Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

,,Og þau lifðu hamingjusöm alla sína ævidaga"

 

Þá hafa hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Kata, yfirgefið Buckingham-höll og skotist til Skotlands til að eiga stund saman fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Það má ekki fara svo að ég bloggi ekkert um þetta ævintýri sem heimsbyggðin tekur þátt í saman. Sagt er að þeir hafi gert vopnahlé í Líbíu til að fylgjast með fyrsta kossi hertogahjónanna. Ævintýri með drottningu, prins, hertogum og konungbornum geta varla orðið hátíðlegri. Og allir dansa í kringum hirðina í Buckingham-höll eins og dáleiddir og dofnir af áhyggjum heimsins. Allt að sjálfsögðu á kostnað skattgreiðenda í Bretlandi sem halda uppi banka- og konungshirð í algleymi. Þau gerast ekki betri ævintýrin, hvorki í veruleika né sýndarveruleika. Við óskum Villa og Kötu til hamingju með hertogatignina.


mbl.is Yfirgáfu konungshöllina í þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll skrifar málsvörn fyrir Ísland, segir RÚV oft á dag

 

Árni Páll Árnason, ráðherra, vinnur dag og nótt við að svara ESA vegna hinnar löglausu kröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum. Þetta er ,,erfiðisvinna" fyrir ráðherrann segja ríkisfjölmiðlarnir. Ráðherrann þarf að skrifa svar sem stríðir gegn hans sannfæringu og skoðun. Hann á mjög erfitt með fingrasláttinn á lyklaborðið. Hver einasta málsgrein, hvert orð og hver stafur er þvættingur að hans áliti. Tóm tjara. Hinn alvitri ráðherra þarf að éta ofan í sig allt sem hann hefur sagt um þessa löglausu kröfu síðastliðin tvö ár eða svo. Já, alveg frá því Svavar Gestsson, fyrrverandi og núverandi félagi hans, já, ævarandi félagi hans, skellti Versalasamningi Íslendinga, fyrstu útgáfu, á ríkisstjórnarborðið á hraðleið sinni til nýuppgerða sendiherrabústaðs síns í Danmörku. Þá sinnti Svavar sendiherrastöðu í Danmörku en vann að Versalasamningnum í hjáverkum. Það meistaraverk vann hann með einum heimspekingi og öðrum sérfræðingi í skattpíningu sem báðir eru í flokki Steingríms Joðs. Sá samningur var ,,glæsilegur" að áliti vopnabræðranna Árna Páls og Steingríms Joðs. Þeir eru yfirleitt samstíga á leið sinni með þjóðina í ógöngur. 

Já, nú eiga landsmenn að trúa því að Árni Páll Árnason, vinur banka og Bjögga en þó aðallega sinn eigin vinur, vinni baki brotnu ,,að vörnum Íslands". Já, að Árni Páll hafi á einu augabragði breyst úr landsölumanni í landvarnarmann. Þessi trúi ég eins og nýju neti. En er ekki örugglega 1. maí á morgun en ekki 1. apríl?


mbl.is ESA svarað eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strikum yfir siðleysið! Hvenær þiggur þingmaður mútur og hvenær þiggur þingmaður ekki mútur?

bonusauglysing

,,Mútumálið" sem komið er upp á milli tveggja þingmanna Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er á allan hátt áhugavert. Björn Valur segir að Guðlaugi Þór hafi verið mútað þegar hann þáði 25 milljónir í styrki vegna prófkjörsbaráttunni sinnar. Ein skilgreining á mútum sem finna má í orðabókum er eftirfarandi:

Greiðsla fyrir vafasaman eða rangan verknað, peningar eða fjármunir bornir á e-n í hagnaðarskyni.

Nú er ekki um það deilt að Guðlaugur Þór þáði 25 milljónir í styrki vegna baráttu sinnar til að vera þingmanns- og ráðherraefni fyrir Sjálfstæðisflokksins. Hann háði prófkjörsbaráttu við sitjandi ráðherra dómsmála, Björn Bjarnason, sem átti undir högg að sækja vegna Baugsmálsins svokallaða. Jóhannes kaupmaður, kenndur við Bónus, sem seint verður sagður stuðningsmaður Björns Bjarnasonar, studdi Guðlaug Þór í prófkjörsbaráttu fyrir alþingiskosningarnar 2007 þar sem Guðlaugur sóttist eftir sæti Björns á lista Sjálfstæðisflokksins. Um þetta sagði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í júlí 2008:

Fyrir síðustu þingkosningar notaði Jóhannes auð sinn til að auglýsa andúð sína á mér með hvatningu um að strika nafn mitt af framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík suður.

Þetta mál lesa á frétt á visir.is sem fjallar um í fréttinni ,,hótun" Jóhannesar í Bónus ,,að fólk grípi til vopna gegn þeim", en þar á hann við Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóri. Það hefur komið í ljós að Guðlaugur Þór þáði styrki frá fyrirtækjum Bónusar í einni ósmekklegustu prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum fyrr og síðar.  Jóhannes notaði einnig ,,auð sinn til að auglýsa andúð sína" á Birni Bjarnasyni og hvatti sjálfstæðismenn til að strika út nafn Björns á framboðslistanum fyrir alþingiskosningarnar 2007.

Herferðin borgaði sig. Björn færðist niður um eitt sæti og Guðlaugur Þór varð ráðherraefni í stað Björns Bjarnasonar. Barátta Jóhannesar í Bónus snérist einnig um það að losna við óþæga embættismenn sem sinntu embættisskyldum sínum í Baugsmálinu svokallaða. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi standa vörð um störf og æru þessara embættismanna. Fyrir það var hann settur á pólitískan ,,dauðalista" Bónusveldisins. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið vörð um starf og æru Björns Bjarnasonar, eins og Björn stóð vörð um opinberu embættismennina, þá hefði þessi atlaga Bónusveldisins mistekist. Því miður gerðu sjálfstæðismenn það ekki. Því það voru sjálfstæðismenn sjálfir sem felldu Björn Bjarnason úr embætti dómsmálaráðherra og settu til valda ráðherra sem var Bónusveldinu þóknanlegri. ,,Vopn" Jóhannesar í þessari valdabaráttu var m.a. Guðlaugur Þór Þórðarson. Þetta er ljótur kafli í sögu Sjálfstæðisflokksins þar sem viðskiptafurstar beittu handafli til að efla völd sín og áhrif í stjórnkerfinu. Lýðræðinu er hætt komið þegar stjórnmál spillast af ofurvaldi viðskiptalífsins eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis um hrunið er vitnisburður um.

Sjálfstæðismenn eiga að vera menn til að horfast í augu við mistök fortíðarinnar. Þeir eiga að hreinsa út ósómann og sækja fram á grunni frjálslyndis og sterks siðferðis. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin ná saman á ný og framtíðin vera björt fyrir Ísland og Íslendinga.

Vegna þessi siðrofs sem varð á árunum fyrir hrun þá er mikilvægt upp á framtíðina að spurningunni sé svarað:

Hvenær þiggur þingmaður mútur og hvenær þiggur þingmaður ekki mútur?  

En kannski er þetta eins og vangaveltur Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukku:

Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann?… …Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?

En það gengur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn, né nokkur annar flokkur, séu með fulltrúa á Alþingi Íslendinga sem hafa þegið mútur. Minnsta grun um slíkt á að taka alvarlega. Því það eru svik við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það eru svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Slíkir þingmenn, handlangarar viðskiptafursta, hafa gerst brotlegir við lög landsins og stjórnarskrá Íslands. Það er ekki flóknara en það. Umræðan er vissulega vandmeðfarin enda heiður og æra manna í húfi. Og þess vegna þarf að taka umræðuna alvarlega og leiða hana til lykta. Þjóðin hefur ekki efni á þöggun og afneitun þegar kemur að uppgjöri eftir hrunið. Graftarkýli þarf að hreinsa út til að þau leiði sjúklinginn ekki til dauða. 

Þess vegna er mikilvægt að þeir þingmenn sem eru sakaðir um mútur hreinsi æru sína, og geri það með gegnsæjum og trúverðugum hætti. Þeir skulda kjósendum sínum heiðarlegt uppgjör. Þá mun vegur Alþingis aukast á ný og traust þjóðarinnar á þessari grundvallarstofnun lýðræðisins ná nýjum hæðum. 

Og hér skal heilshugar tekið undir það sem stendur í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar og Arnór Valdimarsson bendir á í innleggi sínu með þessum pistli:

Réttar og greinargóðar upplýsingar um stöðuna og réttlátt og heiðarlegt uppgjör við þá peningjahyggju sem leiddi til hrunsins eru mikilvæg forsenda þess að íslenskt samfélag geti sameinast á ný og beint kröftum sínum að því að byggja upp til framtíðar.

Já, strikum yfir siðleysið!


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millistéttin að þurrkast út

 

Vinstri stjórnin hefur náð miklum árangri. Henni hefur tekist á mettíma að þurrka út millistéttina. Jæja, við skulum vera sanngjörn og kenna hruninu líka um stöðu mála. En vissulega hafa aðgerðir og aðgerðaleysi vinstri stjórnarinnar í skuldamálum heimila, lítilla og meðalstórra fyrirtækja ýtt undir þessa þróun. Skattahækkanirnar voru einnig til höfuðs millistéttinni. Og nú er Snorrabúð stekkur.

Það er það sem þessar tölur Andrésar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, segja. Þegar millistéttin hverfur aukast stéttaátök. Þjóðfélagið byggist þá upp á fámennum hópi auðstéttar annars vegar og fátæku fólki hins vegar. Minni millistétt þýðir minni hagvöxt og minna lýðræði. Það er þróun sem við viljum ekki sjá að verði varanleg á Íslandi.


mbl.is Ísland nálgast Austur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Við lofum að tryggja góð rekstrarskilyrði til framtíðar". Betra gerist það ekki!

Allt er þetta að fara eins og ég spáði í pístli fyrr í vikunni. SA dregur í land enda hafa samtökin tryggt áframhaldandi líf ríkisstjórnarinnar fram á haustið alla vega. Ekkert róttækt verður gert í sjávarútvegsmálum að sinni en ríkisstjórnin mun áfram hóta þeim eldi og brennistein ef þeir halda sér ekki til hlés í baráttunni um aðildina að Evrópusambandinu. Það er nóg að sýna þeim mynd af Ólínu Þorvarðardóttur og Eiríki Stefánssyni, flokksstjórnarfulltrúum í Samfylkingunni, til að þagga niður í þeim á einu augabragði. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: ,,Við lofum að tryggja sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði til framtíðar". Þarna toppar hin yfirlýsingaglaða ríkisstjórn allar fyrri yfirlýsingar sínar með þvílíkur glæsibrag að það hlýtur að enda í sögubókum framtíðarinnar. Verkalýðurinn hlýtur að fá sama loforð frá ríkisstjórninni. Það þurfti ekkert loforð frá ríkísstjórninni til bankanna um þetta. Þeim voru bara tryggt mjög góð rekstrarskilyrði til framtíðar og þurfti engar gíslatökur til þess.


mbl.is Rekstrarskilyrðin verði tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting og blóð

Gíslataka Vilhjálms Egilssonar á almennum kjarasamningum í landinu hefur ekki gert umbjóðendum hans í sjávarútvegi gagn. Þvert á móti. Gíslatakan hefur skapað stjórnvöldum skilyrði til að ganga harðar fram í þessari atvinnugrein. Það er aldrei vegur til farsældar að stjórnvöld ali á andúð til atvinnulífsins og stilli upp forsvarsmönnum þess upp sem ,,óvinum". Það hefur stjórnvöldum þó tekist að gera hvað varðar sjávarútveginn og óvissan sem nú er í greininni er óþolandi. Það hljóta allir að sjá og viðurkenna.

Hins vegar hefur forysta Samtaka atvinnulífsins gert illt verra með því að taka réttinn af launafólki til að sækja sér kjarabætur. Samtök atvinnulífsins fara ekki með stjórn landsins síðast þegar ég las stjórnarskrá Íslands. Þau móta ekki stefnu í sjávarútvegsmálum einhliða. Þó að Vilhjálmur Egilsson hafi einu sinni verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu þá er hann það ekki ennþá. Engu að síður þá eiga stjórnvöld að móta sjávarútvegsstefnuna í góðu samráði við atvinnugreinina. Það töldu flestir að hefði verið gert í sáttanefndinni svokölluðu sem skilaði áliti í haust. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi síðan kastað þeirri vinnu út í hafsauga að því er virðist vegna æsingafólks í Samfylkingunni sem heimtaði byltingu og blóð. Það er óþolandi að þurfa að eiga við stjórnvöld sem fljóta eins rótlaust þang í fjörunni.

En það afsakar ekki gíslatöku forystu Samtaka atvinnulífsins á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.   


mbl.is Melta útspil stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindabrot í Íran. ,,Það er kominn tími til að SÞ standi undir nafni", sagði Nazanin Afshin-Jam

 

Nazanin Afshin-Jam, forseti samtakanna SCE (Stop Child Execution), talar hér á ráðstefnu UN Watch um stöðu mannréttinda í Íran á fundi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf 15. september 2009. Lýsing hennar á ástandinu í Íran er ekki fögur. Börn eru tekin af lífi, konum nauðgað af sveitum stjórnvalda og mótmæli barin niður með valdi og manndrápum. Hvet alla sem treysta sér til að horfa á erindi hennar á tveimur meðfylgjandi myndböndum. Þeir sem eru viðkvæmir eru varaðir við því sem fram kemur í máli Nazanin.


Gíslataka í þágu aðildar?

 

Þessa ríkisstjórn hefur aldrei skort orð. Yfirlýsingar eru hennar ær og kýr. En ríkisstjórnina hefur skort svo margt annað.

En nú er skollið á sýndarstríð á milli Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar. Það er nýlunda því Samtök atvinnulífsins hafa verið eitt af helstu stuðningssamtökum ríkisstjórnarinnar í helstu í gæluverkunum hennar. Hér á ég að sjálfsögðu við Icesave og ESB aðildina, sem ríkisstjórnin er tilbúin að fórna öllu fyrir. Í þessum málum myndaðist gjá á milli þing og þjóðar sem er ennþá óbrúuð.

Þráhyggja Vilhjálms Egilssonar í að taka yfir landsstjórnina á sem flestum sviðum er farin að vera hjákátleg. En að þessu sinni skaut hann vel yfir markið. Gíslatakan á kjarasamningunum er svo glórulaus að það hlýtur eitthvað annað að búa undir. 

Með þráhyggju Vilhjálms við að reyna að hafa áhrif á stefnumótun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum hefur honum tekist það ótrúlega. Honum hefur tekist að framlengja líf ríkisstjórnar sem allir voru búnir að afskrifa. Á sama tíma hefur hann rústað ímynd sjávarútvegsins í augum almennings. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa misst allan trúverðugleika og verða þess vegna úr leik í baráttunni sem er framundan um fullveldi og sjálfstæði Íslands. Þetta verður að teljast snilldarbragð hjá Vilhjálmi og öðrum aðildarsinnum. Gatan er nú greið í stærsta hagsmunamáli þeirra.

Ég spái því að þeir láti nokkra daga líða áfram í þessum blekkingarleik spunameistara ríkisstjórnarinnar. Síðan játar SA sig sigraða í ,,baráttu" ríkisstjórnarinnar í þágu heildarhagsmuna, í baráttu hennar gegn sérhagsmunahópum. Allt rímar það við söguskýringar aðildarsinna í ESB málum. Svo semja vopnabræðurnir Gylfi og Villi um kjarasamninga við erfiðar aðstæður. Og almenningur andar léttar og ríkisstjórninni er borgið.  


mbl.is Sendu lokaútgáfu yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum verðtrygginguna sem innlegg í kjarasamninga

Ráðamenn hafa oftast notað verðbólguna sem fyrirslátt fyrir því að hægt væri að afnema verðtrygginguna. En núna er verðbólgan orðin stöðug í um 2,5% enda að hægjast á öllu í þjóðfélagi kyrrstöðunnar. Ríkisstjórnin ræðst á allt sem hreyfist í þjóðfélaginu eins og við vitum. Nú ætti ríkisstjórnin að gleðja launafólk og atvinnurekendur með því að létta byrðar þeirra með afnámi verðtryggingar. Það ætti að nægja fyrir fjármagnseigendur að hafa axlarbönd, þeir þurfa ekki belti líka. Það væri gaman að sjá svipinn á þeim vopnabræðrum Gylfa og Villa á kontórum ASÍ og SA ef ríkisstjórnin myndi spila út þessu trompi.


mbl.is Verðbólgan nú 2,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar óttast fordæmið

Það kom ekki á óvart að Rússar stæðu einir gegn ályktun um Sýrland. Þeir óttast afskipti Vesturveldanna af mannréttinda- og mannúðarmálum. Ef Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) færu að álykta um mannréttindabrot í ríkjum, og færi að beita sér í mannúðarmálum, þá væri fjandinn laus fyrir Pútín og bandamenn hans. Rússar óttast fordæmið enda af nógu að taka í Rússlandi eins og allir vita, sem vilja vita. Það er erfitt að hrinda af stað borgarastyrjöld í landi þar sem hún er þegar byrjuð. Einræðisherrar dauðhalda í völd sín og beita nú þungavopnum á þegna sína. Klúbbur einræðisherranna verður að standa saman og þess vegna skipaði Pútín forseta sínum að taka til varna í Öryggisráði SÞ. Sterkar SÞ eru ógn við einræðisherra. Fórnarlömb einræðisherra eru almennir borgarar og lýðræðið. Ekkert nýtt þar á ferð í heimsmálunum. Og einræðisherrar eiga það til að forherðast með árunum. En hvað gerir Evrópusambandið, ,,bandalag friðar og mannréttinda", í málunum? Nú er tækifærið komið til að sýna hversu öflugt það eru í þessum heimshluta.


mbl.is Öryggisráðið klofnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband