um á undanförnum árum,  Icesave og ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ţar voru viđ heldur ekki sammála um stađreyndir málsins og mögulegar afleiđingar. Ţar var ţó munurinn sá ađ sjálfstćđisfólk stóđ saman, alla vega lengsta hluta leiđarinnar. Og ţađ sem skipti máli var ađ meirihluti ţjóđarinnar hafnađi Icesave ţvert á vilja stjórnmálaforystunnar, ekki einu sinni heldur ţrisvar sinnum, og hafnađi í raun ađild ađ Evrópusambandinu í alţingiskosningunum 2013 ţar sem Samfylkingin nćstum ţví ţurrkađist út. Ţađ liggur fyrir ađ meirihluti ţjóđarinnar er andvígur innleiđingu ţriđja orkupakkans skv. skođanakönnunum. Hvađa lćrdóm getur forystufólk í stjórnmálum dregiđ af ţessu? 

Ţađ er ekki ađeins forysta Sjálfstćđisflokksins sem stendur frammi fyrir erfiđu vali. Sama á viđ um forystu Vinstri-grćnna og Framsóknarflokksins. Allir stjórnarflokkarnir eru í sama bátnum og ţurfa ađ takast á viđ stjórnmálalegt óveđur hér innanlands sem gćti skapast ef ţriđji orkupakkinn verđur samţykktur fyrir haustiđ.  

Nú er ţađ svo, eins og ég hef lýst í fyrrum pistlum ađ ég sé ekki ţađ sem andstćđingar ţriđja orkupakkans sjá, og ţar eru sjáendur engir viđvaningar í stjórnmálum. Í svona stóru hagsmunamáli er betra ađ hafa vađiđ fyrir neđan sig. Vissulega hefur forysta Sjálfstćđisflokksins lagt mikiđ pólitískt kapítal undir ađ koma ţriđja orkupakkanum í gegn, sem gerir máliđ erfitt.  

En vćri ţađ veikleikamerki ađ rétta út sáttahöndina og sigla fleyinu í örugga höfn, í stađ ţess ađ takast á viđ fárviđriđ sem er í ađsigi? Hér ţarf forystufólk stjórnarflokkanna ađ meta heildarhagsmuni í bráđ og lengd, og velja sér bardaga. 

Og ef ţađ kallar á tímabundiđ óveđur í samskiptum viđ Evrópusambandiđ, er ţađ ekki eitthvađ sem viđ tökumst ţá viđ í sameiningu sem ţjóđ, stjórnmálaflokkur og ríkistjórn, og ađilar ađ Evrópska efnahagssvćđinu, og finnum örugglega farsćla lausn á? Ef viđ náđum landi í Icesave, sem var miklu stćrra mál, ćttum viđ ţá ekki ađ geta ţađ í ţessu ,,litla máli"?  

Hlýtur ţađ ekki ađ vera rétt pólitísk ákvörđun ţar sem raunverulegir samherjar okkar fagna og ţétta rađirnar, en ađ sama skapi ţá reki pólitískir andstćđingar upp stríđsöskur?

En hvađ veit ég?

Hér kemur svo gagnlegt innlegg í umrćđuna frá Rögnu Árnadóttur, fyrrv. ráđherra og verđandi skrifstofustjóra Alţingis:


mbl.is Tćkifćri til ađ „leiđrétta kúrsinn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband