Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Hvað varð um landsbyggðarfólkið og eitt atviksorð?
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Ólyginn sagði mér að það væri óskhyggja í Ragnari Arnalds að landsbyggðarfólk hafi verið farið af fundi hjá Vinstri grænum þegar atkvæði um ESB málið voru greidd. Sannleikurinn er sá að landsbyggðarfólk var aldrei á fundinum, kom hvorki né fór. Þannig hafi Skagfirðingar aldrei farið neitt, því þeir komu aldrei á fundinn, heldur sátu heima, eða eru einfaldlega ekki lengur til í Skagafirði. Þeir bara gufuðu upp eins og sagt er um söngfugla sem sjaldan sitjast á sömu tjágreinina. Aðrir segja að þeir hafi stökkbreyst úr VG liðum í JB liða, enda Jón Bjarnason einstaklega vel liðinn af Skagfirðingum frá rektorstíð hans á Hólum í Hjaltadal.
En auðvitað er erfitt fyrir Ragnar Arnalds að bíta í það súra epli að svo illa sé komið fyrir Vinstri grænum sem raun ber vitni. Það lýsir sér best í því að helsta baráttumál VG fyrir síðustu kosningar, að sækja ekki um aðild að ESB, og að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í sambandið, er það sama ennþá, með einni smá orðalagsbreytingu. Atviksorðið ekki hefur verið fellt út.
![]() |
Landsbyggðarfólk farið af fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafur Ragnar hleypti lífi í stjórnarskrá Íslands og lýðræðið
Miðvikudagur, 27. febrúar 2013
Forsetinn grípur tækifærið á fundi með sendiherrum aðildarríkja OECD til að útskýra sjónarmið íslensku þjóðarinnar í Icesave deilunni. Það var snjallt hjá honum.
Ég skal ekki segja hvort ágætir höfundar stjórnarskrár íslenska lýðveldisins hafi haft í huga jafn dramatíska atburðarrás og hófst eftir gerð Icesave I samningsins þegar þeir settu inn ákvæði í stjórnarskrána að forseti Íslands yrði þjóðkjörinn og í krafti þess gæti hann synjað lögum frá alþingi staðfestingar.
Nei, forsetinn er ekki kjörinn af alþingi eins og hugmyndir voru um. Og já, þá fékk forsetinn í hendur neyðarhemil varðandi lagasetningu. Forseti Íslands þiggur vald sitt frá þjóðinni, en ekki löggjafarvaldinu né framkvæmdavaldinu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnarskrá Íslands virkjaði stjórnarskrárákvæðið um synjunarvald forseta. Með því setti hann af stað byltingu í lýðræðislegum umbótum á Íslandi sem eftir er tekið um víða veröld. Höfundar stjórnarskrá Íslands lögðu grunninn að þessari lýðræðisbyltingu sem forseti Íslands greip til á neyðarstundu í sögu Íslands. Fyrir það verður þjóðin ævarandi þakklát Ólafi Ragnari Grímssyni, 5. forseti Íslands. Svona getur texti á gömlu skjali lifnað við og bjargað þjóðinni á ögurstundu. Ríkisstjórnin sem hefur verið í stríði við eigin þjóð í Icesave og ESB málinu, sagði líka forseta Íslands stríð á hendur þegar hann ákvað að taka hagsmuni Íslands fram fyrir hagsmuni stjórnvalda og stjórnmálastéttarinnar.
Sagt er að búsáhaldabyltingin hafi heimtað nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Það eru vissulega ýkjur og eftir á skýring. Almenningur á Íslandi hafði svo sannanlega um annað að hugsa en endurritun stjórnarskrárinnar þegar hann barði búsáhöld á Austurvelli og kveikti í norsku jólatré. En segjum svo að einhver hafi barið þessa kröfu í búsáhald í reiðikasti vegna vanhæfra ríkisstjórna, þá gufaði sú krafa upp síðar þegar þessi sama stjórnarskrá bjargaði þjóðinni frá enn einni vanhæfri ríkisstjórn sem reyndi, ekki einu sinni heldur þrisvar, að gera Ísland gjaldþrota í þrotlausri baráttu sinni við að koma himinháum skuldum einkabanka yfir á sárþjáða skattgreiðendur um ókomin ár.
Í hefndarskyni hefur síðan þessi sama vanhæfa ríkisstjórn reynt að koma þessari sömu stjórnarskrá fyrir kattarnef, enda verið vel ágengt í að koma öllum villiköttum í ríkisstjórninni sömu leið.
![]() |
Tjáði sig um Icesave-dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn lofar húsnæðislánum án verðtryggingar
Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur.
Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðikaupa sem getur leitt til þess að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar.
Landsfundur vill að fólki séu auðvelduð fyrstu íbúðarkaup með skattalegum hvötum til sparnaðar. Endurskipuleggja þarf íbúðalánakerfið með það fyrir augum að tryggja fólki val. Markmiðið er að veita sambærileg lán og hjá nágrannaþjóðum okkar með sanngjörnum vöxtum til langs tíma, án verðtryggingar.
Hart var tekist á um verðtryggingu húsnæðislána á 41. landsfundi Sjálfstæðisflokksins eins og komið hefur fram. Textinn hér að ofan er hluti af stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar, eins og hún var endanlega samþykkt eftir langar umræður í aðalsal þar sem yfirlýsingar á báða bóga voru ekki sparaðar. Í þeim drögum sem voru lagðar fyrir landsfundinn var kveðið á um að draga úr vægi verðtrygginar en hvergi minnst á að hún yrði afnuminn. Þetta var stefnubreyting frá síðasta landsfundi þar sem ályktun um það efni var samþykkt. Eftir maraþonumræður í efnahags- og viðskiptanefnd landsfundarins var samþykkt með 72 atkvæðum gegn 69 að gerð yrði markviss og tímasett áætlun á fyrsta ári ríkisstjórnarsamstarfs um afnám verðtryggingar af neytenda- og húsnæðislánum. Þannig má segja að tekist hafi að taka upp fyrri stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Falskur tónn
En Adam var ekki lengi í Paradís. Að morgni sunnudagsins var gerð hörð atlaga að samþykktri ályktun um afnám verðtryggingar þar sem fór fremstir í flokki þingmennirnir Tryggvi Þór Herbertsson og Illugi Gunnarsson, sem töldu himin og jörð farast ef þessi ályktun fengi að standa óbreytt. Já, er nema von að menn hafi viljað miða lagasetningu við kristin gildi? Tríóið svokallaða sem einhver sagði að væri samsett af þremur umsvifamiklum fjárfestum söng bakraddir með þessum útfarasöng íslenska fjármálakerfisins. Undirrituðum finnst alltaf jafn ömurlegt þegar sjálfstæðismenn hljóma eins og Jóhanna, Steingrímur J. og allt vinstra liðið við að verja vonlausan málstað. Þetta var slík stund. Síðast þegar ég heyrði þennan falsa kór syngja saman, þ.e. Tryggva Þór, Illuga, fulltrúa fjárfesta og fjármálakerfisins og vinstri stjórnarinnar, var þegar þau sungu öll í kór Icesave sönginn, í ESB dúr. Ég hélt satt að segja að þessi söngur væri þagnaður. Þegar þetta lið nær saman þá er voðinn vís. Þetta eru vissulega stór orð, en þegar ranglæti er borið á borð er dýrt að þegja. Það er háttur hugleysingja að horfa undan þegar réttlætið hrópar á hjálp.
Verðtrygging víkur
En hér að ofan er endanleg samþykkt 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Það kemur skýrt fram að mínu áliti að Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að bjóða húsnæðislán án verðtryggingar og að það verði almenn regla. Mitt mat er þó það að aðeins ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum þá mun þessi stefna ná fram að ganga, ella muni fyrrnefndur Icesave kór ná saman við að syngja þjóðina í dróma.
Ég held að varðhundar verðtryggingar hafi yfirsést að lesa ályktun efnahags- og viðskiptanefndar, sem var í lengra lagi, allt til enda. Þar stendur nefnilega orðrétt:
Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Markmiðið er að veita sambærileg lán og hjá nágrannaþjóðum okkar með sanngjörnum vöxtum til langs tíma, án verðtryggingar.
Það er varla hægt að orða þetta skýrar. Ég er sáttur við niðurstöðuna fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins - en ekki síður fyrir hönd þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sigur í ESB málinu eftir þrotlausa baráttu sjálfstæðissinna
Mánudagur, 25. febrúar 2013
Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir í afstöðu Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu náðist baráttulaust. Ef við förum aftur til haustsins 2008 þá þrýsti Samfylkingin á að Sjálfstæðisflokkurinn tæki U-beygju í afstöðu sinni til aðildar ella yrði úti um samstarf þessara flokka. Þáverandi forysta Sjálfstæðisflokksins boðaði til landsfundar í skyndi, enda þáverandi varaformaður veikur fyrir aðild. Forystan setti á laggirnar Evrópunefnd flokksins sem átti að sannfæra almenna sjálfstæðismenn um ágæti þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Legátar úr Verslunarráði og Samtökum atvinnulífsins tóku þátt í áróðursstarfinu með dyggri aðstoð frá Alþýðusambandi Íslands, sem var þá útibú úr Samfylkingunni.
Ráðist var í að stofna í skyndi sérstakar Evrópusambandssellur svo sem Sjálfstæða Evrópumenn og Sammála undir bumbuslætti Samfylkingarinnar til að þrýsta á sjálfstæðismenn að láta undan hótunum og stökkva um borð í ESB lestina. Leiftursóknin gegn Sjálfstæðisflokknum til að fá flokksmenn til að skipta um skoðun hefur staðið yfir látlaust síðan með hræðsluáróðri og einelti gegn sjálfstæðissinnum innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðissinnar höfðu og hafa óbilandi trú á framtíð Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. En segja má að með 41. landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina hafi landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gefið það skýr skilaboð að þau verða ekki lengur misskilin. Í stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins er þetta áréttað:
Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með kjöri Tómas Inga Olrich, sem formanns utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum, er þessi skýra stefna í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu fest í sessi.
Samfylking þarf að leita á önnur mið eftir stuðningi við feigðarförina til Brussel. Þann stuðning fengu þeir á öðrum landsfundi þessa sömu helgi, hjá Vinstri grænum. Þá komu feluaðildarsinnarnir út úr skápnum og sýndu sitt rétta andlit. Það var tími til kominn.
![]() |
Ekki meirihluti fyrir ESB næsta kjörtímabil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hér býr kristin og frjáls þjóð við ysta haf
Mánudagur, 25. febrúar 2013
Það kann að vera sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig þessi magnaða málsgrein um kristnu gildin og lagasetningu komst inn í ályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins og lifði það að vera þar í sólarhring. Ætli það verði ekki sett á laggirnar opinber rannsóknarnefnd til að skrifa lærða skýrslu um það.
Nú vitum við sjálfstæðismenn að klerkastéttin er áberandi innan Sjálfstæðisflokksins. Við erum stoltir af því, enda sérann sérlegur umboðsmaður Krists á jarðríki. Það getur ekki verið vont að stærsti stjórnmálaflokkur landsins státi af öflugri sveit presta og djákna sem fái svölun andans í sjálfstæðisstefnunni. Það er ekki nema von að vantrúarfélög allskonar finni fyrir vanmátti fyrir almættinu og Sjálfstæðisflokknum á stundum sem þessum.
Við sjálfstæðismenn berum djúpa virðingu fyrir prestum sem öðrum stéttum þjóðfélagsins enda flokkur sem hefur einkunnarorðin - stétt með stétt. Það er ekki laust við að við sem teljum okkur sannkristin berum óttablandna virðingu fyrir prestastéttinni enda vissara í leit okkar að guðdómnum og vissunni um himnaríkisvist við enda regnbogans. Margar messur hefur undirritaður farið til í gegnum ævina í íslenskri sveitarkirkju, sóknarkirkjum, klaustri og dómkirkjum og telur sig ekki hafa borið skaða af þeirri blessun enda flytur trúin fjöll og lyftir andanum til hæstu hæða. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sækja fulltrúar allra stétta. Það má örugglega fullyrða að á engum öðrum landsfundi stjórnmálaflokks hér á landi séu fleiri prestar í hópi landsfundarfulltrúa en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það eru mikil meðmæli með Sjálfstæðisflokknum og ekki síður með þeim prestlærðu sem sækja þessa hátíð heim.
Það þarf þess vegna í sjálfu sér ekki að koma á óvart að þessi umdeilda málsgrein hafi ratað inn í ályktun landsfundar. Stjórnarskrá Íslands, þjóðsöngur Íslendinga og íslenski fáninn - allt er þetta gildishlaðið af kristnum gildum og táknum. Er nema von að stefna Sjálfstæðisflokksins bætist í þessa glæsilegu upptalningu. Ísland er, jú, eftir allt saman, hvað sem vantrúarfélög og villitrúarfélög halda fram, kristið land og hér býr kristin þjóð.
Sjálfstæðisfólk telur það aftur á móti óþarfi að taka það fram að lagasetning skulu ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þar sem það á við. Á andi laganna ekki að vera góður, en ekki illur? Það á að vera sjálfsagður hlutur og þarf ekki að setja sérstök lög um það. Þess vegna telur undirritaður að afnema eigi verðtryggingu eins og hún er framkvæmd hér á landi enda er synd að okra á náunga sínum samkvæmt kristnum gildum.
![]() |
Kristin gildi ráði við lagasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging er eins og deyfilyf
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Þá er lokið 41. landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í umræðunni á landsfundinum í dag voru heitar umræður um þá stefnu sem samþykkt var á síðasta landsfundi um afnám verðtryggingar og almenna leiðréttingu á verðtryggðum skuldum heimilanna. Það hafði tekist eftir maraþonfund í efnahags- og viðskiptanefnd að halda kúrsinum óbreyttum. En í aðalsal þar sem tillagan var borin upp þá var gerð hörð atlaga að tillögunni sem þingmenn flokksins fóru fyrir. Tryggvi Þór Herbertsson hóf umræðuna í morgun og í kjölfarið hófust fjörugar umræður. Niðurstaða náðist síðan að lokum eftir málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem var samþykkt af landsfundinum með þorra atkvæða.
Í þessari löngu og snörpu umræðu landsfundarfulltrúa flutti ég jómfrúarræðu mína á landsfundi:
Fundarstjóri, ágætu landsfundarfulltrúar,
Verðtrygging er eins og deyfilyf. Það læknar ekki meinið, heldur deyfir sársaukann af sjúkdómnum, sem fær að grassera ómeðhöndlaður á meðan.
Verðtrygging á neytenda- og húsnæðislánum kemur í veg fyrir að stjórnvöld - og almenningur - ráðist að rótum vandans - verðbólgunnar og óstöðugleika í efnahags- og peningamálastjórn.
Þess vegna er verðtrygging eins og hún er útfærð hér á landi efnahagslegt vandamál, ekki aðeins fyrir heimili landsmanna - heldur ekki síst fyrir þjóðfélagið í heild.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði okkur frá sjálfstæðiskonunni sem kom til hans í leit að hjálp í fjárhagserfiðleikum sínum. Saga hennar er saga þúsunda, tugþúsunda, Íslendinga í dag. Ein af stærstu orsökum fjárhagsvanda fjölskyldna í dag er áhrif verðtryggingar á húsnæðislán landsmanna. Það kom fram í umræðum í efnahags- og viðskiptanefnd hér á landsfundinum að verðtryggð húsnæðislán hafa hækkað um 400 milljarða frá hruninu - bara vegna verðtryggingarþáttarins. 100 milljarðar á ári leggjast þannig á heimilin á hverju ári vegna þess sem ég vill kalla okurtryggingarbætur.
Yfirskrift þessa landsfundar er XD í þágu heimilanna. Það getur ekki verið í þágu heimilanna að viðhalda þessari okurtryggingu sem leggst á heimili landsmanna eins og mara, hægt og hljótt, eins og tifandi tímasprengja. Það hlýtur að vera hægt að koma á heilbrigðara og réttlátara lánakerfi fyrir heimilin. Annars getum við, sjálfstæðisfólk, hætt að tala um séreignastefnu í húsnæðismálum.
Við getum ekki farið af þessum landsfundi með stefnu í anda breytingartillögu fjárfestanna, sem nú liggur fyrir. Við getum ekki skilað auðu í þessu stóra hagsmunamáli heimilanna.
Við skulum hafa að leiðarljósi yfirskrift fundarins og fella þessa breytingartillögu. Við getum ekki samþykkt að halda okrinu á fjölskyldurnar í landinu áfram. Það er með öllu óboðlegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar samþykkti að afnema verðtryggingu
Laugardagur, 23. febrúar 2013
Fundur í efnahags- og viðskiptanefnd 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins stóð frá 9 í morgun og fram eftir degi. Ég fór af fundi rétt fyrir kl. 13:00 en þá átti eftir að afgreiða nokkrar breytingartillögur. Í flestum málum voru fundarmenn nokkuð sammála eða komust að niðurstöðu sem flestir gátu sætt sig við. Í nokkrum málum voru mjög skiptar skoðanir en segja má að fundurinn hafi í alla staði farið vel fram í dag undir styrkri stjórn fundarstjóra sem hafði jafnað sig fullkomlega eftir átök gærdagsins. Fundurinn var í senn stjórnmálafundur þar sem tekist var á um málefni en fundurinn var ekki síður fræðandi því í hópi landsfundargesta eru einstaklingar sem búa yfir mikilli þekkingu á þeim málefnum sem voru til umfjöllunar. Þetta er einmitt stærsti kosturinn á lýðræðislegri umræðu sem fer fram samkvæmt löglegum fundarsköpum og undir góðri fundarstjórn. Menn ræða sig niður á niðurstöðu og ganga sáttir af fundi, að vísu missáttir :-)
Efnahags- og viðskiptanefnd áréttaði stefnu Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi um að afnema skuli verðtryggingu á neytenda- og húsnæðislánum. Ef ég man rétt þá samþykktu 76 fundarmenn ályktun um þetta en 67 voru á móti. Búast má hins vegar við að þeir sem urðu undir muni flytja tillögu um að milda þessa ályktun í stóra salnum á morgun því mótstaða sumra þingmanna við að ganga svo hreint til verks í þessu hagsmunamáli heimilanna er djúpstæð. Það er þó rétt að taka fram að ályktunin sem var samþykkt í nefndinni gengur ekki svo langt að verðtrygging skulu bönnuð eða að hún skulu afnuminn strax, eins og sumir vildu, heldur er rætt um að gerð verið markviss og tímasett áætlun um að afnema verðtrygginguna. Það gefur ákveðið svigrúm til útfærslu að mínum dómi.
Aftur á móti ef landsfundurinn ætlar að skila auðu í þessu stóra hagsmunamáli heimilanna, verja verðtryggingu húsnæðislána með kjafti og klóm, og fylgja þar með fordæmi vinstri stjórnarinnar þá öfunda ég ekki frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þegar þeir mæta kjósendum í kosningabaráttunni.
Þá var samþykkt að taka inn í ályktunina að fara í almenna lækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna. Sjálfstæðisfólk hræðist ekki að taka á málunum - enda yfirskrift landsfundarins leiðarljósið - X-D í þágu heimilanna. En svo er að sjá hvernig mál þróast á morgun.
Látum svo frænku botna þetta ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvað ætla sjálfstæðismenn að gera í þágu heimilanna?
Laugardagur, 23. febrúar 2013
![]() |
Engin lausn að banna verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bjarni Benediktsson er leiðtogi sjálfstæðismanna
Föstudagur, 22. febrúar 2013
Þetta steinlág hjá Bjarna Benediktssyni í dag. Opnunarræða hans var flutt af innlifun og einlægni og hreif landsfundargesti 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Ég var alla vega mjög sáttur við ræðuna og innihald hennar. Það má segja að Bjarni hafi komið mér þægilega á óvart með ræðunni því ekki vantaði sannfæringarkraftinn né kjarnyrt innihald. Eftir þessa ræðu þarf enginn að velkjast í vafa um stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins og næsta forsætisráðherra Íslands.
Tóninn er sleginn fyrir þá eitt þúsund og sex hundruð landsfundargesti 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins og fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl. Sjálfstæðisflokkurinn fer fram í þágu heimilanna af fullum þunga. Það heyrðum við í ræðu Bjarna Benediktssonar í dag svo sannanlega. Samkvæmt því sem kom fram í ræðu formannsins þá er ljóst að taka þarf drög að ályktun um efnahags- og viðskiptamál til gaumgæfilegrar endurskoðunar á landsfundinum. Þar er verk að vinna. Sjálfstæðismenn tala sig alltaf niður á ásættanlega niðurstöðu.
Eftir því sem mér hefur tekist að skima yfir aðrar ályktanir sem liggja fyrir landsfundinum svo sem í utanríkismálum þá er ekki annað að sjá en þar hafi verið vandað til verka.
![]() |
Best borgið utan Evrópusambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Niðurlæging fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar algjör
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Líf fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar, sem hóf göngu sína með lúðrablæstri og látum í Norræna húsinu, hangir ekki aðeins á bláþræði - hún hangir á duttlungum Þráins Bertelssonar og Þórs Saari. Það er ömurlegt hlutskipti fyrir ömurlega ríkisstjórn. Þar hæfir skel kjafti.
Er nema von að Jóhanna ,,botni bara ekkert í þessu"? Lái henni hver sem vill.
![]() |
Fer eftir fyrirætlunum stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)