Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Jón Ásgeir tók frá okkur strákana okkar

Á mađur ađ hlćgja eđa gráta? Veit ţađ ekki. Spaugstofan var sameign ţjóđarinnar en verđur ţađ ekki lengur. Hún seldi sig hćstbjóđanda. Ţá hefur ţjóđin bćđi misst handboltann og Spaugstofuna í hendurnar á Jóni Ásgeiri. Ţađ er svakalega svekkjandi ađ mađurinn sem skildi eftir sig um 1 000 milljarđa í skuldir hér og ţar og alls stađar leggi ţjóđarskútuna svo á hliđina ađ viđ höfum tapađ ţví sem sameinađ hefur ţjóđina í gleđi og sorg - strákana okkar í handboltanum og í Spaugstofunni. Niđurskurđurinn í RÚV er bein afleiđing af hruninu sem Jón Ásgeir átti stóran ţátt í ađ kalla yfir Ísland. Ađ vísu finnst föđur hans ósanngjarnt ađ búiđ sé ađ gera soninn ađ skúrki. En ćtli hann hafi bara ekki unniđ til ţess sjálfur óstuddur. Býst viđ ţví.

Og vegna ţessa ţá veit ég bara ekki hvort ég eigi ađ hlćgja eđa gráta.


mbl.is Spaugstofan á Stöđ 2
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fuglinn Fönix flýgur á vit nýrra ćvintýra

 

Jóhannes án Bónus flýgur eins og fuglinn Fönix úr brunarústunum og er endurfćddur. Bankinn og lánadrottnar sitja eftir međ skuldirnar í bónus. Og skjannhvítur fuglinn flýgur á vit nýrra ćvintýra og er ţakklátur guđinum Arion sem blés í hann nýjum lífsanda í ţágu réttlćtis, jafnrćđis og gegnsćis. 

Almúginn horfir vonaraugum á musteri Arions ţar sem ţađ gnćfir viđ himinn í allri sinni dýrđ. Mun almúginn njóta sömu blessunar og fuglinn Fönix, sem flaug syndlaus úr skuldusúpu sinni? Fćr ţjakađur almúginn líka digrann heimamund í skilnađargjöf ađ launum fyrir ađ rústa fjárhag heillrar ţjóđar í skjóli fákeppni og fjölmiđlaveldis?

Og hvernig skyldi hnefi og steingríma réttlćtisins bregđast viđ í höll drottningar Sannfylkingarinnar? Hvert fór andi hans og fjandi?


mbl.is Jóhannes hćttir hjá Högum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarskrá hverra?

Ţađ kćmi ekki á óvart ađ ţađ tćkist ađ skapa ólgu og ósćtti um endurskođun stjórnarskrárinnar. Ţađ ţarf ekki mikiđ til ađ koma. Fyrsta álitamáliđ er hve miklu á ađ breyta. Er ţetta heildarendurskođun í fagurfrćđilegum stíl eđa er ţetta heildarendurskođun á efni hennar. Er markmiđiđ ađ fínpússa hitt og ţetta svona eins og listamađur sem er ađ leggja lokahönd á meistarastykkiđ sitt. Eđa er markmiđađ ađ tćta stjórnarskránna í sig, jafnvel leggja hana alla til hliđar, og semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýđveldiđ frá grunni?

Og hver á svo ađ hafa dagskrárvaldiđ um hvađa ţćtti eigi endurskođa og í hvađa tilgangi? Eru ţađ stjórnvöld? Er ţađ undirbúningsnefndin? Er ţađ ţjóđfundurinn? Er ţađ alţingi götunnar? Er ţađ kannski menntaelítan í Háskólanum? Eđa er ţađ kannski forseti Íslands eđa biskupinn?

Og hver á svo ađ semja stjórnarskrána? Verđur fenginn til ţess nefnd lögfrćđinga sem túlkar sundurlausar hugmyndir eitt ţúsund ţjóđfundarfulltrúa? Eđa fćr stjórnlagaţingiđ ţetta verkefni í heimavinnu? Hvađa tilgang mun undirbúningsnefndin hafa ţegar undirbúningi er lokiđ? Verđur hún alls stađar og allt í kring?

Í undirbúningsnefndinni er fulltrúi sem vill stofna annađ lýđveldi Íslands. Svo er annar fulltrúi sem sagđi nýlega í fjölmiđlum ađ ekki ćtti ađ gera miklar breytingar á stjórnarskránni og fjallađi svo í stuttu máli hvađa breytingar helstar ćtti ađ gera. Já, ,,ég vill ganga minn veg og ţú vilt ganga ţinn veg", eins og söngskáldiđ orti. Og vegurinn ađ heiman er vegurinn heim. Og víst er ađ ,,Vegir liggja til allra átta, enginn rćđur för". Eđa hver mun ráđa för í ţessum leiđangri? Eđa verđur ţetta ferđ án fyrirheits eins og í ESB málinu? 

Spurningin sem skiptir meginmáli er einföld: Stjórnarskrár hverra verđur hún?

En eigum viđ ekki ađ vera bjartsýn og syngja međ Megas ....


mbl.is Engin ţörf á heildarendurskođun stjórnarskrár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland er komiđ inn í andyri Evrópusambandsins

Ţađ er erfitt ađ rökrćđa viđ fólk sem viđurkennir ekki raunveruleikann. Ţetta á viđ marga ţeirra sem bera ábyrgđ á ađildarferlinu ađ Evrópusambandinu.

Ţannig er ţađ öllum ljóst ađ ađlögun ađ Evrópusambandinu er hafin. Evrópusambandiđ sjálft talar um forađild eđa pre-accession. Í ţessum tilgangi er samin áćtlun ţar sem meginţćttir eru samningar um réttindi og skyldur en ekki síst samstarfsáćtlun sem neglir niđur markmiđ um umbćtur sem ađildarríkiđ ţarf ađ ná. Fjárhagstuđningur Evrópusambandsins er hluti af ţessari forađildaráćtlun. Allt ţetta kemur skýrt fram á heimasíđu Evrópusambandsins eins og bent hefur veriđ á ađ undanförnu af mörgum bloggurum svo sem Agli Jóhannssyni og Ísleifi Gíslasyni og í ágćtum fréttaskýringum í Morgunblađinu. Ţá hef ég veriđ ađ benda á ţetta í pistlum hér á vefsíđunni á annađ ár (sjá m.a. Teningunum kastađ, Ríkisstjórn Íslands fellst á ..., Ísland á hrađri leiđ ..., Nýfrjálshyggjubandalagiđ ESB, sem og m.a. í greinum í Bćndablađinu og í erindi sem ég flutti um ESB á Mýraeldahátíđ í vor. 

En Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra og sá ráđherra í ríkisstjórn sem ber ábyrgđ á ađildarferlinu öllu, segir ađ engin ađlögun sé í gangi. Ađ engu verđi breytt í stjórnsýslunni vegna ađildar ađ ESB fyrr en eftir ađ ţjóđin hafi samţykkt ađildarsamning í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Ţetta eru hans orđ. Hvern er hann ađ reyna ađ blekkja? Ţjóđina? Nei, ţví ţjóđin veit hvađ er í gangi? Samstarfsflokkinn? Já.

En hann er ekki ađ blekkja forystumenn Vinstri grćnna. Ţeir vita nákvćmlega hvađ er í gangi eins og kom fram hjá Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra. Nei, Össur er ađ halda blekkingarleiknum áfram gagnvart kjósendum Vinstri grćnna og ýmsum sjálfstćđismönnum sem telja ađ ţađ séu saklausar ađildarviđrćđur í gangi og ekkert annađ. Síđan sé bara hćgt ađ sjá hvađ er í pokanum og fara prúđbúinn á kjörstađ.

En ţá, ţegar Stephensen fjölskyldan fer prúđbúin á kjörstađ, ţá er forađildarferlinu lokiđ. Ţá hefur regluverk og stjórnsýsla Íslands veriđ ađlöguđ ađ kröfum Evrópusambandsins. Ţá er Ísland ađ sönnu reiđubúiđ ađ ganga inn í sambandiđ međ kostum ţess og göllum. Öđruvísi getur ađildarríkiđ ekki fariđ ađ ganga í takt viđ önnur ađildarríki.

Hvernig á framkvćmdastjórnin t.a.m. ađ geta haft eftirlit međ landbúnađarkerfinu hér á landi ef öll stjórntćki eru ekki til reiđu? Hvernig á ađ vera hćgt ađ greiđa út styrki til landbúnađar ef Ísland framfylgir ekki hinni sameiginlegu landbúnađarstefnu ESB (CAP)? Og hvernig á ađ vera hćgt ađ framfylgja sjávarútvegsstefnunni (CFP), sem er líka sameiginleg (common policy), ef öll stjórntćki og regluverk er ekki til stađar í ađildarríkinu? Hvernig á ađ Ísland ađ geta tekiđ fullan ţátt í starfi Evrópusambandsins ef viđ samţykkjum ekki né framfylgjum grundvallarkröfum ţess um ađild eđa acquis communautaire? Ţetta er kjarni málsins. Jú, vissulega getur ađildarríkiđ samiđ um ađlögunartíma 1-5 ár eđa svo, og um ţađ fjallar einmitt ađildarsamningur Íslands ađ Evrópusambandinu. Ekkert annađ.

Ísland er komiđ inn í andyri Evrópusambandsins og ţarf ađ gera sig klárt til ađ ganga í stofu.


Talar Sigurđur Einarsson í gegnum Össur?

Mikiđ hlýtur Sigurđur Einarsson, hinn ósnertanlegi, ađ hafa veriđ ánćgđur međ ţessi orđ Össurar. Interpolbrosiđ fer ekki af honum. Ţađ var eins og Sigurđur og ađrir Kaupţingsmenn hefđu ţarna talađ í gegnum Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra, fyrrum styrkţega ţeirra. Auđvitađ höfđu Kaupţingsmenn ekkert gert glćpsamlegt sem kallađi á ţessi viđbrögđ Breta. Auđvitađ hefđi ţessi efnahagslega árás ekki veriđ gerđ á Ísland af hálfu Breta ef Ísland hefđi veriđ i Evrópusambandinu. Ţetta eru söguskýringar Össurar og annarra Samfylkingarmanna. Söguskýringar sem smellpassa viđ söguskýringar fjárglćframannanna sem settu okkur rakleiđis á hausinn. En hvernig passar ţetta viđ vandlćtingu Samfylkingarinnar ţegar ţeir tala um ađ sjálfstćđissinnar kenni útlendingum um allt og ekkert? Eitthvađ hljómar ţetta í mín eyru falskt og hjákátlegt hjá utanríkisráđherra. Hann trúir ţví einlćglega ađ allir sem eru honum ekki sammála séu annađ hvort ađ misskilja allt eđa ţá ađ ţeir skilji ekki neitt í sinn haus.


mbl.is Efnahagsleg árás af hálfu Breta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölmiđlar fjárglćframanna ata embćttismenn auri

 

Fréttablađiđ ber blak af höfuđpaur hrunsins. Sigurđur Einarsson, ráđherrasonurinn og hinn ósnertanlegi, fćr forsíđuna og nokkrar blađsíđur ađ auki til ađ ráđast á opinberan embćttismann. Kunnuglegt stef frá Baugsmálinu ţegar opinberir embćttismenn voru orđnir glćpamennirnir en ekki öfugt. Sú atlaga peningaaflanna tókst fullkomlega og viđ eru ađ súpa seyđiđ af ţví í dag. Sigurđur vorkennir samstarfsmanni sínum Hreiđari Má ađ ţurfa hafa veriđ í einangrun í 12 daga og kennir vondum saksóknara um níđingsskap. En datt blađamanni ekki í hug ađ nefna ađ ástćđan var ađ Sigurđur Einarsson sjálfur á sökina á einangrunarvist samstarfsmannsins? Sigurđur neitađi nefnilega ađ koma til landsins í 90 daga og komst upp međ ţađ. Í raun hefđi ţurft ađ halda samstarfsmönnum hans í einangrun ţangađ til nćđist í höfuđpaurinn. Ţá einangrun hefđi mátt skrifa á reikning Sigurđar. En sérstakur saksóknari gafst upp og Sigurđur sigrađi. Hann kom svo til landsins sigri hrósandi. Hér er hann kominn vel vopnađur gagnrökum eftir langan undirbúning og eftir samtöl lögfrćđinga hans viđ samstarfsmennina, sem sátu í einangrun fyrir hann á Íslandi. Víst er ađ ekki skortir hann fé.

Síđan vita Kaupţingsmenn og ađrir fjárglćframenn ađ ţeir geta notađ fjölmiđla sína óspart til ađ ata opinbera embćttismenn auri ađ vild. Láglaunađir embćttismennirnir geta ekki svarađ fyrir sig á sama vettvangi. Sigurđur og gengi hans vita líka ađ dómsstólar ráđa ekki viđ ađ dćma í málefnum skipulagđrar glćpastarfsemi. Lögfrćđingastóđ ţeirra kann ađ teygja lopann og veit hvar smugurnar liggja í réttarkerfinu. Ţeir vita líka ađ nú geta ţeir talađ ađ vild enda Eva Joly fjarri góđu gamni og á leiđ í forsetaframbođ í Frakklandi. Ţeir vita einnig ađ vinstri stjórnin sem lofađi ađ hreinsa til og koma á réttlćti er rúin trausti og vinnuţreki. Ţeir vita ađ öfl innan Samfylkingarinnar og Sjálfstćđisflokksins undirbúa myndun nýrrar ríkisstjórnar af kappi. Og ţeir vita einnig ađ óhćtt er orđiđ ađ allir styrkţegarnir ţeirra í gegnum árin á öllum stigum ţjóđfélagsins geta nú fariđ ađ spinna ađ nýju. Til hamingju Ísland! 


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögđum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru mennirnir brjálađir?

Ţeir stjórnmálamenn sem taka ákvarđanir um geggjađar hćkkanir eins og ţessa á tímum eins og ţessum eru harđbrjósta. Á almenningi hafa duniđ hćkkanir stanslaust frá hruni. Skattar hafa hćkkađ. Vöruverđ hefur hćkkađ. Ţjónustugjöld hafa hćkkađ. Íbúđalán hafa fariđ hamförum. Allt á sömu bókina lćrt. Á sama tíma eru fjöldauppsagnir og ţeir sem halda vinnu ţurfa ađ taka á sig kjaraskerđingar. Landflótti er skollinn á.

Og ţá stígur Samfylkingin fram í bođi Besta flokksins og hćkkar orkuverđiđ um ţriđjung! Já, segi og skrifa um 30% og ţetta ku vera bara byrjunin. Ţađ hefur ţćr afleiđingar ađ íbúđalán landsmanna fara í nýjar hćđir í einu vetfangi. Eru mennirnir brjálađir? Ţađ er ekkert annađ orđ yfir ţetta. Bera ţeir ekkert skynbragđ á umhverfiđ? Hver er veruleiki stjórnmálamanna sem leyfa sér ţennan munađ?

Ţađ er sagt ađ á krepputímum ţá leyfi stjórnmálamenn sér ţann munađ ađ stjórnast af bölsýni. Okkur vantar stjórnmálamenn sem ţora ađ standa međ fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn sem bera hag almennings fyrir brjósti fyrst og síđast en ekki stofnana eđa stjórnmálaflokka. Kaldur raunveruleikinn er nefnilega sá ađ fólkiđ í landinu ţolir ekki meira. Ţađ er ekkert lengur af ţví ađ taka. Stjórnvöld - ríki og sveitarfélög - geta tekiđ glórulausar ákvarđanir um hćkkanir á álögum í glćstum húsakynnum út í hiđ óendalega í ţeirri von ađ ţćr skili einhverju ţegar upp er stađiđ. Ţađ er tálsýn en á sama tíma mannvonska. Ţetta kallast ofbeit á sveitamáli og mundi sömuleiđis flokkast undir illa međferđ á skepnum.   

Ćtli ţetta sé ekki 'the closest thing to crazy' ţó Katie Melua syngi hér um öllu fallegri hluti.


mbl.is 28,5% hćkkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgarstjóri brosir og skemmtir sér

Borgarstjóri brosir og sýnir auđmýkt frammi fyrir kjósendum sínum. Svo sendir hann ţeim ţriđjungs hćkkun á orkureikningnum. Fyrir kosningar vissi hann varla hvar Orkuveitan var til húsa en nokkrum mánuđum síđar dundar hans sér viđ ađ senda bakreikninga á línuna. Í dagbók sinni kvartar hann yfir töffaragangi og hroka í Sjálfstćđismönnum. Hann vill frekar fá-lćti og fjör í galskapin. Helst vildi hann ađ allir dagar vćru gleđidagar svo hann gćti klćtt sig upp viđ hćfi. Borgarstjórinn skrifar hins vegar ekkert um sjokkerandi gjaldskrárhćkkun á alla landsmenn enda er ekkert fyndiđ viđ ţađ.  


mbl.is Sýni auđmýkt en fć töffaragang á móti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blekkja, hnekkja og svekkja

Blekkja, hnekkja og svekkja eru orđin einkunnarorđ ónefndra ráđherra. Allt á ađ vera faglegt, heiđarlegt og gagnsći hafiđ yfir allan vafa. Allt upp á borđi í orđi en ekki á borđi. Ráđherra vill láta skipa vin sinn sem forstjóra Íbúđalánasjóđs en fćr ekki. Ţá er bara ađ hnekkja ákvörđun löglegrar stjórnar. Svo er ađ blekkja almenning og loks eru allir hćfu umsćkjendurnir, sem ţvćlast fyrir ráđherranum, svekktir. Ásta H. Bragadóttir gerir rétt í ţví ađ taka ekki lengur ţátt í ţessum blekkingarleik. Ţađ stefnir í enn eitt klúđriđ í embćttisfćrslu félagsmálaráđherra.


mbl.is Ásta dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarsamstarf byggt á blekkingu. Samfylkingin leitar ađ nćsta fórnarlambi

Vćri ekki rétt ađ senda skeyti til Brussel og spyrja hvor ráđherrann í ESB ríkisstjórninni hefđi rétt fyrir sér? Ţá ţyrfti ekki ađ deila meira um ţađ.

Ef Össur hefur rétt fyrir sér ţá getur stjórnsýslan slappađ af nćstu 2-3 árin eđa ţangađ til ađildarsamningur hefur veriđ samţykktur af ţjóđinni. Sem verđur vonandi aldrei. Ef Össur hefur aftur á móti rangt fyrir sér, sem hann hefur örugglega, ţá er hann algjörlega óhćfur ađ stýra ađildarferlinu sem er í gangi. Hann veit ţá ekkert hvađ er í rauninni í gangi! Viđ gćtum ţá allt eins fengiđ Magnús bróđur hans til ađ taka viđ keflinu. Stćkkunarstjóri ESB sat ađ ţessu sinni ekki viđ hliđ Össurar til ađ sussa á spunann í kallinum eins og í Brussel um daginn.

Ef Jón Bjarnason hefur rétt fyrir sér ţá hefst ađlögunarferliđ strax í nćsta mánuđi međ rýnifundum (screening) međ fulltrúum ESB hér og ţar í stjórnsýslunni. Í framhaldinu sćkja íslensk stjórnvöld um styrki til ESB í ţeim tilgangi ađ ađlaga regluverkiđ ađ grunnregluverki ESB. Um grunnregluverk ESB verđur ekki samiđ ef einhver skyldi hafa haldiđ ţađ. Ađildarríkiđ skal lúta ţví í einu og öllu enda sótti ţađ (ţ.e. Ísland) um ađ gerast ađili ađ ESB en ekki öfugt. Međ ađildarumsókn sinni samţykkti ríkisstjórn Íslands grunnregluverk ESB ţ.m.t. sameiginlega landbúnađarstefnu og sjávarútvegsstefnu sambandsins. Flóknara er ţađ nú ekki.

Ég vona ađ ráđherrar Samfylkingarinnar hafi upplýst samstarfsflokkinn um ţetta. Ef ekki ţá er ţetta ríkisstjórnarsamstarf byggt frá upphafi á blekkingu. Viđ ţví geta VG ađeins gert eitt. Spurningin er hins vegar hvort Samfylkingin verđur búinn ađ mynda stjórn međ Sjálfstćđisflokknum áđur en VG átta sig á muninum á réttu og röngu.


mbl.is Sótt um styrki til ađ breyta stjórnsýslunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband