Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Að drepa lýðræðið með leiðindum
Föstudagur, 30. maí 2014
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skoðanafrelsi og ,,skítasöfnuðir"
Fimmtudagur, 29. maí 2014
![]() |
Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2014 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Komum Kópavogi í sama sæti og Garðabæ og Seltjarnarnesi
Fimmtudagur, 29. maí 2014
![]() |
Fjölskyldu- og skólamál í öndvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samband í tilvistarkreppu
Þriðjudagur, 27. maí 2014
Úrslit kosninga til Evrópuþingsins ætti ekki að koma neinum á óvart. ,,Báknið í Brussel" er að verða æ fjarlægara íbúum Evrópu eftir því sem það þenur meira úr sér til aðildarlanda sambandsins. Margir töldu að Evrópusambandið snérist fyrst og fremst um að auka viðskipti á milli ríkja Evrópu með fjórfrelsinu. Viðskiptahindrunum yrði rutt úr vegi, þar með myndi viðskiptakostnaður lækka og hagsæld í Evrópu myndi aukast. Það var alla vega hugsjónin.
En Evrópusamruninn dýpkaði með hverri reglugerðinni og tilskipuninni og á endanum snýst krafan um aðlögun á regluverki ríkja upp í andstæðu þess sem lagt var upp með. Algjör krafa um að innleiða fjórfrelsið og innri markað Evrópu kallar á afsal á fullveldi ríkja, sem eru tilneydd að láta markaðsöflin deila og drottna á kostnað samfélagslegra þátta, sem hægt og bítandi gefa eftir. Þannig myndast þrýstingur á velferðarkerfi ríkja í Norður- og Mið-Evrópu að aðlaga sig að vanþróuðum velferðarkerfum í Suður- og Austur-Evrópu. Það hefur myndast ójafnvægi innan ríkja Evrópu sem hefur leitt til félagslegrar kreppu og atvinnuleysis í stórum hluta álfunnar. Frelsi eins er helsi annars.
Ef ríki Evrópu finna ekki lausn á þessu tilvistarvanda þá liðast Evrópusambandið í sundur. Það kann að hafa óútreiknanlegar afleiðingar fyrir stöðugleika í heims- og efnahagsmálum.
Baráttujaxlar leggja boxhönskunum
Laugardagur, 24. maí 2014
![]() |
Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveggja tóna tal I & II
Föstudagur, 23. maí 2014
Sonur minn Jón Gabríel hefur nú lokið fyrsta ári í námi sínu við Listaháskóla Íslands og leggur stund á tónsmíði. Þann 17. maí sl. voru frumflutt verk eftir nemendur í Hörpu. Hér er frumflutningur á verki Jóns Gabríel, Tveggja tóna tal I & II, í flutningi Ísafoldarbrass. Ég er stoltur af stráknum, ágæt frumraun. Mjög gott framtak hjá Listaháskóla Íslands og vel að öllu staðið.
Tónlist | Breytt 24.5.2014 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Forsætisráðherra fer yfir árangur ríkisstjórnarinnar
Föstudagur, 23. maí 2014
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisstjórnin misstígur sig illa
Fimmtudagur, 22. maí 2014
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heilbrigt samfélag
Laugardagur, 17. maí 2014
Niðurstaðan úr rannsókn sem Rauði krossinn kynnti í gær er áfellisdómur yfir íslensku samfélagi eins og það hefur þróast á undanförnum árum og áratugum. Að rúmlega 12.000 börn á Íslandi búi við fátækt og að 2.500 börn þurfi stöðugt á aðstoð hjálparstofnana að halda hlýtur að vekja okkur af værum blundi í velferðarmálum og í hvernig samfélagi við viljum búa. Viljum við vera þekkt fyrir að vita þetta og bregðast ekki við með sómasamlegum hætti?
Við þetta bætist svo ástandið í heilbrigðiskerfi landsmanna sem hefur verulega látið á sjá á undanförnum tveimur áratugum. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Kostnaður krabbameinsjúklinga hefur hækkað um 15% frá árinu 2008 samkvæmt annarri rannsókn sem var kynnt í vikunni. Við getum gefið okkur að kostnaður sjúklinga sem glímur við aðra sjúkdóma hafi hækkað enn meira en þetta. Dagdeildarþjónusta er orðið normið á Landspítalanum þ.e.a.s. að sjúklingar fá þjónustu á dagdeild og eru síðan sendir heim til að auka hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Með þessu er ,,kostnaðarvitund sjúklinga" ofarlega í huga sjúklinga þegar þeir þurfa að leita sér lækninga. Þetta hefur síðan þær afleiðingar, sem kom fram í fyrrgreindri rannsókn, að þeir sem veikastir eru í þjóðfélaginu leita sér ekki lækninga nema í algjörri neyð. Öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og þeir þjóðfélagshópar sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu okkar hafa sem sagt ekki lengur efni á að nýta sér heilbrigðiskerfið okkar.
Þarf þetta að vera svona? Eru við Íslendingar það illa settir fjárhagslega að við getum ekki boðið upp á manneskjulegt heilbrigðiskerfi óháð efnahag? Það er jafnframt eðlilegt að spyrja: Hvaða leyfi höfðu stjórnmálamenn til að breyta þessari grunnhugsjón Íslendinga að hér á Íslandi væri heilbrigðiskerfi fyrir alla sem þyrftu á því að halda óháð efnahag, stöðu og búsetu? Hve margar ræður voru fluttar á Alþingi Íslendinga á nýloknu þingi um þá grundvallarbreytingu sem hefur átt sér stað á viðhorfi stjórnvalda til heilbrigðisþjónustu við þegna landsins?
Núverandi ríkisstjórn tók loksins af skarið í síðustu fjárlögum með 4 milljarða aukafjárveitingu til heilbrigðiskerfisins til að snúa þessari óheillaþróun við. Það var stórmannlegt. En það þarf að gera betur. Það þarf að nýju að tryggja að öflugt heilbrigðiskerfi sé til staðar, fyrir alla, og þá sérstaklega þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Óbreytt ástand á ekki að vera ásættanlegt í þjóðfélagi sem svo sannanlega hefur efni á að reka öflugt heilbrigðiskerfi sem tekur sjúkum opnum örmum í stað þess að boða kostnaðarvitund sjúklinga í nafni hagræðingar. Aðeins þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag. Það borgar sig.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinn pólitíski ómöguleiki og grafreitur glórulausra kosningaloforða
Sunnudagur, 11. maí 2014
![]() |
Samkomulag um þinglok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)