Bloggfćrslur mánađarins, júní 2019

Gamli mađurinn og áttavitinn

imagesViđ lifum á skrítnum tímum í stjórnmálum. Ţeir sem áđur voru pólitískir samherjar berast nú á banaspjótum. Og ţeir sem elduđu grátt silfur, snúa nú bökum saman í stríđinu um ţriđja orkupakkann. 

Gamli mađurinn, gegnheill sjálfstćđismađur, sagđi viđ konuna ađ segja sér ađra lygasögu, ţegar honum var sagt ađ nú vćru fyrrverandi ráđherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og nafni hans Bjarnason samherjar, og vćru hatrammir andstćđingar ţeirra Björns Bjarnasonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem vćru ađ sama skapi samherjar. Og ţó tók steininn endanlega úr ţegar konan sagđi ţeim gamla ađ Viđreisn, Samfylking, Framsókn, Vinstri-Grćnir og Íhaldiđ vćru á sömu pólitísku vegferđinni, sem Ţorsteinn Pálsson, Guđfađir Viđreisnar, sagđi glottandi ađ kćmi Íslandi inn í Evrópusambandiđ bakdyramegin. Hvađa vitleysa er ţetta í ţér kona, sagđi sá gamli, og dró upp sinn aldna pólitíska áttavita, sem hafđi ekki klikkađ í 90 ár. 

Og ţegar sá gamli hafđi fengiđ tíma til ađ melta tíđindin, ţá spurđi konan: Hvar heldurđu svo ađ formađur Sjálfstćđisflokksins hafi birt afmćlisgreinina um 90 ára afmćli flokksins? 

Ţarftu ađ spyrja ađ ţví kona, sagđi karlinn og var heldur betur fariđ ađ fjúka í ţann gamla. 

 


mbl.is 61,25% vilja undanţágu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband