Bloggfćrslur mánađarins, mars 2011

ESB sóar fjármunum í stríđ í Líbíu, almenningur mótmćlir í Brussel

Og svo ađ lokum er hér frétt um stríđ sem ESB virđist vera komiđ í, í Líbíu. RT rćđir viđ Nigel Farage, ţingmann á Evrópuţinginu, um hernađaríhlutun Breta, Frakka og fleiri ríkja ESB. Ég er hrćddur um ađ hér séu heldur langt gengiđ í ađgerđum sem SŢ heimiluđu vissulega, en ţó einungis til ađ koma á flugbanni til ađ vernda óbreytta borgara fyrir refsiađgerđum hers Gaddafis. Ţađ sem kann ađ sýnast einföld hernađaríhlutun í fyrstu kann ađ magnast upp og dragast á langinn. Í upphafi skal endinn skođa. En Össur er kominn í sinn stríđsleik međ stóru strákunum í Evrópu. Hann fćr klapp á bakiđ fyrir ţađ frá vinum hans innan ESB. Hann leikur sér hins vegar međ lífi ríkisstjórnar, sem er illa leikinn fyrir. En hann veit ađ hann á vini í leynum á Alţingi, sem gćtu framlengt ráđherradóm hans, ţó ríkisstjórnin falli.

 


Jón Ásgeir í febrúar 2008: ,,Ég get fullyrt ţađ ađ Baugur stendur ekki höllum fćti" og ,,Skođum ađild ađ Evrópusambandinu ... ţá eiga bankarnir framtíđ á Íslandi"

Og úr ţví ađ viđ erum byrjađir á spaugi ţá snúum viđ okkur ađ Baugi. Hér er drottningarviđtal viđ Jón Ásgeir í stöđinni hans, Stöđ 2, í febrúar 2008. Hlustum og hlćjum, ja, - eđa kannski er meira viđ hćfi ađ gráta. Rétt ađ taka fram ađ Stöđ 2 er ennţá í eigu ţessa sama Jóns Ásgeirs. Ţetta viđtal fer í sögubćkurnar. Tvö gullkorn frá Jóni Ásgeiri: ,,Viđ höfum rekiđ ţá stefnu í okkar skráđum félögum ađ segja söguna eins og hún er", og ,,Ţađ er engum greiđi gerđur ađ reyna fegra eitthvađ bćkur međ ţví taka ekki raunmat eigna", Bónusađferđafrćđin: ,,Hver króna skiptir máli. Oft er betri krónan sem sparast en grćđist". Hann hefđi kannski mátt fara eftir ţessari ađferđafrćđi betur sem hann predikađi.

Og Bónus spurningin hjá fréttamanni Baugs, sem greinilega var ţađ efni sem Baugur vildi koma ađ: ,,Hvađ getur ríkiđ gert til ađ koma meira til móts viđ fjármálageirann?". Og hér hafa allir stjórnmálamennirnir sem höfđu ţegiđ alla styrkina frá Baugi lagt vel viđ hlustir ţegar Jón Ásgeir sagđi m.a.: ,,Langtímasjónarmiđ fyrir ríkiđ sé ekkert annađ en ađ viđ skođum alvarlega ađild ađ Evrópusambandinu, ţví ef ađ ţađ gerist ţá eiga bankarnir framtíđ hér á Íslandi". Og áfram er spurt: ,,Eigum viđ ađ kasta krónunni?". Svar Jóns Ásgeirs: ,,Krónan er ekki framtíđargjaldmiđill .. Međ Evrópusambandinu ţá höfum viđ ađgang ađ Evrópska seđlabankanum, sem gjörbreytir myndinni". Já, ţar međ var stefna Samfylkingarinnar mótuđ og henni hefur ekki veriđ breytt ađ neinu leyti enn ţann dag í dag. Ţarna er stefna vinstri stjórnarinnar í ESB málum römmuđ inn af Guđföđurnum. 

Nýlega tók svo Stöđ 2 aftur viđtal viđ Jón Ásgeir, í ţćttinum hans Audda og Sveppa. Ţađ var mikiđ spaug um Baug. Sagan endurtekur sig, aftur og aftur, ţangađ til viđ lćrum af sögunni. Ţađ höfum viđ ekki gert, ţví miđur.

 


Eistar um Ísland: Drekar og Björk

Hvađa augum sjá Eistar Evrópu? Ţađ sjáum viđ hér í ţessu myndbandi. Snilld! Ekkert annađ orđ yfir ţađ.


Réttlćtiđ og reiknistokkurinn

Er hćgt ađ reikna sig niđur á réttlćti međ reiknistokk? Í umrćđunni um Icesave er gerđ tilraun til ţess. Ţađ er búiđ ađ telja fólki trú um ađ rangt sé rétt, svart sé hvítt, vegna ţess ađ viđ höfum ekki efni á öđrum valkosti. Ţađ ku vera rétt ađ samţykkja ranglćti, annars munum viđ hafa verra af. Ţađ rétt ađ samţykkja ranglćti, vegna ţess ađ viđ höfum ekki efni á réttlćti. Og svo reikna menn og afreikna allar hugsanlegar og óhugsanlegar kröfur og málaferli. Óttinn hrćđir gungur frá ţví ađ gera ţađ sem satt er og rétt. En verđum viđ ekki stundum ađ staldra viđ og spyrja okkur ţessara spurninga? Hvađ segir réttlćtiskenndin okkur ađ gera? Hvađ er rétt og rangt? Er hćgt ađ reikna sig frá ranglćtinu međ óttanum?


Yfirlýsing landbúnađarráđuneytisins ,,Bćndasamtök Íslands höfnuđu ekki beiđni ráđuneytisins um upplýsingar eđa sérfrćđiađstođ; ţvert á móti"

Ríkisendurskođun hefur látiđ misnota sig í krossferđ ráđandi stjórnmálaafla gegn Bćndasamtökum Íslands. Landbúnađar- og sjávarútvegsráđuneytiđ, sem er lykilráđuneyti í ađ afla gagna um íslenskan landbúnađ í ţeirri rýnivinnu sem stendur yfir vegna umsóknar um ađild ađ Evrópusambandinu, sá sig tilneytt til ađ senda frá sér yfirlýsingu í dag til ađ leiđrétta rangfćrslur í skýrslu Ríkisendurskođunar. Fyrirsögnin hér ađ ofan er hluti af ţeirri yfirlýsingu. Ţar segir ađ rangt sé fariđ međ ađ samtökin hafi hafnađ beiđni ráđuneytisins um ađ starfsmenn samtakanna veittu sérfrćđiađstođ um landbúnađarmál vegna ađildarumsóknar Íslands ađ ESB. Ríkisendurskođun hefur látiđ hafa sig út í ađ apa eftir formanni samninganefndar Íslands gagnrýnislaust í viđtali viđ Fréttablađiđ ţar sem embćttismađurinn fór rangt međ. . Ţađ er stađfest formlega međ yfirlýsingu sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytisins. Síđan eru dregnar alvarlegar ályktanir út frá ţessari röngu fullyrđingu sem gerir skýrslu Ríkisendurskođunar enn svartari í stjórnsýslulegu tilliti.

Í skýrslu Ríkisendurskođunar stendur orđrétt:

Ađ mati Ríkisendurskođunar er hćtta á ađ samtökin hefti ađgang stjórnvalda ađ ţessum upplýsingum ef ţau síđarnefndu fara gegn vilja eđa hagsmunum samtakanna. Mikilvćgt er ađ fyrirbyggja ađ slíkar ađstćđur skapist. Í ţessu sambandi má benda á ađ í október 2010 höfnuđu Bćndasamtökin beiđni sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytisins um ađ starfsmenn samtakanna veittu sérfrćđiađstođ um landbúnađarmál vegna ađildarumsóknar Íslands ađ Evrópusambandinu.

Hér gengur opinber eftirlitsstofnun mjög langt í kjaftasögustíl Gróu á Leiti. Textinn allur er gróf ađdróttun og atvinnurógur byggđur á fullyrđingu, sem sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytiđ, hefur upplýst ađ er alröng. Ríkisendurskođun gefur í skyn ,,ađ hćtta sé á ađ samtökin hefti ađgang stjórnvalda ađ upplýsingum", sem Bćndasamtökunum ber ađ veita stjórnvöldum samkvćmt samningi milli stjórnvalda og Bćndasamtakanna, ţ.e. Búnađarlagasamningi. Ef ţađ myndi gerast ţá yrđi ţađ klárt samningsbrot. Og eftir ađ ráđuneytiđ hefur nú leiđrétt ţessa alvarlegu rangfćrslu í skýrslu Ríkisendurskođunar ţá hlýtur stofnunin ađ draga hana til baka og biđja hlutađeigendur opinberlega afsökunar.

Ríkisendurskođun á ekki ađ vera áróđursstofnun fyrir ráđandi öfl í ţjóđfélaginu. Viđ sáum nóg af ţví í Fjármálaeftirlitinu fyrir hrun.     


Trúum og treystum Tryggva fyrir framtíđinni. Hann er traustsins verđur!

Er ţetta ekki sami Tryggvi Ţór Herbertsson, alţingismađur eftir hrun, fjármálaráđgjafi fyrir hrun, sem skrifađi faglega og dýra skýrslu međ leigupenna frá Ameríku um ađ íslenska bankakerfiđ vćri skothelt og traust korteri fyrir hrun? Auđvitađ eigum viđ ađ trúa og treysta Tryggva Ţór fyrir framtíđinni eins og viđ treystum honum fyrir fortíđinni. Ekki spurning! Láttu ţér ekki detta annađ í hug!


mbl.is 53% af Icesave greiđist í ár og á nćsta ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikill er máttur mottunnar

Mottumars er fallegt framtak. Framlag karla er ađ safna mottu í mars. Motta, eđa skeggvöxtur, er stuđningur viđ baráttuna gegn krabbameini. Skilabođ til allra karlmanna um ađ vera međvitađir um ţennan skćđa sjúkdóm sem lćđist ađ fólki eins og ţjófur ađ nóttu. Krabbamein er ekki dauđadómur. Ţađ hefur sá sem ţetta ritar fengiđ ađ reyna. Andlega tekur ţađ ţó á ađ greinast og berjast viđ krabbamein, og ţá ekki síđur á ađstandendur en sjúklinginn sjálfan. Karlmenn sem glíma viđ krabbamein geta ekki leyft sér ţann munađ ađ safna mottu. Lyfjameđferđin sér til ţess. Fyrsta mottan sem vex eftir međferđ segir ţví meira en orđ fá lýst. Ţess vegna geng ég stoltur međ mína mottu og hef gert í 7 ár.

Heilbrigđiskerfiđ á Íslandi vinnur kraftaverk á hverjum degi. Kraftaverkiđ felst í ţeim krafti, jákvćđni og ţekkingu sem fórnfúst heilbrigđisstarfsfólk okkar býr yfir ţrátt fyrir ţćr erfiđu ađstćđur sem ţví er bođiđ upp á. Ţar er valinn mađur og kona í hverju rúmi. Kraftaverkiđ felst og í ţeim árangri sem heilbrigđiskerfiđ hefur náđ á öllum sviđum. Međ ţví ađ slá skjaldborg um heilbrigđisstarfsfólkiđ okkar, ţá sláum viđ skjaldborg um heilbrigđi landsmanna í bráđ og lengd.


Jóhanna er Ţrándur í Götu, segir Ţorsteinn Pálsson söfnuđi Samfylkingarinnar

Ástćđurnar fyrir ţví ađ ekki er unnt ađ koma á sátt um nýja útfćrslu á stjórnkerfi fiskveiđa er hins vegar ađ finna innan Samfylkingarinnar. Ţar er á ferđinni ,,óróleg deild" sem nýtur verndar forsćtisráđherra. Ađ ţví leyti er forsćtisráđherra sjálfur nú meiri Ţrándur í Götu málefnalegs árangurs í stjórnarsamstarfinu og á vinnumarkađnum en ţingmennirnir tveir sem fóru um ţingflokki VG.

Ţannig hljóđar hugvekja Ţorsteins Pálssonar ţessa helgina fyrir söfnuđ Samfylkingarinnar innan allra flokka. Allt styđur ţetta pistil minn um ađ öfl innan ţjóđfélagsins ćtli ađ koma ţessum Ţrándi í Götu fyrir kattarnef til ađ ná ,,árangri" í stjórnarsamstarfinu. Silfur-Egill tók síđan drottningarviđtal viđ krónprins Samfylkingarinnar, ESB ađildarsinna og fjármagnseigenda í ţćtti sínum í dag.

Teningunum hefur veriđ kastađ. Vćntanlega fer Jóhanna ađ átta sig á hverjir séu vinir hennar í raun en sennilega er ţađ orđiđ of seint.


Ţar mótmćla ţeir, hér kyssa ţeir vöndinn

Bretar mótmćla orsakavöldum efnahagshrunsins, bönkum og fyrirtćkjarisum innlendum og erlendum, sem tröllriđu ţjóđfélögum til ađ fá útrás fyrir áhćttu- og gróđafíkn sína. Hruniđ hefđi átt ađ vera öllum víti til varnađar. Í stađ ţess hefur ráđandi öflum tekist ,,ađ grafa snyrtilega yfir skítinn" međ kattískum hćtti og gera sig klár fyrir nćstu lotu.

Til ađ kóróna međvirknina á Íslandi ţá berjast stjórnvöld okkar fyrir ţví ađ kyssa á vöndinn međ ţví ađ samţykkja ţjóđnýtingu himinháa skulda áhćttufíklanna. Ţegar hafa stjórnvöld gengiđ í ábyrgđ fyrir, eđa greitt úr ríkissjóđi um 500 milljarđa til fallna bankakerfisins, eftir hrun. Nú á ađ fá almenning til ađ taka á sig 700 milljarđa ríkisábyrgđ í viđbót. Ţađ er höfuđstólinn sem Icesave III snýst um. Látum ekki plata okkur eina ferđina enn af talsmönnum banka (sem hafa haldiđ og kostađ fjölmarga ,,frćđslufundi" um Icesave III) eđa talsmönnum viđskiptalífsins (Áfram hópurinn, SA og ASÍ), sem rugla okkur međ vonarpeningum og vćntingum um góđar endurheimtur og stöđugt gengi íslensku krónunnar. Ţann söng ćttum viđ ađ kannast viđ frá ţví fyrir hrun. 

Upphćđin sem ţú, ágćti lesandi, skrifar upp á međ ţví ađ segja JÁ 9. apríl er 700.000.000.000 íslenskra króna miđađ viđ gengi evru og punds. Ef allt fer á versta veg er ţađ upphćđin (vel ađ merkja ţó, miđađ viđ núverandi gengi) sem skattgreiđendur og almenningur á Íslandi ţarf ađ greiđa.

Munt ţú kyssa vöndinn 9. apríl?


mbl.is Mestu mótmćli síđan 2003
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna á samúđ mína alla

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, er ekki öfundsverđ af hlutverki sínu ţessa dagana. Ţađ ćttu allir ađ geta tekiđ undir. Hún er fórnarlamb eigin lagasetningar, orđa um jafnréttiskennd annarra og síđast en ekki síst fórnarlamb eigin flokkssystkina. Ţađ á hún bara ađ viđurkenna. Sumir sem gagnrýna hana nú harđast og krefjast ţess ađ hún axli ábyrgđ ćttu ađ spara stóru orđin og líta í eigin barm. Reynum ađ horfa á málin af sanngirni og heiđarleika, út frá stađreyndum og rökum, í stađ ţess ađ saurga öll mál međ pólitískum refskap. 

Stađreynd málsins er ţessi. Lög og reglugerđir koma ekki á jafnrétti eđa betra siđferđi. Veldur hver á heldur í ţeim málum. Jóhönnu er vorkunn í ţessu máli. Ţannig hafđi einn umsćkjandi, flokkssystir forsćtisráđherra, fengiđ vilyrđi fyrir stöđunni af háttsettum ađilum innan Samfylkingarinnar. Ţá áttu nýsett jafnréttislög Samfylkingarinnar ađ tryggja ađ hćfari einstaklingar fengju ekki stöđuna ţar sem ţeir voru af röngu kyni. Jóhanna taldi sér ekki fćrt ađ verđa viđ ţessu og réđi ţann umsćkjanda sem talinn var hćfastur af hlutlausum sérfróđum ađila.

Fyrir ţađ fćr hún nú skammir frá eigin flokksmönnum og ţingmönnum Sjálfstćđisflokksins, sem sjá sér leik á borđi stjórnmálanna. Markmiđiđ er ađ koma Jóhönnu frá sem er helsta hindrun í vegi ţeirra sem vilja koma Sjálfstćđisflokknum í ríkisstjórn til ađ keyra í gegn Icesave III og ađildarumsóknina ađ ESB og koma í veg fyrir byltingarkenndar breytingar í sjávarútvegsmálum. 

Árni Páll Árnason og Össur Skarphéđinsson, helstu talsmenn ţess ađ styrkja ríkisstjórnina međ ađkomu Sjálfstćđisflokksins, hafa sleppt víghundunum lausum á Jóhönnu og bíđa svo eftir ađ vera kallađir til forystu. 


mbl.is Stefnt ađ lćkkun skatta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband