Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Engin breiðsíða fyrir mig
Föstudagur, 31. maí 2013
Breiðir menn eins og ég brostum breitt þegar við fréttum um að Morgunblaðið væri komið á breiðsíðu. Stærra blað, meiri breidd og meira efni svo ekki sé nú talað um að fá meira fyrir peninginn.
En heldur varð ég súr þegar ég tók iPad heimilisins í hönd, opnaði blað dagsins en sá enga breytingu. iPadinn hafði ekkert breikkað og þess vegna var Mogginn minn jafnstór og hann var í gær. Heldur varð breiða brosið mitt mjórra við þetta, ja, ef það bara fraus ekki, svei mér þá.
![]() |
Breiðsíðan sló í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB lestin er hætt að ganga
Fimmtudagur, 30. maí 2013
ESB lestin, Reykjavík-Brussel, hefur stöðvast. Þegar hún fór af stað með viðhöfn í júní 2009 sagði Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, að þetta væri hraðlest og hún yrði komin á áfangastaðinn, Brusselborg, eigi síðar en árið 2011. Aðrir í Samfylkingunni um ESB aðild sögðu fyrr.
En ESB hraðlestin stóð aldrei undir nafni. Hún fór hægt af stað og liðaðist löturhægt áfram um grýtta grund. Lestarstjórinn fékk misvísandi skilaboð frá ESB ríkisstjórninni. Annar stjórnarflokkurinn sagði ,,full steam ahead" meðan hinn stóð á bremsunni. Og svo var meirihluti þjóðarinnar strax orðin efins sem endaði síðan með því að brautarteinarnir voru sprengdir í loft upp af þjóðinni þann 27. apríl sl. Áður hafði ríkisstjórnin sjálf sett lestina í hægagang.
Og já loksins hefur ESB lestin stöðvast. Teinarnir til Brussel voru aldrei til í raunveruleikanum. Umsókn um aðild byggði á sandi alveg frá upphafi. ESB lestin hefði aldrei komist á áfangastað enda áttu hún þangað aldrei erindi. Ástæðan er einföld. Það vantaði farþegana. Það var engin raunveruleg eftirspurn eftir ferðum til Brusselborgar. Í dag ganga bara lestir úr borginni. Allar lestir eru hættar að ganga í hina áttina. ESB ferðin var alltaf ferð á fyrirheits.
Ný ríkisstjórn þarf þess vegna ekki að stöðva neitt. Þú stöðvar ekki það sem þegar er hætt að ganga.
Nú er tími til að leggja aðra brautarteina til annarra meiri spennandi áfangastaða sem raunveruleg eftirspurn er eftir hjá fólkinu í landinu.
![]() |
Hlé á viðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Möppudýr reikna vaxtastig og vísitölur
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Óteljandi möppudýr starfa fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans, en sú nefnd er sögð skipuð innfæddum óvitum og einum erlendum vitringi, sem á að hafa vit fyrir óvitunum.
Sagt er að í peningastefnunefndinni kasti óvitarnir teningum en vitringurinn rýni í rúnir ef allt annað þrýtur til að reikna út vaxtastigið í landinu. Einn óvitinn sást meira segja upp á þaki Seðlabankans um daginn þar sem hann reiknaði snjómagn á Esjunni, en það kann að gefa vísbendingar um væntingar eða volæði almúgans á hverjum tíma. Vaxtastigið á að skrúfa upp ef væntingavísitalan hækkar en niður ef volæðavísitalan hækkar.
Peningastefnunefnd telur aftur á móti enga ástæður til að fara eftir slíkum ,,kerlingabókum" þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga, nema við sérstakar aðstæður sem kunna að koma upp ef vindáttin og ríkisstjórnin eru óhagstæð í öfugu hlutfalli við væntingarvísitöluna þegar leiðrétt hefur verið fyrir vinstrivillu og vísitölu þorsks samkvæmt síðustu stofnmælingu botnfisks.
Svo förum við í fríið - eða Innamorati...
![]() |
Allir sammála í peningastefnunefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orri hitti beint í mark
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri menn vilja hafa vit fyrir öðrum
Þriðjudagur, 28. maí 2013
Ætli Hörður Torfa fari ekki að skipuleggja vikulega mótmælafundi á Austurvelli með þessu framhaldi? Stjórnarandstaðan, sem var hinum megin víglínunnar fyrir nokkrum dögum síðan, hefur fundið tvennt sem má fara að mótmæla með hávaða. Það fyrra er ,,dulbúin" hótun um breytingar á jafnréttislögum og það síðara eru orð ráðherra um rammaáætlun. En kannski voru þetta ekki mótmæli heldur aðeins fundur til ,,að leiðrétta misskilning" ráðherra. Alltaf skulu vinstri menn vita betur en allir aðrir. Þeir vilja alltaf hafa vit fyrir öðrum. Því kynntumst við vel aumingjarnir allt síðasta kjörtímabil.
Víglínan er að skýrast. Fjölmiðlar sem hafa ákveðið að vera í stjórnarandstöðu frá fyrsta degi eru Stöð2, Fréttablaðið, RÚV og Fréttatíminn og eru það umskipti fyrir þá, því allir þessir fjölmiðlar voru áður hinum megin víglínunnar. Í daglegu máli voru þeir kallaðir ,,stjórnartíðindi". Morgunblaðið er eitt að vanda hinum megin víglínunnar, og samt er ritstjórinn ekkert að hrópa húrra fyrir stjórninni eins og lesa má úr leiðurum og Reykjavíkurbréfi. Sumir myndu segja að ritstjórinn hafi sent ríkisstjórninni föðurlega ábendingu.
Svo fékk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, enn eitt drottningarviðtalið í Kastljósinu í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk ekkert drottningarviðtal þó miklu meiri drottning sé, heldur var hún sett í settið með Siv Friðleifsdóttur, fv. alþingismanni. Ætli formaður Samfylkingarinnar fái svona vikulegan eintalsþátt hjá RÚV í sumar?
![]() |
Leiðrétta misskilning ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2013 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verður þú næsta fórnarlambið?
Þriðjudagur, 28. maí 2013
Vigdís Hauksdóttir er Vigdís Hauksdóttir. Alveg eins og Össur Skarphéðinsson er Össur Skarphéðinsson, Björn Valur Gíslason er Björn Valur Gíslason, Pétur Blöndal er Pétur Blöndal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þannig mætti áfram telja. Allir eru þetta umdeildir og tilfinningaríkir stjórnmálamenn þar sem hver syngur með sínu nefi. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Sumum stjórnmálamönnum erum við oftast sammála, öðrum bara stundum, sjaldan eða aldrei. En allar raddir eiga rétt á að heyrast, öll rök eiga rétt á að koma fram og allar rökræður færa okkur nær sannleikanum. Aðeins með því að bera virðingu fyrir tjáningarfrelsinu, lifir lýðræðið.
Eineltið sem Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, er beitt daglega í netheimum er ekki fallegur vitnisburður um umburðarlyndi, náungakærleika eða virðingu fyrir skoðunum annarra. ,,Ofbeldið" sem þrífst í skjóli nafnleyndar er ljótur blettur á upplýsingasamfélaginu, sem á ekki að líðast.
Í dag er það Vigdís sem verður fyrir eineltinu. Verður þú, eða einhver nákominn þér, fórnarlambið á morgun?
![]() |
Komið yfir vitleysingastigið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Tækifærin bíða eftir að vera gripin
Mánudagur, 27. maí 2013
Ef litið er til baka þá er merkilegt hve margt hefur áunnist af því sem mér hefur þótt ástæða til að berjast fyrir eða gegn. Hreina vinstri stjórnin hefur hrökklast frá völdum, fullnaðarsigur vannst í Icesave, aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið verða stöðvaðar, ný frjálslynd og borgaraleg ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur tekið við völdum svo stærstu málin séu upptalin. Allt eru þetta mál sem hafa farið á réttan veg að mínu áliti.
Það er þess vegna engin tilviljun að í dag séu það stuðningsmenn fyrrverandi ríkisstjórnar sem hafi allt á hornum sér og gangi um með fýlusvip, en við hin brosum út að eyrum og sjáum bara tækifæri hvert sem litið er. Vonandi sjá allir ástæðu til að þess síðara þegar nýja ríkisstjórnin hefur náð að sanna sig. Þá mun loksins koma sumar á Íslandi eftir langan vetur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aðildarviðræðurnar verða stöðvaðar
Sunnudagur, 26. maí 2013
Stefnuyfirlýsing Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er eins og önnur mannanna verk ekki fullkomin. Það sem kom mér á óvart, og örugglega mörgum öðrum, var kaflinn um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið.
Stefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er skýr í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu og kom fram í kosningabaráttunni. Báðir flokkarnir telja hagsmunum Íslands betur borgið utan sambandsins en innan. Og báðir flokkar vildu hætta aðildarviðræðunum strax og aðeins ef þjóðin vildi taka upp viðræðurnar að nýju í þjóðaratkvæðagreiðslu þá yrði þeim haldið áfram. Eina sem hér var ekki fullkomlega skýrt var hvernig og hvenær slík þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram. Vissulega eru skiptar skoðanir uppi í báðum stjórnarflokkunum um þetta en samþykkt stefna flokkanna er sú sem var lýst hér að ofan.
Það þurfti því að segja mér það tvisvar að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stæði ,,að gera ætti hlé" á aðildarviðræðunum. Í fyrstu hélt ég að Sigmundur Davíð hefði lesið upp vitlausan texta á blaðamannafundinum, því daginn áður hafði Bjarni Benediktsson sagt á fundi með sjálfstæðismönnum að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar strax. Um þetta orðalag var einmitt tekist á um á tveimur síðustu landsfundum Sjálfstæðisflokksins og þekkja þess vegna landsfundarfulltrúar flokksins einum of vel hver munurinn er á orðalaginu ,,að gera hlé" eða ,,að stöðva" aðildarviðræðurnar. Eða er kannski enginn merkingarmunur á þessum sögnum?
Kyrrð kemst á
Í orðabókinni Snara.is á netinu er þessi skýring á sögninni hlé: hvíld, dvöl, töf og tekið sem dæmi um að gera hlé á einhverju: matarhlé, leikhlé eða drekka kaffi í hléinu! En í íslensku samheitaorðabókinni á sama stað stendur þetta: gera hlé á = stöðva.
Besta samheiti hlés, kyrrð, kom fram á sama stað og vonandi er það einmitt það sem stjórnarflokkarnir sækjast eftir með því að gera hlé á aðildarviðræðunum:
kyrrð
friður, hlé, hljóðleiki, hvíld, kyrrleikur, kyrrseta, náð, ró, værð
Það er því niðurstaða mín að þó að Sigmundur Davíð hafi notað sögnina hlé en Bjarni sögnina stöðva þá sé merkingin sú sama eins og komið hefur fram. Ríkisstjórnin vill koma á kyrrð eins og kjósendur vildu, og vonandi kemst á ró og friður í ESB málum, sem er forsenda þess að hægt sé að snúa sér að þarfari úrlausnarefnum. Allt þarf þetta skiljanlega að gerast í sátt við Evrópusambandið svo unnt sé að rekja upp þann flókna kónglulóarvef sem síðasta ríkisstjórn hefur vafið um stjórnkerfið allt. Það verður hvorki auðvelt né einfalt verk.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Palestínumenn svöruðu með þremur alræmdum ,,Nei-um": nei við viðurkenningu, nei við samningaviðræðum og nei við friði
Sunnudagur, 26. maí 2013
Ég mun leita friðarins eins og enginn hryðjuverk væru til, og ég mun berjast við hryðjuverkamenn eins og ekkert friðarferli væri til.
Óhætt er að segja að hreyfing hafi komist á friðarferli Araba og Ísraela eftir lok kalda stríðsins. Tilvitnunin hér að ofan er úr innsetningarræðu Rabín, forsætisráðherra Ísraels, sem hann flutti á Knesset 13. júlí 1992. Orðin opinbera þýðingarmikla viðhorfsbreytingu meðal ráðamanna í Ísrael. Hún átti eftir að skila sér í samkomulagi PLO og Ísraels í Osló og loks með sögulegum friðarsamningi milli þessara þjóða sem voru undirritaðir við Hvíta húsið 13. september 1993 á valdatíma Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Árið eftir fengu Palestínumenn heimastjórn enda hafði Arafat, leiðtogi PLO, gefið yfirlýsinga um viðurkenningu á Ísraelsríki og Ísrael samþykkt PLO sem lögmætan samningsaðla fyrir Palestínumenn. Ísraelar hafa einmitt bent á að vandamálið hafi legið í afstöðu Araba sem hafi ekki viljað viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Nóg er að vísa í stofnsáttmála PLO og síðar Hamas varðandi það. Arabaríkin, og síðar Palestínumenn, höfðu aldrei fengist til að viðurkenna Ísraelsríki heldur barist fyrir útrýmingu þess í orði og afhöfnum. Þannig voru Arabaríkin mótfallin samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 um stofnun tveggja sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Palestínu sem viðurkenndu tilvist hvors annars. Tuttugu árum síðar eftir sigur Ísraels í sex daga stríðinu lýstu Palestínumenn sig andvíga ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242. Hún hefði getað orðið grundvöllur að tveggja ríkja lausn. Samþykkt hennar hefði táknað viðurkenningu Palestínumanna á Ísraelsríki. En eins og Alan Dershowitz, bandaríski lagaprófessorinn og rithöfundurinn, bendir á í bók sinni The Case for Peace, svöruðu Palestínumenn með þremur alræmdum ,,Nei-um": nei við viðurkenningu, nei við samningaviðræðum og nei við friði. Og loks má nefna að árið 2000 bauð Ehud Barak, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, Palestínumönnum að stofna sjálfstætt ríki á Gaza ströndinni og meira en 95 af hundraði af Vesturbakkanum og nágrenni. Palestínumenn höfnuðu tilboðinu þar sem það krafðist þess að gefa eftir rétt palestínskra flóttamanna um að flytja til fyrri heimkynna sinna í Ísrael.
Hluti úr ritgerð pistlahöfundar, Hefur hlutverk alþjóðastofnana til koma á friði í Miðausturlöndum aukist eftir lok kalda stríðsins? Skoðað með tilliti til deilu Araba og Ísraela, rituð í ágúst 2010 við meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
![]() |
Raunverulegur möguleiki á friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sáttaleiðin er enn sem fyrr: Endurskoðun á EES. Morgunblaðsgrein frá 2009 rifjuð upp
Laugardagur, 25. maí 2013
Það fór eins og ég skrifaði um í pistli 20. maí að Evrópusambandið myndi fljótt ,,aðlaga sig að nýjum pólitískum veruleika á Íslandi sem mætir þeim frá og með þessari viku". Það staðfestir bréf Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Það kom mér hins vegar skemmtilega á óvart að Barroso er þegar búinn að ýta út af borðinu áframhaldandi viðræðum Íslands um aðild og vísar í EES samninginn og tvíhliða samstarf. Ný ríkisstjórn á þess vegna að vera fljót að taka boltann á lofti frá Barroso og hefja forkönnunarviðræður um endurskoðun á EES samningnum í samstarfi við Noreg og Liechtenstein. Um þetta fjallaði ég í pistli 14. maí þar sem stóð m.a.:
Hvað sem verður þá er þýðingarmikið að Íslendingar fari í þá vinnu með Norðmönnum og Liechtenstein að EES samningurinn verði endurskoðaður, eða réttara sagt uppfærður, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópusambandinu frá því hann tók gildi árið 1994.
Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef lengi bent á og gerði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í mars 2009 en fyrirsögn hennar á vel við í dag: Sáttaleiðin er endurskoðun á EES samningi en ekkert mál en einmitt ESB málið hefur valdið meira ósætti meðal þjóðarinnar. Grunnrökin fyrir þessari endurskoðun eru eins og kom fram í greininni:
Í öðru lagi er allir sammála um að EES samningurinn þarfnast endurskoðunar með tilliti til þeirra breytinga sem annars vegar hafa orðið á sáttmála ESB og hins vegar breytinga sem orðið hafa á aðstæðum í EES löndunum þremur. Ég á von á að fullur skilningur sé á þessu innan ESB og hjá öllum aðildarríkjum EES. Hér þarf að huga að þeirri grundvallarbreytingu sem orðin er á valdakerfi ESB með auknum völdum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins á kostnað framkvæmdarstjórnar ESB. Þegar EES samningurinn var gerður var fyrst og fremst hugað að samskiptum við framkvæmdarstjórnina sem hafði mestu völdin á þeim tíma. Þess vegna þarf að endurskoða alla stofnanauppbyggingu EES samningsins varðandi samskipti við ESB stofnanir.
Og einmitt vegna andstöðu þjóðarinnar við að afsala sér fullveldinu í sjávarútvegsmálum og öðrum málum þá eru það rök fyrir endurskoðun, eða svo vitnað sé aftur í greinina:
Í þriðja lagi þarf að gera ESB grein fyrir því að ekkert hafi breyst í EES löndunum hvað varðar andstöðu við afsal fullveldis og mikillar andstöðu innan landanna við hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Þetta ætti ekki að koma ESB á óvart enda hefur þetta alltaf legið fyrir frá upphafi. Með endurskoðun og útvíkkun EES samnings er samstarfið við ESB endurnýjan á nýjum grunni og undirstrikað að EES löndin vilja gott og náið samstarf við önnur Evrópuríki.
Og að síðustu þá nefndi ég í greininni af hverju tækifærið væri að knýja á um endurskoðun, og segja má að í dag, eigi þessi rök enn betur við eftir niðurstöðuna í Icesave málinu:
Í fjórða lagi er ekki mikill áhugi á því innan ESB í dag að fara í viðræður við ný ríki um aðild vegna þeirrar miklu óvissu sem er uppi í fjármálakerfum ríkja og alls heimsins. Ríki sem eru í myntsamstarfinu (Euro-zone) eru í basli með að uppfylla Maastricht skilyrðin um stöðugleika og allt stefnir í að slakað verður á skilyrðunum a.m.k. um leyfilegan halla á ríkissjóði. Íslendingar eiga þess vegna að nýta sér tækifærið vegna millibilsástandsins innan ESB, svipað og við gerðum þegar EES samningurinn var gerður, og óska eftir endurskoðun EES samningsins með útvíkkun hans í huga o.fl. til að efla samstarfið á hinum innri markaði sambandsins. Það er ekki ESB í hag að eitt af EES ríkjunum ,,falli" vegna hugsanlega gallaðrar löggjafar um bankastarfsemi (innlánsreikninga) ESB. Látum ESB finna til ábyrgðar og losa okkur úr þeim vanda, sem þeir áttu stóran þátt í að skapa með ótraustri löggjöf.
Ég hvet nýja ríkisstjórn og nýjan utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, að taka þetta til skoðunar fyrr en seinna.
![]() |
Barroso hlakkar til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)