Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
,,Okkur datt í hug að kveikja í kirkju"
Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Börnum er bannað að fara með faðirvorið í skólum í borg Gnarr og Samfó og unglingum með djöflakrossa á rúntinum ,,datt í hug að kveikja í kirkju" - sem og þau gerðu. Þau rifu biblíur og sálmabækur, lögðu eld að og brenndu til grunna helga og forna kirkju eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Í sama blaði og þessar fréttir eru birtar þá lesum við ummæli frá hinum háværa minnihlutahóp trúleysingja, sem kenna sig við mannréttindi og siðmennt. Fulltrúar hópsins eiga ekki orð yfir þann mikla árangur sem náðst hefur í mannréttindum á Íslandi við það að banna börnum að fara með faðirvorið og lesa Nýja-testamentið í skólum Gnarrs og Samfó. Fögur er hlíðin - og sýnin, eins og fornkappinn vildi sagt hafa.
Ef langafar okkar og ömmur, eða jafnvel afar og ömmur, upplifðu tíma eins og þá sem við lifum nú þá tækju þau slíku ekki þegjandi. En það gerum við, hneykslumst kannski eitt andartak, en fléttum svo blaðinu um leið og við sötrum rándýrt Bónus-kaffið.
Jæja, það eru bara 24 dagar til hátíðar sem má sennilega ekki segja af hverju er haldin hátíðleg. Við verðum víst að virða mannréttindi og kunna góða siði, segja siðameistarar vinstri elítunnar.
Það er spurning hvort þetta myndi sleppa í gegnum ritskoðun í borginni?
![]() |
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ónýtt mál ónýtrar ríkisstjórnar
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Það virðist enginn ætla að styðja nýja frumvarpið hans Jóns Bjarnasonar um sjávarútvegsmál nema kannski ráðherrann sjálfur. Þó efast ég um það. Málið er ónýtt. Eitt af þungavigtarmálum vinstri stjórnarinnar er fokið á haf út. Þetta er enn einn sorglegur vitnisburður um þessa ógæfu ríkisstjórn sem hangir saman á hatrinu einu. Hatrinu á Sjálfstæðisflokknum. Forsætisráðherra grefur undan ráðherrum í ríkisstjórn sinni bæði heima og að heiman við hvert tækifæri. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þessi vantraustsyfirlýsing forsætisráðherra á eigin ráðherra er gott veganesti inn í framtíðina.
![]() |
Hefnd og pólitísk gíslataka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Benedikt velkominn í Sjálfstæðisflokkinn
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Benedikt Sigurðarson á Akureyri hefur vakið verðskulduga athygli fyrir baráttu sína fyrir hagsmunum almenning. Hér á ég við baráttuna gegn verðtryggingu og til að koma til móts við kröfur þeirra sem hafa staðið í skilum með húsnæðislán sín, en tapað aleigunni vegna stökkbreyttra lána og lækkunar á húsnæði. Ríkisstjórn Samfylking og Vinstri grænna ákvað að taka sér stöðu með fjármagneigendum og fjármálafyrirtækjum í stað þess að reisa skjaldborg um heimilin.
Og nú hefur Benedikt loksins gefið ríkisstjórninni með röngu forgangsröðina reisupassann. Það var tími til kominn. Það liggur beinast við að Benedikt skrái sig í Sjálfstæðisflokkinn, sem samþykkti á 40. landsfundi sínum að taka sér stöðu með almenningi í fyrrgreindum málum. Landsfundurinn samþykkti að færa niður höfuðustól húsnæðislána, hafnaði algjörlega ónýtu 110% leið ríkisstjórnarinnar, ASÍ og AGS, og hafnaði verðtryggingu á neytenda- og húsnæðislánum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að berjast með almenningi fyrir séreignastefnu í húsnæðislánum. Á mannamáli þýðir það að gera fólki kleyft að kaupa sér þak yifr höfuðið. Það ætla vinstri flokkarnir hins vegar ekki að gera eins og dæmin sýna, því miður.
![]() |
Segir sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hrægammarnir svífa yfir landinu
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Kínverska hlutafélagið fær ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar útlendinga á Íslandi og þá hriktir í stjórnarsamstarfinu. Kínverskir fjárfestir ætluðu að láta reyna á glufur í íslenskum lögum eða að láta stjórnmála- og embættismenn brjóta landslög. Það tókst ekki og þá eru kínversku kaupahéðnarnir hættir við. Þeir munu sækja á önnur mið þar sem stjórnvöld eru veikari fyrir en á Íslandi. En þetta tókst næstum því vegna veiklyndara íslenskra stjórnmálamanna sem telja það ennþá hlutverk sitt að greiða götu erlendra kaupahéðna. Það er ekkert nýtt en í hreinskilni sagt þá taldi ég að menn hefðu eitthvað lært af hruninu. Svo reyndist ekki vera, því miður. Það þýðir að almenningur á Íslandi þarf að vera á varðbergi aldrei sem fyrr.
Það var varið við því að í kjölfar hrunsins og aðkomu AGS þá kæmu erlendir hrægammar með fullar hendur fjár og vildu kaupa upp íslenska dali og auðlindir. Það hefur gerst alls staðar annars staðar og hví ekki hér? Svo var komið í einu Suður-Ameríku ríkinu að almenningi var bannað að safna regnvatni, vegna þess að erlendur auðhringur hafði keypt einkarétt af öllu vatni í ríkinu. Aðgangur að vatni var einkavæddur.
Hér er þessi þróun bara rétt að byrja. Ögmundur Jónasson kann að hafa stöðvað þetta að þessu sinni en hrægammarnir eru komnir með "blod på tannen".
![]() |
Huang Nubo er hættur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mun Kínverji sprengja stjórnina?
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Það er ótrúlegt að fylgjast með viðbrögðum samfylkingarkórsins við ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra. Ráðherra framfylgir lögum landsins eins og honum ber og þá springur allt í loft upp út af einum Kínverja. Viðbrögðin benda til þess að sumir séu þegar komnir í áramótafíling og vilji fá forskot á sæluna.
Sigmundur Ernir varð brjálaður á einu augabragði, Jóhanna er fúl á móti og Árni Páll er eitt stórt spurningarmerki. Þetta hlýtur að kalla á þrettándagleði hjá stjórnarandstöðunni.
Af öllum þeim erfiðu málum sem hafa komið upp í stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna þá skal það vera Kínverjinn sem setur allt í bál og brand. Það vekur upp spurningar um hvaða áhrif einn lítill Kínverji hefur í Samfylkingunni. Auðvitað vita allir sem vilja vita að það er ekki einn lítill Kínverji að baki þessari fjárfestingu, heldur eitt stór Kína. Þar liggur hundurinn grafinn.
Við ættum líka að reyna að fara að læra af sögunni. Við erum illa brennd eftir hrunið af samkrullu stjórnmálamanna og valdasjúkra viðskiptajöfra. Það getur verið eitruð blanda ef þessu er blandað saman í röngum hlutföllum. Ofsafenginn viðbrögð ráðherra og þingmenna Samfylkingar minna óþægilega á þessa tíma. Þau hafa ekkert lært. Þau ættu að kynna sér samskonar kínverskt fjárfestingarævintýri í Svíþjóð.
Á öllum tímum skiptir máli að þjóðin eigi ráðherra með bein í nefinu. Ráðherra sem verða ekki keyptir með fagurgala og fögrum loforðum. Ráðherra sem láta ekki undan þrýstingi kaupahéðna og fylgifiska þeirra. Ráðherra sem setja Íslendinga og framtíð Íslands í fyrsta sæti. Ráðherra sem eru fastir fyrir og og sjá lengra en nærsýnir og tækifærasinnaðir stjórnmálamenn, sem blakta eins og lauf í vindi. Ráðherra sem bera virðingu fyrir lögum og reglu. Ráðherra sem eru hugrakkir og heiðarlegir. Ögmundur Jónasson er þannig ráðherra.
![]() |
Brjáluð ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þitt eina land - Fósturlandsins Freyja
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Stundum ná orð ekki að segja það sem manni býr í brjósti. Þá er tónlistin guðsgjöf. Látum Fjallabræður tjá skoðun mína á sögulegri og hetjulegu ákvörðun Ögmundar Jónassonar. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Svona ákvörðun taka engir aukvisar. Til hamingju, Ísland.
![]() |
Beiðni Huangs synjað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orsakavaldur
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hefur breytt pólitísku landslagi á Íslandi. Þá þegar hann beitir sér af alefli verður pólitískur jarðskálfti. Ekki bara á Íslandi heldur um gjörvalla heimsbyggð. Fyrst gerði hann það í fjölmiðlamálinu árið 2004 og síðan í Icesave, ekki einu sinni, heldur tvisvar, og þá skalf fjármálaheimurinn. Þá má með sanni segja að framganga hans í útrásinni hafi einnig breytt landslagi íslenskra stjórnmála, og jafnvel víðar.
Í fjölmiðlamálinu urðu afskipti hans af harðri pólitískri deilu til þess að stjórnmálamenn misstu fótana og viðskiptajöfrum óx ásmegin. Það má færa rök fyrir því að það hafi síðar með einum eða öðrum hætti orsakað hrunið 2008. Vissulega varð misheppnuð einkavæðing bankanna til þess að samþjöppun í viðskiptalífinu varð eyðileggjandi. Blokkir mynduðust sem sköpuðu sér forskot í viðskiptalífinu vegna óhefts aðgangs að fjármagni. Bankarnir urðu einkabankar í orðsins fyllstu merkingu. Og þegar þessar viðskiptablokkir áttu banka, fyrirtæki, fjölmiðla, jafnvel stjórnmálamenn og forseta Íslands þá var fjandinn laus. Alla vega áttu útrásarvíkingarnir greiðan aðgang að þeim síðastnefndu, sem nýttu sér það til að komast inn á nýja markaði í hömlulausri útrás til helvítis. Forseti Íslands kom í veg fyrir að vilji löggjafans náði fram að ganga við að koma böndum á samþjöppun í viðskiptalífinu. Ákvörðun hans var eins og að kasta olíu á eldinn sem einkavæðing bankanna kveikti.
Og það er réttmætt að spyrja hvort höfundar stjórnarskrá Íslands hafi séð það fyrir að forseti Íslands gæti haft þau dramtísku áhrif á stjórnmál á Íslandi, eins og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hefur óumdeilanlega haft. Hann hefur fært til völdin og kallað fram atburðarrás í stjórnmála- og viðskiptalífi Íslendinga sem á sér ekki hliðstæðu.
![]() |
Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattlagt til dauða
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Það ætti ekki að koma nafna mínum á óvart að þessi ógæfu ríkisstjórn er skattaóð. Sigmundur Ernir stjórnarþingmaður orðaði það þannig í gær að breikka ætti alla skattstofna til að fá fleiri aura í kassann. Á mannamáli heitir þetta hækkun á sköttum. Í fyrra sagði hann að það væri komið að þolmörkum í skattheimtu. Ríkisstjórnin hans Sigmundar Ernis leitar uppi nýja skattstofna til að geta skattlagt allt sem hreyfist. Og það sem var skattlagt fyrir skal skattlagt til dauða.
![]() |
Ekki starfi sínu vaxinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óvitinn í efnahagsmálum hefur talað
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Össur sagði í yfirheyrslu hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á hruninu 2008 að hann hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum. Þannig afsakaði hann sig frá hruninu. Að vísu hafði Össur vit á því að selja stofnfé í sparisjóði á réttum tíma fyrir hrunið og græða 30.000.000 íslenskra króna (skrifa 30 milljónir) á einu augabragði.
En Össur var ekki lengi að kjafta sig aftur í ríkisstjórn eftir hrunið hvítþveginn sem engill. Enda með vottorð upp á fákunnáttu í efnahagsstjórn. Og nú talar hann tungum þegar kemur að efnahagsmálum. Hann hefur reiknað það upp á sitt einsdæmi að Ísland græði fúlgur á að taka upp Evruna. Miklu meira en hann græddi á sparisjóðnum um árið. Svo þegar hann er spurður um árgjald Íslands til Evrópusambandsins eftir aðild þá er ,,hann ekki alveg viss um það". Líklegt þó að Íslendingar verði ,,nettógreiðendur". Og þar sem hann veit ekkert þegar kemur að krónum og aurum þá ,,hefur hann trú á" að það verði á bilinu 1.000.000.000 til 3.000.000.000 íslenskra króna - nettó.
Nú er það vitað að Ísland skal greiða 15.000.000.000 íslenskra króna á hverju ári til Evrópusambandsins í skattfé. Miðað við fjárþörf Evrópusambandsins um þessar mundir þá getur þessi ,,tíund til konungs" aðeins hækkað. Íslendingar fá síðan eitthvað til baka samkvæmt flóknum styrkjareglum aðallega í landbúnaði, en ekki króna er föst í hendi. Og þetta skattfé skal greiða að sjálfsögðu í Evrum, strax frá fyrsta ári sem Ísland gerist aðili, en eins og við vitum þá geta liðið 5-10 ár þangað til Íslendingar fá að taka upp Evruna. Allt eftir því hve vel stjórnvöldum gengur að uppfylla hin ströngu Maastricht skilyrði í efnahagsmálum. Og við vitum að þar verður skipstjórinn á þjóðarskútunni maðurinn sem er óviti að eigin sögn á því sviði - sjálfur Össur Skarphéðinsson. Og flokksþrælarnir bugta sig og beygja fyrir kafteininum.
![]() |
Ísland verði nettógreiðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 24.11.2011 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skjaldborgin risin á Austurvelli
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
![]() |
Slæm umgengni á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)