Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Á óvissutímum ţurfum viđ traustan forseta

713cb622679fcdbEf Ólafur Ragnar Grímsson vill sjálfur halda áfram sem forseti Íslands, ţá verđur hann endurkjörinn á nćsta kjörtímabili.  Stađa hans er ţađ firnasterk ađ enginn getur ógnađ stöđu hans. Hann hefur blómstrađ í forsetaembćtti ţar sem yfirburđarhćfileikar hans á sviđi innlendra stjórnmála og alţjóđlegra samskipta hafa komiđ í ljós. Og eftir framgöngu hans í Icesave ber okkur skylda til ađ kjósa hann áfram. Hann á ţađ inni hjá ţjóđinni. Annađ vćri vanţakklćti. 

Í annan stađ erum viđ ađ horfa upp á óvissutíma í stjórnmálum hér innanlands og á alţjóđlegum vettvangi. Ţá ţarf ţjóđin á Ólafi Ragnari Grímssyni ađ halda, aldrei sem fyrr. 

Ţađ ţarf ekki ađ hafa fleiri orđ um ţađ. Svo einfalt er ţađ.

En auđvitađ er freistandi fyrir Ólaf Ragnar ađ stimpla sig út eftir 20 ára ţjónustu og taka sér frí frá ţjóđinni, og ţjóna sjálfum sér og sínum nánustu.

Hitt er svo, hvađ Ólafur Ragnar kýs sjálfur ađ gera; ađ ţjóna sjálfum sér eđa ţjóđ sinni? 

 

mbl.is 47,8% ánćgđ međ störf forsetans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heima er best

Umfjöllun Guđrúnar Hálfdánardóttur í Morgunblađinu um flóttamennina í Evrópu er öllum holl lesning. Margar spurningar vakna eftir lesturinn.

Ţannig má spyrja hvernig ţađ geti gerst ađ milljón flóttamenn komist inn um ytri landamćri Evrópusambandsins, ţrátt fyrir Schengen samstarfiđ, nćstum ţví hindrunarlaust og án afleiđinga fyrir ţau lönd sem í hlut eiga. Og í framhaldinu getum viđ velt fyrir okkur af hverju Evrópusambandiđ hafi ekki brugđist ennţá viđ međ árangursríkari hćtti. Og loks er eđlilegt ađ spyrja: Hvers vegna ađ taka ţátt í svo mikilvćgu samstarfi eins og samevrópskri landamćravörslu, ef ţađ virkar ekki ţegar á reynir?

Ţetta er önnur hliđin. Hin hliđin snýr ađ flóttamönnunum sjálfum. Milljón flóttamenn bara á ţessu ári streyma til Evrópu í örvćntingarfullri tilraun sinni til ađ bjarga lífi sínu og koma sér í öruggt skjól vegna stríđsátaka eđa annarra hörmunga. Já, 1.000.000 manns á vergangi í Evrópu.

Ber okkur ekki siđferđisleg skylda ađ koma ţessu fólki til hjálpar í neyđ? Og ţá hvernig? Á ekki viđ hér ađ heima sé best? Ađ alţjóđakerfiđ taki sig saman í andlitinu og upprćti stríđsherra og stríđsátök, og búi stríđsţjáđum flóttamönnum friđ og velferđ í heimabyggđ? Og ţá geta ţeir sungiđ glađir í hjarta ţjóđsöngva sína eins og viđ: Ég er kominn heim!

Nú kann ţađ ađ vera rétt hjá sumum sem segja ađ fyrst eigum viđ ađ hjálpa ţeim sem standa okkur nćr, löndum okkar, sem búa viđ sára fátćkt, og öldruđum og öryrkjum sem líđa skort. En útilokar annađ hitt? Ţađ held ég ekki.

  

mbl.is „Hvađ er heima?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sameinađir stöndum vér, sundrađir föllum vér

Loforđ vinstri hreyfingarinnar hafa veriđ stór, en efndirnar litlar. Saga vinstri hreyfingarinnar gćti heitiđ Sundur og saman í blíđu og stríđu. Liđiđ sundrast ţegar ţađ er sameinađ, og sameinast ţegar ţađ er sundrađ. Ţađ breytir engu ţó sameiningin heiti Sameiningarflokkur alţýđu, Sameinađir vinstri menn eđa Samfylking. Alltaf verđur óeiningin ţeim ađ falli. 

Og nú kann ađ vera ađ renna upp tími sameiningar vinstri manna enda sundrungin algjör hvert sem litiđ er. En auđvitađ yrđi ţađ ađeins til eins - til sundrast ađ nýju.  


mbl.is Skylda ađ reyna ríkisstjórnarmyndun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Baráttu- og hugsjónamađurinn Frosti

caeacba97e-380x230_oEinn er sá ţingmađur á Alţingi sem á ţar fullt erindi. Ţađ er Frosti Sigurjónsson, ţingmađur Framsóknarflokksins og formađur efnahags- og viđskiptanefndar Alţingis. Hann vakti athygli á síđasta kjörtímabili fyrir skelegga og málefnalega baráttu gegn ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og gegn Icesave lögunum, sem vinstri stjórnin barđist hatrammlega fyrir ađ koma í gegn. Framganga hans bćđi í viđskiptalífinu og stjórnmálum hefur sýnt ađ hér er á ferđ traustur, heiđarlegur og hugmyndaríkur einstaklingur, en ekki síst hugsjónamađur.  

Stundum látum viđ bölsýnina nćstum ţví ganga ađ okkur dauđum. Međal annars ţegar viđ rćđum um ţingmennina okkar á Alţingi. Sem betur fer eru í dag á Alţingi einstaklingar eins og Frosti Sigurjónsson sem hafa vilja, ţor og getu til ađ berjast fyrir framfaramálum ţjóđarinnar.  

Frosti talađi međ rökum fyrir almennu skuldaleiđréttingunni til almennings. Hvorki hann, né Framsóknarflokkurinn, létu hávćrar úrtöluraddir úr vinstri flokkunum, Háskóla Íslands, Ríkisútvarpinu og fleiri ,,rétttrúnađarstofnunum" tala úr sér kjark og ţor, heldur hélt baráttunni áfram allt til enda. Sama má segja um baráttuna gegn ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og Icesave ólögunum. Í ţeim málum var ég ţađ lánsamur ađ fá ađ vera peđ á ţví taflborđi.

Í dag eru tvö baráttumál sem Frosti berst fyrir af sama krafti. Annars vegar nýtt peningakerfi í ţágu almannahagsmuna og hins vegar baráttan gegn verđtryggingu neytenda- og húsnćđismála. Bćđi ţessi mál skipta almenning í ţessu landi miklu í nútíđ og framtíđ ţví án heilbrigđs fjármálakerfis verđur ekki byggt upp heilbrigt samfélag.

Óhćtt er ađ segja ađ Frosti hafi undirbúiđ ţessi tvö mál međ mjög faglegum og vísindalegum hćtti. Baráttan fyrir nýju peningakerfi hefur vakiđ verđskulduga athygli langt út fyrir landsteinana (sbr. ţessa frétt mbl.is), og hefur hann veriđ fenginn til ađ kynna ţćr hjá virtum ađilum erlendis.  

Í anda Star Wars segi ég: Megi ,,krafturinn" vera međ Frosta í ţessum málum, sem öllum öđrum góđum málum! Stundin er alltaf rétt til ađ gera hiđ rétta! 

 
Og ţađ er fariđ ađ snjóa í höfuđborginni ...
 
 
 
 

mbl.is Bönkum bannađ ađ búa til peninga?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Komi ţeir sem ţora!

821726Össur er ólíkindatól. Hann talar sig inn og út úr stjórnmálum. Ţannig talađi hann sig út úr Alţýđubandalaginu og inn í Alţýđuflokkinn. Hann var ekki fyrr ţangađ kominn ţegar hann lagđi Alţýđuflokkinn niđur og stofnađi Samfylkinguna, og gerđist svo formađur hennar. Ţegar ađ honum var sótt á ţeim vettvangi, ţá setti hann upp pólitíska leiksýningu til ađ narra keppinaut sinn út í vegleysu. Ţađ var ţegar Ingibjörg Sólrún var gerđ ađ forsćtisráđherraefni Samfylkingarinnar í stađ formanns. Ţannig keypti Össur sér lengri tíma í valdastóli, og ţar er hann enn. Situr á bakbekknum og bíđur fćris.

Nú finnst sumum ađ hans tími sé kominn - ađ víkja ţađan. En Össur situr sem fastast og víkur eigi, nema honum ,,sé hent öfugum út", eins og hann orđađi ţađ sjálfur. Flokkurinn er hans, flokkurinn er um hann og flokkurinn er frá honum kominn. Ţeir sem reyni ađ koma kjaftasögum á kreik ađ hann sé á förum ţađan, verđi gerđir kjaftstopp og hraktir á braut hiđ snarasta. 

Yfirlýsing Össurar í ţessu efni er kristaltćr: Komi ţeir sem ţora!


mbl.is Ţyrfti ađ henda Össuri öfugum út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tímamótalög um opinber fjármál samţykkt á Alţingi

bjarni707.width-900Ţorri ţingmanna samţykkti frumvarp efnahags- og fjármálaráđherra um opinber fjármál sem lög frá Alţingi fyrir nokkrum mínútum síđan. Ţetta er mikill sigur fyrir Bjarna Benediktsson, efnahags- og fjármálaráđherra, sem hefur sannanlega sett mark sitt á fjármál ríkisins frá ţví hann tók viđ ráđherraembćtti. Fjárlög eru afgreitt međ afgangi tvö ár í röđ og nú hefur hann komiđ í gegn á Alţingi lögum sem munu ,,stuđla ađ góđri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn opinberra fjármála", eins og segir í markmiđum laganna. Viđ lestur laganna ţá er eđlilegt ađ menn spyrji sig af hverju slík lög hafi ekki veriđ samţykkt löngu fyrr, eins og reyndar kom fram í máli nokkurra ţingmanna sem tjáđu sig um frumvarpiđ. Almenn ánćgja er međ ţessi nýju lög međal allra stjórnamálaflokka ađ undanskyldum nokkrum ţingmönnum Vinstri grćnna. 

Hinum nýju lögum er ćtlađ ađ tryggja:

1. heildstćđa stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma,

2. vandađan undirbúning áćtlana og lagasetningar sem varđa efnahag opinberra ađila og öflun og međferđ opinbers fjár, 

3. skilvirka og hagkvćma opinbera fjárstjórn og starfsemi, 

4. ađ opinber reikningsskil séu í samrćmi viđ viđurkenndar bókhalds- og reikningsskilareglur, 

5. virkt eftirlit međ stjórn og ráđstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda.   

Međ lögunum er agi í ríkisfjármálum aukinn til muna og lögin munu auka álag á ráđuneytin á nćstu árum eins og kom fram í máli efnahags- og fjármálaráđherra í morgun. 


Vont mál fyrir ríkisstjórnina

happy-old-people-4Ţessa stundina er veriđ ađ greiđa atkvćđi á Alţingi um fjáraukalög. Ţar leggur stjórnarandstađan fram breytingartillögu til ađ knýja á um ţađ ađ lífeyristryggingar hćkki afturvirkt til samrćmis viđ launafólk. Ţađ hefur veriđ umdeilt hvort sú 9,7% hćkkun sem aldrađir og öryrkjar fá í janúar bćti upp hćkkanir sem launafólk fékk fyrr á árinu. Samkvćmt ţví sem kemur fram hjá stjórnarandstöđunni ţá dugar ţessi hćkkun ekki til. Stjórnarmeirihlutinn heldur öđru fram. Enn á ný er almenningur settur í ţá stöđu ađ hafa ekki hlutlausar upplýsingar um hvađ er rétt og hvađ er rangt í ţessum málflutningi. 

Fyrir lífeyrisţega er ţetta eđlilega hitamál. Ţađ brennur á ţeim. Ţađ liggur fyrir ađ stjórnarandstađan hefur haft sigur í ţessu máli í hugum ellilífeyrisţega, ţó ađ ţađ liggi fyrir ađ ţessi breytingartillaga um 6 milljarđa hćkkun til lífeyrisţega hafi veriđ felld rétt í ţessu. Ţetta er vont mál fyrir stjórnarflokkana - og ţađ vissi stjórnarandstađan ţegar hún tók slaginn.   


Hver blikkar fyrst

AR-151029541Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ alţingismenn standi vörđ um virđingu Alţingis ţessa dagana, eins og jafnan ţegar styttist í ađ alţingismönnum sé sleppt út í jólagleđina. Ţađ mćtti jafnvel halda ađ ţeim lćgi ekkert á ađ ljúka ţingstörfum til ađ stimpla sig út.

En auđvitađ er máliđ ekki svo einfalt. Ţessa dagana sýnir stjórnarandstađan vald sitt međ málţófi og uppákomum. Í stađ ţess ađ rćđa um fjárlög, ţá rćđa ţingmenn um poppstjörnur, sessunauta á ţingi, náttröll og hvađ eina sem kann ađ vekja athygli fjölmiđla, sem ađeins taka viđ sér ef fjör kemst í mannskapinn viđ Austurvöll. 

Lýđrćđiđ er tímafrekt og vandmeđfariđ. Hvort sú breyting sem gerđ var hér um áriđ og opnađi fyrir ţaulsetur og málţóf er af hinu góđa skal ósagt látiđ, en óneitanlega eykur ţađ ekki virđingu Alţingis. Nú er sagt ađ málţófinu sé beint gegn ákvörđun utanríkisráđherra og embćttismanna hans í utanríkisráđuneytinu ađ gleypa Ţróunarsamvinnustofnun í einum munnbita og fjölga diplómötum. Ţess vegna sé 63 ţingmönnum og öllu starfsfólki Alţingis haldiđ í gíslingu málţófs, sem stjórnarandstađan segir vera sinn neyđarrétt. Eitthvađ kann ađ vera til í ţví, ţegar viđ förum yfir sviđiđ á síđasta kjörtímabili, ţegar skotgrafirnar voru öfugt skipađar.

Ţegar öllu er á botninn hvolft, gengur störukeppnin í málţófinu ađeins út á eitt. Hver blikkar fyrst! 

 

mbl.is „Gunnar Bragi frussađi í vandlćtingu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband