Bloggfćrslur mánađarins, júní 2015

Evrupartíiđ kapútt

Ţađ er full ástćđa til ţess ađ hafa áhyggjur af stöđu heimsmála. Efnahagur of margra ríkja Evrópusambandsins er ađ hruni kominn, og má ţar um kenna risi og falli hinnar sameiginlegu myntar sambandsins, Evrunnar. Grunnstođirnar sem ţurfti ađ byggja viđ upptöku Evrunnar voru aldrei reistar. Leiđtogar ríkja Evrópusambandsins og embćttismenn sambandsins eru ţessa dagana og vikurnar ađ átta sig á afleiđingunum. Grikkland fellur fyrst og mun taka önnur ríki innan sambandsins međ í fallinu. Ţessu gera leiđtogar eins og Merkel sér fyllilega grein fyrir og ţví biđlar hún til Grikkja og annarra sambandsríkja ađ standa saman, nú ţegar timburmennirnir og sársaukafull efnahagsleg tiltekt tekur viđ eftir áralangt og hömlulítiđ Evrupartíiđ. 

Viđ Íslendingar fengum ađ finna smjörţefinn af Evrupartíinu međ bankalöggjöfinni sem var innleidd hér á landi ađ kröfu Evrópusambandsins vegna ađildar okkar ađ Evrópska efnahagssvćđinu. Icesave hefđi aldrei orđiđ nema vegna ESB bankalöggjafarinnar. Ţessi ábyrgđarlausa löggjöf, međ hömlulausu frelsi án ábyrgđar, opnađi gáttir ,,helvítis". Gáttinni tókst okkur, međ sameinuđu ţjóđarátaki ađ loka, áđur en fjárglćframennirnir hafđi tekist ađ brenna allar brýr ađ baki okkur. En ţađ sama verđur ekki sagt um Grikki sem eru ađ upplifa helvíti á jörđu í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. 


mbl.is Sjónir beinast ađ Ítalíu og Spáni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gamaldags pólitíkus ćtlar ađ hćtta ađ tala sem slíkur. Gerir ţađ gćfumuninn?

Ţađ er skrýtiđ ađ heyra Árna Pál Árnason, ţennan formann Samfylkingarinnar af öllum formönnum hennar, lýsa ţví yfir ađ Samfylkingin eigi ađ hćtta ,,ađ tala sem gamaldags flokkur". Var ţađ ekki annars hann sem sigrađi Katrínu Júlíusdóttur í formannskjöri á sínum tíma út á hástemmdar yfirlýsingar ađ hann sem formađur ćtlađi ađ breyta Samfylkingunni í nútíma stjórnmálaflokk? Ég man ekki betur.

Og ţegar hann hrökklađist úr Alţýđubandalagi Ólafs Ragnars Grímssonar međ öđrum flóttamönnum ţađan yfir í Alţýđuflokkinn út á loforđ ţáverandi formanns Jóns Baldvins Hannibalssonar um völd og vegtyllur, ţá sagđi Árni Páll einmitt ţetta sama. Hann vćri ađ flýja ,,gamaldags flokk" til ađ ganga inn í nútímann. Ekki löngu síđar fékk hann dúsu fyrir svikin viđ Ólaf Ragnar og fékk feita stöđu í Brussel á vegum utanríkisráđuneytisins í utanríkisráđherratíđ Jóns Baldvins. En ţađ var auđvitađ algjör tilviljun og alls ekki dćmi um gamaldags pólitík.

Svo ţegar Árni Páll lenti í millibilsástandi á stjórnmálaferli sínum, ţá var hann fyrir einskćra tilviljun örlaganna orđinn lögfrćđilegur ráđgjafi hins gamaldags Íbúđalánasjóđs um brusselíska banka- og lánastarfsemi um hvernig Íbúđalánasjóđur íslenskra skattborgara átti ađ verđa heildsali fyrir hundruđ milljarđa lán til einkabanka, sem lánuđu svo ríkisfé til íbúđakaupa međ afföllum. Fyrir ţessa rándýru ráđgjöf fékk ,,ekki-gamaldags stjórnmálamađurinn" mörg árslaun verkamanns. 

Ţađ er kannski ekki nóg ađ hćtta ađ tala sem gamaldags pólitíkus, ţađ ţarf líka ađ hćtta ađ vera ţađ. 


mbl.is Hćtti ađ tala sem „gamaldags flokkur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikill léttir

Ég held ađ margir finni fyrir miklum létti ađ samningar séu loksins í höfn viđ hjúkrunarfrćđinga. Samningurinn fer nú til atkvćđagreiđslu hjá hjúkrunarfrćđingum. Vonandi hefur ríkiđ bođiđ samning sem viđ getum veriđ stolt af sem ţjóđ, sem gerir ríkar kröfur til öflugs velferđarkerfis. Heilbrigđiskerfiđ er hornsteinn ţess. 


mbl.is Samningarnir undirritađir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ varđ um alla menntunina?

 

Jćja, ţá vitum viđ ţađ. Ţađ borgar sig ţá ekki ađ mennta sig - á Íslandi. Hagstofan flutti ţessi tíđindi frá Evrópusambandinu inn á rjúkandi heitt samningaborđiđ í deilu BHM og ríkisins. Tímasetningin var auđvitađ tilviljun.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, getur ţá skoriđ niđur í menntakerfinu á morgun. Ţađ er ţá best ađ upplýsa ungdóminn um ţetta án tafar, svo hann fari ekki ađ eyđa tíma og fyrirhöfn í háskólamenntun, sem litlu mun skila í launum samkvćmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins. Og til ađ svara spurningunni, sem ég varpađi fram í fyrirsögn, ţá fór öll menntun landsmanna ekki í launaumslagiđ, heldur eitthvađ allt annađ.

Eđa ţannig. 

Ég legg til ađ Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands verđi fengin til ađ skrifa skýrslu um máliđ án tafar. 

Ađ lokum koma svo ţrjú upplýsandi myndbönd um háskólamenntun og kostnađ viđ ađ afla sér menntunar.

 
 
 
Og svo er bara skella sér til Sviss í MBA nám í The Lorange Institute í eigu hins norska Peter Lorange, sem er ađ sjálfsögđu af Lorange ćttinni, afkomandi Jean L'Orange (f. 1651) frá í St-Quentin-Du-Dropt, Lot-Et-Garonne, Aquitaine, Frakklandi.  
 

mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Viđ erum öll beisk"

.. sagđi presturinn í sunnudagsmessunni í Ríkisútvarpinu, sem ađ ţessu sinni var útvarpađ úr Garđakirkju. Presturinn fjallađi í pólitískri predikun sinni um beiskleikann í ţjóđfélaginu, sem kom svo átakalega upp á yfirborđiđ á 17. júní á Austurvelli.

Í bókinni Mergur málsins kemur fram orđatiltćkiđ: ,,Beiskur ertu, drottinn minn" og fylgir ţessi skilgreining: 

,,mikiđ leggurđu á mig, drottinn minn; e-đ er ţungbćrt en ţó verđur mađur ađ taka ţví; erfitt er ađ ráđa viđ e-đ". Orđatiltćkiđ er dregiđ af ummćlum kerlingar er hún hafđi sopiđ (fyrir mistök eđa hrekk) á brennivíni í stađ messuvíns en hún taldi ađ víniđ vćri bragđmikiđ í samrćmi viđ (miklar) syndir hennar (f19 (JEsp VI, 92)), sbr. (ŢjóđsJÁ2 II, 493). Beiskur ,,bitur" í yfirfćrđri merkingu er kunnugt í fornu máli í orđatiltćkinu bíta á beisku (sjaldg.) ,,ţola raunir" (Sturl I, 495).

vikingar3_080903Já, öll bítum viđ á beisku í ţjóđfélaginu í dag. Og vissulega er ástandiđ hálf skuggalegt. Alţingi hefur samţykkt lög á verkföll BHM félaga og hjúkrunarfrćđinga, sem á móti hafa lögsótt stjórnvöld til ađ hnekkja lagasetningunni. Ţegar svo er komiđ hefur ,,beiskjuvísitalan" náđ nýjum hćđum, eins og fram í máli prestsins í útvarpinu. Ef viđ ćtlum ađ halda áfram ađ byggja hér upp ţjóđfélag saman ţá ţurfa ađ nást sćttir í ţessu máli sem öđrum, ţví eins og Njáll sagđi forđum: „Eigi er ţađ sćttarrof ... ađ hver hafi lög viđ annan ţví ađ međ lögum skal land vort byggja en međ ólögum eyđa“.

Á hinu háa Alţingi er allt stál í stál. Ţar vega menn hvern annan međ orđum undir dagskrárliđnum, fundarsköp forseta. Ef ekki af illkvittni, ţá međ leiđindum. Já, ţar berast ţingmenn á banaspjótum - međ málţófi.  


mbl.is Lagasetningin „algjört lokaúrrćđi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gef oss í dag ...

,,Gef oss í dag vort daglegt brauđ," -- en fleira

vér dirfumst ţó ađ nefna í on' á lag,

mćltu ţá skipun skutulsveini í eyra,

ađ skenkt verđi oss staup af innri gleđi í dag.

 

Gef oss í dag, ađ greiđug reynist stundin

og greini oss, hvađ í skauti hennar býr,

ţví djásn mun hún fela bćđi laus og bundin,

blikandi málma, -- söngva og ćvintýr.

 

Gef oss í dag, ađ andans gimstein' einum

upp megi skola á hverdagsleikans sand. --

Og styrk oss ađ nema af himinblćvi hreinum

hreinleikans mennt um gervallt ţetta land.

 

jakobthorarensen_snaeljosKvćđiđ, Gef oss í dag --, er eftir Jakob Thorarensen og birtist í kvćđasafni hans, Svalt og bjart, I. bindi, og kom út áriđ 1946. Í formálsorđum sínum skrifar Jakob eftirfarandi, sem mér finnst ríkt tilefni til ađ vitna til á tímum sem ţessum, ţó ekki vćri nema vegna málfarsins:

Í tilefni af afhendingu bóka minna til nýrrar prentunar hef ég ađ undanförnu litiđ yfir efni ţeirra, og í ţví sambandi hafa öđru hvoru hvarflađ ađ huga minningar áranna, sem viđ kvćđin og sögurnar eru bundnar, mislitar minningar og marga veđra, enda á ýmsu gengiđ í heimi ţessum og umrót tímanna eigi veriđ alllítiđ síđan elztu kvćđin, sem hér birtast, urđu til, er ort vóru á hinum mestu hćglćtis og friđar tímum, sum fjórum eđa fimm árum fyrir ,,heimsstyrjöldina miklu", sem svo er af ýmsum nefnd enn, ţótt annarri teljist nú nýlokiđ, sem ekki mun verđa kölluđ minni fyrir sér, er stundir líđa, -- og ţótt einhverjum kunni ađ finnast sem líkt komi ţessu efni lítiđ viđ, ţá er ţađ samt meira en margur mundi hyggja.

Tímarnir hafa umturnazt af ţessum sökum og hrađinn og ólćti hans ekki gefiđ griđ; ţví ţótt segja megi auđvitađ, ađ ţörf hafi veriđ orđin ađ hvetja sporiđ í ýmsum efnum, mundi komizt hafa, ţó hćgara fćri, ţví svo má ađ orđi kveđa, ađ hrúgađ hafi veriđ sem svarar fjórum-fimm öldum í fang ţeirra, sem nú eru fimmtugir menn eđa meira, miđađ viđ göngulag hins gamla tíma.

Og ţess vegna getur stundum hvarflađ ađ ţeim, sem ţekktu til hins staka rólyndis ,,fyrirstríđsáranna", ađ öfunda, hálft um hálft, hin gömlu og góđu skáld vor og rithöfunda af ţví blessunarlega andlega meltingarnćđi, sem ţeim var í té látiđ, og ţví jafnvćgi hugans, sem margs konar truflanir, gól og glymur hinna síđari tíma hafa blásiđ út í veđur og vind.


Ađ vera fjarverandi

Ađ vera eđa vera ekki, ţar er efinn. Ef Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, forsćtisráđherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra, hefđu ekki fariđ á landsleik Íslands gegn Tékkum til ađ heiđra ,,strákana okkar", ţá hefđi örugglega einhver ţingmađur úr stjórnarandstöđunni gagnrýnt ţađ. Ţađ hefđi alla vega margur landinn gert.

Valiđ var örugglega ekki auđvelt fyrir ráđherrana; ađ vera á Alţingi, eđa vera ekki á Alţingi, ţar var efinn. En ţeir ákváđu ađ vera fjarverandi á öđrum stađnum, en vera á hinum. Alla vega gátu ţeir ekki veriđ á báđum stöđum á sama tíma. 


mbl.is Furđar sig á fjarveru ráđherranna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fangar ríkisins

Hástemmdar yfirlýsingar forsvarsmanna BHM eru varla til ţess fallnar ađ skapa traust og anda samvinnu viđ ađ leysa kjaradeiluna viđ ríkiđ. Yfirlýsingar eins og ađ ,,svelta okkur til hlýđni" og ,,Hvernig semur mađur viđ ofbeldismenn" (haft eftir Páli Halldórssyni) undirstrika ţá heift sem virđist vera komin í kjaradeilu BHM viđ ríkiđ. Af lýsingum Ţórunnar, formanns BHM, og Páls, formanns samninganefndar BHM, ađ dćma ţá mćtti halda ađ ţau hafi dvaliđ í fangabúđum ríkisins síđustu vikurnar, en ekki á kósí samningafundum um kjör og kaup. Ţau hefđu sem sagt veriđ fangar ríkisins, sem lýsir kannski best viđhorfi sumra til kjaradeilu háskólamenntađra ríkisstarfsmanna viđ ríkiđ.

Páll Halldórsson spyr hvernig hćgt sé ađ semja viđ ofbeldismenn. Ţetta eru stór orđ og vanvirđing viđ fórnarlömb raunverulegs og alvarlegs ofbeldis. Á móti má spyrja: Hvernig semur mađur viđ menn sem tala međ ţessum hćtti í viđkvćmum samningaviđrćđum? 

Til samanburđar eru yfirlýsingar forsvarsmanna hjúkrunarfrćđinga lágstemmdari og málefnalegri. Samt sem áđur eru kjaradeilur hjúkrunarfrćđinga viđ ríkiđ mjög alvarlegar og engum á ađ dyljast ađ ţar er um líf og dauđa ađ tefla. Og ţar á ég ekki ađeins viđ sjúklinga, heldur heilbrigđiskerfiđ okkar, og síđast en ekki síst hvort íslenskir hjúkrunarfrćđingar fáist til starfa hér á landi.

Hjúkrunarfrćđingar hafa birt launaseđla á undanförnum dögum. Óhćtt er ađ segja ađ ţćr upplýsingar hafi komiđ flestum á óvart og hafi vakiđ almenna reiđi í ţjóđfélaginu. Allir sjá ađ laun hjúkrunarfrćđinga verđur ađ leiđrétta. Ef ţađ verđur ekki gert á nćstu árum ţá verđa afleiđingarnar alvarlegar fyrir okkur sem samfélag.

Ef ţađ er hins vegar rétt ađ samninganefnd ríkisins hafi komiđ međ sama tilbođiđ til samningaviđrćđna dag eftir dag, viku eftir viku, og mánuđ eftir mánuđ, eins og fulltrúar BHM og hjúkrunarfrćđinga stađhćfa, ţá hlýtur ţađ ađ vekja upp áleitnar spurningar um hvađ hafi eiginlega veriđ á seyđi. Ţví skal einfaldlega ekki trúađ ađ svo sé, ţví slík framkoma vćri međ öllu óbođleg.


mbl.is „Reyna ađ svelta okkur til hlýđni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gćrdagurinn var sögulegur

Ef lagt er mat á atburđi og fréttir gćrdagsins, ţá hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar unniđ ótrúlegt ţrekvirki. Guđ láti gott á vita. Máliđ allt er hins vegar svo stórt í sniđum  og flókiđ ađ ómögulegt er fyrir leikmenn ađ átta sig á málavöxtum. Gárungarnir segja ađ vísu ađ viđvörunarbjöllur hringi vegna ţess hve vel fulltrúar stjórnarandstöđunnar og kröfuhafa gömlu bankanna taki tillögunum vel! En viđ skulum ekki láta slíkar hugrenningar spilla gleđinni, enda engin ástćđa til annars en ađ fagna ađ loksins sjáist til lands viđ afnám hafta. 

Ţađ er deginum ljósara ađ Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra, er mađurinn á bakviđ tillögurnar um afnám hafta. Virđing hans sem stjórnmálamanns hefur vaxiđ hvert sem litiđ er, á innlendum sem erlendum vettvangi. Ţađ er mikill léttir og fagnađarefni ađ stjórnarandstađan er jákvćđ til málsins, og má ţađ örugglega ţakka ţví, hvernig Bjarni hefur haldiđ á málum. 

 

Ef stjórnmálamenn ynnu í öllum málum eins og ţessu máli, ţá vćri traust til stjórnmálamanna ekki í ţví sögulega lágmarki sem ţađ er í dag. Ţađ vćri óskandi ađ áframhald verđi á ţeirri samstöđu og samhug sem ţingmenn sýndu í gćr. Viđ ţurfum á ţví ađ halda ađ stjórnmálamenn okkar sýni samstöđu og samvinnu í ţeim vandasömu verkefnum sem eru framundan.

Gćrdagurinn, 8. júní 2015, var sögulegur og fer í sögubćkurnar. Vonandi koma fleiri dagar í íslenskum stjórnmálum eins og gćrdagurinn. 


mbl.is Lćkkar skuldir ríkissjóđs um 30%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ yrđi sagt ef Kjartan Gunnarsson vćri formađur BHM?

Ţađ er eitthvađ bogiđ viđ hugsunarhátt forystufólks BHM. Ţegar reynt er ađ finna nýja leiki til ađ brjóta upp ţrátefliđ í kjaraviđrćđunum, ţá setja ţau Páll og Ţórunn upp fýlusvip. Ţau sögđu nei takk áđur en tillagan um sáttanefnd var borin undir ţau. Ţau vilji bara semja á sínum forsendum međ ,,samfylkjađan" ríkissáttasemjara. Svo ,,spillist" samninganefnd hjúkrunarfrćđinga af ,,rétttrúnađi" fyrrverandi framkvćmdastjóra og ráđherra Samfylkingarinnar.

Ef ríkiđ vilji semja ţá séu ţau ađ sönnu reiđubúin en ţađ verđi ţá ađ vera á ţeirra forsendum og í samrćmi viđ ţeirra kröfur! ,,Vonda ríkisstjórnin" skuli ekki fá neinn afslátt af ţeim kröfum, og ef hún geti ekki mannađ sig upp í ađ semja ţá eigi hún bara ađ fara frá. Ţá geti ný ríkisstjórn tekiđ viđ og ţá verđi máliđ kláriđ hratt og örugglega á sellufundi í Samfylkingunni, enda allir ađilar málsins fullgildir félagar.

Nei, í alvöru talađ. Hvađ hefđi veriđ sagt ef málinu yrđi snúiđ á hvolf. Samfylkingin og Vinstri grćnir vćru í ríkisstjórn. Og formađur samninganefndar vćri harđur nýfrjálshyggjupostuli, ja segjum Hannes Hólmsteinn Gissurarson, og formađur BHM vćri sjálfur Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvćmdastjóri Sjálfstćđisflokksins. Myndi ţá ekki heyrast hljóđ úr horni í ,,rétttrúnađarkirkju" vinstri elítunnar?


mbl.is „Ţađ er okkar réttur ađ semja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband