Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Ríkisstjórnin hyggst ráða Árna Pál til að tala gegn fjárlagafrumvarpinu

Það er ekki á hverjum degi sem skattar lækka áður en þeir eru lækkaðir. Samt hefur það gerst með vörugjöldin. Verslunin hefur afnumið vörugjöldin þrátt fyrir að fjárlagafrumvarpið sé ennþá frumvarp og ekki orðið að lögum. Vörugjöldin lækka sem sagt áður en þau eru lækkuð, eða þannig.

Það er reyndar alveg óvíst hvort meirihluti sé fyrir fjárlögum ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Það er náttúrulega galið. . Það er reyndar svo galið, að ... lesa áfram á sjalfstaedi.wordpress.com


Skoða jú, ekki endurskoða!

Tveir framsóknarmenn tóku tal saman um ríkisstjórnina. ,,Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé ekki örugglega Framsóknarflokkurinn sem sé við völd“, segir sá fyrri. ,,Nú, hvað meinar þú með því?“, spyr þá hinn. ,,Jú, sjáðu til. Kaus ég Framsóknarflokkinn til að endurskoða landbúnaðarkerfið frá A til Ö? Ef ég hefði talið þörf á því þá hefði ég kosið .... Lesa meira, á sjalfstaedi.wordpress.com.

Af hverju kaupir fólkið sér þá ekki flatskjái?

Það stefnir í átök á vinnumarkaði. Það var viðbúið. Við vitum hverjir eru í stjórn, hverjir eru í stjórnarandstöðu og hverjir stjórna verkalýðshreyfingunni. Það þarf hvorki snilling né spákonu til að sjá framtíðina í þessum efnum.

Það var þess vegna eins og að skvetta olíu á eldinn ... . Lesa meira.  


Gróðasjónamið þeirra sem hirða hvorki um heiður né mannhelgi

Ungir sjálfstæðismenn eru frjálshuga enda rennur frelsisblóð þeim í æðum. Þeir halda forystu Sjálfstæðisflokksins við efnið þegar kemur að því að berja bumbur frjálshyggju. Eða eins og skáldið sagði:

Árnar
brjótast um
í gljúfrunum
og fossarnir
berja bumbur

meðan blómin sofa. (EGGERT E. LAXDAL)

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur lifað með þjóðinni í næstum eina öld vegna þess að hann er sambland frjálslyndis, víðsýni og íhaldssemi. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að breyta bara breytinganna vegna. Hann hefur kunnað að meta það sem gamalt er, ef það gagnast þjóðfélaginu. Það er þröngsýni að horfa framhjá því sem fortíðin getur kennt okkur í dag. 

Sjálfstæðisflokkur frelsis og víðsýni hleypir ekki frelsinu lausu í þágu fárra á kostnað fjöldans. Þess vegna hleypir hann ekki fíkniefnabölinu né áfengisbölinu lausu eins og hungruðum úlfum í veiðihug á lambahjörð. Það hefur ekkert með frelsið að gera að hefta frelsi ,,úlfanna", en allt með víðsýnina og íhaldssemina að gera, að sjá lengra en gróðasjónarmið þeirra fáu sem hirða hvorki um heiður né mannhelgi.  


mbl.is Gagnrýna stjórnarsamstarfið harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband