Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017

Leikur kattarins ađ músinni

understanding-opm-as-an-alternate-finance-modeldcube-consultingbizmastermindsjuly012016-24-638Ekki veit ég hvort mađur eigi ađ hlćgja eđa gráta. Um áratug eftir bankahruniđ eru stjórnvöld ennţá međ í undirbúningi frumvarp til ađ koma í veg fyrir ađ almenningur ţurfi ađ súpa seyđiđ af öđru bankahruni, segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Og tökum eftir orđalaginu ,,í undirbúningi". Ţađ er sem sagt ekki ennţá fariđ ađ semja frumvarpiđ. Ţađ er á ,,draumstiginu" eins og sagt er. 

Á sama tíma ná kröfuhafar, sem hafa greinilega makađ krókinn á ţessum áratug, ađ komast međ 81 milljarđ úr landi viđ söluna á Arion banka. Einhvern vegin tókst ţeim ađ selja sjálfum sér bankann til ađ losa ţessa fjármuni. Stjórnvöld vissu af ţessum möguleika, en ,,töldu hverfandi líkur á ţví" ađ slíkt myndi takast. En ţađ tókst, og forsćtisráđherra og fjármálaráđherra fögnuđu afrekinu. 

Svo segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins ađ almenningur fái ekki ađ vita hverjir eigi stćrsta og mikilvćgasta banka Íslands. Sennilega veit Fjármálaeftirlitiđ ţađ ekki heldur. Ţar nýti ,,nýir" eigendur sér glufu í lögunum. Viđ fáum sem sagt ekki ađ vita hverjir eru nýir eigendur Arion banka, frekar en viđ vissum hverjir voru fyrri eigendur bankans, sem eins og komiđ hefur fram eru sennilega sömu ađilar ţegar upp er stađiđ. Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ ţarna séu miklir snillingar á ferđ sem leiki sér ţannig ađ íslenskum stjórnvöldum, gömlum sem nýjum, trekk í trekk.

 


mbl.is Óvíst hvort upplýst verđi um eigendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tímamót í ţágu hverra?

greedFrosti Sigurjónsson, athafnamađur og fyrrverandi alţingismađur, er naskur ađ finna kjarnann í hverju máli. Eđa eigum viđ ađ segja sannleikann í hverju máli? 

Ţađ er hárrétt hjá Frosta ađ erlent eignahald eins stćrsta banka Íslands ţýđir ađ arđurinn rennur óskiptur úr landi. Ţeir fjármunir sem bankinn nćr ađ raka saman á Íslandi međ ,,vaxtaokri", eins og kom fram hjá Frosta í Bylgjunni síđdegis, frá fyrirtćkjum og almenningi verđur ekki eftir í landinu til fjárfestinga og uppbyggingar.

Arđurinn hverfur úr landi í formi erlends gjaldeyris. Og hér erum viđ ekki ađ tala um fjármagnstekjur venjulegs Íslendings sem kemur fram á skattaskýrslunni, heldur hundruđ milljarđa á nokkurra ára tímabili. Og ađ ţessu sinni ţarf ekki ađ ferma milljarđana međ einkaţotum frá Reykjavíkurflugvelli í skjóli myrkurs, eins og dagana fyrir hrun, heldur nćgir ein millifćrsla međ músarsmelli í bođi stjórnvalda á Íslandi.  

Ţannig ađ ţađ er alveg rétt hjá Bjarna Benediktssyni, forsćtisráđherra, ađ ţetta séu tímamót. Hins vegar vekur ţađ upp áleitnar spurningar ađ forsćtisráđherra landsins tengi ţetta viđ tímamót í uppgjörinu viđ hruniđ. Vissulega eru ţađ tímamót fyrir erlenda fjárfesta međ afnámi haftanna ađ geta flutt arđinn úr landi. Vaxtapíndur almenningur spyr ríkisstjórnina aftur á móti spurningarinnar: Tímamót í ţágu hverra?

 


mbl.is Vaxtagreiđslur heimilanna úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband