Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
,,Þó að við ynnum slíkt dómsmál fyrir dómstólum þá yrði orðspor Íslands laskað", segir áróðursstjóri Steingríms Joð
Mánudagur, 28. febrúar 2011
Við sjáum ESB andstæðingana hnappa sér saman, því þeir vilja koma höggi á þessa ríkisstjórn.
Þannig komst Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritstjóri Smugunnar, áróðursvefs Steingríms Joð að orði í Silfri-Egils á sunnudaginn. Þetta segir allt um hvernig fylgismenn ríkisstjórnarinnar líta á þessa ríkisstjórn. Þetta er ekkert annað en ESB ríkisstjórn.
Þá sagði Þóra Kristín að valkostirnir í þjóðaratkvæðagreiðslunni væru ekki skýrir. Sem sagt hvort staðfesta eigi lögin um ríkisvæðingu á skuld óreiðumanna eða hafna þeim. Ég skil ekki hvernig valið getur verið einfaldara, já eða nei. Þetta segja fylgismenn ESB ríkisstjórnarinnar að séu ekki skýrir valkostir.
Silfur-Egill hefur sjaldan gengið eins langt í þjónkun við vinstri stjórnina, ESB ríkisstjórnina, og stuðningsmenn hennar á Alþingi en að þessu sinni. Allir viðmælendur í þættinum lofuðu lögin um ríkisábyrgð á skuld útrásargengisins. Allir voru á móti forseta Íslands. Allir voru á móti stjórnarskrá Íslands. Einn gekk meira svo langt, einn af þeim sem kosin var á stjórnlagaþing í ólöglegum kosningum, að segja að það skipti ekki máli hver skrifaði stjórnarskrá Íslands, það gætu allir gert! Ja, hérna. Og Þóra Kristín var ekki hætt:
Við vitum alveg að við fáum ekki betri samning. Við vitum öll að það er gríðarleg áhætta fólgin í því ef málið færi fyrir dómstóla. Og jafnvel þó að við ynnum slíkt dómsmál fyrir dómsstólum þá yrði orðspor Íslands laskað, vegna þess að við samþykktum að greiða þessa peninga.
Já, hún segir okkur fréttir. Áhættan við að hafna ólögunum frá Alþingi er að við, Íslendingar, vinnum málið fyrir dómsstólum. Það myndi laska orðspor Íslands! Ég minni á yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, á Facebook síðu hennar að ríkisstjórn Geirs H Haarde samþykkti aldrei ,,að greiða þessa peninga." Er nema von að maður sé hættur að botna í málflutningi friðþægingarsinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætlar þú að flýja af hólmi?
Laugardagur, 26. febrúar 2011
Þegar á hólminn er komið þá hlaupa hugleysingjarnir í skjól og biðjast vægðar. En þeir sem einhver töggur er eftir í, einhver manndómur, þor og kjarkur, draga sverðið úr slíðrum og berjast fyrir réttlætinu og sjálfstæði Íslands. Þú semur aldrei um réttlætið og sjálfstæðið. Þú þarft að berjast fyrir því.
Icesave orrustan stendur nú yfir eftir að forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, tók þá hugdjörfu ákvörðun að standa með þjóðinni, og lét ekki hótanir stjórnmálastéttarinnar kúga sig til hlýðni. Nú er það okkar, þjóðarinnar, að gera hið sama. Það er alltaf almenningur sem blæðir í stríðum sem yfirstéttin kallar yfir þjóðir. Stjórnmálastéttin ákvað að hefja útrás með útrásargenginu, fara í víking, ræna og rupla af saklausum almenningi í útlandinu. Það stríð er tapað. Og nú koma þeir ábyrgu og heimta að almenningur greiði stríðsskaðabætur vegna stríðs sem kom fólkinu í landinu ekkert við. 800 milljarðar takk fyrir eiga að vera lagðar á herðar skattgreiðenda um ókomin ár. Það er heildarupphæðin á ríkisábyrgðinni vegna Icesave III. Ekki 23 eða 47 milljarðar. Það er leikur að tölum til að blekkja fólk til fylgilags við gungurnar sem fyrir löngu hafa flúið af hólmi sem skottið á milli lappanna. Stjórnmálastéttin þorði ekki að standa á rétti Íslands þó hann væri okkar. Þeir stefnu varðskipunum í land í miðju þorskastríði. En hvað um þig? Ætlar þú að berjast fyrir réttlætinu og framtíð Íslands? Látum kröfuhafa Icesave elta þá seku uppi, sem lifa nú eins og kóngar í útlöndum. Megi þeir fá að kenna á réttlætinu og taka afleiðingum gjörða sinna.
![]() |
Stjórnlagaþingið getur beðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ljótur leikur með stjórnarskrá Íslands
Föstudagur, 25. febrúar 2011
Framkvæmda- og löggjafarvaldið hafa þá ákveðið að hlýta ekki úrskurði dómsvaldsins. Stjórnlagaþingskosningin var dæmd ólögleg af Hæstarétti og misstu þar með 25 stjórnlagaþingmenn kjörbréf sín. Ríkisstjórninni og ákveðnum öflum í samfélaginu liggur mikið á að koma stjórnlagaþinginu á til að gera tvennt. Annars vegar að leyfa afsal fullveldis til alþjóðastofnanna, til að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið, og hins vegar til að afnema 26. grein stjórnarskrárinnar, til að forseti Íslands geti ekki synjað lögum þeirra staðfestingar og komið málinu til þjóðarinnar. Ekki veit ég hvaða leik stjórnvöld eru að leika, en ljótur er hann. Það er ótrúlegt að kosning, sem var dæmd ólögleg af dómsvaldinu, sé gerð lögleg af hinum valdaþáttunum án þess að það þyki gerræði af verstu sort. Fjölmiðlar stjórnarinnar láta hins vegar ekki svona smámuni þvælast fyrir skyldu sinni sem fjórða valdið, og halda áfram að halda blekkingu að fólkinu.
![]() |
Ekki kosið til stjórnlagaþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hulduherinn hans Alberts fundinn
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Þeir vita ýmislegt í Brussel sem við vitum ekki. Þannig fundu þeir íslenska landherinn sem hefur verið falinn fyrir Íslendingum svo lengi sem elstu menn muna. Sennilega lengur. Þarna er hulduherinn hans Alberts heitins Guðmundssonar örugglega fundinn.
Og fleiri treysta hulduhernum en Alþingi, sem er engum falið þó að sumir þingmenn séu sagðir falir. Já, það er ekki að spyrja að leyndarhyggjunni sem allt er lifandi að fela á Íslandi. Og til að kóróna uppákomuna, því auðvitað er þetta uppákoma ársins, þá erum við undir meðaltali ESB landanna 27. Í fyrirheitnalandinu treysta 70% að meðaltali landherum sínum, en hér aðeins 26%. Nú þarf að hafa upp á þessum 26% þjóðarinnar sem treysta landhernum, því þessi hluti þjóðarinnar veit meira en aðrir. Og hvernig ætli nú gangi að aðlaga landherinn okkar að landher ESB ríkjanna? Eða ætli við fáum sérlausn þarna líka eins og í sjávarútvegsmálum enda hlýtur landher sem öllum er hulinn að vera mjög sérstakur.
24. febrúar 2011, Vín, Austurríki
![]() |
26% treysta íslenska hernum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smámál segir Steingrímur Joð, stórmál segir Gylfi
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Steingrímur Joð nýbúinn að segja í viðtali að ríkisvæðing einkaskulda útrásargengisins væri lítið mál. Þá kemur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og baráttumaður um Icesave og aðild Íslands að Evrópusambandinu, og telur að allt standi og falli með friðþægingarsamningunum við Breta og Hollendinga. Þeir ættu nú að reyna að samræma málflutning sinn Icesave sinnarnir til að rugla fólk ekki meira í rýminu en þegar er orðið. Gylfi ætlar greinilega að nota kjarasamninga sem vopn í baráttunni fyrir samþykkti Icesave samninga. Ekkert Icesave, engir kjarabætur, ágætu launþegar. Vilhjálmur Egilsson hjá SA og annar baráttumaður fyrir Icesave og ESB aðild tekur örugglega undir þetta með félaga sínum Gylfa. Svo kemur efnahagsráðherrann Árni Páll og utanríkisráðherrann Össur og syngja með í kórnum, sem náttúrulega er rammfalskur. Varla Steingrímur Joð þar sem hann telur Icesave smámál.
Vín, Austurríki, 24.2.2011
![]() |
Icesave hefur áhrif á samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur Joð í sögulegu kastljósi
Þriðjudagur, 22. febrúar 2011
Viðtalið við Steingrím Joð í Kastljósi í gærkvöldi skrifast í sögubækurnar. Þar frétti þjóðin að fjármálaráðherra hefði hótað forseta Íslands að segja af sér og fella þar með ríkisstjórnina, ef forseti gerði ekki það sem þau skötuhjúin Jóhanna og hann vildu í Icesave II. Hann stóð ekki við þá hótun. Í gærkvöldi hótaði Steingrímur Joð síðan forsetanum með því að segjast ekki ætla að tala meira við hann. Ég veit ekki hvor hótunin er betri. Ólafur Ragnar verður örugglega ekki í vandræðum með að finna sér aðra til að spjalla við. Þá kom einnig fram að stjórnmálastéttin hafði kokkað Icesave III saman í lokuðum herbergjum og taldi að þar með yrði málið í höfn. Elítan gleymdi bara að sannfæra einn aðila; þjóðina. Forsetinn minnti þau á það í fullri vinsemd.
![]() |
Býst ekki við bótamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvort viljum við frjálslyndi eða stjórnlyndi?
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Frjálslyndir stjórnmálamenn vilja að almenningur hafi sem mest að segja um sín mál, en stjórnlyndir vilja stjórna sem mest almenningi. Stjórnlyndir stjórnmálamenn vilja hafa vit fyrir fólkinu, en frjálslyndir stjórnmálamenn vilja treysta fólkinu til að hafa vit fyrir sjálfu sér.
Steingrímur Joð er klassískt dæmi um stjórnlyndan stjórnmálamann og ætti heima sem slíkur í kennslu- og orðabókum. Þannig upplýsir hann okkur um það núna að vegna þess að hann fékk ekki sínu framgengt í Icesave I og II þá hafði hann alvarlega íhugað að segja af sér. Fyrir hrun sagði Steingrímur Joð við hvert tilefni sem fannst að hann vildi hækka skatta. Það var hluti af stjórnlyndri stefnu hans að draga úr frelsi borgaranna með skattahækkunum. Núna, segir hann hins vegar að hann hafði neyðst til að hækka skatta vegna hrunsins. Trúverðugt?
Með samþykki Icesave falla milljarðar á skattgreiðendur dagsins í dag og framtíðarinnar. Að vísu eru stjórnlyndu stjórnmálamennirnir farnir að draga kanínur upp úr hatti sínum og segja að kannski þurfi ekki að greiða krónu. Samt liggur fyrir að vaxtagreiðslan bara á þessu ári er 26 milljarðar króna sem þarf að greiðast á þessu fjárlagaári. Þar sem engir peningar eru til fyrir þessari vaxtagreiðslu þá þarf að slá lán fyrir henni, hækka skatta eða skera niður í velferðarkerfinu sem þessu nemur. Á næsta ári, ef ekkert verður hægt að greiða út úr eignasafni gamla Landsbankans, sem engin fær að vita hvaða eignir eru í, þá þarf aftur að greiða um 30 milljarða í vaxtagreiðslu og svo koll af kolli. En hvaða áhyggjur eru þetta. Þetta reddast, segja Icesave sinnar. Það sögðu þeir líka fyrir hrun.
Frjálslyndir stjórnmálamenn vilja hins vegar leggja það í dóm þjóðarinnar hvort við eigum að ríkisvæða skuld óreiðumanna. Þar væri gott að fá að vita hver það var sem samþykkti þessa ,,skuldbindingu" fyrir hönd þjóðarinnar. Hvernig gat það gerst að þjóðin sat skyndilega uppi með þessa kröfu vegna skulda banka í einkaeigu, sem ríkið hafði selt? Það væri gott að fá svar við því í leiðinni. Eða er þetta allt yfirklór stjórnmálastéttarinnar sem var ekki starfi sínu vaxinn og reynir nú að klóra yfir skítinn? Samtryggingin er söm við sig.
En ef þjóðin vill taka á sig þessa skuldbindingu og samþykkja ríkisábyrgð á henni, þá vilja frjálslyndir stjórnmálamenn að þjóðin verði upplýst um hvað felst í Icesave III. Sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Ekki hve miklu betri Icesave III er Icesave II eða Icesave I. Nei, um það er ekki kosið. Og síðan þarf þjóðin að fá upp á borðið hver áhættan er af því að borga ekki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar að krafan gæti orðið 1.200 milljarðar á bloggi Friðriks Hansen Guðmundssonar. Er það rétt? Eða er hún ábilinu 0 til 140 milljarðar eins og kemur fram í vönduðu áliti InDefence hópsins sem þeir skiluðu til Alþingis. Í leiðinni væri fróðlegt að fá skýringu frá fjölmiðlum af hverju þeir hafa ekkert fjallað um þetta vandaða álit? Þá vek ég athygli á upplýsandi pistli Friðriks Hansen Guðmundssonar um þetta.
Já, stjórnmálabaráttan er alltaf á milli stjórnlyndis og frjálslyndis eins og Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt fram. Ranglæti og réttlæti eru skuggamyndir þessara hugtaka.
![]() |
Steingrímur íhugaði afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætlar meirihluti Alþingis að fara í mál við þjóðina?
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar ríkisstjórnarinnar halda áfram að hræða þjóðina til undirgefni. Ef þjóðin segir nei við samningi þríflokksins þá skelli á stríð. Þannig segir Fréttablaðið hans Jóns Ásgeirs á forsíðu: ,,Kosið um samning eða dómstóla". Hafa viðsemjendur okkar sagt þetta? Nei. Þetta virðist vera einhver óskhyggja eða ljótur leikur hjá elítunni í landinu sem er hundfúl og svekkt eftir að forsetinn færði valdið í þessu máli til þjóðarinnar. Slíkt er óþolandi fyrir elítur.
Ráð mitt til ríkisstjórnarinnar og forystu Sjálfstæðisflokksins er að anda djúpt og hugsa ráð sitt vel og lengi. Við höfum ekki efni á enn öðrum afleik. Forsetinn sýndi fyrir ári síðan að hann lék besta leiknum í þröngri taflstöðu. Það gerði þjóðin einnig þegar hún hafnaði Icesave II. Hvort ættum við nú að treysta betur ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, eða forsetanum og þjóðinni? Svari nú hver fyrir sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Forsetinn færir þjóðinni löggjafarvaldið í samræmi við stjórnarskrá Íslands
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Í dag er ég stoltur af því að vera Íslendingur. Stoltur af stjórnarskrá Íslands sem tók gildi með stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Stjórnarskráin var innsigluð og helguð með þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er líka stoltur af forseta Íslands sem stendur vörð um stjórnskipun Íslands, stendur vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands. Forseti Íslands lætur ekki kúga sig til að taka valdið frá þjóðinni.
Í lýðræðisríkum hefur lýðurinn síðasta orðið. Ef Icesave samningurinn, sá þriðji í röðinni, hefði verið staðfestur af forseta Íslands hefði sú ákvörðun ekki verið afturkræf. Þó að þjóðin kysi nýtt Alþingi í alþingiskosningum þá gæti það þing ekki sagt upp Icesave samningnum. Ríkisábyrgð á skuld einkaaðila hefði verið staðreynt og skattgreiðendur þyrftu að greiða stríðsskaðabætur í áratugi til Breta og Hollendinga vegna einkastríðs fjárglæframanna. En með því að vísa málinu aftur til þjóðarinnar, eins og forseti Íslands hefur nú gert, þá er það þjóðin sem staðfestir eða synjar Icesave III lögunum. Enginn annar. Ekki Alþingi, ekki ríkisstjórn og ekki forseti Íslands. Valdið er nú í höndum þjóðarinnar, sem hafnaði síðustu samningum við Breta og Hollendinga. Þessi ákvörðun forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, er sigur fyrir lýðræðið, sigur fyrir stjórnarskrá Íslands og sigur fyrir þjóðina. Til hamingju Ísland! Guð blessi Ísland - og forsetann!
![]() |
Forsetinn staðfestir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ólína Þorvarðardóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sammála um flest
Sunnudagur, 20. febrúar 2011
Það var ekki laust við að mér svelgdist á kaffinu þegar ég hlustaði á upphaf þáttarins Á sprengisandi rétt í þessu. Þar tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir allt sem Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði um Icesave. Og eins og Ólína sagði þá ,,tók hún heilshugar undir allt sem Ragnheiður sagði". Já, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru búnir að ná saman eins og fyrir hrun. Ólína og Ragnheiður eru ekki bara sammála um Icesave, heldur líka um aðild Íslands að ESB.
Jæja, þarna töluðu þingmennirnir eins og stjórnarþingmenn enda verður stutt að bíða þess að VG verði kasta á dyr ef Icesave lögin hafa verið samþykkt af forseta Íslands. Við getum svo deilt um það hvort það verði farsælt fyrir Ísland. Frost kyrrstöðunnar þarf hins vegar að þýða, um það getum við öll verið sammála. En hvort rétt sé að gera það með Ólínu og Árna Pál, sem fékk drottningarviðtal hjá Sigurjóni síðar í þættinum Á sprengisandi, leyfi ég mér að efast stórlega um.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, þurfti að verjast þremur í þættinum því enginn þarf að velkjast um vafa hvar Sigurjón Egilsson, starfsmaður Baugs, stendur í málinu. Hún benti á nokkrar staðreyndir. Í fyrsta lagi þurfum við Íslendingar að sækja rétt okkar í Icesave fyrir héraðsdómi ef Icesave lögin verða samþykkt! Ef ég skyldi Lilju rétt þá þurfum við að gera þetta til að Icesave reikningurinn hækki ekki um 40 milljarða. Þá kom fram hjá henni að Icesave samningurinn er jafnstöðusamningur, sem þýðir að okkar staða er sama og Breta og Hollendinga til þrotabús Landsbankans. Áhættan er hins vegar öll okkar megin! Í þætti Sigurjóns í morgun þá var Lilja sú eina sem ræddi um efnisatriði Icesave laganna en Ólína og Ragnheiður töluðu í frösum og voru með hræðsluáróður.
Ef Ólína og Ragnheiður, og Baugur, fá að ráða þá skrifar forseti Íslands undir Versalasamning okkar Íslendinga í dag. Þá mun vera víða fagnað af kúgurum Íslands hér á landi og erlendis. Sigurinn er þeirra. Ísland tapar.
![]() |
Forsetinn kominn að niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)