Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011

Er kominn tími til ađ setjast ađ tafli? Einvígiđ um Ísland

Nú líđur ađ ţví ađ eiginlegar samningaviđrćđur hefjist. ESB ,,einvígiđ" minnir óneitanlega á skákeinvígi ţar sem skákmennirnir hafa undirbúiđ sig međ ţví ađ ,,rýna" í skákir hvors annars, lesiđ sig til í skákfrćđunum, kynnt sér hin ýmsu byrjunarafbrigđi en fara nú loksins ađ setjast ađ tafli. Fyrsta einvígisskákin á ađ hefjast í júní 2011, eftir tvo mánuđi eđa svo. Ţađ eru hins vegar ekki margir skákmenn sem geta leyft sér ţann munađ ađ taka tvö ár í undirbúning áđur en sest er ađ tafli. En ţađ hafa Íslendingar og Evrópusambandiđ gert í ađdraganda hinna eiginlegu samningaviđrćđna um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Rýnivinnunni er lokiđ. Taflmönnunum hefur veriđ rađađ upp á taflborđiđ. Einvígiđ um Ísland getur hafist.

En ef ţetta vćri nú bara svona. Ţá vćri gaman ađ lifa. Nei, annar skákmađurinn, Íslendingar, verđa ađ leika ţvingađa leiki. Byrjunin verđur Breskur leikur og byrjunarafbrigđiđ Brussel gambítur. Ţekkt byrjun og afbrigđi fram í 60 leik. Allar tilraunir Íslendinga til ađ brydda upp á nýjungum og undanţágum verđa kćfđar í fćđingu. Enda verđur einvígiđ drepleiđinlegt ţar sem niđurstađan er fyrirfram gefin. Ţetta verđur eins og ađ horfa á Anatoly Karpov tefla andstćđinginn í hel eftir ,,ađeins" einn afleik í byrjun taflsins. Ţađ nćgđi Karpov yfirleitt til ađ ţvinga fram sigur. Ţá voru áhorfendur löngu sofnađir. 

Íslendingar eru ađ tefla sig inn í Evrópusambandiđ og ţeir mega ađeins nota viđurkennda og rýnda leiki í ESB frćđunum (lög og reglur ESB). Fyrsti afleikurinn okkar var ađ sćkja um ađild. Ţar međ játuđust viđ undir allar skyldur ađildar ađ ESB. Skáklokin eru ţegar ákveđin og tafliđ ađeins til málamynda. Já, svona eins og ţegar sovésku stórmeistararnir í sterkum skákmótum fengu skipun frá yfirbođendum sínum um hver ćtti ađ sigra og hver ćtti ađ tapa í ţágu heildarinnar.

Og enginn veit ţetta betur en Árni Ţór Sigurđsson, sem lćrđi Brussel gambítinn í Mekka ESB. Og aumingja ţingmenn ESB sem ćtluđu ađ undirstrika ţetta í ályktun sinni á ţingmannafundinum voru beđnir um ađ ţegja. Ţađ mátti ekki svipta hulunni af blekkingunni um ađ Íslendingum bćri strax ađ fara ađ uppfylla skyldur sínar til ađildar. ,,Ekki eyđileggja ţetta fyrir mér núna", sagđi Árni Ţór sem hefur tekist ađ draga hina trúgjörnu og flokkshollu á asnaeyrunum fram til ţessa dags. Nú er best ađ ţegja sagđi Árni Ţór viđ kollega sinn á ESB ţinginu. Já, nú er best ađ halda áfram ađ fela sannleikann. Nú er best ađ halda blekkingarleiknum áfram til síđasta leiks í tafli, sem ţegar er tapađ. Ţegar kóngurinn fellur ţá er taflinu lokiđ.


mbl.is Ákveđiđ ađ hćtta viđ ađ álykta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ermin lengist og lengist, eins og nefiđ á Gosa

 

Ţetta hlýtur ađ vera áhyggjuefni fyrir ríkisstjórn sem kennir sig viđ norrćna velferđ ađ fá ţennan áfellisdóm frá formanni ÖBÍ. Ţennan dóm felldi ekki stjórnarandstađan, heldur forsvarsmađur öryrkja. En ráđherrarnir munu örugglega geta kennt vondum hćgri mönnum um ţetta eđa ritstjóra Morgunblađsins. Spunameistararnir eru farnir ađ spinna blekkingarvefinn um ţetta eins og allt annađ sem ríkisstjórnin kemur nálćgt. Ţannig sagđi Steingrímur Jođ ađ ţađ vćri ekki ríkiđ sem ćtti ađ skapa störf. Samt hélt hann og Jóhanna fund á Suđurnesjum og lofađi störfum. Nú segir hann ađ ţau hafi lofađ upp í ermina á sér, sem lengist og lengist eins og nefiđ hans Gosa. En auđvitađ er ţađ rétt hjá Steingrími Jođ ađ ríkiđ skapar ekki störf. Ríkiđ skapar umgerđ og hvata fyrir atvinnulífiđ svo ţađ geti búiđ til störf. En ţessa umgerđ og ţennan hvata skortir vegna vanefna ríkisstjórnarinnar. Og ríkisstjórnin gerir allt sem er í hennar valdi til ađ drepa niđur hvata fyrir ativnnulífiđ og launţega međ íţyngjandi skattahćkkunum. Og steinaberar ríkisstjórnarinnar eru margir í götu atvinnulífsins.

Já, frost kyrrstöđunnar fćrist yfir ţjóđfélagiđ fyrir tilverknađ stjórnlyndisstefnu vinstri stjórnarinnar, eins og mađur hafđi óttast.


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pútín treystir stöđu sína á Norđurlöndum

 

Fyrrverandi ráđherra í Danmörku kallađi forseta Íslands bjána. En hvađ skyldu ţessir gömlu herramenn segja núna um eigin stjórnvöld, sem bjóđa Vladímír Pútín, forsćtisráđherra Rússlands, í opinbera heimsókn? Heimsóknin er liđur í ađ tryggja Pútín forsetaembćttiđ á nćsta ári. Í hvert skipti sem ráđamađur á Vesturlöndum tekur í hendina á Pútín ţá er hann ađ veita fyrrverandi forstjóra FSB, arftaka KGB, viđurkenningu, sem Pútín ţarf á ađ halda í heimalandi sínu til ađ treysta völd sín og sinna. En auđvitađ vilja ţjóđarleiđtogar hafa Pútín góđan. Ţetta er mađurinn sem rćđur yfir mikilvćgum orkuauđlindum sem Evrópubúar ţurfa á ađ halda. Ţetta er mađurinn sem er einn ríkasti mađur Evrópu og geymir fjársjóđi sína í evrópskum bönkum, sem eru fallvaltir ţessa stundina. Á sama tíma minnast landar hans og nágrannaríki Rússlands kjarnorkuslysins í Rússlandi.

Ummćli Pútíns um hernađarađgerđirnar í Líbíu eru skiljanleg. Valdasól hans gćti hnigiđ hratt ef Sameinuđu ţjóđirnar gćfu leyfi til ,,ađ ráđast á allar brenglađar ríkisstjórnir". Auđvitađ óttast Pútín, einrćđisherrann sjálfur, fordćmiđ ef ríkis heimsins fćru ađ heimta syndaskil af öllum einrćđisherrum heimsins. Slíkar ,,músaveiđar" ţarf ađ kćfa í fćđingu. En auđvitađ er Pútín ađ tryggja stöđu sína á Norđurslóđum í heimsókn sinni í Danmörku. Ţar ćtla Rússar sér stóra hluti. Í fyrra stóđu Rússar fyrir ráđstefnu um Norđurslóđir, nýlega gerđu ţeir samkomulag viđ Norđmenn og núna eru ţeir í Danmörku. Og hvert heldur hann svo nćst? Jú, til Svíţjóđar. Hvađ skyldu rússneskir viđskiptafurstar eiga orđiđ mikiđ í stórfyrirtćkjum á Norđurlöndunum, svo sem í fyrirtćkjum sem stunda olíuvinnslu, eđa ţjónustu viđ ţau, á Norđurslóđum?

Nútímahernađur á sér stađ í kauphöllum en ekki vígvöllum. Nú ráđast menn ekki međ hervaldi inn í önnur ríki, heldur međ fjármunum.

Skyldi ţetta vera allt tilviljun? Ţađ orđ er ekki til í orđaforđa ráđamanna í Rússlandi.   


mbl.is Pútín gagnrýnir hernađ í Líbíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Barroso lćtur draga sig á asnaeyrunum

 

Ţá vitum viđ ţađ. Barroso, forseti framkvćmdastjórnar ESB, finnst fínt ađ halda blađamannafundi međ Pútín, forsćtisráđherra Rússlands, en vill ekki sjá Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Međ ţessu ćtlar Barroso örugglega ađ slá einhverjar keilur í mannréttindamálum og bađa sig í athyglinni. Hann áttar sig hins vegar ekki á ţví ađ međ ţessu hefur hann valiđ sér vini. Hann hefur valiđ Pútín og bandamann hans í Úkraníu, Janúkóvitsj, sem vini sína í mannréttindamálum. Ţađ voru ţá mannréttindafrömuđir til ađ halla sér ađ. Ţetta kallast ađ láta draga sig á asnaeyrunum. 

En myndböndin sem hér fylgja eru m.a. um sýndarréttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, fyrrum forstjóra og milljarđamćringi, sem er pólitískur fangi í áróđursstríđi rússneskra stjórnvalda.


mbl.is Lúkasjenkó kallađi Barroso asna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gylfi ţarf loksins ađ fara ađ vinna fyrir kaupinu sínu

Ţetta er sennilega aumasta forystu Alţýđusambands Íslands sem uppi hefur veriđ. Verulegt kaupmáttarhrap launţega hefur orđiđ í valdatíđ vinstri stjórnarinnar, samningar hafa veriđ lausir í nokkra mánuđi og núna, já núna, er forseti ASÍ ,,ađ fara ađ huga ađ ađgerđum". Ţvílíkur aumingjaskapur! Hvort er hann forseti ASÍ eđa klappstýra ríkisstjórnar sem vill kalla sig vinstri stjórn en í raun eitthvađ allt annađ. Gylfi hlýtur ađ hringja í félaga sitt hjá SA og spyrja hann ráđa. Ţar eru tveir ráđagóđir menn á ferđ eins og alţjóđ hefur orđiđ vitni ađ á undanförnum árum. Ţeir hafa barist međ oddi og egg fyrir samţykki Icesave I, Icesave II og Icesave III. Ţeir hafa veriđ helstu stuđningsmenn ţess ađ Ísland verđi hluti af Evrópusambandinu. Ţeir hafa variđ verđtrygginguna á skuldum launafólks fram í rauđan dauđann í ţágu fjármagnseigenda. Ţeir tóku kjarasamningana í gíslingu fyrir ţjóđaratkvćđagreiđsluna um Icesave III eins og frćgt er orđiđ. Ţá heyrđist ekki hljóđ úr ranni ríkisstjórnarinnar, enda hentađi sú gíslataka hrćđsluáróđursstefnu stjórnarliđa vel. Ráđherrarnir eru ţess vegna hjáróma ţegar ţeir berja sér nú á brjóst og hneykslast yfir gíslatökunni vegna nýrrar sjávarútvegsstefnu. Auđvitađ eru ţađ allt látalćti sem hentar ţeim vel til ađ ţjappa liđinu saman sem ennţá fylgir Jóhönnu og Steingrími Jođ eins og lömb til slátrunar.

Gylfi Arnbjörnsson, sem í orđi er forseti ASÍ en á borđi er formađur ađdáendaklúbbs ríkisstjórnarinnar, sagđi í fréttastöđ ríkisstjórnarinnar, RÚV, ađ hann vćri farinn ađ leita ađ verkfallsvopninu í vopnakistu ASÍ. Hann talar um viljaleysi atvinnurekenda til ađ ganga frá kjarasamningi, sjálfur viljalaus mađurinn um kjör alţýđunnar. Vilhjálmur Egilsson, vinur Gylfa og vopnabróđir, hlýtur ađ skjálfa á skrifstofu sinni ţessa stundina. 

Og hér sjáum viđ Gylfa á fundi međ verkamönnum, eđa ţannig ...


mbl.is Fariđ ađ huga ađ ađgerđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Hann vanhelgar allt sem hann kemur nálćgt". Ţrautţjálfađir morđingjar eru best verndađir í samfélaginu

 

PolitkovskayaBók Önna Politkovskaju, Rússland Pútíns, er nútíma hryllingssaga. Hryllingssaga um hvađ getur fariđ úrskeiđis í ,,lýđrćđisríki". Hryllingssaga um hvernig allt vald ríkis fćrist á fáar hendur og er misnotađ í ţágu ţeirra fáu. En mest hryllingssaga fyrir íbúa Rússlands sem eru fórnarlömb sögunnar.

Höfundar frönsku stjórnarskrárinnar eftir byltinguna og höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar fengu ţađ hlutverk ađ skrifa stjórnarskrá sem átti ađ koma í veg fyrir alrćđisstjórn í ţágu ţeirra fáu á kostnađ fjöldans. Ţeir höfđu líka sínar hryllingssögur til ađ lćra af frá Evrópu. Um einrćđi konunga sem misnotuđu vald sitt ótćpilega á kostnađ almennings. Franska lýđveldisstjórnarskráin og bandaríska stjórnarskráin mörkuđu tímamót til ađ tryggja lýđrćđisskipan og ţrískiptingu valdsins (balance of power). Ef allt vald í ţjóđfélaginu kćmist í hendur eins ađila, konungs eđa ríkisstjórnar, ţá vćri lýđrćđinu hćtt komiđ.

Og ţađ er einmitt ţađ sem hefur gerst í Rússlandi Pútíns ef marka má skrifa blađamanna eins og Önna Politkovskaju og annarra blađamanna í Rússlandi. Ţessir hugrökku blađamenn báru sannleikanum vitni og lögđu líf sitt ađ veđi. Kaldrifjuđ morđ ţeirra áttu ađ vera öđrum viđvörun ađ ţađ borgi sig ekki ,,ađ bera sannleikanum vitni". Og sá sem situr á toppnum, Pútín, er einn af auđugustu mönnum Evrópu í dag! Tilviljun?

Ţetta er gömul saga og ný. Í dag á lýđrćđiđ undir högg ađ sćkja vegna peningaaflanna sem gegnsýra lýđrćđisţjóđfélög. Viđ sáum hvernig ţađ fór međ íslenskt ţjóđfélag ţar sem allir valdaţćttirnir ţrír bruđgust á ögurstundu. Viđ höfum síđan veriđ ađ taka á ţessu. Nú er ţađ í höndum stjórnlagaráđ ađ semja nýja stjórnarskrá sem verđur ađ tryggja ađ ţrískipting valdsins haldi á öllum tímum.

Í Rússlandi er komiđ ađ nýju á einrćđi í raun. Ţar hefur ţrískipting valdsins brugđist vegna breyskleika mannanna. Ţar eru mútugreiđslur og morđ gjaldmiđilinn. Ţar hefur fámennri klíku tekist ađ ná völdum í landinu. Í Rússlandi eru lýđrćđisstofnanirnar og stjórnarskráin stofustáss í villtum veislum hinna nýríku Rússa og mafíunnar. Á sama tíma eiga öll lýđrćđisríki eđlileg samskipti viđ Rússlandi. Ţađ eru hćttumerki fyrir lýđrćđisţróun í Evrópu og víđar, ţví ef ţetta tókst í Rússlandi, hví ekki annars stađar? Myndbandiđ hér ađ ofan frá blađamannafundi Pútíns sýnir best hroka Pútíns en einnig hvernig sessunautar hans ţegja ţunnu hljóđi. Ţessi ţögn er vatn á myllu ţess sem hefur tekiđ sér einrćđisvald í Rússlandi. 

Í tilefni páskahátíđarinnar ţá koma lokaorđin úr bók Önnu Politkovskaju:

Ţulurinn, sem var trúađur og vel ađ sér í kirkjufrćđum, skýrđi fyrir áhorfendum ađ samkvćmt hefđum rétttrúnađarkirkjunnar ćtti ađ loka dyrum kirkjunnar fyrir miđnćtti ađfaranótt páskadags vegna ţess ađ ţćr vćru tákn um innganginn ađ hellinum ţar sem líkami Krists var lagđur. Sanntrúađir rétttrúnađarmenn, sem taka ţátt í skrúđgöngunni, bíđa á miđnćtti eftir ţví ađ kirkjudyrunum sé lokiđ upp. Patríarkinn stendur á efstu tröppunni og á ađ ganga fyrstur inn í tóman helgidóminn ţar sem upprisa Krists hefur ţegar átt sér stađ.

Strax eftir miđnćtti, ţegar patríarkinn hafđi fariđ međ fyrstu bćnina, var kirkjudyrunum lokiđ upp og hvađ blasti viđ?: Pútín, hinn hógvćri forseti okkar, Fradkov (ţáverandi forsćtisráđherra, innsk. mín), Medvedev (yfirmađur skrifstofu forsetans) og Lúzjkov (borgarstjóri Moskvuborgar).

Mađur vissi ekki hvort mađur ćtti ađ hlćja eđa gráta. Fáránlegt nćturgrín á páskadagsnótt. Hvernig er hćgt ađ láta sér líka vel viđ ţennan mann? Hann vanhelgar allt sem hann kemur nálćgt.

Best vernduđu einstaklingarnir í samfélaginu eru ţrautţjálfađir morđingjar! 

Hér ađ neđan lýsir Keith Gessen ,,réttarhöldunum" vegna dauđa Önnu Politkovskaju. Lýsingin er dćmigerđ fyrir sýndarréttarhöldin sem Anna lýsir í bók sinni Rússland Pútíns. Engin niđurstađa en ljóst ađ lögreglan kastađi til höndunum viđ rannsókn málsins og saksóknari sótti til saka menn sem voru saklausir af morđi Önnu Politkovskaju. Niđurstađa Keith var ađ sigurvegarar réttarhaldanna vćru morđingjar Önnu Politkovskaju. Ţeir ganga ennţá lausir ţrátt fyrir ađ eftirlitsmyndavélar hafi myndađ morđingjann á morđstađnum. Og eins og Keith sagđi ţá er stađan alvarleg í ţjóđfélagi ţar sem ,,best vernduđu einstaklingarnir í samfélaginu eru ţrautţjálfađir morđingjar". 


Turninn hvarf sjónum

Ţađ er ekki hćgt ađ stóla mikiđ á veđriđ ţessa dagana. Skaust áđan ađ heiman í Kópavoginum og ţá var sól og bjart. Fór ađ velta fyrir mér hvort ekki vćri rétt ađ fá sér göngutúr í ,,blíđunni". Í vestri sást til sólar og bláan himinn. Í suđri var hins vegar kolsvartur himinn. Ţegar ég kom heim til baka 10 mínútum síđar var skollinn á hríđ, sólin hvarf í sortan og sömuleiđis Turninn viđ Smáratorg. En nú 10 mínútum síđar er aftur orđiđ bjart, blár himinn í vestri og ţađ hefur stytt upp. Ćtli ţađ sé óhćtt ađ fá sér göngutúr upp á Víghól?


mbl.is Búist viđ hviđum strax í kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

76 blađamenn hafa veriđ myrtir í Rússlandi

Ţađ er ekki hćttulaust ađ vera blađamađur, hvađ ţá í Rússlandi. Ţar hafa 76 blađamenn veriđ myrtir frá árinu 1993. Sjá yfirlit á vefsíđu CPJ (Commitee to protect journalists). Ţetta ćtti ađ hafa vakiđ upp öflug mótmćli á Vesturlöndum fyrir löngu síđan. Leiđtogar lýđrćđisríkja hefđu átt fyrir löngu síđan ađ hafa sett rússneskum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar, krafist úrbóta og verndar fyrir blađamenn, sem hafa ţá köllun ađ upplýsa almenning á hlutlausan hátt. Í ríkjum sem vilja kalla sig lýđrćđisríki ţá ţurfa blađamenn ađ geta starfađ óhrćddir og notiđ verndar stjórnvalda. Í Rússlandi er ljóst ađ skipulögđ glćpastarfsemi er látin viđgangast í skjóli spilltra stjórnvalda. Ţar virđist vera gerđur lítill greinamunur á glćpamönnum og opinberum starfsmönnum. Ţess vegna eru blađamenn og upplýst umrćđa hćttuleg. Hún ógnar tilvist mafíunnar. Og í allt of langan tíma hafa stjórnvöld í Rússlandi látiđ ţađ viđgangast ađ heiđarlegum blađamönnum er rutt úr vegi og morđingjarnir sleppa óáreittir. 

Ađ lesa sér til um ástandiđ í Rússlandi er eins og ađ lesa svćsnasta reifara. En ţví miđur er veriđ ađ lýsa raunverulegu ástandi og raunverulegu fólki sem lifir í ótta á hverjum degi. Ţađ fólk sem ţorir ađ mótmćla og láta í sér heyra hverfur í skjóli myrkurs. Helstu stórfyrirtćkjunum og héruđunum er stjórnađ af skipulögđum glćpasamtökum ađ ţví er virđist. Í bókum Önnu Politkovskaju er ekki veriđ ađ lýsa ástandinu í Ţýskalandi Hitlers, Ítalíu Mussolini eđa Sovétríkjum Stalíns. Nei, ţađ er veriđ ađ lýsa ástandinu eins og ţađ er í dag í Rússlandi Pútins. Ţađ er skelfileg tilhugsun. Ţannig skrifar Anna í bók sinni Rússland Pútíns ţegar hún lýsir ađferđum spilltra viđskiptafursta viđ ađ rćna stórfyrirtćki, sérstaklega bruggverksmiđjur, innanfrá međ sýndargjörningum og sýndarskuldabréfum:

Eđa kannski var ţetta bara kúrekakapítalismi undir stjórn mafíunnar sem hafđi lögregluna, spillt embćttismannakerfiđ og spillt dómskerfiđ í vasanum.


Forysta Sjálfstćđisflokksins valdi sér slćmum félagsskap og slćman málstađ ađ verja

 

Ég velti fyrir mér hvort forysta Sjálfstćđisflokksins ćtli ÁFRAM ađ leika sama leikinn og ríkisstjórnin. Sem sagt ađ láta sem ekkert merkilegt hafi gerst í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um Icesave. En ,,ţetta kemur ekkert sérstaklega á óvart", svo notuđ séu orđ varaformanns flokksins. En ég geri meiri kröfur til forystu Sjálfstćđisflokksins en ţćr, ađ hún hagi sér eins og forysta ríkisstjórnarflokkanna í ţessu máli áfram. Hefur forystan beđiđ sjálfstćđismenn afsökunar á krossferđ sinni fyrir samţykki Icesave samninganna? Hefur hún játađ á sig mistök? Nei, ţađ fer lítiđ fyrir ţví, ţví miđur. Í stađ ţess gerir hún allt til ađ gleyma ţví ađ hún valdi sér slćmum félagsskap og slćman málstađ ađ verja. Nú vill hún ađ sjálfstćđismenn geri slíkt hiđ sama.

En lífiđ er bara ekki svona einfalt. Af verkunum skulum viđ dćma ţá og viđ sjálfstćđismenn viljum vita hvort viđ getum átt von á svona glađningi aftur í ţungavigtarmálum. Afstađa forystunnar í Icesave lýsti dómgreindarskorti. Forystan fór gegn stefnu landsfundar í ţessu ţýđingarmikla máli án ţess ađ einu sinni vćri reynt ađ kynna stefnubreytingin í stofnunum flokksins, fyrr en eftir ađ ákvörđun var tekin. Í stađ ţess tók meirihluti ţingflokksins U-beygju á einu augabragđi, snérist á sveif međ alrćmdri vinstri stjórn og hunsađi meirihlutavilja sjálfstćđismanna um allt land. Ef forystan ćtlar ekki ađ koma fram af meiri auđmýkt og sýna meiri manndóm en ţetta ţá hefur hún málađ sig út í horn. Ţeirra vegna vona ég ađ ţetta sé bara mín persónulega skođun, en óttast ađ svo sé ekki. Ţá er illt í efni.

Gleđilega páska.


mbl.is Ákvörđun Moody's ekki óvćnt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Variđ ykkur á loforđum vinstri stjórnarinnar!

 

Ţetta ţýđir bara eitt. Sveitarfélög ţurfa ađ koma í veg fyrir ađ ríkisstjórnin haldi blađamannafundi í sveitarfélaginu. Afleiđingarnar eru meira atvinnuleysi og flótti úr sveitarfélaginu. Ţannig hefur atvinnuleysi á Suđurnesjum hćkkađ úr 12,7 í 14,5% frá ţví ríkisstjórnin, sem er frćg af endemum, sagđi atvinnuleysi í sveitarfélaginu stríđ á hendur. Ţađ eru nú allar efndirnar á loforđum ţessarar ríkisstjórnar skjaldborga og hrćđsluáróđurs. Já, ţađ er ástćđa til ađ hrćđast loforđ vinstri stjórnarinnar; loforđ sem eru hótanir ţegar upp er stađiđ. Allir vita, jú, um efndirnar á loforđi vinstri stjórnarinnar um skjaldborgina um heimilin. Á sama hátt eru hótanir hennar loforđ. Öll vitum viđ hvernig fór fyrir hótunum hennar í Icesave. Ţađ er ekki ađ ástćđulausu sem ţessi ríkisstjórn er kölluđ öfugmćlaríkisstjórn.


mbl.is Lítiđ gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbć
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband