Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Hetjurnar Sigmundur Davíđ og Bjarni

Ţađ verđur ađ óska bćđi ríkisstjórninni og ţjóđinni til hamingju međ ađgerđir í ţágu heimilanna. Ţetta var ţađ sem stjórnarflokkarnir lofuđu. Međ ađgerđunum, sem virđast vera vel útfćrđar og traustar viđ fyrstu sýn, ţá hefur ríkisstjórnin unniđ sigur.

Hetjur dagsins eru Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna. Ţađ kemur ţćgilega á óvart hve vel útfćrđar ađferđirnar eru, og ljóst ađ sérfrćđingahópur stjórnarflokkanna hefur unniđ ţrekvirki

Markmiđiđ var ađ leggja í almennar ađgerđir til ađ lćkka skuldir heimilanna án ţess ađ ţađ kallađi yfir ţjóđina kollsteypu í efnahagsmálum. Ţađ bendir allt til ţess ađ ţetta muni takast. Ađgerđirnar munu auka hagvöxt, kaupmátt, einkaneyslu og atvinnu. Og síđast en ekki síst, eru ađgerđirnar mikilvćgt innlegg inn í komandi kjaraviđrćđur. 

Viđbrögđ stjórnarandstöđunnar eru vonbrigđi, ţó ţau komi ekki á óvart. Stjórnarandstađan tekur sér stöđu međ fulltrúum kröfuhafa og ţrotabúa gömlu bankanna. Ţađ kćmi ekki á óvart ađ hún mótmćlti á morgun fyrir framan stjórnarráđiđ međ fjármagnseigendum og mótmćltu ađgerđum ríkisstjórnarinnar í ţágu heimila landsmanna. Auđvitađ svíđur vinstri flokkunum ađ ríkisstjórnin ćtli ađ leggja hćrri skatta á bankana, ţegar ţeir ţorđu ekki ađ skattleggja ţá nema um 1 miljarđ á ári. Á sama tíma dćldu ţeir milljörđum af skattfé til ađ bjarga ţessum sömu bönkum. Og á sama tíma ćtluđu ţeir láta skattgreiđendur borga Icesave međ beinhörđum gjaldeyri međ bros á vör.

Ađalmáliđ er ţetta: Skuldaleiđréttingin kostar skattgreiđendur ekki krónu ţegar upp verđur stađiđ. Skattur á banka og síđar uppgjöriđ viđ kröfuhafa gömlu bankanna munu standa undir skuldalćkkun heimilanna. Ergó: Hrćđsluáróđur stjórnarandstöđunnar í ţessum efnum var alrangur. Samt hrópa ţau enn: Úlfur, úlfur. En hver trúir ţeim eftir ţetta?

Viđ sem höfum barist fyrir ađ ráđist yrđi í almennar ađgerđir í ţágu skuldugra heimila fögnum innilega í dag. Stjórnarandstađan verđur hjáróma í niđurdrepandi söng sínum um ađ ,,ţetta sé ekki hćgt", en viđ hin syngjum hástöfum og af stolti: ,,Víst, ţetta er hćgt!". Nćst er ađ afnema verđtryggingu af húsnćđislánum, og ţađ verđur vonandi tilkynnt fyrir jólin.

Í dag geta stuđningsmenn ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks veriđ sáttir og stoltir.


mbl.is Greiđslubyrđi lána lćkkar strax
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Fréttamenn skulu ćtíđ viđhafa nákvćmni, hlutlćgni og heiđarleika í starfi"

 

RÚV hefur nýlega birt framtíđarsýn 2016. Stefnan er ađ ,,fréttaţjónusta RÚV sé víđtćk, óháđ og áreiđanleg". Ţar eru sett eftirfarandi markmiđ:

1. Fréttum RÚV sé treyst.

2. Fréttir RÚV séu vandađar, nákvćmar, upplýsandi og innihaldsríkar.

3. Fréttir RÚV veiti ađhald og örvi gagnrýna ţjóđfélagsumrćđu.

Jafnframt segir ţar:

Fréttamenn skulu ćtíđ viđhafa nákvćmni, hlutlćgni og heiđarleika í starfi, eins og kveđiđ er á um í fréttastefnu félagsins. Fréttastofan hefur tćknilega getu og hćfni til ađ skila vönduđu fréttaefni af öryggi og fagmennsku í öllum miđlum félagsins.

Allt ţetta er satt og rétt. Allir geta skrifađ upp á ţessa stefnumörkun. En er ţetta veruleikinn í dag á RÚV?

Ţađ er sorglegt hvernig komiđ er fyrir RÚV. Yfirstjórn RÚV hefur mistekist ađ tryggja stöđu stofnunarinnar sem ,,útvarps allra landsmanna". Ţađ gerđist ekki á einni nóttu. Allir stjórnmálaflokkar hafa komiđ ţar viđ sögu. Og nokkrir útvarpsstjórar og nokkrir fréttamenn RÚV.

Ţorri starfsfólks RÚV er saklaust af ţessari niđurrifsstarfsemi. En vissulega hafa ákveđnir starfsmenn gengiđ fram međ ţeim hćtti á undanförnum árum ađ ţeir hafa gefiđ höggstađ á ţessari stofnun sem friđur og sátt ćtti ađ ríkja um međal landsmanna. Ţeirra ábyrgđ er ekki lítil. Ţá missti stofnunin stuđning og samúđ mína.

Framganga RÚV t.a.m. í ESB málinu hefur oft vakiđ upp reiđi í ţjóđfélaginu hjá ţeim sem eru andvígir ađild Íslands ađ sambandinu. Og ţađ er ekki lítill hluti ţjóđarinnar. Ţađ er meirihluti ţjóđarinnar. Ţar framfylgdu fréttamenn RÚV ekki stefnunni sem vitnađ var í hér ađ ofan. Ţá hefđi fariđ betur ađ Ríkisútvarpiđ, ţjóđarfjölmiđillinn, hefđi gćtt hlutleysis og veriđ óháđ, í stađ ţess ađ halda úti grímulausum áróđri í ţágu ađildarsinna.

Á sama hátt ofbauđ mörgum í tíđ fyrrverandi útvarpsstjóra ţegar hart var gengiđ fram í ţágu eins stjórnmálaflokks. Ţađ var réttmćt gagnrýni. Ţá var pólitíski pendúllinn búinn ađ sveiflast of langt í hina áttina.

Viđ gerum kröfu til ţess, hvort sem viđ erum til vinstri, miđju eđa hćgri í stjórnmálum, hvort sem viđ erum ađildarsinnar eđa andvígir ađild ađ ESB, ađ RÚV framfylgi eigin fréttastefnu um ađ fréttamenn viđhafi ćtíđ ,,nákvćmni, hlutlćgni og heiđarleika í starfi". Ţá, og ađeins ţá, skulum viđ öll standa vörđ um sjálfstćtt og sterkt Ríkisútvarp/sjónvarp allra landsmanna. Án öflugs, óháđs og heiđarlegs fjölmiđils sem starfar í almannaţágu er vá fyrir dyrum.

  


mbl.is Vísađi ábyrgđinni á ríkisstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skattfrelsi til skuldalćkkunar

Tillögur um ađ fólk geti nýtt séreignalífeyrissparnađ sinn til skuldalćkkunar eru athyglisverđar. Munurinn á ţeim og ţeirri leiđ sem síđasta ríkisstjórn bauđ upp á, ţ.e. útgreiđslu á sama sparnađi, til ađ fólk gćti lifađ af hruniđ, er sá ađ núverandi ríkisstjórn hyggst ekki taka hluta greiđslunnar í formi skatts. Á ţessu er reginmunur.

Auđvitađ vakna spurningar eins og sú, hvort ţađ verđi leyfilegt ađ taka út ţann séreignalífeyrissparnađ sem ţegar hefur veriđ safnađ, og hvort ţessi útgreiđsla verđi einnig skattfrjáls. Ţá geri ég fastlega ráđ fyrir ađ sá skattaafsláttur sem fćst međ ţessu móti sé hluti skuldaleiđréttingar vegna forsendubrests sem ríkisstjórnin hyggst ráđast í á nćstu dögum og vikum.


,,Steingrímur, Jóhanna og Árni Páll kusu ađ hlusta á fámenna klíku í bönkunum"

 

Marinó G. Njálsson, sem sat í sérfrćđihóp um skuldamál heimilanna fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna, en hópurinn skilađi skýrslu í nóvember 2010, skrifar eftirfarandi á heimasíđu sinni í gćr, ţar sem hann ver fyrirhugađa skuldaleiđréttingaleiđ ríkisstjórnarinnar:

Í framtíđinni munum viđ svo líklegast spyrja okkur: Af hverju var ţetta ekki gert fyrr? Hagsmunasamtök heimilanna settu ţetta á oddinn strax viđ stofnun samtakanna í janúar 2009. Ég stakk upp á ţessu í lok september 2008 og setti fram tillögu ađ leiđréttingasjóđi í séráliti mínu viđ skýrslu sérfrćđingahóps um skuldamál heimilanna í nóvember 2010. Ég hef aldrei getađ skiliđ, af hverju Steingrímur, Jóhanna og Árni Páll vildu ekki fara ţessa leiđ. Ţau kusu ađ hlusta á fámenna klíku í bönkunum í stađinn fyrir ađ hluta á okkur sem hugsuđum fyrir ţjóđarhag. 

Marinó hrekur helstu bábiljur andstćđinga skuldaleiđréttingarnar međ sannfćrandi hćtti. Ein bábiljan er hrćđsluáróđurinn um peningaprentun. Um ţađ skrifar Marinó:

Í fyrsta lagi er ekki vitađ hver útfćrslan verđur og ţví fjarstćđukennt ađ gefa sér fyrirfram ţá niđurstöđu ađ um peningaprentun sé ađ rćđa. Svo má spyrja hvort peningaprentunin hafi ekki ţegar átt sér stađ er verđbćturnar lögđust á lánin. Á ţeim tímapunkti hćkkar virđi lánanna í bókum lánveitenda. Ef ţađ er ekki peningaprentun, ţá veit ég ekki hvađ ţađ heitir.

Um hrćđsluáróđurinn um aukna verđbólgu og minni kaupmátt skrifar Marinó:

Vísitala neysluverđs hćkkađi um 56% frá mćlingu í desember 2006 til október í ár. Ţetta hefur leitt til ţess ađ ofan á lán tekin janúar 2007 og fyrir ţann tíma, hafa verđbćtur upp á 56% lagst á lánin ....

Gefum okkur nú ađ lćkkun höfuđstóls verđtryggđra lána verđi 20% og ţar međ mánađarleg greiđslubyrđi. Ţađ jafngildir ríflega 4% kaupmáttaraukningar. Raunar er ţađ ţannig, ađ leiđrétting lánanna gćti gert ađilum vinnumarkađarins kleift ađ semja um umtalsvert lćgri launahćkkanir, en komi ekki til leiđréttingarinnar. Leiđréttingin er ţví mikilvćg til ađ bćta kjör launţega og raunar lífeyrisţega líka.

Um bábiljuna um ,,ađ ríka fólkiđ grćđi mest" á skuldaleiđréttingunni hrekur Marinó ţađ í fimm liđum og skrifar m.a.:

Í fjórđa lagi, ţá er "ríka fólkiđ" margt ţegar búiđ ađ fá leiđréttingar sinna mála í gegn um 110% leiđina, sértćka skuldaađlögun og sérsamninga viđ bankana. Ţetta hefur komiđ fram í ýmsum skýrslum og úttektum og í dúr viđ ţađ sem ég varađi viđ á sínum tíma. Í fimmta lagi, ţá er enginn ađ "grćđa", heldur er veriđ ađ leiđrétta tap.

Ţá nefnir Marinó ađ stađa Íbúđalánasjóđs muni batna til muna, en ekki versna viđ skuldaleiđréttinguna. Ţá stendur eftir bábiljan um ađ skattgreiđendur muni sitja uppi međ reikninginn vegna leiđréttingar á skuldum húsnćđiskaupenda:

Skattgreiđendur eru ţegar ađ greiđa alveg helling vegna ţessara lána. Ţeir gera ţađ í gegn um vaxtabótakerfiđ, ţeir gera ţađ vegna framlaga ríkissjóđs til ÍLS og ţeir gera ţađ vegna tekjumissis ríkissjóđs vegna ţeirrar kyrrstöđu sem er í ţjóđfélaginu. Allt ađ 20% leiđrétting á verđtryggđum lánum gćti skilađ sér í 10-15% lćkkun vaxtabóta. Á 25 árum erum viđ ađ tala um hátt í 50 ma.kr. miđađ viđ núverandi vaxtabótakerfi og fast verđlag. 

Já, ég hvet alla til ađ lesa pistil Marinós til ađ fá annađ og betra sjónarhorn á skuldaleiđréttingu sem ríkisstjórnin hefur lofađ ađ ráđast í og kemur fram í stjórnarsáttmála hennar, en ţađ sjónarmiđ sem helstu fjölmiđlar landsins, stjórnarandstćđan og ţröngur hópi sjálfstćđismanna heldur á lofti ţessa dagana.


Forysta ASÍ berst gegn almenningi

Ţađ segir allt sem segja ţarf um forystu ASÍ ađ ţeir berjast gegn kjarabótum sinna umbjóđenda međ baráttu gegn skuldaleiđréttingu til handa almenningi vegna forsendubrests og afnámi verđtryggingar af neytendalánum. Yrđi ţađ annars ekki mikil kjarabót fyrr ţann hóp umbjóđenda ASÍ sem vćri ađ berjast í bönkum vegna ađstćđna sem ţeir áttu engan ţátt í ađ skapa (ţ.e. hruniđ og verđbólguskotiđ í kjölfariđ ţess)? Finnst forystu ASÍ ţađ bara í fínu lagi ađ gróđinn vegna forsendubrestsins verđi áfram hjá fjármagnseigendum, en verđi ekki skilađ aftur til almennings?

Nei, ţađ heyrist ekki orđ úr ASÍ-höllinni enda eru hálaunamennirnir ţar uppteknir viđ ađ halda lífi í glóđum ESB umsóknarinnar međ viđsemjendum sínum í röđum atvinnurekenda og forystufólki Samfylkingarinnar.

Viđbót: Marinó G. Njálsson leiđréttir helstu bábiljur vegna skuldaleiđréttingarinnar í vönduđum pistli, eins og Gunnar Heiđarsson bloggari vakti athygli á hér í athugasemdum viđ ţennan pistil minn.


Leiđtogi hverra er Árni Páll Árnason?

Ţetta var ágćt rćđa hjá Árna Páli Árnasyni yfir söfnuđi sínum og ţađ má ljóst vera ađ ţađ er ekki almenningur á Íslandi. Hann hafđi engar áhyggjur af ,,ţví liđi", nefndi ekki launahćkkanir og kröfur verkalýđshreyfingarinnar, en varđi ţess meiri tíma til ađ hafa áhyggjur af ađildarviđrćđunum viđ Evrópusambandiđ, atvinnurekendum, mennta- og listamönnum og Húsi íslenskra frćđa. Hann hafđi áhyggjur af ofurskuldsetningu í atvinnulífinu en nefndi ekki ofurskuldsetningu almennings einu orđi, jú, nema til ađ gera lítiđ úr loforđum ríkisstjórnarflokkanna ađ vinna í ţágu heimilanna. Ţađ segir allt sem segja ţarf um ţennan ,,leiđtoga" jafnađarmanna á Íslandi.


mbl.is Hćtta á japönsku ástandi á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skuldaleiđrétting og afnám verđtryggingar

 

Ţađ er áhugavert ađ sjá áhuga fjölmiđla á stćrsta kosningaloforđi stjórnarflokkanna um ađ lćkka skuldabyrđi heimilanna. Sá fréttaflutningur er heldur einhliđa. Gćti veriđ ađ einhverjir hafi hagsmuni af ţví ađ ţetta kosningaloforđ nái ekki fram ađ ganga?

Báđir stjórnarflokkar settu á oddinn í kosningabaráttunni í vor ađ koma til móts viđ erfiđa stöđu heimilanna međ lćkkun skulda og međ lćkkun vaxtakostnađar. Ţess vegna skiptir sköpum fyrir ríkisstjórnina ađ spila út trúverđugum kostum fyrir áramót í skuldaleiđréttingunni vegna forsendubrests og afnámi verđtryggingar húsnćđislána. Allir ráđherrar í ríkisstjórninni hljóta ađ hafa ţessi tvö mál efst á verkefnalista sínum ţessa dagana og vikunnar. Ríkisstjórnin verđur ađ klára ţessi mál fyrir áramót svo hćgt sé ađ snúa sér ađ öđrum brýnum úrlausnarefnum, svo sem eins og ađ byggja upp ađ nýju séreignastefnu í húsnćđismálum, sem hefur veriđ ađalsmerki Sjálfstćđisflokksins.

Ţađ var ţess vegna umhugsunarvert ađ heyra svör fjármálaráđherra á alţingi viđ fyrirspurn Helga Hjörvars varđandi ţessi mál svo ekki sé meira sagt. Svar fjármálaráđherra varđ alla vega til ţess ađ púkarnir á fjósbitanum tóku gleđi sína í röđum stjórnarandstöđunnar og fjölmiđla hennar.


Ţennan mann megum viđ ekki missa

Lars Lagerbäck megum viđ ekki missa. Hann hefur lyft grettistaki međ íslenska landsliđinu. Ţjálfara á heimsmćlikvarđa eins og Lars eru vandfundnir. Hann er međ ţetta sem ţarf til ađ gera fótboltaliđ frábćrt. Ţađ ţarf ekki mikla ţekkingu á fótbolta til ađ skynja hve góđ áhrif hann hefur á ,,strákana okkar". Lars verđur ađ fá ađ ljúka meistaraverkinu međ íslenska landsliđinu í knattspyrnu. Í gćr var landsliđiđ okkar tekiđ í kennslustund af einu besta fótboltaliđi í heimi. Ţađ styrkir bara liđiđ. Međ Lars sem landsliđsţjálfara er framtíđin björt fyrir íslenska knattspyrnu. Áfram Ísland!


mbl.is Lagerbäck: Hef notiđ hverrar mínútu međ liđinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Látiđ minn mann í friđi!, hrópar Steingrímur J.

 

Ţađ er heldur hjákátlegt ađ hlusta á fulltrúa stjórnarandstöđunnar taka til varna fyrir Má Guđmundsson, seđlabankastjóra, og hagfrćđinga hans. Voru ţetta ekki sömu ađilar og ráku ţrjá Seđlabankastjóra úr starfi á fyrstu dögum hreinu vinstri stjórnarinnar? Ég man ekki betur.

En ţá var ekki talađ um sjálfstćđi Seđlabankans ţegar ráđherrar í ríkisstjórn Íslands réđust inn í Seđlabankann međ slíku offorsi ađ allur heimur heyrđi. Steingrímur J. Sigfússon sem ţá var í fylkingarbrjósti innrásarinnar í Seđlabanka Íslands međ heykvísl og hatursáróđri öskrar núna: ,,Ég tel ţađ alvarlegt ađ forsćtisráđherra veitist međ ţessum hćtti ađ ósekju ađ Seđlabankanum". Ja, hérna. Ef ţetta er ađ veitast ađ ósekju ađ Seđlabankanum hvađ myndi ţá Steingrímur J. kalla ţađ ađ reka alla Seđlabankastjórana, ţrjá međ tölu, og ţađ ţegar mest reyndi fyrir sjálfstćđi Seđlabankans í varnarbaráttu viđ ađ byggja upp fjármálakerfi ţjóđarinnar eftir hruniđ?

Auđvitađ sárnar fyrrverandi ráđherrum vinstri stjórnarinnar ađ ráđherrar í núverandi ríkisstjórn ,,veitist ađ" pólitískt ráđnum Seđlabankastjóra, fyrrverandi félaga ţeirra úr Alţýđubandalaginu. Sá tók viđ af pólitískt ráđnum Seđlabankastjóra úr Norska verkamannaflokknum, sem Jóhanna réđi í flýti eftir ađ hún hafđi hreinsađ út úr Seđlabankanum í skjóli nćtur til ađ koma bylmingshöggi á einn skćđasta pólitíska andstćđing vinstri manna. Fyrst fékk hún sinn seđlabankastjóra, svo Steingrímur J. sinn.  

Alkunna er ađ ef vinstri menn ráđa pólitíska samherja sína í opinber embćtti ţá er ţađ fagleg ráđning og hafin yfir alla gagnrýni. Ef síđan á ađ stugga viđ ţessum ráđningum ţá kallast ţađ ,,ađ veitast ađ ósekju" ađ faglegum embćttismönnum og hrópađ er um pólitíska spillingu. Vonandi sjá allir í gegnum ţessa leiktilburđi.    


mbl.is Sakađi Sigmund um ađ veitast ađ Seđlabankanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Styrkurinn til Bćndasamtaka Íslands"

 

Gísli Marteinn Baldursson, ţáttastjórnandi á RÚV, opinberađi vanţekkingu sína í morgun ţegar hann spurđi af ákafa Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar Alţingis, um niđurskurđ í landbúnađarkerfinu. Gísli Marteinn ţráspurđi Vigdísi um máliđ og vildi fá ađ vita um meiri niđurskurđ en ţennan ,,500 milljóna styrk til Bćndasamtaka Íslands".  

Látum ţađ nú vera ađ sjálfstćđismađur í 101 Reykjavík af Latte kynslóđinni viti ekki betur, en verra var ađ alţingismađurinn Vigdís Hauksdóttir taldi ţessa tillögu um ,,niđurskurđ" til afreka hagrćđingarhópsins. Ţessi ríkisstjórn vćri ađ standa sig betur en sú síđasta í niđurskurđi til landbúnađar! 

Hún leiđrétti ekki ţáttastjórnanda, og ţađ gerđi fyrrverandi ráđherra í ríkisstjórn Íslands, Svandís Svavarsdóttir, fyrrv. auđlinda- og umhverfisráđherra, ekki heldur. Svandís var ţó í ríkisstjórn sem gerđi síđasta búnađarlagasamning viđ Bćndasamtök Íslands. Samningurinn er um tilgreind verkefni á vegum stjórnvalda, svo sem greiđslur til bćnda vegna ţróunar- og rannsóknarverkefna í jarđrćkt, ţróunarverkefna vegna lífrćns búskapar, kynbótastarfsemi, verndunar íslenskra búfjárstofna, umsýslu međ greiđslum til bćnda vegna búvörusamninga milli stjórnvalda og bćnda o.fl. Ţá er um fjórđungur upphćđarinnar lífeyrisskuldbindingar vegna eldri starfsmanna, sem voru starfsmenn ríkisins á tímum Búnađarfélags Íslands og Framleiđsluráđs landbúnađarins. Fjárlagaliđurinn Bćndasamtök Íslands eru ţannig greiđslur vegna samnings sem stjórnvöld hafa gert viđ Bćndasamtök Íslands um lögbundin verkefni í landbúnađi, eins og tíđkast í flestum ţeim löndum sem viđ viljum bera okkur saman viđ. Ţar er m.a. byggt á lögum frá alţingi, búnađarlögum o.fl.

Ergó: Ţetta er ekki styrkur til félagasamtaka bćnda. Ţađ er alrangt, hvađ sem ţáttastjórnandi RÚV og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins, heldur fram. Ţađ vćri illa komiđ fyrir Sjálfstćđisflokknum ef ţetta vćri viđhorf lykilmanna í flokknum. Kannski skýrir ţetta ađ einhverju leyti hvernig er komiđ fyrir Sjálfstćđisflokknum í höfuđborginni.  

Í ţessu sambandi geta menn rétt ímyndađ sér hvort Samfylkingin, sem getur varla talist besti vinur íslenskra bćnda og samtaka ţeirra eftir harđvítuga varnarbaráttu samtakanna gegn ađild Íslands ađ Evrópusambandinu á síđasta kjörtímabili, hafi samţykkt ,,ađ veita styrki til Bćndasamtaka Íslands" án mótmćla. Samt hélt ţáttastjórnandi RÚV ţessu fram galvaskur í morgun og honum var ekki mótmćlt, hvorki af formanni Heimssýnar né fyrrverandi ráđherra.

Ţađ er umhugsunarvert ađ ţrír nefndarmenn í hagrćđingarhóp ríkisstjórnarinnar hafi veriđ og séu forystufólk í Heimssýn. Bćndur hafa stutt samtökin dyggilega í gegnum árin. Ţeir fjármunir hafa komiđ frá íslenskum bćndum um allt land, sem hafa greitt til félagasamtaka íslenskra bćnda, Bćndasamtaka Íslands, í formi búnađargjalds. Búnađargjald reiknast af verđmćti landbúnađarafurđa. Gjaldstofn til búnađargjalds er velta búvöru og tengdrar ţjónustu hjá gjaldskyldum búvöruframleiđendum. Ekki króna frá ríkinu ef menn hafa óttast ţađ.

Hagrćđingarhópur ríkisstjórnarinnar vill ađ greiđslum til Bćndasamtaka Íslands ,,verđi hćtt", eins og ţađ er orđiđ í tillögum hópsins. Ţar sem engir fjármunir frá ríkinu eru ađ fara til reksturs félagasamtaka bćnda, Bćndasamtaka Íslands, í dag, ţá er hagrćđingarhópurinn ađ segja ađ skera eigi niđur fjármuni til verkefna í landbúnađi, ţađ eigi sem sagt ađ skera niđur framlög til búnađarlagasamningsins. Ţeirri spurningu er enn ósvarađ hvađa verkefni ţetta eru sem á ađ skera enn frekar niđur. Ţađ er ţýđingarmikiđ ađ fá svar viđ ţeirri spurningu svo bćndur og íslenskur landbúnađur geti fariđ ađ gera ráđstafanir til ađ mćta ţeim tekjumissi. 

Á síđasta kjörtímabili voru verkefni búnađarlagasamnings skorin niđur um allt ađ helming ţannig ađ bćndur eru ýmsu vanir í ţessum efnum. Á ýmsu áttu ţeir von frá síđustu ríkisstjórn. En ţeir áttu vissulega ekki von á ađ fá svona kaldar kveđjur frá núverandi stjórnarflokkum og félögum í Heimssýn eftir allt sem á undan er gengiđ.   


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband