Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Ţögn ríkisfjölmiđla hrópandi

Ţađ hlýtur ađ hafa vakiđ athygli fleiri en mín ađ ríkisfjölmiđlarnir, RÚV og Stöđ 2, minntust ekki orđi á mótmćlin sem bođađ er til á Austurvelli kl. 10:30 á morgun viđ ţingsetningu. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ríkisfjölmiđlarnir standi undir nafni. Hins vegar er ljóst ađ fjórđa valdiđ er ekki til á Íslandi í dag, frekar en fyrir hrun. Ţeir hafa afsalađ sér valdinu til ráđandi afla.


mbl.is Býst viđ 20 ţúsund manns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kátt á hjalla í spillingarkoti framsóknarmanna

finnurogolafurŢá hefur einn af nánustu samstarfsmönnum Finns Ingólfssonar veriđ ráđinn yfir Einkavćđingarbankastofnun ríkisins. Finnur er jú einn af ţeim framsóknarmönnum sem auđgađist persónulega á stjórnmálastarfi sínu. Hann kom snauđugur inn í pólitík en fór auđugur úr henni. Auđvitađ er ţađ bara tilviljun og hefur ekkert ađ gera međ ađ hann var lykilmađur í einkavćđingu Landsbankans og Búnađarbankans. Ţađ var jú hann sem sást aka brosandi međ útrásarvíkingnum Ólafi í Samskipum, rétt eftir ađ ţeir yfirfćrđu Búnađarbankans til sín í skjóli sterkrar stöđu sinnar innan Framsóknarflokksins (sjá mynd). 

Páll Magnússon var ađstođarmađur Finns og Valgerđar Sverrisdóttur, en ég spái ţví ađ dómur sögunnar leiki ţessa ráđherra illa. 

Ögmundur Jónasson, innanríkisráđherra, skrifar svo um afrek ráđherra Framsóknarflokksins hér forđum:

Síđan er náttúrlega stóra mótsögnin sem fram kemur í viđhorfum ţessa ráđherra Framsóknarflokksins, annars vegar til lítt ţóknanlegra hćgri manna sem helmingaskiptastjórnin hefur hleypt ađ kjötkötlunum og hins vegar braskspesíalista Framsóknar sem fengiđ hafa ađ valsa međ ţjóđareignirnar og nota ţćr til ţess ađ stórhagnast á. Ţar horfa menn til manna á borđ viđ Ţórólf Gíslason á Sauđárkróki, eins helsta fjáröflunarmanns flokksins til áratuga, Finns Ingólfssonar, fyrrum varaformanns og Ólafs Ólafssonar eins helsta fjármálagúrús flokksins til langs tíma. Tveir hinir síđarnefndu birtust sćllar minningar skćlbrosandi á baksíđu Morgunblađsins ( sjá hér ) ţegar ţeir höfđu handsalađ kaupin á Búnađarbankanum í árslok 2002, nokkuđ sem er til umrćđu ţessa dagana. Ţess má geta í framhjáhlaupi ađ Ólafur Ólafsson hefur átt í smá viđskiptum undanfarna daga, sbr. ţessa frétt Morgunblađsins. Fram kemur ađ hann er ađ kaupa hlut í eignarhaldsfélaginu Eglu fyrir 5,5 milljarđa. 

Og ţađ merkilega er ađ Ögmundur skrifađi ţennan pistil á heimasíđu sína 15. júní áriđ 2005! Ţađ sýnir best ađ rétt er ađ leggja viđ hlustir ţegar Ögmundur talar, eins og ég hef oft vakiđ athygli á.

Egill Helgason, Silfur-Egill, bćtir viđ fimm árum síđar:

Hann verđur allsherjar reddari fyrir hóp manna í viđskiptalífinu ţar sem eru fremstir í flokki Ólafur Ólafsson og Ţórófur Gíslason, starfar á mörkum stjórnmálanna og viđskiptanna ţar sem hin miklu tengsl hans koma mjög til góđa. Verđur forstjóri Vátryggingafélagsins sem hafđi veriđ selt út úr Landsbankanum međ mjög sérkennilegum hćtti – VÍS verđur síđan eitt ţeirra félaga sem kaupir Búnađarbankann – verđur stjórnarmađur í KB-banka eins og hann hét ţá, er einn af mönnunum sem tekst ađ brenna upp eignir Samvinnutrygginga , eignast stóran hlut Icelandair í gegnum kaup á félagi sem nefnist Langflug og var í eign áđurnefnds eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, öđru nafni Gift. Er ţá ekki allt upp taliđ.

Já, hér er rćtt um Finn Ingólfsson, sem finnur alltaf leiđir til ađ lenda standandi, eins og ráđning Páls sannar best. Ţá er sem sagt Páll Magnússon, handlangari og vinur Finns, sem er vinur Ólafs Ólafssonar, komin yfir Bankasýslu ríkisins.

Ţađ er sagt er ađ kátt sé í spillingarkoti framsóknarmanna. Og ţađ kemur ekki á óvart ađ ţessi ráđning er á ábyrgđ Árna Páls Árnasonar, sem er frćgur af endemum fyrir ráđningar sínar. Hann hlýtur ađ vera tekinn í Guđatölu Finns og félaga eftir ţennan gjörning. En ćtlar Ögmundur ađ sitja undir ţessari ráđningu ţegjandi? 


mbl.is Páll ráđinn forstjóri Bankasýslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svikamylla Samfylkingarinnar og Trójuhestur Grikkja

 

trojuhesturGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er blindađur af ESB sólinni. Sama er ađ segja um Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, eins og kom fram í Kastljósi í gćrkvöldi. Bćđi bíđa ţau eftir ađ ESB komi međ lausnirnar á öllum okkar vandamálum. ESB á ađ losa okkur viđ verđtrygginguna, lćkka vöruverđ, lćkka vexti, bćta stjórnsýsluna, losa okkur viđ krónuna, landbúnađinn og íslensku sćgreifana. Öll stefnumál Samfylkingarinnar koma frá ESB í einum pakka. Ţađ er pakkinn.

En auđvitađ sjá allir sem fylgjast međ heimsfréttum ađ ESB er ekki í stakk búiđ ađ gefa neinar gjafar. Ţeir eiga fullt í fangi međ sinn Trójuhest, sem Grikkir fćrđu ţeim í nútímanum, en fćrđu Trójubúum forđum.

Á međan gerist ekkert enda má ekkert gera fyrir almenning fyrr en ESB pakkinn í samfylkingarumbúđunum kemur til landsins. Ţađ má ekki spilla gleđinni og eftirvćntingunni um komu frelsarans. Ţjóđin ţarf ađ ţrauka ţar til frelsarinn kemur. Öll stefnumál Samfylkingarinnar eru stefnumál ESB. Og ţess vegna má ekki hrinda ţeim í framkvćmd fyrr en Ísland er orđiđ hluti af ríkjabandalaginu sem stefnir hrađbyri í ađ verđa sambandsríki, ađ sögn Barroso, forseti framkvćmdastjórnar ESB.

Ég held ađ ţjóđin sé loksins farin ađ átta sig á ţessari svikamyllu. En međan Vinstri grćnir spila međ ţá blćđir ţjóđinni út, hćgt og örugglega, međan viđ bíđum eftir ađ Samfylkingunni takist ćtlunarverk sitt ađ afhenda fullveldi okkar og sjálfstćđi erlendum ađilum á nafni misskilinnar alţjóđahyggju.


mbl.is Kostir og gallar ESB-ađildar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde"

Jekyll-mansfield,,Einn af hornsteinum flokksins samkvćmt upphaflegri stefnuyfirlýsingu og landsfundarsamţykktum til ţessa dags hefur veriđ yfirlýst andstađa viđ ađild ađ Evrópusambandinu. Á ţessu var hnykkt af formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni frammi fyrir alţjóđ fyrir alţingiskosningarnar voriđ 2009 og ţví bćtt viđ ađ umsókn um ađild kćmi ekki til greina eftir kosningarnar."

Ţannig ritar Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. ráđherra og einn af lykilstofnendum Vinstri hreyfingarinnar grćns frambođs. Ţetta kemur fram í grein Hjörleifs ,,Eigum viđ ađ trúa ţessu um VG-forystuna?" og hann ritađi 9. september 2010. 

Steingrímur segir nú ískaldur ađ ekki sé gott ađ setja ESB umsóknina á ís, eins og kom fram á fundi sem Heimssýn og Herjan stóđu fyrir í Háskólanum í dag. Steingrímur kallar eftir upplýstri og efnislegri umrćđu um kosti og galla ađildar. Hver stöđvar hann í ţeirri umrćđu?

Steingrímur segist vera andvígur ađild ađ Evrópusambandinu. Hann hlýtur ţá ađ vita hvađ er í pakkanum, ţví varla gćti hann veriđ andvígur ađild ef hann vissi ţađ ekki. Varla hefur hann barist gegn ađild ađ Evrópusambandinu og fengiđ flokksfélaga sína til ađ gera slíkt hiđ sama, ef hann vissi ekki hvađ vćri í pakkanum. En samt vill hann halda áfram viđrćđum viđ Evrópusambandiđ og eyđa meira en milljarđi í ţćr viđrćđur. Og ekki verđa ţeir fáir milljarđarnir sem Evrópusambandiđ mun hafa fjárfest í ţessu gćluverkefni ríkisstjórnar Íslands ţegar upp verđur stađiđ og ,,pakkinn" verđur á ríkisstjórnarborđinu. Skítt međ stjórnsýsluna sem er öll ađ fara á hliđina vegna vinnu viđ áćtlanir um ađlaganir ađ ESB. Skítt međ sjávarútveginn og landbúnađinn sem eru í uppnámi og óvissu á međan á ţessum skrípaleika stendur. Skítt međ ţjóđina sem er klofinn í herđar niđur vegna deilna um mál sem hann Steingrímur segist í dag ćtla ađ berjast gegn međ kjafti og klóm. Hvern ţykist Steingrímur vera ađ blekkja?

Steingrími er alveg sama um allt ţetta, ţví hann ćtlar ađ berjast gegn ađild, enda er hann andvígur ađild, formađur utanríkismálanefndar Alţingis, sem ber ábyrgđ á ferlinu, er andvígur ađild og flokkurinn ţeirra er andvígur ađild. Já, andvígur áđur en ESB pakkanum verđur pakkađ inn í gjafapappír ađildarsinna og ESB.

Ţá er eđlilegt ađ barniđ spyrji: En af hverju ađ halda áfram viđrćđum um pakka sem Steingrímur veit hvađ verđur í og Steingrímur ćtlar ađ afţakka? Jú, vegna ţess ađ hann telur ađ ţjóđin sjái ekki ţađ sem hann sér nú ţegar! Ţađ ţurfi ađ pakka stóra ESB pakkanum (ţ.e.a.s. ESB samningnum međ ţúsundum tilvísanna í lög og reglur ESB, sáttmála, tilskipanir og reglugerđir, alls um ţúsundir blađsíđna) inn í fallegar og freistandi gjafaumbúđir svo hćgt sé ađ selja ţjóđinni varninginn. Og kannski fellur hann fyrir glitrandi glerperslunum líka ţegar á hólminn er komiđ? Umbúđirnar skipta sköpum.

Ţetta vita góđir markađsmenn eins og Steingrímur J. Sigfússon. Honum tókst ađ selja kjósendum baráttu gegn einkavćđingu fyrir kjördag. Ţađ breyttist í baráttu fyrir einkavćđingu eftir kosningar. Honum tókst ađ selja kjósendum baráttu gegn AGS fyrir kjördag. Ţađ breyttist í baráttu fyrir AGS  eftir kosningar. Honum tókst ađ selja kjósendum baráttu gegn fjármagnseigndum fyrir kjördag. Ţađ breyttist í baráttu í ţágu fjármagnseigenda eftir kosningar. Honum tókst ađ selja kjósendum baráttu gegn Icesave. Ţađ breyttist í baráttu fyrir Icesave eftir kosningar. Og honum tókst ađ selja kjósendum baráttu gegn umsókn um ađild ađ ESB. Steingrímur sendi inn umsókn um ađild ađ ESB innan mánađar eftir kjördag.

Já, geri (selji) ađrir betur! Viđ höfum séđ báđar hliđar á stjórnmála- og sölumanninum Steingrími J. Sigfússyni, dr Jekyll og herra Hyde.


mbl.is Ekki gott ađ setja umsókn á ís
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heiđursvörđur alţingismanna - útrásarvíkingar o.fl.

 

,,Ţingsetningin fór víst fram í gćr í skjóli myrkurs. Almenningi er vinsamlegast bent á ađ óţarfi er ađ skunda á Austurvöll til ađ fagna og heiđra ţingmenn á leiđ til messu."

Jćja, ég hefđi allt eins átt von á ađ lesa ţessa frétt í fjölmiđlum í morgunsáriđ. Sjáum viđ ekki öll hve illa er komiđ fyrir okkur ţegar ţingmenn ţjóđarinnar ţora ekki ađ setja Alţingi međ sóma af hrćđslu viđ eigin ţjóđ? Eru heitir vindar arabíska vorsins komir ađ Íslandsströndum?

Allt frá hruni hefur reiđin í ţjóđfélaginu kraumađ undir og veriđ ađ magnast. Stjórnvöldum hefur ekki tekist ađ slá á ţá reiđi. Stjórnvöld ákváđu ađ ţjóna fjármagninu, ekki fólkinu. Trúnađarbresturinn á milli ţings og ţjóđar sem varđ til í hruninu er ennţá opiđ sár. Hyldýpis gjá myndađist sem er óbrúuđ ennţá. 

Ţađ átti ađ vera verkefni löggjafar- og framkvćmdavaldsins eftir hrun ađ endurreisa traustiđ á lýđrćđislegum stofnunum, stjórnsýslunni og stjórnmálamönnum. Ţađ hefur mistekist.

Ađ síđustu legg ég til ađ útrásarvíkingar, kaupahéđnar međ milljarđa afskriftir, eigendur ný-einkavćddu bnakanna (vogunarsjóđir, útrásarvíkingar og braskarar), Bretar, Hollendingar (Icesave) og AGS standi heiđursvörđ viđ Alţingi viđ ţingsetninguna. Ţeir hafa ríka ástćđu til ađ heiđra ráđherra og ţá alţingismenn sem bera ábyrgđ á stjórnvöldum fyrir og eftir hrun.   


mbl.is Vaxandi ólga og reiđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţingmađur gefur laganna vörđum fingurinn

olinaSumir ţingmenn stjórnarflokkanna leggja ţađ í vana sinn ađ gefa fólki fingurinn. Ólína Ţorvarđardóttir, ţingmađur Samfylkingarinnar, fer ţar fremst á međal jafningja. Síđast gaf hún Geir H. Haarde fingurinn og sendi hann fyrir Landsdóm. En ađ ţessu sinni fengu lögreglumenn ađ sjá fingurinn. Í leiđinni ćtlađi hún ađ slá sig til riddara međ ţví ađ klappa björgunarsveitarmönnum réttsćlis. Lögreglumenn hafa lýst furđu á ummćlunum, en auđvitađ furđar ţjóđin sig á ţeirri óvirđingu sem háttvirtur alţingismađur sýndi laganna vörđum í fjölmiđlum. Ólína, sem er ein af nánustu ráđgjöfum forsćtisráđherra, hefur örugglega viljađ međ ţessum ummćlum senda lögreglunni skilabođ sem geta varla misskilist.

Á laugardaginn 1. október kl. 10:30 getur fólkiđ í landinu líka sent Alţingi og ríkisstjórninni skýr skilabođ. Ćtlar ţú ađ mćta?


mbl.is Lýsa furđu á ummćlum ţingmanns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđa útlenskir málaliđar ráđnir til ađ gćta alţingismanna?

 

Allt er á hverfandi hveli. Lögreglan ákveđur ađ heiđra ekki alţingismenn og sennilega verđa fáir lögreglumenn sem munu vernda ţá. Lögreglumenn ganga úr óeirđalögreglunni rétt fyrir óeirđir. Ţađ bođar ekki gott. Alţingismenn óttast greinilega bćđi lögregluna og almenning. Setningu Alţingis er flýtt til ađ forđast fólkiđ. Fyrir kosningar ţá elta ţingmenn kjósendur á röndum. Eftir kosningar ţurfa kjósendur ađ elta ţingmenn og ráđherra til ađ ná á ţeim tali. Ţađ er illa komiđ fyrir lýđrćđinu. Ţađ hljóta allir ađ sjá.

Lögreglan og almenningur er í sama liđi. Alţingismenn ćttu ađ vera ţađ líka en einhverra hluta vegna ţá hafa unniđ sér ţađ til ,,heiđurs" ađ svo er ekki. Ćtli ţetta endi ekki međ ţví ađ stjórnvöld verđi ađ fara ráđa sér útlenska málaliđa til ađ vernda sig? Ţeir gćtu kannski rćtt viđ hann Huang sem hefur víst ágćt tengsl viđ Kínastjórn, sem kann ađ taka á mótmćlendum. Nú, eđa fćrt Alţingi til Grímsstađa á Fjöllum.

Ófriđurinn og óánćgjan í ţjóđfélaginu er komiđ á hćttustig. Ţeim er ađ takast ađ flytja inn ástandiđ fyrir botni Miđjarđarhafs til Íslands. Ţađ er holur hljómur í málflutningi ţeirra sem ţykjast berjast fyrir friđi í heiminum og á sama tíma ala á ófriđi í eigin landi. Vonandi fara stjórnvöld ađ átta sig á ţessu og fara ađ vinna međ fólkinu en ekki gegn ţví. Svona gengur ţetta ekki lengur. 


mbl.is Flýta setningu Alţingis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Látum ekki öfgamenn ráđa för

 

Ég biđ alla, alţingmenn og ađra, ađ hlusta á rćđu Benjamíns Netanyahu, forsćtisráđherra Ísraels, sem hann flutti af mikilli innlifun og einlćgni á allsherjarţingi SŢ (sjá myndband í enda pistils. Myndbandiđ ađ ofan er rćđa Simon Peres, sem hann flutti í ţýska ţinginu áriđ 2010 til ađ minnast helfararinnar), ţessu sama og Össur Skarphéđinsson notađi til ađ hella olíu á eld ófriđarbálsins fyrir botni Miđjarđarhafsins. 

Ísland á ađ vera talsmađur friđar og sátta á alţjóđlegum vettvangi, en ekki ađ efna til ófriđar. Ástandinu fyrir botni Miđjarđarhafs mćtti líkja viđ púđurtunnu og utanríkisráđherra íslensku ţjóđarinnar hleypur um međ eldspýtuna í leit ađ kveikjuţráđnum. Ţađ ţarf ekki ađ koma okkur á óvart miđađ viđ hvernig ríkisstjórn Íslands hefur aliđ á ófriđi hér á landi frá fyrsta stofndegi. Ef ófriđur er í bođi ţá skal hann valinn. Rćđa Össurar Skarphéđinssonar, utanríkisráđherra Íslands, á allsherjarţingi SŢ var Íslandi ekki til sóma.

Ef Alţingi Íslendinga samţykkir ţingsályktunartillöguna ríkisstjórnarinnar ţá yrđi ţađ sorgardagur í sögu Íslands og Ísraels. Íslendingar hafa alltaf veriđ vinaţjóđ lýđrćđisríkisins Ísraels og hefur sú vinátta veriđ gagnkvćm. Ólafur T. Thors, forsćtisráđherra Íslands, og bróđir hans Thor Thors, sendiherra, studdu heilshugar stofnun Ísraelsríkis áriđ 1948, Gyđingaríkis, sem átti ađ vera griđarstađur Gyđinga eftir helförina. Deila Araba og Ísraels á sér langa sögu sem skal ekki rakin hér.

Ţađ er hins vegar uppgjöf ađ hverfa frá samningaleiđinni og samţykkja ályktun sem er stríđsyfirlýsing viđ Ísrael á ögurstundu. Ástandiđ fyrir botni Miđjarđarhafs og í Norđur-Afríku er mjög eldfimt. Ţađ er mikilvćgt ađ smáríki eins og Íslands beri klćđi á vopnin og leiti leiđa til ađ koma á varanlegum friđi milli Araba og Ísraela. Ţađ er alltaf von ef viđ höldum samningaleiđinni opinni. Lokum henni ekki. Sjálfstćđi eins ríkis má ekki verđa til ţess ađ sjálfstćđi annars verđi ógnađ. Ţađ verđur raunin ef Palestína öđlast sjálfstćđi án ţess ađ viđurkenna tilvist Ísraels sem Gyđingaríkis. Forsćtisráđherra Ísraels gerđi ţessu góđ skil í rćđu sinni á allsherjarţinginu SŢ. 

Viđ skulum ekki láta öfgamenn í hópi beggja deiluađila ráđa ferđinni. Missum ekki móđinn og drepum vonina. Ţađ er vatn á myllu öfgamanna, bćđi í hópi Araba og Ísraela. Ef Alţingi Íslendinga samţykkir ţingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar ţá höfum viđ gengiđ í liđ međ öfgamönnum.       


mbl.is Lýsti yfir stuđningi viđ Palestínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđherrar á heimshornaflakki međan Róm brennur

Ţađ er náttúrulega vonlítiđ ađ hafa vit fyrir ríkisstjórninni međ röngu forgangsröđina. Ástandiđ í lögreglunni stigmagnast á sama tíma og almenningur býr sig undir mótmćli á Austurvelli 1. október. Samtök atvinnulífsins gáfust upp á ríkisstjórninni í dag. Í ţeirra augum er ríkisstjórnin vanhćf. Og var víst tími til kominn ađ menn vöknuđu á ţeim bćnum. Samtökin eru ekki ein um ţessa skođun.

Á sama tíma eru lykilráđherrar í ríkisstjórnni á heimshornaflakki. Ţar halda ţeir fyrirlestra um eigin ágćti og lýsa sýndarveruleika á Íslandi. Ţeir hrósa sér af árangri í efnahagsstjórn sem engin ţegn ţeirra hefur orđiđ var viđ á eigin skinni. En ţađ er ekki nýtt á Íslandi ađ ráđherrar fari á flakk um heiminn til ađ safna dagpeningum. Og ţó ađ dagpeningarnir séu ferđahvetjandi ţá er hrćđslan viđ dóm kjósenda öllu verri. Íslendingar eru nefnilega farnir ađ sjá hve klćđalitlir ráđherrarnir ţeirra eru ţó útlendingar geri ekki veđur út af slíkum smámunum. Sinn er siđur í hverju landi.  


mbl.is Segja sig úr óeirđasveitinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kúdrín vildi heiđarlegar og lýđrćđislegar kosningar!

 

Pútín og Medvedev voru ekki lengi ađ kveđa Kúdrín í kútinn. Ţađ er ekki rúm fyrir nema eina skođun í Rússlandi. Skođun Pútín. Allir sem leyfa sér ađ andmćla einrćđisherranum er ýtt úr vegi. Í gćr leyfđi Kúdrín sér ađ andmćla skósveini Pútíns.  Í dag missti Kúdrín ráđherrastólinn. Og honum varđ illilega á ţegar hann bađ um heiđarlegar og lýđrćđislegar kosningar. Ţađ er svona eins og ađ skvetta vígđu vatni á púka. Ţetta kallast ađ hafa ćgivald á málefnum og mönnum.  


mbl.is Kúdrín segir af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband