Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Forseti sem ţorir ađ standa međ ţjóđ sinni

Ólafur Ragnar Grímsson hefur alla tíđ veriđ umdeildur. Ţađ var hann á stjórnmálaferli sínum og síđar sem forseti Íslands.

Ólafur Ragnar lćtur ekki segja sér fyrir verkum. Hann menntađi sig í stjórnmálum, og var fremstur frćđimanna á ţví sviđi. Hann tók ţátt í stjórnmálum, og var einn fremsti stjórnmálamađur ţjóđarinnar. Og hann var kosinn forseti ţjóđarinnar, og verđur ađ teljast sá forseti sem hefur mótađ embćttiđ mest allra forseta frá upphafi. Sumir, og ég leyfi mér ađ fullyrđa, meirihluti ţjóđarinnar, telur ađ Ólafur Ragnar Grímsson hafi sömuleiđis veriđ sá forseti sem fćrđi ţjóđinni bein völd á ögurstundu. Ákvarđanir breyttu gangi Íslandssögunnar ţegar hann tók völdin af meirihluta Alţingis og ríkisstjórn og fćrđi ţjóđinni völdin í ţjóđaratkvćđagreiđslum. Ţađ er ekki huglaus forseti sem ţorir ađ gera ţađ - og ţađ oftar en einu sinni. 

Ţegar allur heimurinn stóđ á öndinni í kjölfar fjármálahruns, ţegar fjármálabarónar skyldu eftir sig sviđna jörđ, eftir ađ hafa hrifsađ til sín öll völd af lýđrćđislega kjörnum stjórnvöldum í krafti auđs og gallađs alţjóđlegs regluverks, ţá gerđi samtakamáttur íslensku ţjóđarinnar og forseti Íslands, nokkuđ sem átti eftir ađ vekja eftirtekt um allan heim. Ţjóđin neitađi ađ gera himinháar skuldir einkabanka í eigu fjármálabarónanna ađ sínum skuldum. Ţrátt fyrir ađ nćr öll stjórnmálaelítan (fyrir utan Framsóknarflokkinn) hefđi samţykkt á Alţingi Íslendinga ríkisábyrgđ á stjarnfrćđilega háum erlendum skuldum einkabanka, og ţrátt fyrir hrćđsluáróđur fjölmiđla, viđskiptaforkólfa og prófessora í háskólunum, ţá fćrđi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í krafti embćttis síns, ţjóđinni ákvörđunarvaldiđ á ögurstundu. Og ţjóđin kunni ađ fara međ ţađ vald sem henni var faliđ. 

Ţađ hljómar ţess vegna hallćrislega ţegar ađ álitsgjafar fjölmiđla koma nú fram ađ segja ađ Ólafur Ragnar Grímsson sé fulltrúi stjórnmálaelítunnar. Hvar hafa ţessir ágćtu álitsgjafar veriđ á undanförnum árum?

Ţađ skal engan undra miđađ viđ ţađ sem á undan er rakiđ ađ Ólafur Ragnar Grímsson hafi eignast hatramma óvini á ferli sínum sem forseti, og ţar áđur sem stjórnmálaleiđtogi. Hans mun ţó minnst sem forsetans sem stóđ vörđ um lýđrćđislegan rétt ţjóđarinnar ađ ákvarđa sín örlög sjálf. Viđ ţurfum á ţannig forseta ađ halda áfram. Látum ekki draga úr okkur kjark til ađ standa međ sjálfum okkur í nćstu forsetakosningum!   


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vilhjálmur sparkar í samherja

Ţađ er margt sem fer í taugarnar á ţeim ágćta ţingmanni Vilhjálmi Bjarnasyni. Ađ ţessu sinni er ţađ ,,smáflokkur međ mikilmennskubrjálćđi", Framsóknarflokkurinn, sem fagnar aldarafmćli sínu á árinu.

Jú, ţetta er sami ,,smáflokkur" og kom Sjálfstćđisflokknum til valda ađ nýju eftir hrun. Sami stjórnmálaflokkur og afhenti Sjálfstćđisflokknum lyklana ađ efnahags- og fjármálaráđuneytinu, innanríkisráđuneytinu, heilbrigđisráđuneytinu, iđnađar- og viđskiptaráđuneytinu og mennta- og menningarmálaráđuneytinu. Sannanlega einstakt afrek hjá smáflokki. Sami stjórnmálaflokkur og fékk um fjórđung atkvćđa í síđustu alţingiskosningum, sama ţingmannafjölda og Sjálfstćđisflokkurinn. Og sami stjórnmálaflokkur sem tók höndum saman međ Sjálfstćđisflokknum ađ reisa landiđ viđ ađ nýju í efnahags- og velferđarmálum. Árangurinn hefur ekki látiđ á sér standa. 

Vilhjálmi Bjarnasyni kann ađ vera í nöp viđ framsóknarmenn. Ţađ réttlćtir ţó ekki ađ ganga fram međ ţessum hatramma hćtti gegn samstarfsflokki í ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem á í vök ađ verjast. Ţađ veikir ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks, og bćtir ekki samstarfsvilja ţingmanna í stjórnarliđinu. Á svona tímum eiga samherjar í stjórnmálum ađ standa saman, snúa bökum saman, og ráđast í verkin af einhug, elju og samstöđu.

 

 

mbl.is „Smáflokkur međ mikilmennskubrjálćđi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kaupmáttur launa vaxiđ um 18%

Ţegar rykiđ fellur eftir Panama storminn ţá er rétt ađ hafa í huga ţann árangur sem hefur ţó náđst á síđustu árum. Árangur sem skiptir okkur öll máli. Ţannig hefur kaupmáttur launa vaxiđ um 18% frá maí 2013, sem skýrist m.a. af ţví ađ verđbólga hefur mćlst undir verđbólgumarkmiđum Seđlabankans í 2 ár. Og ţá er spáđ 10% kaupmáttaraukningu á ţessu ári. Ég held ađ ţessi árangur hljóti ađ vera einsdćmi í heiminum. 


mbl.is Kallar formenn til fundar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trúnađarbrestur veldur pólitískum jarđskjálfta

HESTAR4Ástandiđ í ţjóđfélaginu í kjölfar uppljóstrana úr Panama skjölunum er allt annađ en gott. Fjölmenn mótmćli hafa stađiđ yfir á Austurvelli og á Ráđhústorginu á Akureyri dag eftir dag ţar sem krafist er afsagna ráđherra og alţingiskosninga. Stjórnarandstađan á hverjum tíma nýtir sér ástandiđ og kyndir undir ólguna međ öllum ráđum. Mótmćlin í gćr, laugardag, sýndu fram á ađ reiđialdan er ennţá há og kraftmikil. Krafist er meiri heiđarleika í stjórnmálum og meira gegnsćis í kjölfar ţess alvarlega trúnađarbrests milli stjórnmálamanna og almennings sem varđ međ uppljóstrunum í Panama skjölunum. 

Afsögn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar úr forsćtisráđherrastólnum ásamt uppstokkun í ráđherraliđi Framsóknarflokksins dugar ekki til ađ sefa ţessa reiđi. Stađa Sigmundar Davíđs var enda orđin óverjandi eftir ţađ sem á undan hafđi gengiđ.

Ţađ vekur athygli ađ forysta Sjálfstćđisflokksins sá ekki ástćđu til bregđast viđ mótmćlunum međ neinum hćtti. Vissulega var ákveđiđ ađ stytta kjörtímabiliđ um eitt löggjafarţing, ţó međ skilyrđum, en allir ráđherrar Sjálfstćđisflokksins sitja sem fastast í sínum ráđuneytum.

Frćg eru viđbrögđ hreinu vinstri stjórnarinnar viđ niđurstöđu ţjóđarinnar um ríkisábyrgđ á Icesave skuldum bankabandítanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur gaf ţá ,,almenningi fingurinn", sat sem fastast og taldi enga ástćđu til ađ bregđast viđ rauđa spjaldinu sem ţjóđin hafđi gefiđ ţeim í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Erum viđ ađ horfa upp á sömu viđbrögđ forystu Sjálfstćđisflokksins?

Er ţađ virkilega skođun forystu Sjálfstćđisflokksins ađ ekkert sérstakt hafi gerst í Kastljósţćtti Ríkisútvarpsins fyrir viku síđan, á sama tíma og ţorri ţjóđarinnar ţurfti á áfallahjálp ađ halda? Eigum viđ sjálfstćđismenn og stuđningsmenn ríkisstjórnarinnar ađ líta svo á ađ ţetta sé allt samsćri Ríkisútvarpsins, runniđ undan rifjum stjórnarandstöđunnar? En auđvitađ kann ađ vera ađ forysta Sjálfstćđisflokksins taki ţessa umrćđu ekki til sín, og telji ađ trúnađarbresturinn liggi ađ öllu leyti hjá fráfarandi forsćtisráđherra.

Viđbrögđ framsóknarmanna voru sannfćrandi. Framsóknarflokkurinn varđ viđ kröfu mótmćlenda um afsögn forsćtisráđherra, sem er sögulegur atburđur og stórtíđindi í stjórnmálasögu landsins. Flokkurinn styrkti ráđherrateymi sitt međ innkomu nýs öflugs utanţingsráđherra, Lilju Dögg Alfređsdóttur, sem á örugglega eftir ađ bćta ímynd og stöđu ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins; djörf ákvörđun sem vakti verđskulduga athygli. Sigurđur Ingi Jóhannsson, nýr forsćtisráđherra, á eftir ađ sanna sig í ţessu valdamikla embćtti, en fyrstu dagar hans í embćtti lofa góđu.

Nú kann ţađ ađ vera hafiđ yfir allan vafa ađ Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, og Ólöf Nordal, varaformađur flokksins, hafi hreint borđ eins og ţau hafa haldiđ fram. Ađ nöfn ţeirra hafi ţannig fyrir misskilning ratađ í slćman félagsskap glćpamanna og skattsvikara í Panama. Ţađ get ég ekki dćmt um frekar en ţorri almennings. Hins vegar hafa ţau fullan rétt á ţví ađ taka til varna og munu vonandi leggja öll spilin á borđiđ til ađ mćta alvarlegum ásökunum. En á međan ţarf ríkisstjórn Sjálfstćđis- og Framsóknarflokks á starfsfriđi ađ halda til ađ ljúka ţeim ţjóđhagslega brýnu verkefnum sem ţarf ađ ljúka á kjörtímabilinu. 

Mín skođun er ţó sú ađ farsćlla hefđi veriđ fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ gera breytingar á ráđherraliđi sínu. Ţannig hefđi flokkurinn sýnt auđmýkt gagnvart ţjóđinni en á sama tíma fengiđ tćkifćri til ađ ná vopnum sínum ađ nýju. Skođanakannanir hafa sýnt stöđugt fylgistap og nú er svo komiđ ađ Vinstri hreyfingin grćnt frambođ er orđin jafn stór og Sjálfstćđisflokkurinn. Ţađ eru stórtíđindi sem sjálfstćđismenn hljóta ađ ţurfa ađ bregđast viđ ef ekki á illa ađ fara í nćstu alţingiskosningum.        


mbl.is „Kominn tími á Píratana“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég skora á Ólaf Ragnar ađ bjóđa sig fram ađ nýju

Icelandic-president-Olafu-009Á nćstsíđasta degi ársins 2015 hvatti ég Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, til ađ bjóđa sig fram ađ nýju og standa vaktina eitt kjörtímabil í viđbót. Ástćđan var einföld.

Ólafur Ragnar hefur áunniđ sér traust ţorra ţjóđarinnar í orđi og athöfn. Ţađ hefur hann gert ađ nýju međ eftirminnilegum hćtti í Panama storminum sem hefur gengiđ yfir landiđ og allan heiminn á undanförnum dögum og vikum. Í síđasta pistli mínum 30. desember sl. taldi ég upp síđari ástćđuna fyrir ţví ađ Ólafur Ragnar ćtti ađ halda áfram sem forseti ţjóđarinnar:

Í annan stađ erum viđ ađ horfa upp á óvissutíma í stjórnmálum hér innanlands og á alţjóđlegum vettvangi. Ţá ţarf ţjóđin á Ólafi Ragnari Grímssyni ađ halda, aldrei sem fyrr.  

Panama stormurinn geisar enn og fórnarlömb hans eru skráđ á spjöld stjórnmálasögunnar. Nćstu alţingiskosningar verđa sögulegar og nýir ţingmenn taka sćti ţeirra gömlu. Gera má ráđ fyrir ađ meiri en helmingur ţingmanna verđi nýliđar.

Ţá mun reyna á forsetaembćttiđ og ţá skiptir máli ađ í ţví embćtti sitji traustur, skynsamur og sterkur forseti. Ég skora hér međ á Ólaf Ragnar Grímsson ađ endurskođa ákvörđun sína um ađ bjóđa sig ekki fram ađ nýju.  


mbl.is Vildi ekki vera stimpill
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband