Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016

Styrkleikamerki fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ Páll sćkist eftir ađ leiđa lista flokksins á Suđurlandi

1429198744_pall-magnussonŢađ eru stórtíđindi ađ Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og sjónvarpsstjóri Stöđvar 2, ćtli í frambođ fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Frambođ Páls fćrir Sjálfstćđisflokkinn nćr miđju stjórnmálanna.

Páll velur kjördćmi föđur síns Magnúsar H. heitins Magnússonar, sem var landskunnur og vinsćll bćjarstjóri í Vestmannaeyjum sem og alţingismađur fyrir Alţýđuflokkinn á Suđurlandi. Sumir hefđi haldiđ ađ Páll hefđi frekar kosiđ ađ fara fram fyrir Viđreisn en Sjálfstćđisflokkinn, enda hefur sjónvarpsstöđin Hringbraut oft veriđ tengd viđ ţann nýja stjórnmálaflokk. 

Ţessi ákvörđun Páls Magnússonar kemur á óvart. En ţađ er ekki nokkur vafi á ţví ađ Sjálfstćđisflokknum er mikill fengur í Páli Magnússyni og ljóst ađ ţetta mun gera prófkjörsbaráttuna grimma í kjördćminu.  Ţar fyrir eru sitjandi ţingmennirnir Ragnheiđur Elín Árnadóttir, ráđherra, Unnur Brá Konráđsdóttir, Ásmundur Friđriksson og Vilhjálmur Árnason. Sćti ţeirra voru í ţessari röđ á frambođslistanum fyrir alţingiskosningarnar 2013. 

Ţađ verđur á brattann ađ sćkja fyrir Ragnheiđi Elínu, ráđherra, sem hefur ekki náđ ađ nýta sér stöđu sína sem iđnađar- og viđskiptaráđherra til ađ styrkja stöđu sína í kjördćminu. Ferđamannapassamáliđ hefur veriđ ađ velkjast í ráđuneyti hennar allt kjörtímabiliđ sem endađi međ ţví ađ málinu var ýtt út af borđinu. Á sama tíma hefur sprenging í ferđamannastraumi til landsins skapađ erfiđari vandamál, en forsendur voru fyrir, vegna ráđaleysis stjórnvalda. Ragnheiđur Elín var kölluđ í yfirheyrslu á Hringbraut 24. júlí sl. til ađ fá tćkifćri til ,,ađ svara fyrir sig", eins og ţađ var orđađ. Á heimasíđu sjónvarpsstöđvarinnar stendur m.a.: ,,Sótt er ađ Ragnheiđi Elínu í oddvitasćti Sjálfstćđismanna í Suđurkjördćmi og hún er sögđ vera einstaka verklítil í embćtti.". Nú ţegar liggur fyrir ađ einn af máttarstólpum Hringbrautar er á leiđ í prófkjörsslag á móti Ragnheiđi Elínu í kjördćmi hennar er ţessi framganga stöđvarinnar íhugunarverđ, svo ekki sé meira sagt.

Baráttan verđur ţví ansi hörđ hjá sjálfstćđismönnum um 1. sćtiđ og hugsanlegt ráđherraembćtti á Suđurlandi.    


mbl.is Páll Magnússon vill leiđa listann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband