Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Lengi von á einum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði mikið pólitískt kapítal undir þegar hann tók ákvörðun um eftir ískalt mat að stofna til ,,Áfram-ríkisstjórnarsamstarfs" með Viðreisn og fylgitungli hennar, Bjartri framtíð. Svo ískalt var matið að það var ekki laust við að það færi um mann hrollur við tíðindin, enda snögg kólnaði veður á landinu við hið sama.

Ég hef lýst minni skoðun á þeim gjörningi og hef litlu við það að bæta. Við skulum vona að pólitískt nef Bjarna sé næmara en meirihluta sjálfstæðismanna og að formaðurinn sjái lengra í hinni pólitískri refskák íslenskra stjórnmála en lítil peð á taflborðinu.

En einmitt vegna þess hve málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á landsbyggðinni, þá þurfti Bjarni að vanda vel val á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan liggur fyrir og óhætt er að segja að val á ráðherrum hafi komið á óvart. Afleiðingin er að stofnað hefur verið ,,fýlupúkafélag" innan þingflokks sjálfstæðismanna, og verður seint sagt að félagar þess séu óreyndir aukvisar. Sömuleiðis gera Oddverjar liðskönnun.

En - eins og í hinu fyrra, þá kann snilligáfa Bjarna Benediktssonar að vera ofvaxin skilningi hins óbreytta sjálfstæðismanns og þar á meðal mínum.  Von mín er að ríkisstjórnin komi mér skemmtilega á óvart og verði þjóð og landi til farsældar í störfum sínum. Svo lengi lærir sem lifir.

 


mbl.is Páll segir Bjarna hafa gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál eru dauðans alvara

Stjórnmál eru dauðans alvara, en ekki samkvæmisleikur. Í stjórnmálum er tekist á um hagsmuni og hugsjónir. Oftast fer það þannig að ískaldar hagsmunir hinna sterku verða ofan á við myndun ríkisstjórna, enda erfiðaðra að höndla eldheitar hugsjónir. Kjarni stjórnmála er barátta milli góðs og ills fyrir mannkynið. 

Fegurðin og listin í stjórnmálum liggur í að ná fram hagsmunum byggðum á göfugum hugsjónum um frelsi, réttlæti, jafnrétti og umhyggju fyrir náunganum.  

Viðræður stjórnmálaflokkanna eftir kosningar hafa undirstrikað þetta. Þarna liggur átakaflöturinn og andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum. 

Woodrow Wilson, sem var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1912, hafði varnaðarorð uppi um það fyrir forsetakosningarnar árið 1912 að hættan fyrir bandarísku þjóðina væri ekki sjálfstæð einkafyrirtæki í viðskiptum, einkaframtakið, heldur fyrirtækjasamsteypur, þar sem sami hópur manna stjórnaði bönkum, fyrirtækjum í ólíkum greinum og væru eigendur náttúrulegra auðlinda þjóðarinnar með samofna valdaþræði og gagnkvæma hagsmuni. Þar lægi hættan fyrir stjórnmálin og lýðræðið í landinu. Þessi orð Wilson eiga svo sannlega við ennþá í dag, bæði í Bandaríkjunum og hér á landi.  

 

Gleðilegt nýtt ár!


mbl.is Katrínu eða Óttari að kenna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband