Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Ný stjórnarskrá fyrir Ísland er smámál að áliti ríkisstjórnar
Föstudagur, 30. nóvember 2012
![]() |
Prófessor undrast vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Steingrímur gerir ekki mikið með sendibréf frá Jóni Bjarnasyni
Fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Í Bændablaðinu í dag kom fram að formaður Bændasamtakanna væri orðinn langþreyttur á að fá ekki ákveðin svör frá ríkisstjórninni varðandi varnarlínur bænda um íslenskan landbúnað. Bændasamtök Íslands hefðu bréf upp á það frá ráðherra í ríkisstjórninni að varnarlínur bænda væru formlega samningsafstaða Íslands í landbúnaðarmálum, þ.m.t. tollvernd og bann við innflutningi á lifandi dýrum og hráu kjöti. Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði tekið málið upp í ríkisstjórn og í framhaldinu sendi hann Bændasamtökunum bréf um að varnarlínur bænda væru varnarlínur ríkisstjórnarinnar í samningaviðræðunum við Evrópusambandið.
En nú hefur Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, svarað þessari spurningu á alþingi. Þar sagði hann orðrétt:
En þetta er dýnamískt ferli, það er að sjálfsögðu verið að vinna að mótun samningsafstöðunnar þannig að bréf frá forvera mínum til Bændasamtakanna er auðvitað ekki bindandi gjörningur hvað varðar framhald málsins, það liggur í hlutarins eðli. Samninganefndin ber sig jafnóðum saman við þá sem hún er að vinna fyrir og vinna með, fagráðuneyti og utanríkisráðuneyti, og síðan kemur samningsafstaðan sjálf fram og það er hún sem skiptir máli að lokum en ekki gömul sendibréf.
Steingrímur gerir sem sagt ekkert með ,,gömul sendibréf" frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands til bænda. Það hlýtur líka að þýða að hann geri ekkert með það sem samþykkt er á ríkisstjórnarfundum, sem það hefur komið fram hjá Jóni Bjarnasyni, og nú síðast í frétt mbl.is, að hann taldi að málið hefði verið tekið formlega fyrir í ríkisstjórn og ef breyta ætti þessari samningsafstöðu í landbúnaðarmálum þá yrði að taka það aftur upp með formlegum hætti í ríkisstjórn.
Varnarlínur bænda eru ekkert gamanmál. Varnarlínurnar voru settar upp til að verja íslenskan landbúnað og íslenska bænda. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í röðum bænda hafa fullvissað efasemdarmenn um að ekkert væri að óttast. Þeir hefðu bréf upp á það. En nú hefur Steingrímur opinberað það á alþingi að hann telji ,,gömul sendibréf" frá Jóni Bjarnasyni varla pappírsins virði. Enda hefur hann ekki fyrir því að svara erindum Bændasamtakanna með formlegum hætti og varla von. Hann hefur ekki trú á sendibréfum.
![]() |
Verður að falla frá kröfunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætlar Össur að semja um frið í Palestínu án aðkomu Ísraels?
Miðvikudagur, 28. nóvember 2012
Það kann að hljóma fallega að samþykkja að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. Össur veit að þetta sameinar vinstri elítuna á Íslandi og er þess vegna liður í að halda ríkisstjórninni saman. En hér er ekki allt sem sýnist.
Ísraelsríki er alfarið á móti því að þetta afdrifaríka skref sé stigið og vara við afleiðingunum. Ríkisstjórn Ísraels spyr af hverju fulltrúar Palestínuaraba haldi ekki áfram friðarviðræðunum á grunni tveggja ríkja lausnarinnar, sem Kvartetinn svokallaði mælir með. Eða eins og talsmaður Ísraelsstjórnar orðaði það: Við hverja ætla Palestínuarabar að semja um frið, ef ekki Ísraelsríki?
Fíllinn í stofunni í þessu máli er að innbyrðis stendur yfir hatursfull og blóðug barátta milli Fatah og Hamas um yfirráð á Vesturbakkanum og Gaza. Gaza er á yfirráðasvæði Hamas og eftir skæruhernað Hamas og Ísrael þá hafa Hamasliðar treyst stöðu sína á kostnað Fatah hreyfingarinnar. Með því að leggja nú fram tillögu um að Palestína fái löglega stöðu innan Sameinuðu þjóðanna þá reynir Abbas forseti að treysta stöðu sína. Með því að verða meðflutningsríki ályktunar Abbas þá eru Íslendingar að blanda sér í mjög viðkvæma deilu fyrir botni Miðjarðarhafs, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar. Er utanríkisráðuneytið á Íslandi búið að gera áhættumat á þessari eldfimu stöðu sem nú er komin upp á milli stríðandi fylkinga Palestínuaraba annars vegar og milli Hamas og Ísraelsríkis hins vegar. Þjóðverjar, sem ætíð eru varkárir í utanríkismálum, hafa gert það. Þeirra mat er að leggjast gegn þessari ályktun. Það gera þeir ekki vegna þess að þeir vilja ekki koma á langþráðum friði í Palestínu. Nei, þeir leggjast gegn tillögunni einmitt vegna þess að þeir vilja stuðla að friði milli stríðandi fylkinga og vilja styðja við bakið á því friðarferli sem alþjóðlegi kvartettinn hefur lagt grunninn að.
Ef Össur heldur að hann sé að gera Palestínuaröbum greiða með því að gera Ísland að meðflutningsríki þessarar eldfimu ályktunar hjá Sameinuðu þjóðunum, þá er það hættulegur misskilningur, því miður. Hann hefði frekar átt að hvetja Abbas til að halda friðarviðræðunum áfram við Ísrael, í stað þess að ganga frá samningaborðinu. Og hann hefði átt að biðla til Hamasliða að láta af hryðjuverkum gegn eigin þjóð og Ísrael. Og auðvitað kemst friður aldrei á milli Araba og Gyðinga nema þeir semji um það sín á milli í friðarviðræðum.
En auðvitað er Össur ekkert að hugsa um þetta. Hann sá sér leik á borði til að treysta eigin stöðu hér innanlands og er nokk sama um hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir þjáða íbúa Palestínu eða friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.
![]() |
Ísland meðflytjandi tillögu um Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB-Gylfi verður að kaupa tíma
Miðvikudagur, 28. nóvember 2012
![]() |
Þungar áhyggjur uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar skjálfa af hræðslu við Evrópu, segir Steingrímur
Þriðjudagur, 27. nóvember 2012
Íslendingar höfðu mikinn vilja til að ganga í Evrópusambandið en núna skjálfum við af hræðslu við Evrópu. Var það ekki þetta sem Steingrímur var að segja í erlendum fjölmiðlum? Það held ég bara.
Og þess vegna er Steingrímur, formaður VG, sem leiddi andstöðuna gegn aðild að ESB á sínum tíma, í stökustu vandræðum. Stór hluti þingflokks hans hefur yfirgefið hann og sama er að segja um stuðningsfólk. Þegar VG velur á framboðslista sína þessa dagana þá koma fjölskyldur frambjóðenda og kjósa í huggulegu fjölskylduboði. Ef eitthvað er að marka fjölmiðla þá varð það einmitt lærisveini Steingríms að falli að fjölskylda hans gat ekki kosið hann hér fyrir sunnan þar sem hún býr ennþá fyrir Norðan.
Nei, Steingrímur hefur sannað að hann er ekki mótfallin aðild að Evrópusambandinu inn við beinið. Jú, í orði en ekki á borði. Þess vegna hefur milljarði verið varið í að troða Íslandi inn í sambandið og ennþá hefur ekkert verið gert af því sem Steingrímur lofaði félögum sínum í upphafi stjórnarsamstarfsins hvað varðar aðildarviðræðurnar. Þannig eru stærstu málaflokkarnir ennþá ofan í skúffu hjá utanríkisráðherra en Steingrímur hafði lofað félögum sínum að byrja ætti á að semja um sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Ekkert bólar á því og þeir sem vita eitthvað um hugsanleg samningsmarkmið eru bundnir trúnaði og mega ekki tjá sig um eitt né neitt. Milljarðar streyma inn í landið frá Evrópusambandinu til að undirbúa aðild Ísland að sambandinu og Steingrími finnst það í fínu lagi. Og þegar félagar hans kvarta um seinagang og undanlátssemi við samstarfsflokkinn þá kemur formaðurinn af fjöllum eða sakar viðkomandi um svik við málstaðinn.
Það kann að vera að Íslendingar skjálfi af hræðslu við Evrópu. En víst er að Steingrímur skjálfar af hræðslu við Íslendinga nú þegar líður að kjördegi. Og hann má líka vera hræddur.
![]() |
Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þöggun á þingi
Mánudagur, 26. nóvember 2012
![]() |
Óþolandi að trúnaður sé rofinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórsigur Sjálfstæðisflokksins liggur í loftinu
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Hanna Birna Kristjánsdóttir er orðin leiðtogi sjálfstæðismanna á landsvísu. Staða hennar er það sterk eftir þessi úrslit að ekki verður séð hvernig landsfundarfulltrúar geta hunsað þessi skilaboð á nýju ári. Úrslit í NV-kjördæmi eru sömuleiðis uppörvandi þar sem Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, nær góðri kosningu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur það nú í hendi sinni hvort hann kýs að vinna glæsilegan kosningasigur í alþingiskosningunum í vor með yfir 40% atkvæða.
![]() |
Hanna Birna með 76% í 1. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Björn Bjarnason: ,,Prófkjör bindur ekki enda á þetta mál"
Föstudagur, 23. nóvember 2012
Þegar stjórnmálaumræðan verður jafn harkaleg og ósvífin og raunin virðist vera í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þá er ágætt að grípa til pólitískra áttavita. Einn af þeim er Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri Evrópuvaktarinnar. Á vefsíðu sinni fjallar Björn um kæru Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á hendur Guðlaugi Þór Þórðarsyni, alþingismanni. Björn skrifar á vefsíðu sína í gær:
Prófkjör bindur ekki enda á þetta mál. Hætta er á að því verði að ósekju klínt á Sjálfstæðisflokkinn. Hér er meira í húfi en hagsmunir eins frambjóðanda þótt alls ekki beri að gera lítið úr þeim. Málum af þessu tagi ber að ljúka fyrir dómstólum en ekki á pólitískum vettvangi.
Það er óheppilegt að sífellt sé verið að draga Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðismenn almennt inn í eftirmál hrunsins. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins láta ekki segja sér það tvisvar þegar þeir finna höggstað á þessum höfuðandstæðingi sínum. Höggin hafa dunið á flokknum og flokksmönnum. Auðvitað ber að ljúka málum af þessu tagi fyrir dómstólum eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á.
Það sýnir málefnafátækt og er lágkúra af verstu gerð þegar stjórnmálamenn grípa til pólitískra árása af því tagi sem við höfum orðið vitni að í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til að bæta eigin stöðu hvort sem það er innan flokks eða hjá pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Það er að sama skapi ógeðfellt þegar stjórnmálamenn taka til varna með því að skýla sér bakvið þá stjórnmálaflokka sem hafa valið þá í trúnaðarstöður. Í nágrannalöndunum víkja stjórnmálamenn nær undantekningarlaust til að hlífa félögum og flokki meðan mál þeirra eru til umfjöllunar fyrir dómstólum. Þannig minni ég á að annar frambjóðandi í sama prófkjöri vék af þingi meðan mál hans var til rannsóknar en tók við þingmennsku að nýju þegar niðurstaða lág fyrir.
Almennir flokksmenn eru ekki í neinni aðstöðu til að leggja mat á sakamál sem eru fyrir dómsstólum. Þeir geta þó vitnað um verðleika frambjóðenda eins og t.d. Halldór Jónsson, baráttujaxl og bloggari, gerir svo um munar hér á Moggablogginu. Enginn efast um Guðlaugur Þór hefur verið einn af kraftmestu þingmönnum Sjálfstæðisflokkins frá því hann var kosinn á þing. Þá þarf að hafa í huga að kæra Gunnars Þ. Andersen á hendur Guðlaugi Þór og eiginkonu hans hefur ekki verið dómtekin og það er óvíst á þessari stundu hvort kæran verði tekin fyrir eða verði vísað frá. Það kemur ekki í ljós fyrr en að prófkjöri loknu og því óheppilegt að mál á þessu tagi blandist inn í prófkjörsbaráttu með þessum hætti. Verra er þó að málarekstur fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins gegn Guðlaugi Þór mun líka blandast inn í kosningabaráttuna fyrir næstu alþingiskosningar, pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins til mikillar ánægju.
![]() |
Nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á Jóhannes Gunnarsson að ákveða samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012
![]() |
Gengu út af fundi starfshópsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Bjarnason hittir loksins hina háu herra
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Það kom að því að Jón Bjarnason fékk að fara til Brussel og hitta ,,hina háu herra" eins og hann hafði óskað eftir þegar hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. En þeim tókst að gera Jón áhrifalausan áður en hann komst að samningaborðinu. Og það vita vönduðu embættismennirnir í katakombum bjúrókrata í Brusselborg. Reyndar finnst þeim það sýna hve ákveðnir Íslendingar eru að ganga inn í sambandið að þeir víki ráðherra úr ríkisstjórn Íslands fyrir það eitt að þvælast fyrir aðildinni. Ekki veit ég þó hvort Jóni hafi tekist að fá svo afdráttarlaus svör á fundinum sem koma fram í máli hans, og finnst mér það reyndar ólíklegt þar sem embættismenn Evrópusambandsins eru meistarar í diplomatique.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, á vissulega fulla innistæðu fyrir áliti sínu á sjálfum sér þegar hann baðar sig í frægðinni í Brusselborg. Þar sjálfhverfist hann um sjálfan sig og litlu fylgitunglin sem snúast í kringum hann af staðfastri aðdáun og fylgispekt. Slíkur maður gæti orðið kaldur kommissar í þeirri sveit og er honum þá ekki í kot vísað. Jón Bjarnason yrði þar hinsvegar sagður til sveitar.
![]() |
Engar varanlegar undanþágur í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)