Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012

Ađförin ađ forsetanum er hafin

 

Ég verđ bara ađ segja ţađ. Ég veit ţó ađ ég mun fá ţađ óţvegiđ í bloggheimum og á kaffistofunni í Bćndahöllinni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sverđ og skjöldur Íslands á ţessum örlagatímum. Hvađ sem segja má um Ólaf Ragnar í langri stjórnmálasögu hans ţá hefur hann ,,virkjađ" forsetaembćttiđ og hleypt lífi í stjórnarskrá Íslands, sem var rykfalliđ plagg í heimi frćđimanna. Ţađ sem áđur var dautt hefur lifnađ viđ. Í dag er stjórnarskrá Íslands á allra vörum. Í dag vilja allir verđa forseti Íslands vegna ţess valds sem stjórnarskráin veitir ţessum ćđsta embćttismanni ţjóđarinnar.

En allt sem gert er orkar tvímćlis og ţess vegna er Ólafur Ragnar Grímsson umdeildur forseti. Ţó hefur hann áunniđ sér traust ţjóđarinnar međ verkum og orđum sínum í forsetastóli. Hér skal ekki skrifađ upp á allt sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert í forsetatíđ sinni. Ţađ sem öllu skiptir er kjarkmikil framkoma hans í Icesave gegn ofuraflinu; stjórnvöldum, fjármálakerfinu og stjórnmálaelítunni, ţegar forsetinn fćrđi ţjóđinni vald, sem valdhafar höfđu frá henni tekiđ. Og ţjóđin stöđvađi einkavćđingu gróđans og ţjóđnýtingu tapsins á Íslandi. Međ ţví sendu Íslendingar almenningi um allan heim merkileg skilabođ. Lýđrćđiđ vann sigur gegn gráđugu fjármálakerfinu. Almenningur vann sigur gegn elítunni. Allt frá ţeirri stundu var ljóst ađ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, fengi ţađ óţvegiđ í nćstu forsetakosningum. Forseti sem stendur međ fólkinu, en ekki fjármagninu, hann verđur ađ setja af. Ţeir sem börđust harđast fyrir samţykki Icesave samninganna eru hörđustu andstćđingar sitjandi forseta.

Hefndin er sćt. Viđ erum ţessa dagana áhorfendur af ađförinni ađ forseta Íslands. Ţađ verđur allt gert til ađ koma Ólafi Ragnari Grímssyni úr forsetastóli. Ćtlar ţú, lesandi góđur, ađ sitja hjá og horfa undan eins og heigull, eđa standa međ Ólafi Ragnari ţegar hann ţarf á ţínum stuđningi ađ halda? 

Myndböndin hér ađ neđan: Annađ sýnir gamalt viđtal viđ Ólaf Ragnar, ţar sem hann fer fögrum orđum um konur á Íslandi. Ţađ síđari er frá mótmćlunum viđ ţingsetningu sl. haust ţegar forseti og forsetafrú gengu heilsuđu upp á mótmćlendur. Glöggir áhorfendur geta séđ pistlahöfundi bregđa fyrir í hópi mótmćlenda, og undir lokin umkringdur laganna vörđum. Ógleymanleg stund. 


mbl.is Stjórnarskráin stóđ af sér eldraun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Mannréttindabrot eru einfaldlega ekki hluti af ţessari keppni"

Páll Óskar er góđmenni. Hann er einn af ţeim sem talar vel um alla en talar aldrei illa um nokkurn mann. Ţess vegna biđur hann Gretu Salóme afsökunar. Ţađ var fallega gert. En Greta Salóme sagđi orđrétt í ţessu frćga viđtali:

Ţađ hefur hins vegar oft veriđ tekiđ fram ađ ţetta er ekki pólitískur vettvangur, viđ erum komin hingađ til ađ taka ţátt í lagakeppni. Mannréttindabrot eru einfaldlega ekki hluti af ţessari keppni.

Ţađ er svo ađ skilja á ţessum orđum ađ ađeins ef mannréttindabrot hefđu veriđ hluti af Eurovision ţá hefđi átt ađ mótmćla. En ekki hvađ? En ţar sem einrćđisherrann, gestgjafinn, ćtlađi sér ekki ađ fremja mannréttindabrot í ,,ţessari keppni" ţá ćttu allir ađ horfa framhjá mannréttindabrotum gestgjafans á eigin ţegnum, taka ţátt í veislunni og hafa gaman af leiksýningu einrćđisherrans. Ţađ var hluti af ţessari keppni. En veit ţađ ekki, en ţađ er eitthvađ sem gengur ekki alveg upp í ţessu ćvintýri. Hvađ sem ţví líđur ţá munum viđ skattgreiđendur greiđa fyrir öll herlegheitin. 


mbl.is Biđur Gretu Salóme afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

40% taka ekki afstöđu: Hćttumerki fyrir lýđrćđiđ

Vegna ţess hve hátt hlutfall svarenda tekur ekki afstöđu í könnunni, eđa 40%, ţá verđur ađ taka niđurstöđu könnunarinnar međ miklum fyrirvara. En samt, ţá er niđurstađan vísbending um ađ stuđningur viđ stjórnarflokkanna hefur beđiđ afhrođ frá síđustu alţingiskosningum og stjórnarandstöđuflokkarnir eru á fljúgandi siglingu til sigurs. Sjálfstćđisflokkurinn mćlist međ um 44% stuđning ţeirra svarenda sem tóku afstöđu. Ţetta er glćsileg niđurstađa en á sama tíma verđur ađ hafa hugfast ađ nćstum ţví jafnhátt hlutfall ţjóđarinnar gefur ekki upp afstöđu sína til stjórnmálaframbođa. Ţađ er hćttumerki fyrir lýđrćđiđ í landinu og skýr skilabođ til stjórnmálamanna.

mbl.is Sjálfstćđisflokkurinn međ 43,7%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţóra vill vera stofustáss

 

Ef Ţóra hefđi haldiđ ţessa rćđu fyrir áratug eđa svo ţá hefđi hún veriđ fín. En ţađ eru bara engir venjulegir tímar uppi í dag. Öll vitum viđ af hverju. Ţóra vill friđ og forseta sem situr í friđi á Bessastöđum og talar um friđ á Íslandi og friđ á jörđu. Hvort hún ćtli sér ađ leggjast í lestur bókmennta á Bessastöđum, eins og Ólafur Ragnar benti á ađ forseti gćti gert og talađ síđan viđ ţjóđina á hátíđarstundum, en aldrei ţess á milli, skal ósagt látiđ.

Ţađ eru átakatímar í íslensku samfélagi og óveđursský á lofti um allan heim. Alţingi er rúiđ trausti og stjórnmálamenn eru grýttir á leiđ til messu. Ţurfum viđ ţá forseta sem sefur á Bessastöđum eđa forseta sem svarar ákalli ţjóđarinnar, stendur vaktina međ ţjóđinni og fćrir henni ţađ vald sem stjórnarskráin kveđur á um? Ćtlar viđ, ţjóđin, ađ ţakka núverandi stjórnvöldum fyrir framgönguna í Icesave međ ţví ađ kjósa forseta sem mun lúta stjórnvöldum til ađ halda ,,friđinn viđ ţau" - en á sama tíma heyra ekki neyđaróp ţjóđarinnar og slíta ţar međ friđinn viđ fólkiđ í landinu? Er ţađ, ţađ sem Ţóra var ađ gagnrýna Ólaf Ragnar Grímsson, ţjóđkjörinn forseta Íslands í 16 ár, fyrir ţegar hún gagnrýndi hann fyrir ađ reka ,,eigin stjórnmálastefnu" - ađ hann lagđi ţađ í hendur ţjóđarinnar ađ meta ,,stjórnmálastefnu" stjórnvalda í ţjóđaratkvćđagreiđslu, í stađ ţess ađ lúta vilja stjórnmálaelítunnar í einu og öllu? 

Ég vil fyrst og fremst sjálfstćđan og ţjóđkjörinn forseta sem fer vel međ ţađ vald sem honum er treyst fyrir af fólkinu í landinu, forseta sem hlustar á ţjóđ sína og forseta sem er ekki stofustáss í viđhafnarstofu stjórnvalda. Og forseta hefur hefur kjark og ţor ađ standa međ ţjóđ sinni ţrátt fyrir hótanir valdhafa. Ţannig forseti er Ólafur Ragnar Grímsson.  


mbl.is Sé ekki í samkeppni viđ ţingiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru mannréttindi stofustáss?

Mannréttindi eiga ađ vera öllum tryggđ, hvar sem er í heiminum. Viđ sem njótum frelsis og mannréttinda erum forréttindahópur í heimi ţar sem fjölmenn ríki brjóta mannréttindi á ţegnum sínum daglega. Söngvakeppni Evrópu var haldin í einu slíku ríki ţar sem íbúar búa viđ kúgun einrćđisherra. En ţađ virđist hafa veriđ ţegjandi samkomulag ţátttakenda ađ horfa framhjá ţessu og láta fjöriđ ráđa för. Ţetta var partý fyrir Evrópu í beinni útsendingu og ţátttakendur áttu ađ leika sitt hlutverk eins og stofustáss međan einrćđisherra og stjórn hans brjóta mannréttindi á fólki miskunnarlaust. Einrćđisherrann fékk ađ festa sig í sessi á kostnađ ţegna sinna vegna ţeirrar viđurkenningar sem hann fékk frá umheiminum.

Fjölmiđlafólk og baráttufólk fyrir mannréttindum í Rússlandi hafa einmitt grátbeđiđ erlenda ţjóđhöfđingja ađ hunsa einrćđisherrann Pútín og stjórn hans ţví ţađ eru skilabođ fram umheiminum til Rússa um ađ sćtta sig ekki viđ harđstjórn og kúgun. En veisluhöld í Kreml og Moskvu ţar sem erlendir ţjóđhöfđingjar, eđa ráđherrar, koma til ađ taka ţátt í hátíđarhöldunum međ viđhafnarundirskriftum, herđa heljartökin sem harđstjórar hafa á ţegnum sínum. Íslenskir ráđamenn hafa veriđ sérlega undirgefnir stjórnvöldum í Rússlandi og Kína hvađ ţetta varđar, sem eftir er tekiđ. Salan á Grímsstöđum á Fjöllum til Kínastjórnar er besta dćmiđ um ţetta ţar sem allt er gert til ađ ţóknast ráđamönnum í Kína. 

Evrópusöngvakeppnin í Aserbaídsjan ţar sem keppendur skiluđu auđu ţegar kom ađ mannréttindum sýndu íbúum Aserbaídsjan svart á hvítu hver ţađ er sem rćđur og ríkir í ríkinu. Einrćđisherrann fékk ţá viđurkenningu sem hann ţurfti á ađ halda međ ćpandi ţögn ţátttakenda - allra međ tölu. Hefđu ţátttakendur, eđa ţulir sem lásu upp stig ţjóđa, ekki mátt gera heiđarlega tilraun til ađ mótmćla mannréttindabrotum međ smekklegum hćtti til ađ sýna kúguđum íbúum siđferđislegan stuđning? Viđ hvađ voru allir hrćddir? Einn ţulur hafđi kjark og ţor ađ gera ţetta, sá sćnski ađ ég held. 

Stundin er alltaf rétt til ađ gjöra hiđ rétta - líka í Bakú.


mbl.is Spyr hvenćr rétti tíminn sé fyrir mannréttindi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnsýsla í skugga stjórnmála

 

Ţađ kann ekki góđri lukku ađ stýra ađ alţingismenn beiti sér í ţágu eđa gegn ákveđnum fyrirtćkjum. Landsbankinn er vissulega í eigu ríkisins en hann er á markađi og í harđri samkeppni viđ ađra banka, sem eru ađ mestu í einkaeigu. Ţađ er álitamál hvort ríkiđ eigi ađ eiga hlut í fjármálastofnunum eđa heilan banka, eins og í tilfelli Landsbankans. En viđ vitum hvernig ţađ kom til.

Viđ erum fljót ađ gleyma hvernig ástandiđ var fyrir einkavćđingu ríkisbankanna í upphafi 21. aldarinnar. Í bankastjórnum sátu pólitískt kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka og bankarnir urđu verkfćri til ađ hrinda í framkvćmd misgáfulegum stefnumálum stjórnmálaflokka og ríkisstjórna. Í fullkomnum heimi kann ţetta ađ vera í fínu lagi en raunin varđ sú ađ ţetta skapađi tortryggni í samfélaginu og kynti undir pólitískri fyrirgreiđslu. Sömuleiđis gátu ríkisbankarnir ef illa árađi sótt fjármuni í vasa skattborgara. Rekstur undir ţessum formerkjum er ekki heilbrigđur og getur aldrei veriđ farsćll til lengri tíma litiđ.

Hitt er svo annađ mál ađ fyrri einkavćđing ríkisbankanna var mislukkuđ á margan hátt. Ásakanir hafa komiđ fram um spillingu á háu stigi hjá  stjórnmálamönnum sem komu ađ einkavćđingunni, sem sagđir eru hafa hagnast persónulega í kjölfar hennar. Síđari einkavćđing bankanna eftir hrun var ljótt dćmi um hvernig stjórnmálamenn seldu hrćgömmum í fjármálaheiminum ,,skjaldborg heimilanna" í einu vetfangi. Síđan hafa heimili landsins veriđ ,,ţjóđnýtt" til ađ endurreisa einkabankana, sem enginn má vita hver á í raun. Ţađ gćtu ţess vegna veriđ ţeir sömu og áttu bankana sem hrundu yfir íslenskan almenning í hruninu. Ţađ er hrćsni núverandi ríkisstjórnar ađ takmarka hugsanlega rannsókn á einkavćđingu banka viđ fyrri einkavćđinguna. Seinni einkavćđingin er ekki síđur ámćlisverđ.

Ađ fara međ ríkisvald eru forréttindi sem eru fáum gefiđ og enn fćrri kunna međ ţađ mikla vald ađ fara. Of náin tengsl viđskipta og stjórnmála er slćm blanda ef stjórmálamenn tryggja ekki skýran ađskilnađ međ afgerandi hćtti. Ţađ er veikleiki í stjórnsýslu sem spilltir stjórnmálamenn nýta sér međ ađstođ vina úr viđskiptalífinu. Ţá geta sömuleiđis sterkar fyrirtćkjasamsteypur spilađ inn á ţennan veikleika í stjórnálum og stjórnsýslu eins og ţví miđur virđist hafa veriđ raunin á undanförnum árum. Veikir stjórnmálamenn eru ávísun á valdatöku ađila úr viđskiptalífinu. Sterkir stjórnmálamenn koma á hinn bóginn viđskiptajöfrum um skilning um ađ lýđrćđiđ sé ekki til sölu eins og hver önnur vara sem gengur kaupum og sölum á markađstorgi. Allt snýst ţetta ţó ađ lokum um jafnvćgi og hinn gullna međalveg. Stjórnsýsla sem lifir í skugga stjórnmála verđur aldrei ţađ sverđ og sá skjöldur sem henni ber ađ vera fyrir hagsmunum almennings.  

Alveg á sama hátt eiga stjórnmálamenn ađ hafa skilning og vit á ađ blanda sér ekki í rekstur fyrirtćkja á samkeppnismarkađi, en eiga fyrst og fremst ađ skapa fyrirtćkjum skilyrđi til vaxtar og heilbrigđrar samkeppni.


mbl.is Ţvert á stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gefum Jóhönnu orđiđ sem oftast

 

Ţetta er einhver stór misskilningur hjá Guđlaugi Ţór, alţingismanni, ađ ţađ hafi veriđ alvarleg mistök ađ gefa Jóhönnu orđiđ. Ţađ er einmitt ţađ sem á ađ gera miklu meira af! Henni var gefiđ orđiđ í stjórnarandstöđu og ţá talađi hún, talađi og talađi yfir alţingismönnum og ráđherrum. Hún sló öll tímamet á alţingi í rćđutíma og er ókrýndur málţófsmeistari frá ţví mćlingar hófust. Ţetta féll í kramiđ hjá krötum sem settu hana í tölu heilagra og var hún kölluđ heilög Jóhanna ć síđan. Engin veit reyndar af hverju, hvorki ţá né síđur núna. Og misskilningur Guđlaugs Ţórs er sá ađ međan Jóhanna hafđi orđiđ ţá gerđi hún engan óskunda á međan. En síđan hún hćtti ađ tala ţá hófst hún handa viđ ađ gera, gera og gera. En ţeir sem trúđu ţví ađ Jóhanna fćri ađ gera allt ţađ sem hún hafđi talađ um í löngu máli hafa orđiđ fyrir sárum vonbrigđum og spyrja sig hvađ orđiđ hafi um heilagleikann. Ţađ er eins og hin talandi Jóhanna sé allt önnur manneskja en hin gerandi Jóhanna. Hver hefđi til dćmis trúađ ţessu upp á Jóhönnu ţegar hún talađi sig hása á innsoginu í ţingsal yfir ráđherrum um jafnréttismál fyrir nokkrum árum? 

Reyndar á ţetta líka viđ leiđtoga hins stjórnarflokksins sem var talinn helsti andstćđingur AGS áđur en hann komst í ríkisstjórn en eftir ađ hann komst í ráđherrastól ţá varđ hann helsti talsmađur ţessa helsta verkfćris stórkapítalismans. Sagt er ađ ţar á bć séu menn alvarlega ađ hugsa um ađ gera áróđursmynd um hamskipti Steingríms, enda besta dćmiđ um árangur AGS í allri sögu sjóđsins. Jóhanna fćr kannski líka hlutverk í myndinni en hvort henni veriđ gefiđ orđiđ skal ósagt látiđ. Gefur annars AGS nokkrum nokkuđ?


mbl.is Alvarleg mistök ađ gefa Jóhönnu orđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spunadoktorar stjórnarinnar reyna allt til ađ fella forseta ţjóđarinnar

Eitt er víst hvađ varđar úrslit forsetakosninganna í sumar. Annađ hvort vinnur Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, eđa Ţóra Arnórsdóttir, sem sögđ er frambjóđandi sitjandi ríkisstjórnar. Ađrir frambjóđendur, hve frambćrilegir sem ţeir kunna ađ vera, hafa ekki möguleika í ţessu einvígi Ólafs og Ţóru, atlögu sitjandi ríkisstjórnar gegn forseta sem ţjóđin stendur í ţakkarskuld viđ.

Og ţetta vita andstćđingar Ólafs Ragnars og spunadoktorar ríkisstjórnarflokkanna. Ţess vegna reyna ţeir ákaft á síđustu metrum kosningabaráttunnar ađ tvístra fylgi Ólafs yfir á ađra frambjóđendur, eins og glöggt má sjá í ,,ríkisfjölmiđlunum". Ţannig segir DV frá ţví ađ ,,náhirđin" alrćmda ćtli ađ kjósa Ara Trausta í stađ Ólafs og marka ţađ af viđtalinu sem Björn Bjarnason tók viđ forsetaframbjóđandann. Ţađ er ekki nokkur vafi á ţví ađ Ari Trausti er traustur mađur og ađ hann yrđi góđur forseti á Bessastöđum, en ţađ vita allir sem ţetta lesa, ađ ţađ verđur ekki ađ ţessu sinni. Forsetakosningarnar 2012 eru engar venjulegar forsetakosningar. Ţćr snúast um stjórnarskrána, lýđrćđiđ, ţjóđarviljann og uppgjöriđ viđ útrásargengiđ.

Hins vegar ef spunadoktorar Jóhönnu og Steingríms Jóhanns tekst ađ fá sjálfstćđismenn til ađ bregđast á ögurstundu ţá er víst ađ Ţóra Arnórsdóttir verđur nćsti bóndinn á Bessastöđum. RÚV, Stöđ2 og Eyjan eru á sömu slóđum í fréttaflutningi og reyna ađ gera allt tortryggilegt sem Ólafur Ragnar segir og gerir. Meira segja lagđist einn fréttamiđill svo lágt ađ leggja gildruspurningar fyrir Dorrit, forsetafrú.  

Ţóra Arnórsdóttir er fínn kandidat og hefur margt til brunns ađ bera. Eiginmađur hennar er sömuleiđis stjörnublađamađur sem margur fjölmiđlamađurinn mćtti taka til fyrirmyndar. Hins vegar er hún fulltrúi ríkisstjórnarinnar framborin til ađ ná fram hefndum á forseta Íslands, sem sýndi mikinn kjark međ ţví ađ fćra valdiđ til ţjóđarinnar á ögurstundu. Hann var og verđur síđasta stoppustöđin sem ţjóđin getur treyst á, eins og hann segir réttilega sjálfur.


mbl.is Ólafur mćlist međ mest fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mun ţjóđin rassskella ríkisstjórnina í ţriđja sinn?

Óttast ţeir ţjóđina? Ţetta hrópa stjórnarliđar alltaf ţegar stjórnarandstađan er mótfallin ţjóđaratkvćđagreiđslu um mál. En nú ţegar stjórnarandstađan og hluti stjórnarliđa vill vísa ESB málinu til ţjóđarinnar ţó fyrr hefđi veriđ ţá mun forystufólk ríkistjórnarinnar berja flokksmenn sína til hlýđni. Líf ríkisstjórnarinnar er í húfi. Ekki vegna ţess ađ ríkisstjórnin myndi fá á sig vantraust á alţingi.

Nei, vegna ţess ađ ríkisstjórnin ţolir ekki ađ ađild Íslands sé borin undir ţjóđina fyrr en Evrópusambandiđ hefur fengiđ ađ dćla hingađ inn milljörđum í alls konar ađlögunarstyrki, ESB sendinefndin hefur fengiđ ađ vanvirđa fullveldi ríkisins međ áróđursstarfi í ţágu ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu og ESB ađildarsinnar hafa fengiđ ađ pakka inn ţúsund síđna ađildarsamningi í gjafapappír ţar sem innihaldiđ mun hverfa í skuggan af fagurgala og orđhengilshćtti.

Allt er ţetta ađ gerast á sömu stundu og leiđtogar Evrópusambandsins halda enn einn krísufundinn í Brusselborg um framtíđ sambandsins.

Aarhus, Danmörku.


mbl.is ESB fari í ţjóđaratkvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Steingrímur á ennţá í stjórnarmyndunarviđrćđum sem hefur veriđ slitiđ

Steíngrímur J. Sigfússon virđist ekki átta sig á hvenćr fólk hćttir ađ tala viđ hann. Ţannig hefur Hreyfingin slitiđ stjórnarmyndunarviđrćđum viđ ríkisstjórnarflokkana og tilkynnt ţađ opinberlega, en Steingrímur J. kannast ekki viđ ţađ! Merkilegt svo ekki sé meira sagt. En kannski hefur Steingrímur mistúlkađ hreyfingar Hreyfingarinnar, en ţingmenn hennar eru ólíkindatól enda hugsjónafólk upp til hópa.

En tíđindi dagsins eru ţau ađ ríkisstjórnin stendur agndofa frammi fyrir skuldavanda heimilanna og getur sig hvergi hreyft, ţrátt fyrir hvatningu Hreyfingarinnar. Ţađ er alvarleg stađa í ljósi eftirminnilegra mótmćla almennings á Austurvelli, en undirrót ţeirra ,,óeirđa" var einmitt úrrćđaleysi stjórnvalda vegna skuldavanda heimila landsmanna. Mánuđir og ár líđa og ríkisstjórnin segir pass, pass og aftur pass. Stuđningsmenn ţessarar ríkisstjórnar hljóta ađ berja í borđiđ og heimta svör.


mbl.is Viđrćđum slitiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband