Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Heitur kolamoli

 

Ţađ er af nóg ađ taka í málefnum ríkisins sem kalla á úrlausn, en ekki ţetta mál. Ríkisstjórnin mun brenna sig illa ef hún ćtlar í leiđangur til ađ leggja niđur landsdóm.

Landsdómur er heitur kolamoli sem ríkisstjórnin ćtti ađ hafa vit á ađ snerta ekki. En ţađ virđist hún ćtla ađ gera ef marka má ţessi orđ fjármálaráđherra. Ćtlar ríkisstjórnin ađ fara eyđa kröftum í svona ,,gćluverkefni", sem kljúfa ţjóđina í herđar niđur og urđu til ţess ađ fella síđustu ríkisstjórn? Ţađ vona ég ađ hún geri alls ekki.

Ef ráđherrar ríkisstjórnarinnar hlusta á ţjóđina í ţessu sem öđru, nokkuđ sem síđasta ríkisstjórn gerđi ekki, ţá er ekkert ađ óttast.


mbl.is Ćtla ađ leggja niđur landsdóm
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin verđur ađ velja orrustur sínar betur

 

,,Ţú ert ekkert annađ en ađ ýta undir aumingjapólitík eins og ţú gerđir í skuldamálum heimilanna", var sagt viđ mig ţegar ég tók umrćđuna um nýjustu ákvörđun menntamálaráđherra um ađ auka kröfur til námsframvindu hjá LÍN. ,,Já, ţađ er ekki til of mikils mćlst ađ ţessir námsmenn drulli sér til ađ leggja stund á námiđ, ţeim er engin vorkunn međ ţađ. Ţeir eru jú einu sinni á framfćri okkar skattgreiđenda". Já, ţannig er umrćđan og í athugasemdum viđ síđasta pistil minn má finna smjörţefinn. Ţađ er ömurlegt ađ ţurfa ađ taka ţessa umrćđu hvernig sem á ţađ er litiđ.

Umrćđan um menntamál var ekki áberandi í kosningabaráttunni. Katrín Jakobsdóttir, ţáverandi menntamálaráđherra, hafđi ađ vísu fengiđ samţykkt lög ţar sem afburđanámsmenn áttu ađ geta fengiđ hluta af námslánum sem styrk, en slíkt ţekkist í nágrannalöndum okkar. Ef ţau lög komast í framkvćmd ţýđir ţađ milljarđa aukin útgjöld til menntamála. Ţađ kann ađ vera ađ ţeir fjármunir komi til baka međ tíđ og tíma. Vissulega er betra ađ beita hvötum til ađ fá fram betri árangur nemenda og betra menntakerfi, heldur en ađ beita ţvingunum. Ţingmenn stjórnarflokkanna lýstu vissulega yfir efasemdum um ađ ţessi breyting kćmi á réttum tíma hafandi í huga stöđuna á ríkissjóđi. En ég man ekki til ţess ađ auknar kröfur um námsframvindu hjá LÍN hefđi veriđ á kosningastefnuskrá nokkurs stjórnmálaflokks.

Ákvörđun Illuga Gunnarssonar, menntamálaráđherra, í ţessu efni hefur mćtt mikilli andstöđu hjá öllum námsmannahreyfingum. Ákvörđunin hefur jafnframt komiđ af stađ neikvćđri umrćđu um menntun og námsmenn í ţjóđfélaginu, og vissulega eru skilabođ stjórnvalda skýr međ ţessari ákvörđun, og hefur menntamálaráđherra einmitt notađ ţau rök fyrir ákvörđuninni ađ of litlar kröfur sé gerđar til námsframvindu íslenskra námsmanna miđađ viđ önnur Norđurlönd. Fyrst sagđi hann ákvörđunina gerđa til ađ spara ríkisútgjöld en síđan sagđi hann ákvörđunin gerđa til ađ samrćma kröfur til náms innan Norđurlandanna. Ef svo er ţá á hann langt í land međ ţađ ţví eigi dugar ađ taka bara sćtu bitana en sleppa ţeim súru. Ef ríkisstjórnin ćtlar ađ jafna ađstöđu námsmanna viđ ţađ sem best gerist á Norđurlöndunum ţá kostar ţađ ríkissjóđ aukin útgjöld, ekki minni. Ef gera á raunverulegar endurbćtur í menntamálum ţá ţarf ađ viđhafa vandađri vinnubrögđ en ţarna koma fram.

Í stjórnmálum er ţýđingarmikiđ ađ velja sínar orrustur. Menntamálaráđherra hefur valiđ hvar hann ćtlar ađ berjast. Ţađ er ekki hans einkamál, heldur allrar ríkisstjórnarinnar og stuđningsmanna hennar. Var ţessi ríkisstjórn ekki mynduđ um eitthvađ allt annađ en ţetta?

Ţađ ćtla ég svo sannanlega ađ vona.


Námsmenn fordćma allir vinnubrögđ menntamálaráđherra Sjálfstćđisflokksins

Einhliđa, illa ígrundađar ákvarđanir sem teknar eru í flýti, eins og ţćr sem hafa veriđ teknar varđandi lánasjóđinn, misbjóđa íslenskum námsmönnum gróflega. Íslenskir námsmenn gera skýlausa kröfu um ađ falliđ verđi frá fyrirćtlunum um niđurskurđ og ađ breytingar á úthlutunarreglum verđi endurskođađar. 

Ţannig álykta allar námsmannahreyfingar Íslands. Höfum í huga ađ hćgri menn unni glćsilegan kosningasigur í Háskóla Íslands í síđustu stúdentakosningum. Ţeim er misbođiđ. Ţarf frekari vitnanna viđ um ţess ákvörđun menntamálaráđherra Sjálfstćđisflokksins?

Menntamálaráđherra bar fyrir sig í útvarpsviđtali í dag ađ veriđ vćri ađ samrćma kjör námsmanna hér og á Norđurlöndum. Gott og vel. Ţá hlýtur ráđherra ađ ganga alla leiđ og ţá er rétt ađ hafa ţennan hluta ályktunar námsmannahreyfinganna í huga:

Ţá fordćma námsmannahreyfingarnar ţá ákvörđun stjórnvalda ađ leggja niđurskurđarkröfu á lánasjóđ námsmanna. Hreyfingin segir kjör íslenskra stúdenta töluvert bágbornari en á hinum Norđurlöndunum en ţar hljóta stúdentar styrki ađ viđbćttum valkvćđum lánum. Ţví er forkastanlegt ađ stjórnvöld ćtli sér ađ draga enn úr kjörum íslenskra námsmanna.

Viđ hljótum ţví ađ bíđa eftir nćsta skrefi ráđherra viđ ađ jafna kjör námsmanna hér á landi viđ ţađ sem gerist á öđrum Norđurlöndunum.   


mbl.is Námsmenn fordćma vinnubrögđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

En flöt hćkkun skulda? Var OECD spurđ um ţađ?

 

Auđvitađ vill enginn flata lćkkun á skuldum ţví ţá lćkka ţćr ekki neitt. Viđ viljum ađ lćkkunin verđi hallandi og halli niđur á viđ.

En annars hvađa vitleysa er ţetta? Auđvitađ geta allir tekiđ undir ţađ ađ lćkkun skulda međ almennri ađgerđ á alla skuldunauta, ríka sem fátćka, er í venjulegu árferđi og venjulegum ađstćđum, eins og ţćr gerast alls stađar hjá siđmenntuđum ţjóđum, absúrd.

En ađ sama skapi er flöt hćkkun skulda vegna hćkkunar á sköttum, kaffi, sokkabuxum, brennivíni og sígarettum vegna eins stykkis fjármálahruns međ tilheyrandi hruni á gjaldmiđli jafnt absúrd og ţekkist hvergi í siđmenntuđum löndum. Ef OECD hefđi veriđ spurt um hvort flöt hćkkun skulda vćri ráđleg ţá hefđi ţessi ágćta framfarastofnun sagt ađ slíkt vćri ekki ráđlegt né rétt, enda eru skuldunautar ađ fá á sig flata hćkkun skulda vegna ađstćđna sem vćru ekki í ţeirra valdi, og mćtti kalla forsendubrest fyrir skuldunautinn, en happadrćtti fyrir lánadrottininn. Ţetta ćtlar ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar ađ leiđrétta ţar sem ráđherrarnir ríđa á fákum réttlćtisins.

Já, ef spurninginn er vitlaus, ţá verđur svariđ jafn vitlaust. Ţađ ţekkjum viđ úr fréttatímum Stöđvar 2 og RÚV ţegar ţeir missa sig í ESB málunum og hlaupa um eins og mörgćsir.


mbl.is Flöt lćkkun lána ekki ráđleg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forsetinn mun fá ţađ óţvegiđ

Ţađ hefur aldrei skort á ađ Ásmundur Einar Dađason, alţingismađur, gefi skýr og heiđarlög svör viđ ţeim spurningum sem beint er til hans. Svar hans ađ ţessu sinni er engin undantekning frá ţessu.

Ţađ er ţó ekki sama hćgt ađ segja um ríkisstjórnina í heild. Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, spilar inn á ţetta og segir skorta skýr svör frá ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar um stöđuna í ESB málinu. Ţó ađ ţađ sé erfitt ađ viđurkenna ţađ, ţá er nokkuđ til í ţví. Ţessari óvissu ţarf ađ eyđa, ţó ekki vćri nema af virđingu viđ viđsemjandann, Evrópusambandiđ og 27 ríki ţess.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talađi tćpitungulaust í viđtali viđ RÚV í kvöld um ESB máliđ. Allt sem hann sagđi var sannleikanum samkvćmt. Forseti Íslands veit hvađ hann syngur og sá söngur er eyrnakonfekt fyrir meirihluta ţjóđarinnar í málinu. 

Ţeir sem sjá ESB ađild í hillingum hafa ţó ekki veriđ jafn ánćgđir međ orđ forsetans. Fyrir ţeim var kvöldiđ ónýtt. Á morgun fćr Ólafur Ragnar Grímsson ađ heyra ţađ óţvegiđ frá ESB sinnum og ganga má ađ ţví vísu ađ Stöđ2 gangi harđast fram. Ţađ munu mörg ,,vitnin" koma fram fyrir alţjóđ til ađ draga orđ forseta Íslands í efa, enda trúverđugleiki vinstri stjórnarinnar undir.


mbl.is Ţjóđaratkvćđi ekki fyrirhugađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ er eiginlega í gangi?

Ţađ er einmitt kosturinn viđ almennar ađgerđir til ađ takast á viđ skuldavanda heimilanna ađ ţá er engin ţörf ađ hnýsast í fjárhag einstaklinga eđa fara í flókna greiningarvinnu. Ţađ sparar fjármuni ţegar upp er stađiđ. Vandanum hefur veriđ ágćtlega lýst. Ţađ ţarf ađ leiđrétta verđbólguskotiđ sem varđ vegna hrunsins. Ţađ er einfalt ađ reikna ţađ út. Og ţađ er sömuleiđis einfalt ađ takast á viđ vandann og leysa hann. Höfuđstólinn er ţarna í eigu eins og skuld annars. Allar ţessar upplýsingar liggja fyrir í opinberum gögnum. Ţennan verđtryggđa höfuđstól ţarf ađ leiđrétta vegna forsendubrestsins. 

Og ríkisstjórnin hefur lofađ ađ ţessi vandi verđi leystur. Kjósendur gera ríka kröfu til ţess ađ viđ ţađ loforđ verđi stađiđ. Ţarf ađ koma hér upp opinberum miđlćgum gagnagrunni um fjármál einstaklinga og heimila til ţess? Nei, verđur ekki séđ.


mbl.is „Ofbođslega langt gengiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meira af sćtu, minna af súru

 

Ţađ kom ađ ţví ađ ríkisstjórnin fćri ađ dreifa einhverju ,,sćtindum" til almennings, ekki bara ,,súrindum". Frelsi aldrađra til ,,ađ bjarga sér" er aukiđ og var sannanlega tími til kominn. Vonandi fá fleiri jólagjafir og veglegri ţetta áriđ ef marka má orđ Sigrúnar Magnúsdóttur, alţingismanns. Ţađ eykur hagvöxtinn og gleđina í ţjóđfélaginu og veitir víst ekki af. Ţessi glađningur varđ ţó ekki til ţess ađ gleđja stjórnarandstöđuna á Alţingi.

Í dag hef ég fengiđ ađ heyra ţađ hjá félögum mínum eftir ađ pistil gćrdagsins um embćttisverk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráđherra. Stundum verđa menn ađ vera sammála um ađ vera ósammála. Ţađ kann ađ vera ađ Illugi eigi sér málsbćtur í ađ rétt sé ađ auka kröfur til nemenda í háskólanámi en ţađ breytir ekki ţví ađ ţessi ákvörđun er illa undirbúin og á eftir ađ draga dilk á eftir sér fyrir ríkisstjórnina.

En til ađ enda ţetta á jákvćđum nótum ţá kom Ragnheiđur Ríkharđsdóttir, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, skemmtilega á óvart á Alţingi í dag ţar sem hún las Katrínu Júlíusdóttur, fyrrv. fjármálaráđherra, pistilinn. Glćsileg frammistađa hjá henni verđ ég ađ segja ţar sem hún opinberađi tómahljóđiđ í fyrrverandi ráđherrum vinstri stjórnarinnar.


mbl.is „Skýr skilabođ til aldrađra“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Illugi fer illa af stađ

 

Ţađ verđur varla sagt ađ Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, fari vel af stađ. Fyrst rćđur hann sem formann LÍN sjálfan framkvćmdastjórann sem stóđ vaktina í Fjármálaeftirlitinu fyrir hruniđ. Sennilega vinargreiđi en međ ţví gaf hann kjósendum fingurinn. Og nú ákveđur hann ađ fara í stríđ viđ stúdenta. Ţessi ákvörđun ráđherrans varđandi námsframvindu er vissulega merki um skammsýni eins og formađur Stúdentaráđs Háskóla Íslands bendir réttilega á. Ţetta kann ađ spara aura fyrir ríkissjóđ í ráđuneyti menntamála en ţetta mun koma annarsstađar niđur sem kostnađur fyrir skattgreiđendur. Og minnumst ekki á ţađ ógrátandi hvađa neikvćđu áhrif ţetta hefur á alla námsmenn í háskólanámi og fjölskyldur ţeirra. Var ţetta ađgerđ í ţágu heimilanna?

Ef ráđherrann heldur áfram á ţessari braut horfir ekki vel fyrir Sjálfstćđisflokknum og ríkisstjórninni. Ţetta er slćmt karma. Ríkisstjórnin ţarf ađ draga ţessa ákvörđun til baka án tafar.


mbl.is Breytingar LÍN merki um skammsýni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Hefur ekki mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna ef Snowden fćr hćli", sagđi ađjúnkt viđ Háskóla Íslands

 

Já, ţetta var mat Silju Báru Ómarsdóttur, ađjúnkts viđ stjórnmálafrćđideild Háskóla Íslands, ţann 20. júní ţegar hún var spurđ út í máliđ í frétt á Vísir.is. RÚV tók síđan upp fréttina en fréttastofa RÚV hefur fjallađ um flótta Snowden undan réttvísinni í öllum fréttatímum í hálfan mánuđ. Ţetta er eitt af ţeim málum sem RÚV er mjög hugleikiđ ţessa dagana, hitt er undirskriftarsöfnunin um ólögin hans Steingríms J. Sigfússonar. Gćti ţađ veriđ vegna ţess ađ bćđi ţessi mál gćtu komiđ ríkisstjórninni í bobba?

Utanríkisráđherra og forseti Bandaríkjanna hafa á síđustu dögum lýst yfir hve alvarlegum augum stjórnvöld ţar í landi líta á mál Snowden, sem í ţeirra augum er ótýndur glćpamađur. Ţađ ríki sem tekur viđ njósnaranum verđur ekki í öfundsverđri stöđu í alţjóđamálum. Auđvitađ kemur ekki til greina fyrir Ísland ađ íhuga slíkt hvađ sem Silja Bára Ómarsdóttir, ađjúnkt viđ Háskóla Íslands, segir. Viđ skulum vona ađ íslensk stjórnvöld meti stöđuna af betra innsći en ađjúnktinn viđ Háskólann. Vonandi hefur Silja Bára ţó endurmetiđ áhrif ţess ađ Snowden yrđi bođiđ hér hćli, annađ vćri ábyrgđarlaust.


mbl.is Í Rússlandi til frambúđar?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Danir móđga Íslendinga

 

Helle Thoning-Schmidt, forsćtisráđherra Danmerkur, hefđi getađ sagt margt huggulegra en ađ minna á eina stefnumál Samfylkingarinnar á fundi hennar međ Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, forsćtisráđherra. Vonandi hefur Sigmundur Daviđ sagt á móti ađ Íslendingar vilji Danmörk úr ESB svona til ađ undirstrika ósvífni Helle Thoning-Schmidt gagnvart nýrri ríkisstjórn Íslands, sem hefur á stefnuskrá sinni ađ halda Íslandi fyrir utan ESB. Kannski hefur Helle haldiđ ađ Samfylkingin vćri ennţá viđ stjórn á Íslandi og hafi taliđ sig međ ţessu vera ađ vinna sér inn nokkur stig í samskiptum ţjóđanna. Lýsir ţetta vel veruleikafirringu jafnađarmanna í Danmörku, en ţeirra bíđa sömu örlög og sytraflokksins á Íslandi í nćstu kosningum ţar. Helle er ţví vorkunn. Valdatíđ hennar er senn lokiđ í dönskum stjórnmálum og ekki kćmi ţađ pistlahöfundi á óvart ađ hún endađi sinn pólitíska feril í Brussel, himnaríki uppgjafa stjórnmálamanna.


mbl.is Danir vilja Ísland í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband