Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Fúlir draugar fortíðar vaktir upp?
Fimmtudagur, 31. janúar 2013
![]() |
Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2013 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar RÚV fékk Darling til að tala máli Icesave-sinna í Icesave III
Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Það er af nógu að taka þegar maður rennir yfir skrif sín og annarra sem börðust gegn því að skattgreiðendur ,,bæru skuldir heimsins" eins og Svavar Gestsson og aðrir steingrímsistar börðust fyrir af alefli. Það tókst ekki sem betur fer þrátt fyrir harða baráttu.
RÚV var í fararbroddi þeirra fjölmiðla sem vildu hræða þjóðina til að leggja Icesave skuldaklafann á herðar íslenskra skattgreiðenda. Þannig tók sjónvarpið sem íslenskir skattgreiðendur kosta að mestu leyti upp á því að taka drottningarviðtal við ,,Íslandsvininn" Alistair Darling sjálfan í aðdraganda síðari þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Tilgangurinn var augljós: ,,Ef þið borgið ekki Icesave III, gleymið þá draumnum um aðild að ESB". Og þegar fréttamaður RÚV spurði af auðmýkt um setningu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi þá var Darling með það á hreinu: ,,Hryðjuverkalögin voru sett til að verja breska hagsmuni, sagði Darling. Það átti að frysta okkur til hlýðni.", eins og ég skrifaði í pistli mínum 11. mars 2011:
En nú finnst RÚV við hæfi að draga hann fram í sviðsljósið í áróðursstríðinu fyrir Icesave III. Þetta stríð er kostað af okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Í viðtalinu fékk Darling að sparka í íslenska ráðamenn að vild. Viðtalið hefði verið réttlætanlegt ef Darling hefði ætlað að biðja íslensku þjóðina afsökunar á framferði bresku ríkisstjórnarinnar á ögurstundu fyrir Ísland. Það gerði hann ekki. Þeim hjá RÚV varð þó á í messunni að gleyma að klippa út þann hluta þegar Darling lýsti beinum tengslum Icesave og umsóknar Íslands að ESB. Það kom skýrt fram hjá þessum nýja ,,Íslandsvini" RÚV að ef við endurgreiddum ekki Bretum vegna innistæðna Landsbankans hf. í Bretlandi þá væri úti um draum sumra að komast inn í Evrópusambandið. Gott að fá það fram í dagsljósið.
Hvernig ætli annars standi á því að RÚV fjallaði ekkert um Icesave málið í kvöldfréttum sjónvarpsins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Árni Páll:,,Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum haft af því gríðarlegt gagn að leita samninga á vettvangi Evrópusambandsins um lausn í málinu"
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Í nóvember 2008 þá hélt Árni Páll Árnason, verðandi formaður Samfylkingarinnar, sögulega ræðu á alþingi um Icesave. Árni Páll gekk harðast fram á alþingi í að mæla með samningum um ríkisábyrgð á skuldum einkabanka enda taldi hann aðild Íslands að Evrópusambandinu og Icesave eitt og sama málið. Án Icesave samnings yrði tómt mál að tala um aðild að Evrópusambandinu. Hann gekk svo langt að fullyrða að bankakerfi Evrópusambandsins myndi hrynja ef Íslands samþykkti ekki ríkisábyrgð á skuldum einkabanka. Ég vakti athygli á þessari ræðu hér á bloggsíðu minni 8. júni 2009. Ég hvet lesendur að láta þessa ræðu ekki framhjá sér fara.
Skyldi Árni Páll vera ennþá sömu skoðunar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2013 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau kunna ekki að skammast sín
Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Mikið er ég nú sáttur við sjálfan mig að hafa kosið Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta í síðustu forsetakosningum. Sömuleiðis að hafa skrifað undir áskorun til hans um að hætta við að hætta. Það gerðu sem betur fer yfir 30 þúsund Íslendingar ef ég man rétt. Ég taldi það skildu mína sem Íslendings að þakka forsetanum fyrir framgöngu hans í Icesave frá upphafi til enda þess óheillamáls. Annað væri vanþakklæti. Þjóðin ætti að sýna hug sinn í verki og endurkjósa hr. Ólaf Ragnar Grímsson fyrst og fremst vegna þess að hann stóð með þjóðinni á ögurstundu.
Það sama var ekki hægt að segja um ríkisstjórn Íslands sem vann leynt og ljóst að því að fella forsetann - einmitt til að hefna fyrir framgöngu hans í Icesave. Og ennþá kann þetta fólk sem stjórnar landinu ekki að skammast sín. Það er helst að heyra á þeim núna að niðurstaða EFTA dómstólsins sé þeim að þakka! Kunnuglegt stef heyrist úr stjórnarráðinu: Ekkert nýtt hefur komið fram! Steingrímur fullyrðir jafnvel að við hefðum verið betur sett ef þjóðin hefði samþykkt Icesave samninginn hans Svavars!
Ég vona að fólk sem treysti þessu fólki fyrir stjórn landsins og fylgir Jóhönnu og Steingrími í blindni opni nú augun í ESB og stjórnarskrármálinu. Icesave brjálæðið var keyrt áfram af sömu hvötum og rökum og ESB aðildin og stjórnarskrármálið er gert í herbúðum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. Og þrátt fyrir allar rassskellingarnar sem ríkisstjórnin hefur fengið í Icesave, í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og nú niðurstöðu EFTA-dómstólsins, þá mun þessi ríkisstjórn áfram ganga í myrkri fram af bjargbrúninni með bros á vör. Við skulum leyfa henni það í friði en guð forði þjóðinni frá sömu örlögum.
![]() |
Forsetinn vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sigur fólksins yfir fjármagninu
Þriðjudagur, 29. janúar 2013
Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er sigur almennings gegn valdi fjármagnsins, sigur fólksins yfir flokksræðinu og ekki síst sigur réttlætisins yfir ranglætinu. Lærdómurinn sem stjórnmálamenn geta dregið af þessu er að standa með þjóðinni, íslenskum hagsmunum og réttlætinu. Þjóðin stendur uppi sem sigurvegari. Og þjóðin á forseta sem stóð með þjóðinni og réttlætinu á ögurstundu. Það bera að þakka. Við sem börðumst hatrammlega gegn Icesave settum vissulega hnefann á loft gegn ofuraflinu - gegn ríkisstjórn, gegn meirihluta Alþingis, gegn fjölmiðlum, gegn fræðimönnum, gegn Bretum og Hollendingum og gegn Evrópusambandinu. Við höfnuðum því að skattgreiðendur ættu ,,að greiða skuldir óreiðumanna". Við höfnuðum því að þjóðin tæki á sig skuldaklafa sem hún gæti ekki risið undir.
Icesave-sinnar fagna nú með þjóðinni. Því ber að fagna. En þeir ættu að kunna að skammast sín og hunskast til að biðja þjóðina afsökunar. Lærdómur þjóðarinnar er skýr; þessu fólki er ekki hægt að treysta fyrir þjóðarhagsmunum, hvorki þá né nú. Hins vegar eigum við að fagna með þeim sem stóðu í eldlínu átakanna fyrir þjóðarhagsmunum; InDefence hópnum, þeim sem stóðu fyrir áskorun til forsetans um að synja Icesave-ólögunum tvisvar sinnum, þeim tugþúsunda sem skrifuðu undir, forystu Framsóknarflokksins, forseta Íslands sem synjaði ólögunum og talaði máli þjóðarinnar, og Morgunblaðinu og ritstjórum þess, sem eitt blaða barðist gegn Icesave.
Nei, í dag eigum við ekki að leita sökudólga. Við eigum að leita að sigurvegurum. Það er leiðarljósið inn í framtíðina.
![]() |
Ætlið þið að biðjast afsökunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)