Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Spörum stóru orđin

Pírataherinn međ Birgittu í broddi fylkingar er kominn fram á vígvöllinn í öllu sínu veldi enda stutt í alţingiskosningar. Í orđi tala Píratar um virđingu og traust Alţingis, en á borđi vanvirđa ţau Alţingi međ lágkúralegu skítkasti til ađ slá pólitískar keilur. Skothríđin er látin dynja á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstćđisflokksins og forsćtisráđherra, enda liggur hann vel viđ höggi. Og auđvitađ eru ţađ ekki ađeins Píratar sem hafa fariđ í ţennan skotgrafahernađ, ţví ţar yfirbjóđa ţau hvert annađ, Píratar og Samfylking. 

En viđ skulum segja hlutina eins og ţeir eru. Ţví miđur er sú stađa komin upp ađ nýju ađ Sjálfstćđisflokkurinn mun eiga í erfiđleikum međ ađ koma á framfćri stefnumálum sínum vegna mála sem tengjast formanni flokksins. Ţađ er miđur fyrir Sjálfstćđisflokkinn og sjálfstćđisstefnuna, sem á fullt erindi til landsmanna. Bjarna Benediktssyni kann ađ ţykja ţađ ósanngjarnt ađ ţurfa ađ svara fyrir málefni sem tengjast honum ekki sjálfum, heldur fjölskyldu hans, en svona gerast kaupin á eyrinni í stjórnmálum. 

Ţar međ er ekki sagt ađ sú pólitík sem pólitískir andstćđingar Sjálfstćđisflokksins bera á borđ kjósenda sé ásćttanlega né réttlćtanleg. Á síđustu dögum og vikum höfum viđ orđiđ vitni af meiđandi stóryrđum hatursmanna Sjálfstćđisflokksins sem beinast ađ persónum. Ţessi gífuryrđi eru međ öllu ósćmandi í siđmenntuđu ţjóđfélagi og fćra stjórnmálin á enn lćgra plan, og máttu ţau varla viđ ţví. Ummćlin dćma sig sjálf og ţeir dćma sig sjálfir sem reiđa svo hátt til höggs í hita leiksins.

Ţađ verđur ađ gera ţá sjálfsögđu kröfu til háttvirtra alţingismanna, sem vilja taka sig alvarlega, ađ gćta hófs í yfirlýsingum um menn og málefni. Stjórnmálamenn verđa ađ sýna gott fordćmi og gćta ađ mannhelgi.

Ađ ţessu sögđu er ekki veriđ ađ gera lítiđ úr ţví grafalvarlega máli sem olli stjórnarslitum, eđa ţeim fórnarlömbum, sem ţví máli tengjast. Fyrir alla ađila á hinu pólitíska sviđi hefđi ţó veriđ farsćlla ađ taka betur utan um ţađ mál en raun varđ á. Og er ţar bćđi átt viđ ráđherra Sjálfstćđisflokksins og stjórn Bjartrar framtíđar. 

Vonandi eiga ţessar alţingiskosningar eftir ađ snúast um stefnumál og framtíđarsýn stjórnmálaflokka og trúđverđugleika, ţar sem stjórnmálamenn eru dćmdir af verđleikum og verkum sínum. Ţjóđin á ţađ skiliđ.


mbl.is „Hótađi ađ taka ţingiđ í gíslingu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband