Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Gamli maðurinn og áttavitinn

imagesVið lifum á skrítnum tímum í stjórnmálum. Þeir sem áður voru pólitískir samherjar berast nú á banaspjótum. Og þeir sem elduðu grátt silfur, snúa nú bökum saman í stríðinu um þriðja orkupakkann. 

Gamli maðurinn, gegnheill sjálfstæðismaður, sagði við konuna að segja sér aðra lygasögu, þegar honum var sagt að nú væru fyrrverandi ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og nafni hans Bjarnason samherjar, og væru hatrammir andstæðingar þeirra Björns Bjarnasonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem væru að sama skapi samherjar. Og þó tók steininn endanlega úr þegar konan sagði þeim gamla að Viðreisn, Samfylking, Framsókn, Vinstri-Grænir og Íhaldið væru á sömu pólitísku vegferðinni, sem Þorsteinn Pálsson, Guðfaðir Viðreisnar, sagði glottandi að kæmi Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin. Hvaða vitleysa er þetta í þér kona, sagði sá gamli, og dró upp sinn aldna pólitíska áttavita, sem hafði ekki klikkað í 90 ár. 

Og þegar sá gamli hafði fengið tíma til að melta tíðindin, þá spurði konan: Hvar heldurðu svo að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi birt afmælisgreinina um 90 ára afmæli flokksins? 

Þarftu að spyrja að því kona, sagði karlinn og var heldur betur farið að fjúka í þann gamla. 

 


mbl.is 61,25% vilja undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband