Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2017

Angela Merkel Íslands

BIC9740_by_bicnickKatrín Jakobsdóttir nýtur virđingar og trausts langt út fyrir flokksrađir Vinstri grćnna. Ţađ er einmitt ţađ sem einkennir góđa og farsćla leiđtoga í stjórnmálum. Ţess vegna hefur hún nú yfirburđarstöđu í íslenskum stjórnmálum og er lykilinn ađ ţví ađ hér verđi hćgt ađ byggja upp traust ađ nýju á lýđrćđinu og stjórnmálum. 

Katrín getur orđiđ Angela Merkel Íslands ef fram fer sem horfir. Ţađ ćtlunarverk hennar ađ ná saman höfuđandstćđingum íslenskra stjórnmála í ríkistjórn undir hennar forsćti verđur ađ teljast hálf sturlađ.

Enda eru pólitískir rétttrúnađarpostular hálf sturlađir af ćsingi. Ţeir vađa uppi í fjölmiđlum, og víđar, eins og hauslausar hćnur, sem vita ekki hvort ţeir eru ađ koma eđa fara. Ţeir eru brjálađir og spara ekki stóru orđin í garđ Katrínar Jakobsdóttur.

Ţađ sýnir styrkleika Katrínar ađ hún stendur af sér storminn međ bros á vör. Hér er kona sem ţorir. Hún ţarf ađ berjast á tveimur vígstöđvum í senn.

Annars vegar teflir hún upp á líf og dauđa viđ Bjarna og Sigurđar Inga viđ ađ koma saman heilsteyptum og skotheldum stjórnarsáttmála sem verđur ţola íslenskt stjórnmálaveđur.

Hins vegar ţarf hún ađ sannfćra vantrúađa félaga um vegferđina framundan međ Bjarna og Sigurđi Inga. Hvorugt verđur ađ teljast auđvelt.

Aftur á móti ef Katrínu tekst ađ mynda ríkisstjórn um velferđ milli pólanna um miđjuna verđur ţađ ađ teljast pólitískt afrek. Ţetta eru sögulegir tímar. 

Ef ég ćtti hatt, myndi ég taka ofan hattinn fyrir Katrínu Jakobsdóttur.


mbl.is Rćddu viđ ađila vinnumarkađarins í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Álögur hćkka á Kópavogsbúa undir forystu Sjálfstćđisflokksins

Fjárhagsáćtlun Kópavogs fyrir áriđ 2018 var lögđ fram til fyrri umrćđu bćjarstjórn Kópavogs í vikunni. Sjálfstćđisflokkur og Björt framtíđ eru hér í meirihluta.

Í mörg ár hef ég beđiđ eftir ađ álögur á Kópavogsbúa yrđu lćkkađar, enda hefur Sjálfstćđisflokkurinn veriđ í meirihluta hér í ţó nokkur ár. Draumurinn er auđvitađ ađ sjálfstćđismenn í Kópavogi fćri ađ dćmi félaga okkar í Garđabć, sem er fyrirmyndarbćjarfélag međ hófsamar álögur á íbúa.

En ţví miđur ćtlar einhver biđ ađ vera á ţessu.

Rýnum í nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáćtlun, sem ţriđja áriđ í röđ er unnin af öllum flokkum í bćjarstjórn Kópavogs. Spyrja mál: Til hvers ađ kjósa einn flokk í sveitarstjórnarkosningum, en fá svo alla upp úr kjörkassanum í Kópavogi? En látum ţađ liggja á milli hluta í bili. 

Útsvar í Kópavogi lćkkar ekki á milli ára, en útsvarshlutfalliđ er 14,48%. Ţađ er hćrra en međalútsvar sveitarfélaga á landinu en útsvarshlutfalliđ í Garđabć og Seltjarnarnesi 13,70%. Útsvarshlutfalliđ í Kópavogi er hćrra en međalútsvar allra sveitarfélaga, sem er 14,36%. 

Útsvarstekjur bćjarins af íbúum hćkka um 8,5% á milli áranna 2017 og 2018 eđa um 1,7 milljarđ króna. Ţetta er raunhćkkun milli ára ţar sem gert er ráđ fyrir í fjárhagsáćtlun ađ laun hćkki um 6,5% á sama tíma.

Fasteignaskattar á íbúa í Kópavogi hćkka sömuleiđis eđa eins og segir í greinargerđ međ fjárhagsáćtlun:

,,Áćtlađ er ţó ađ tekjur af fasteignaskatti aukist um 5,1% sem má ađ hluta rekja til hćkkunar á fasteignamati en einnig magnaukningar, ţ.e.a.s. áćtlađri fjölgun fasteigna í bćjarfélaginu." 

Eins og áđur leikur bćjarstjórnin sér hér ađ tölum. Fólki er talin trú um ađ veriđ sé ađ lćkka skatta, ţó ađ raunin sé ađ veriđ er ađ hćkka ţá!

Ţó ađ fasteignaskattshlutfalliđ lćkki úr 0,255% í 0,23% ţá er ţađ gert til ađ mćta mikilli hćkkun á fasteignamati íbúđa á Höfuđborgarsvćđinu, eins og kunnugt er. Lćkkun hlutfallsins mćtir ţó ekki ađ öllu hćkkun fasteignamatsins (skattstofnsins), og ţví ţurfa íbúđaeigendur í Kópavogi ađ bera hćrri fasteignaskatta á árinu 2018 en á ţessu ári.

Ţess vegna er ţađ einfaldlega ekki rétt hjá bćjarstjóra Kópavogs ađ halda ţví fram ađ veriđ sé ađ lćkka skatta í Kópavogi. Tölurnar segja allt annađ. 

Ţá hallar á ógćfuhliđina í rekstri bćjarins. Hlutfall launatekna starfsmanna Kópavogsbćjar hćkkar í 57,3% úr um 50% í ár. Ţróunin hringir viđvörunarbjöllum ţegar litiđ er til ţess ađ ţetta hlutfall var 46,3% áriđ 2013.

Ef ekki verđur gripiđ hér inn í međ ađhaldi í rekstri bćjarins strax á nćsta ári ađ hćtti ađhaldssamra íhaldsmanna ţá ţýđir ţađ ekkert annađ en skattahćkkanir á íbúa á nćstu árum.

Ađhaldiđ mćtti koma ađ ofan. Byrja mćtti á ţví ađ bćjarstjóri sýndi gott fordćmi međ ţví ađ lćkka eigin laun.

Í greinargerđ međ fjárhagsáćtlun kemur fram ađ ,,skatttekjur á hvern íbúa hafa fariđ vaxandi á milli ára og skv. framlagđri áćtlun má gera ráđ fyrir ađ ţćr verđi 700 ţús.kr. á íbúa á nćsta ári". 

Ef viđ lítum til ársins 2014 ţá voru skatttekjur á hvern íbúa 542 ţús.kr. Á ađeins 4 árum hafa ţćr ţannig hćkkađ um nćstum 30%, sem er meira en međallaun hafa hćkkađ ađ teknu tilliti til fjölgunar íbúa. 

Sjálfstćđisflokkurinn á ađ standa undir nafni fyrir ađhaldssemi í rekstri bćjarins og lćgri álögur á íbúa.

Hruniđ er ekki lengur afsökun fyrir ţví ađ ekki sé hćgt ađ lćkka álögur međ ađhaldssemi og međ ţví ađ auka sparnađaranda rekstri bćjarins. 

Fjárhagsáćtlun ársins 2018 lögđ fram undir forystu Sjálfstćđisflokksins gengur ţví ekki upp ađ mínu mati og ţarfnast endurskođunar viđ.

Í ţessu sambandi er kannski rétt ađ minna bćjarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins á ađ ţađ eru víst sveitarstjórnarkosningar á nćsta ári.


mbl.is Gera ráđ fyrir 824 m.kr. rekstrarafgangi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband