Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Meðan þeir sofa sem eiga að verja hagsmuni þjóðarinnar, þá er fjandinn laus

les-miserables_1Stofnun Sjálfstæðisflokksins var svar Íslendinga við alls konar isma; sósíalisma, kommúnisma, fasisma og sósíal-demókratisma. Sjálfstæðismenn höfnuðu hatrammri stéttabaráttu og sameinuðust undir einkunnarorðunum; stétt með stétt.

Nú næstum 90 árum frá stofnun Sjálfstæðisflokksins stöndum við í svipuðum sporum og forfeður og formæður okkar þar sem stéttarígur fer vaxandi og misskipting auðs er hrópandi. Ástæðan er að um allan heim hefur verið sótt að millistéttinni og eftir stendur ofurrík elíta, sem býr við allsnægtir, ofurvöld og ofurgróða, á sama tíma og hagsmunir almennings eru lítilsvirtir.

Á Íslandi þurrkaðist út stór hluti millistéttarinnar við hrunið en á sama tíma liggur nú fyrir að hundruð fjölskyldna efnaðist stórkostlega á hruninu. Ungt fólk í dag lifir við þennan nýja og kalda veruleika þar sem braskarar halda fasteignamarkaðnum í heljargreipum okurleigu og hækkandi fasteignaverðs. Á sama tíma er þjóðin að fá það staðfest að margir þeirra sem voru aðalleikarar í hruninu, jafnvel orsakavaldir þess, standa uppi sem sigurvegarar með herfang sem er milljarðavirði í peningum, völdum og eignum.

Stjórnmálamenn okkar sváfu á verðinum í aðdraganda hrunsins og því miður er að koma á daginn að sennilega hafa þeir aldrei vaknað af þeim þyrnirósarsvefni í raun. Enn er þjóðin að upplifa að hún hafi verið svikin og þeir sem áttu að vaka yfir velferð hennar sváfu þegar mest reið á að þeir héldu vöku sinni. 


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband