Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
Forsætisráðherra skammar bankana fyrir að fara að lögum sem hún sjálf setti
Þriðjudagur, 30. október 2012
Skýrasta dæmið um áróðurstækni Samfylkingarinnar er ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundinum um helgina. Í ræðunni dreifði forsætisráðherra skítamykju yfir Sjálfstæðisflokkinn, en forðaðist að fjalla um mál sem brenna á almenningi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á í bréfi til sjálfstæðismanna að formaður Samfylkingarinnar hefði minnst á Sjálfstæðisflokkinn oftar en tuttugu sinnum í ræðu sinni ef ég man rétt. Samfylkingin hefur ákveðið að beita hatursáróðri gegn pólitískum andstæðingum.
Hæstiréttur dæmdi Árna Páls lögin ólögleg öðru sinni fyrir nokkrum dögum síðan. Hæstiréttur hafði fyrir næstum heilu ári síðan, eða í febrúar, dæmt Árna Páls lögin ólögleg. Þau stóðust ekki stjórnarskrá Íslands! Ríkisstjórn hafði sem sagt keyrt í gegnum Alþingi Íslendinga ,,ólög" um ólögleg gengistryggð lán sem voru með þeim annmarka að þau brutu á eignarrétti skuldara! Lagaleysan sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lét meirihluta Alþingis samþykkja voru sem sagt ólög sem voru sett til að verja hagsmuni erlendra vogunarsjóða gegn hagsmunum almennings í landinu! Lög Árna Páls leyfðu bönkunum að reikna okurvexti, allt að þriðja tug prósenta, afturvirkt. Bankarnir hafa rakað til sín fjármunum frá fátækum skuldurum þessa lands í krafti ólaga sem ríkisstjórn Íslands þröngvaði í gegnum Alþingi í flýtimeðferð. Já, flýtimeðferð!
Minntist Jóhanna eitthvað á þessi ólög hans Árna Páls, sem ætlar að taka við af henni sem formaður Samfylkingarinnar eftir þrjá mánuði? Bað hún þjóðina afsökunar á þessum gjörningi gegn fólkinu og fyrirtækjum í landinu? Nei. En hún skammaði Sjálfstæðisflokkinn og kallaði sjálfstæðisfólk, 50 þúsund landsmenn, öllum illum nöfnum. Jú, og svo skammaði hún bankana fyrir að fara að lögum sem hún sjálf lét setja!
Jóhanna hefði átt að kunna að skammast sín og láta það vera að skamma sjálfstæðisfólk, sem er algjörlega saklaust af þessum ólögum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.
![]() |
Málflutningur Jóhönnu ekki breyst í áratug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2012 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sjálfstæðisflokkurinn lækkar álögur í Kópavogi
Þriðjudagur, 30. október 2012
![]() |
Útsvarið stendur víðast í stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,Ríkust í ríkisstjórninni"
Þriðjudagur, 30. október 2012
Sagt er að Álfheiður Ingadóttir, sem sækist eftir 2. sætinu í forvali Vinstri Grænna, hafi hringt í lögregluna til að leita eftir stuðningi, en það kann að vera kjaftasaga úr þinginu. Alla vega er hún mikið í símanum að gefa leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna, það er víst. Viðskiptablaðið sagði frá því fyrir tveimur árum síðan að Álfheiður væri ,,ríkust í ríkisstjórninni" en þá var hún heilbrigðisráðherra og var eini ráðherrann sem greiddi auðlegðarskatt. Það þýddi að hún átti meira en 150 milljónir króna í hreina eign.
![]() |
Álfheiður stefnir á 2. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krókudílatár Helga Hjörvars
Laugardagur, 27. október 2012
Þetta fer að verða fínt hjá honum Helga Hjörvari. Hann hefur tryggt sér endurkjör á framboðslista Samfylkingarinnar með vasklegri framgöngu í málum skuldara. Það er þó sorglegt hve seint hann tók við sér.
Krókudílatár hans koma nokkrum árum of seint fyrir þá sem hafa misst heimili, fyrirtæki og heilsu sína vegna hrunsins. Stjórnvöld sem áttu að slá skjaldborg um heimili, fjölskyldur og fyrirtæki, sem höfðu það eitt til saka unnið að fá heilt fjármálakerfi í fangið, sviku þau í hendurnar á spilltu fjármálakerfi. Árni Páll Árnason, þáverandi ráðherra og formannsefni Samfylkingarinnar, sannaði sig með glæsibrag fyrir hvern hann var og er ennþá fulltrúi fyrir. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna í gylltum sölum peningamangara. Upp á þau svik skrifaði Helgi Hjörvar eins og aðrir stjórnarliðar með Árna Páls lögunum, sem Hæstiréttur hefur dæmt vera brot á stjórnarskrá Íslands. Er nema von að þetta lið vilji stjórnarskrána feiga?
Æpandi aðgerðaleysi stjórnvalda hefur kallað hörmungar yfir fjölmörg heimili landsmanna. Rétt er að minna á að í byrjun þessa árs dæmdi Hæstiréttur í máli hvunndagshetjanna Sigurður Hreins Sigurðssonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo. Sá dómur átti að kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda til að rétta hlut skuldara. En ríkisstjórn Samfylkingar og VG lét fjármálastofnanir njóta vafans á kostað almennings. Þetta er Nýja Ísland Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún boðaði á fundi Samfylkingarinnar í dag.
Malmö, 27. október 2012.
![]() |
Vill að bankarnir skili eignum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóhanna vill eldgamla Ísland stéttaátaka
Laugardagur, 27. október 2012
Jóhanna hefur ruglast á öldum, ekki fjörðum að þessu sinni. Hún heldur að hún sé stödd í upphafi síðustu aldar í stéttabaráttu. Hún kallar á stríð við sjálfstæðismenn sem Samfylkingin reynir að mála döggum litum. Áróður þeirra virkar aðeins ef tekst að strá nógu miklu hatri í samfélaginu sem kallar á stéttabaráttu og flokkadrætti. Hnefinn er kominn á loft. Hatursfullur og harður hnefi, sem er tákn stéttaátaka, ofbeldis og ófriðar.
Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar stofnaður á grunni slagorðsins: Stétt með stétt. Sjálfstæðismenn vilja sátt í samfélaginu um framfarir og jöfnuð. Þeir hafa aldrei viljað stilla stétt upp á móti annarri sem býr til samfélag sem er sundurlynt og hatursfullt. Íslenska þjóðin er ein þjóð sem tekur sameiginlega á vandamálum og leysir þau í sátt og samstöðu. Sterkt samfélag þolir ekki að hluti þjóðarinnar búi við fátækt meðan fámennur hópur býr við alsnægtir. Slíkt samfélag er ekki í anda sjálfstæðisstefnunar, eins og höfundar hennar lögðu grunn að árið 1929. Það er sú arfleið sem forysta Sjálfstæðisflokksins á ávalt að hafa í heiðri. Þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel þá vegnar íslensku þjóðinni vel.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingar, vill etja þjóðfélagshópum saman í pólitískum leik. Það er hættulegur leikur og kann að draga dilk á eftir.
Malmö, 27. október 2012.
![]() |
Barist um nýja og gamla Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lýðskrum
Fimmtudagur, 25. október 2012
Ekki veit ég hvað vakir fyrir Þór Saari að mæla fyrir lagafrumvarpi til að koma böndum á laun forsvarsmanna verkalýðsfélaga og hagsmunasamtaka launafólks. En eitt veit ég: Að setja lög um hámarkslaun verkalýðsforkólfa er svona eins og að pissa í skóinn sinn í hörkugaddi. Enda held ég að þetta sé lýðskrum í kallinum. Svona eins og þegar Jóhanna setti lög um að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Egóið getur varla orðið meira en það: ,,Það skal enginn hafa hærri laun en ég. Ég á að fá hæstu launin á Íslandi!"
Það er hins vegar vit í því að tengja saman laun forstjóra og laun annarra starfsmanna fyrirtækja. Það þýddi þá að ef forstjórinn vildi fá launahækkun þá yrði hann fyrst að hækka launin hjá Gunnu í bókhaldinu og Jóni á lagernum. En öll svona forsjárhyggja, ráðstjórn og stjórnlyndi kann ekki góðri lukku að stýra. Frelsi einstaklingsins á að hafa í öndvegi.
![]() |
Vilja lögfesta reglu um hámarkslaun verkalýðsforkólfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
,,Löngu komið að erfiðu köflunum í aðildarviðræðunum", sagði utanríkisráðherra
Miðvikudagur, 24. október 2012
Er það ekki dæmigert fyrir ESB aðildarviðræðurnar og aðkomu Alþingis að þeim þessi orðaskipti á Alþingi milli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Össur Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar? Þingmaðurinn segir í ræðustól Alþingis að loksins sé komið að erfiðu köflunum og utanríkisráðherra svarar út í sal að það sé fyrir löngu komið að þeim! Ég veit eiginlega ekki hvort maður eigi að skella upp úr eða bölva. Er þingheimur ekki upplýstur af utanríkisráðherra betur en þetta um gang aðildarviðræðnanna? Eru aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið einkamál utanríkisráðherra og undirmanna hans?
Alþingismaður, sem var áður þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, beinir því til utanríkisráðherra úr ræðustól Alþingis ,,að gera [eigi] þá kröfu á móti að taka þetta allt í einum pakka þannig að við getum samræmt orðalag og kröfur okkar í þessum erfiðu köflum". Síðan sagði Ragnheiður Elín: ,,Loksins er þá komið að hinum svokölluðu erfiðu köflum í þessum viðræðum". Háttvirtur þingmaðurinn uppskar þá frammíkall frá hæstvirtum utanríkisráðherra, sem átti leið hjá ræðupúltinu ,,á þann veg að það væri löngu komið að þeim", svo vitnað sé orðrétt í frétt mbl.is um þessa merkilegu uppákomu á Alþingi.
Ég tel að utanríkisráðherra skuldi þingheimi og landsmönnum að skýra þessi orð sín betur.
![]() |
Loksins komið að erfiðu köflunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sátt um stjórnarskrá
Miðvikudagur, 24. október 2012
Það verður að taka heilshugar undir með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að nú eigi flokkadrættir og klækir að víkja í stjórnarskrármálinu. Það þarf að skapa sátt um stjórnarskrá þvert á stjórnmálaflokka. Alþingi þarf sömuleiðis að finna leið sátta og samvinnu í stað átaka og sundurlyndis.
Þjóðin hefur fellt sinn dóm í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu. Vandinn er sá að dómurinn er líka umdeildur. Ef um hæstaréttardóm væri að ræða þá væri hægt að glöggva sig á dómsorðunum með því að lesa greinargerðina. En dómi þjóðarinnar fylgdi engin greinargerð. Ef stjórnmálamenn hefðu gefið út fyrir kjördag sameiginlegar leiðbeiningar um hvað væri niðurstaða sem væri skýr og ásættanleg þá værum við ekki að deila um niðurstöðuna í dag. Því miður þá datt engum fjölmiðli að kalla eftir þessi svo ég viti til. Í ljósi orða stjórnmálamanna eftir þjóðaratkvæðagreiðslunar um Icesave og síðustu forsetakosningar þá er ekki nema von að hver túlki niðurstöður laugardagsins sér í vil.
En lífið heldur áfram. Alþingi hefur fengið það verkefni, sem það hefur ætíð haft, að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Þessi verkefni er ekki hægt að útvista samkvæmt stjórnarskránni sem er í gildi. Svo einfalt er það. Það er þó ekkert að því að leita leiðsagnar þjóðarinnar eins og gert var á laugardaginn þó það hefði mátt standa miklu betur að því verki. Við vitum þó skoðun meirihluti þeirra sem nýttu kosningarétt sinn í fimm afmörkuðum málum. Annað vitum við ekki í raun því vel má túlka svarið við fyrstu spurningunni á þann veg að til þess að hægt væri að fá hin fimm atriðin sem spurt var um inn í stjórnarskrá þá yrði að svara þeirri fyrstu játandi. Annars félli hitt um sjálft sig. Það er varla hægt að ætlast til þess að allir þeir sem fóru á kjörstað og svöruðu fyrstu spurningunni rétt hafi verið að að samþykkja efnislega allar greinar í stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Það þýðir að Alþingi hefur nokkuð frjálsar hendur með breytingar á stjórnarskrá nema hvað snertir þá fimm þætti sem sérstaklega var spurt um.
Auðlindaákvæðið er eitt þeirra. Vinstri flokkarnir hafa lævíslega haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé alfarið á móti því að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það er alrangt og kom síðast fram hjá Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, á fundi í Valhöll nýlega að Sjálfstæðisflokkurinn er alls ekki mótfallinn þessu. Aðeins sé deilt um nákvæmt orðalag. Það hlýtur að vera hægt að ná sátt um rétta orðalagið til að tryggja að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, verði áfram ævarandi eign þjóðarinnar allrar. Sömuleiðis er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur meira beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum en niðurstaða þarf að nást um tæknilega úrfærslu svo sem hve hátt hlutfall kosningabærra manna þarf að krefjast þjóðaratkvæðis um mál, og hvaða mál megi leggja með þessum hætti í dóm kjósenda.
Að ná sátt um breytingar á stjórnarskrá Íslands er verkefni sem Alþingi þarf að taka alvarlega. Sú sátt næst ekki með því að stjórnarflokkarnir stilli stjórnarandstöðunni upp við vegg og öfugt. Að gefa sér að stjórnarandstaðan verði með málþóf án þess að leita eftir sáttum fyrst, eins og forsætisráðherra hefur gert, er eins og að skvetta olíu á eldinn. Það kann að vera að það þjóni pólitískum markmiðum vinstri stjórnarinnar að fara fram með ófriði í þessu máli til að slá pólitískar keilur. Það kann líka að vera ásetningur ákveðinna afla innan stjórnarflokkana að sprengja þetta mál upp til að koma í veg fyrir niðurstöðu, en skella svo sökinni á ,,vondu sjálfstæðismennina í Valhöll". Ef þau öfl ráða för þá mun traust á Alþingi halda áfram að vera í ,,ruslflokki".
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á að geta hafið sig yfir slíka flokkadrætti og pólitísku klæki. Hennar tími er kominn við að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá sem endurspegla niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn sem allir flokkar á Alþingi geta náð sátt um og verið stoltir af. Það gerist aðeins með breyttum vinnubrögðum á Alþingi Íslendinga. Ef forsætisráðherra vill raunverulega gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá þarf hún sýna gott fordæmi, sýna auðmýkt og láta af hatursfullum árásum á pólitíska andstæðinga.
![]() |
Flokkadrættir og klækir víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóhanna eftir síðustu forsetakosningar (70%): ,,Mjög léleg kosningaþátttaka". Nú (49%): ,,Afskaplega ánægð með kjörsóknina"
Þriðjudagur, 23. október 2012
Það er gott að vita að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé ,,afskaplega ánægð með niðurstöðuna og kjörsóknina líka". Kosningaþátttakan var 48,9%. Eftir forsetakosningarnar þegar niðurstaðan var henni ekki eins að skapi, frekar en í Icesave I og II, þá sagði Jóhanna:
Það var náttúrulega dræm kosningaþátttaka og ég held að menn verði nú aðeins að horfa til þess og líta til þess að þarna eru mjög léleg kosningaþátttaka, sennilega sú næstversta sem þarna er fengin og menn verða auðvitað að horfa til þess.
Þetta sagði hún þá, þegar kosningaþátttakan var um 70%, en nú segir hún allt annað, þegar kosningaþátttakan var aðeins 48,9% í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Og munum að samkvæmt söguskýringu stjórnarliða þá þusti þjóðin út á götur eftir hrunið og heimtaði nýja stjórnarskrá. Hvar var helmingurinn af þjóðinni á laugardaginn? Já, er nema furða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spyrji í bréfi til félaga sinna:
Hvenær er kosningaþátttaka dræm og hvenær góð?
Já, hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann eins og nafni minn sagði í frægri skáldsögu. En að þessu sögðu þá skal tekið undir orð Bjarna Benediktssonar í fyrrnefndu bréfi um framhald þess að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá:
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sagði í gær að vel komi til greina að áfangaskipta verkinu að einhverju leyti. Það er skynsamleg nálgun. Verkefni næstu mánaða ætti að vera að láta á það reyna hvort ná megi víðtækri sátt um afmarkaðar breytingar fyrir næstu þingkosningar.
![]() |
Er afskaplega stolt af þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sterkir frambjóðendur fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Mánudagur, 22. október 2012
![]() |
16 taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |