Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Viđ búum í villta vestrinu

I. kapítuli 

Ţađ er ekki laust viđ ađ mađur fái á tilfinninguna ađ viđ séum stödd í villta vestrinu. Ţannig fengu vildarvinir stjórnmálablokkanna ríkisbankana á silfurfati og ýmis stöndug ríkisfyrirtćki í leiđinni. Vildarvinirnir stóđu allt í einu uppi međ fangiđ fullt af peningum. Síđan hafa fyrirtćki á smávörumarkađi og víđar fengiđ ađ sölsa undir sig markađinn og skapađ sér einokunarstöđu eđa í besta falli fákeppnisstöđu á markađi. Samhliđa voru einkavinavćddu bankarnir rćndir innan frá um hábjartan dag fyrir framan nefiđ á yfirvöldum. Yfirvöld beindu ekki einu sinni blinda auganu ađ gjörningnum heldur gerđu allt sem í ţeirra valdi stóđ međ bćđi augun opin til ađ auđvelda ţeim verknađinn. Allar gagnrýnisraddir voru síđan ţaggađar niđur eđa gerđar ótrúverđugar í fjölmiđlum sem brugđust gjörsamlega skyldu sinni enda flestir í eigu ,,bankarćningjanna". Um allt ţetta getum viđ lesiđ um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis. William Black, sérfrćđingur í fjárglćpum, taldi ţó ađ gleymst hefđi ađ skrifa niđurlag skýrslunnar um ađ hér hefđi viđgengist skipulögđ glćpastarfsemi og međhöndla ćtti eigendur bankanna sem ótýnda glćpamenn, eins og var gert í Bandaríkjunum.

II. kapítuli

Og nýlega voru gengistryggđu lánin dćmd ólögleg. Ţannig hefur veriđ stunduđ ólögleg lánastarfsemi í stórum stíl á Íslandi í um 10 ár. Allir í stjórnkerfinu virđast hafa vitađ ţetta en enginn gerđi neitt. Afsökun kerfisins er akkúrat ađ enginn annar hafi gert neitt! Ţannig sagđi Valgerđur, ráđherrann hans Halldórs Ásgrímssonar, sem bar ábyrgđ á viđskiptum í landinu ţegar ólöglega lánastarfsemin hófst ađ hún hafi alltaf vitađ ađ ţetta vćri kolólöglegt en hún hefđi ekki gert neitt ţví enginn hefđi spurt hana um ţetta á Alţingi Íslendinga! Flottari afsökun verđur varla fundinn á sögulegum tíma.

En ţó ađ Hćstiréttur hafi kveđiđ upp sinn dóm ţá vilja sumir ekki viđurkenna niđurstöđuna. Allt eins og í villta vestrinu. Dómurinn talar sínu máli en ţykir íţyngjandi fyrir lögbrjótinn. En ađ ţessu sinni er lögbrjóturinn ekki vesćll snćrisţjófur heldur voldugir vogunarsjóđir, en ţeirra er mátturinn og dýrđin.  

III. kapítuli

Og ţannig hófst hafafríiđ í kringum Hćstaréttardóminn. Ríkisstjórnin, sem á Íslandsmet í ađ lýsa yfir hve vel undirbúin hún er fyrirfram, hefur hoppađ og skoppađ um allar bjána grundir ráđvillt og tvísaga. Fyrst sagđist hún ekki ćtla ađ gera neitt og kom ţađ svo sem ekki á óvart. Ţađ var hefđbundiđ. Síđan flutti láglaunamađurinn í Seđlabankanum heimsdagsspá um afleiđingarnar ef Hćstaréttardómurinn yrđi túlkađur lántakendum í vil, ţ.e.a.s. almenningi. Ţađ var nóg fyrir Gylfi viđskiptaráđherra til ađ hvetja til ađgerđa í ţágu lánveitenda, ţ.e.a.s. fjármagnseigenda. Ef ţađ yrđi ekki gert, sagđi ráđherrann, ţá fćri hér allt til helvítis og var ekki laust viđ ađ Gylfi hefđi fundiđ taktana frá ţví hann ţrumađi yfir vanhćfu ríkisstjórninni á Austurvelli í Búsáhaldabyltingunni. Ţetta kallast ađ tala tungum tveim. En auđvitađ er ríkisstjórninni vorkunn ađ hafa svo strangt yfirvald sem AGS. AGS hefur talađ og Steingrímur J. mun ađ sjálfsögđu hlýđa ađ vanda. Pétur Blöndal er síđan sjálfum sér samkvćmur í ađ verja hagsmuni fjármagnseigenda, sem hann kallađ ađ vísu mun fallegra orđi - sparifjáreigendur. Auđvitađ sýnir almenningur ţessum bođskap skilning á krepputímum ţegar allar krónurnar úr launaumslaginu fara í lífsins nauđsynjar og hagstćđu íslensku húsnćđislánin. Auđvitađ ţarf ađ verja allan sparnađinn sem fjölskyldurnar í landinu leggja til hliđar í hverjum mánuđi. Auđvitađ á ađ taka fleiri krónur af skuldugum fjölskyldum til ađ verja stöđu sparifjáreigenda, sem er minnihlutahópur á Íslandi. Ţetta er spurning um mannréttindi í villta vestrinu.  

Skrifađ, Hólum í Hjaltadal 


mbl.is Segir „sveiattan" viđ málflutningi Gylfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţrengir stöđu Samfylkingarinnar

Eftir landsfund Sjálfstćđisflokksins er stefnan alveg hrein og klár. Ekkert smábarn getur misskiliđ hana. Sjálfstćđisflokkurinn telur ţađ ekki ţjóna hagsmunum Íslands ađ gerast ađili ađ Evrópusambandinu. Punktur. Ţetta hefur alltaf legiđ fyrir. Meirihluti Evrópunefndar allra stjórnmálaflokka komast ađ ţessari niđurstöđu fyrir ađeins ţremur árum síđan. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi og landbúnađi hafa komist ađ ţessari sömu niđurstöđu ítrekađ á undanförnum árum. Í dag eru mikill meirihluti landsmanna á ţessari sömu skođun. Í ríkisstjórn Íslands ćtlar annar stjórnarflokkurinn ađ berjast gegn ađildarsamningi viđ ESB! Og á undanförnum mánuđum höfum viđ horft á risavaxin vandamál Evrópusambandsins um alla álfuna ţar sem ađalađdráttarafliđ - evran - er í tilvistarkreppu. Límiđ í Evrópusambandinu - Ţjóđverjar - hafa snúiđ baki í Evrópusamrunann og eru ekki aflögufćrir lengur. Allt er á sömu bókina lćrt.

Ályktun landsfundar Sjálfstćđisflokksins hefur svo sannanlega ekki ţrengt stöđu Sjálfstćđisflokksins. Ţađ er hárrétt mat hjá Einari K. Guđfinnssyni, sem reyndar vildi vísa tillögunni til ţingflokksins til ađ halda friđinn viđ brúarsmiđina til Samfylkingarinnar. En ályktunin hefur ţrengt stöđu Samfylkingarinnar og VG hefur ráđ ríkisstjórnarinnar í hendi sinni. Áđur gátu forystumenn Samfylkingarinnar hrćtt VG međ vísun í brúna, sem ađildarsinnar í Sjálfstćđisflokknum, voru ađ byggja í ţágu Össurar og félaga. Nú hefur ţeirri smíđi veriđ hćtt snarlega. Ályktun landsfundarins um ESB hefur ţannig veikt stöđu ESB-ađildarsinna hvar sem ţeir finnast og leynast. Vinstri stjórnin lifir varla af sumariđ úr ţessu. Ţví ćttu allir sannir sjálfstćđismenn ađ fagna.

Ólafur Ţ Stephensen, ritstjóri Fréttablađsins sem Jón Ásgeir réđi til starfa, reynir ađ espa landsmenn upp á móti frumatvinnuvegum ţjóđarinnar. Ţađ er og hefur alltaf veriđ háttur Bónusverja. Hann kallar allt ţađ fólk sem hefur atvinnu af sjávarútvegi og landbúnađi ţröngar sérhagsmunaklíkur. Hann gefur í skyn ađ hagsmunagćslumenn ţessarar atvinnugreina beri ábyrgđ á ályktun landsfundar Sjálfstćđisflokksins um ađ draga umsókn Íslands ađ ESB tafarlaust til baka. En hann veit vel ađ ţađ var ungur sjálfstćđismađur Hallgrímur Viđar Arnarson, Kópavogsbúi og félagi í Sambandi ungra sjálfstćđismanna, sem á heiđurinn af ţví ađ ţessi ályktun náđi fram ađ ganga. Ţađ voru ekki fulltrúar sjómanna né bćnda ţví flestir ţeirra höfđu fallist á málamiđlunartillögu nefndarinnar sem samţykkti stjórnmálaályktunina sem var lögđ fyrir landsfundinn. En Fréttablađiđ hefur ekki áhuga á sannleikanum ef hann ţjónar ekki hagsmunum eigenda blađsins.


mbl.is Ţrengir ekki stöđu Sjálfstćđisflokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvor er meiri lýđrćđisflokkur - Sjálfstćđisflokkurinn eđa Samfylkingin?

Ef Bjarni Benediktsson hefđi fengiđ rússneska kosningu til formanns Sjálfstćđisflokksins ţá hefđu andstćđingar Sjálfstćđisflokksins, stjórnmálaflokkar og fjölmiđlar, velt sér upp úr ţví alla vikuna. Stađreyndin er sú ađ Bjarni var endurkjörinn međ öruggum meirihluta í lýđrćđislegri kosningu á landsfundi. Landsfundarfulltrúar höfđu val um tvo sterka einstaklinga og 62% ţeirra endurkusu Bjarna Benediktsson sem formann. Kjör formanns var hluti af ţeirri lýđrćđisvakningu sem hefur orđiđ í Sjálfstćđisflokknum. Sama er ađ segja um góđa kosningu varaformanns ţar sem Ólöf Nordal fékk stuđning 70% fulltrúa. Sjálfstćđisflokkurinn hefur á ađ skipa glćsilegri sveit kvenna í trúnađar- og ábyrgđarstörfum og nćgir ţar ađ nefna auk Ólafar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Unni Brá Konráđsdóttur, Ragnheiđi Elínu Árnadóttur og Ragnheiđi Ríkharđsdóttur, sem var einmitt fundarstjóri landsfundarins. Ţađ var vel viđ hćfi og tímabćrt ađ jafnréttisstefna var í fyrsta skipti samţykkt fyrir Sjálfstćđisflokkinn enda full ţörf á ađ tryggja stöđu karla í stjórnum og nefndum í framtíđinni!

Forysta flokksins hafđi kjark og ţor til ađ brjóta upp fundarformiđ međ virku málefnastarfi fyrri dag landsfundarins ţar sem allir landsfundarfulltrúar, um eitt ţúsund talsins, fengu ađ tjá sig og taka ţátt í stefnumótun. Sumum íhaldssömum fannst nóg um en flestir voru sáttir viđ ţessa tilraun sem tókst framar vonum. Forysta flokksins hefur nú í höndum ţennan dýrmćta afrakstur og ţađ verđur í ţeirra höndum ađ nýta sér hann til ađ styrkja stöđu flokksins á međal kjósenda. Ţađ er einmitt ţetta sem fólkiđ í landinu hefur veriđ ađ kalla eftir. Ađ fá ađ koma skođunum sínum á framfćri og ađ á ţađ sé hlustađ. Ţađ var gert á landsfundi Sjálfstćđisflokksins um helgina. Ţetta eru ný vinnubrögđ og í fullu samrćmi viđ vonir okkur um Nýja Ísland. Landsfundinum var sjónvarpađ beint, allt var eins opiđ og lýđrćđislegt og kostur var.

Á sama tíma var Samfylkingin međ fund. Ţar var ákveđiđ ađ loka fundinum. Hvorki almennir félagar í Samfylkingunni, fjölmiđlar né ađrir landsmenn fengu ađ fylgjast međ fundinum. Síđan er samţykkt einkennilega stuđningsyfirlýsing viđ Jóhönnu Sigurđardóttur sem formann Samfylkingarinnar ađ rússneskum siđ. Ţarf ađ samţykkja slík stuđningsyfirlýsingu á hverjum fundi í Samfylkingunni? Ţetta er nú allt gagnsćiđ. Ţetta er nú allt lýđrćđiđ. Ţetta kallar Samfylkingin ađ hafa allt upp á borđinu.  


mbl.is Bjarni kjörinn formađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ fer ţá enginn neitt

Ađ mörgu leyti er hćgt ađ taka undir ţessi orđ Ragnheiđar Ríkharđsdóttur, ţingmanns Sjálfstćđisflokksins. En ađ öđru leyti alls ekki. Auđvitađ er óţarfi ađ sundra flokksmönnum. Ţađ vill enginn. Og auđvitađ er málamiđlun ólíkra afla nauđsynleg ef ţessi ólíku öfl hyggjast starfa saman. En stjórnmálaflokkur sem er ekki međ skýra stefnu í grundvallarmáli eins og ađildinni ađ Evrópusambandinu hann er sundurţykkur í sjálfu sér og stenst ekki tímans tönn. Sá flokkur sem veit ekki hvort hann er ađ fara til hćgri eđa vinstri hann er ónýtur. Ţess vegna hefur evrópustefna Sjálfstćđisflokksins frá síđasta landsfundi veriđ honum dragbítur og gert hann ótrúđverđugan í augum kjósenda. Núna hins vegar hafa sjálfstćđismenn rétt kúrsinn í ţessum mikilvćga málaflokki sem og í ýmsum öđrum. Ţađ mun reynast farsćlt til lengri tíma litiđ. Ţađ er nefnilega svo ađ ólík öfl sem hafa andstćđa skođun á grundvallarhagsmunamálum ţjóđarinnar rúmast ţví miđur ekki í eina og sama flokknum. Ţeir sem reyna málamiđlun innan stjórnmálaflokka í svona grundvallarstefnumál sjá ekki heildarmyndina og í hjörtum ţeirra hefur hugsjónaeldurinn kulnađ. Ţannig voru ţađ ungir sjálfstćđismenn, fullir eldmóđi og baráttuvilja, sem stóđu ađ ţessari ESB tillögu og eiga allan heiđur af afgreiđslu hennar. Sjálfstćđisflokkurinn ţarf ekki ađ kvíđa framtíđinni međ ţetta kraftmikla fólk innan sinna rađa.

Ţađ er hćgt ađ hafa ólíkar skođanir og áherslur á mörgum málefnum. Ţađ er hćgt ađ hafa mismunandi skođanir á leiđum ađ sameiginlegum markmiđum. En í svona stóri máli eins og hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu ţá verđur ţađ alltaf flokkum fjötur um fót ađ hafa liđsmenn innan sinna rađa ţar sem einn vill fara í austur en hinn í vestur. Ţađ fer ţá enginn neitt.


mbl.is Óţarfi ađ sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđisflokkurinn ţorir!

Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ og er stćrsta lýđrćđishreyfing landsmanna. Ţađ sannađist í dag á Landsfundi Sjálfstćđisflokksins ţegar á annađ ţúsund sjálfstćđismenn af öllu landinu komu saman og leiddu smá sem stór mál til lykta međ lýđrćđislegum hćtti. Stjórnmálaályktun hafđi veriđ tekin saman á sérstökum fundi á landsfundinum, sem var ćtlađ ađ sjóđa saman stjórnmálaályktun fundarins. Ţar urđu mestu átökin um ESB tillöguna sem lág fyrir fundinum ađ draga umsókn Íslands ađ ESB til baka. Reyndar verđur ađ segjast eins og er ađ ţessi fundur var ekki auglýstur í dagskrá sem fundargestir fengu og ţess vegna fór hann framhjá mörgum ţar á međal undirrituđum. Einar Kristinn Guđfinnsson, alţingismađur, stjórnađi fundinum sem örugglega hefur veriđ vandasamt verk vegna ţess skamma tíma sem ćtlađ var til ţessarar vinnu. Ţetta tókst ţó ađ ţví er virtist í ţokkalegri sátt međal annars vegna ágćtrar vinnu Ásdísar Höllu, fyrrverandi bćjarstjóra Garđabćjar.

Eftir međferđ í fyrrgreindri nefnd hafđi hin skýra tillaga um ESB veriđ vötnuđ út verulega í ţeim tilgangi ađ ná málamiđlun milli ţorra sjálfstćđismanna og fárra ađildarsinna. Mjög langt var gengiđ í ađ ná málamiđlun viđ ađildarsinna enda virđist svo vera ađ ţeir hafi hótađ öllu illu ef ekki yrđi orđiđ viđ kröfum ţeirra. Nóg er ađ minnast á hótanir Sveins Andra Sveinssonar, lögfrćđings, og Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablađsins, fyrir landsfundinn. Á landsfundinums sjálfum var ljóst ađ forysta flokksins hafđi gengiđ mjög langt í ađ verđa viđ kröfum ađildarsinna. Ţađ sást í mjög einkennilegum, svo ekki sé sterkar ađ orđi komist, ađdraganda ţess ađ hćgt vćri ađ bera tillögu Hallgríms Viđars Arnarsonar frá Kópavogi undir atkvćđi landsfundarins. Fyrst fékk Einar Kristinn ađ koma í rćđustól, eftir ađ mćlendaskrá hafđi veriđ lokađ, til ađ hvetja til ţess ađ tillagan yrđi ekki samţykkt og vísađi í málamiđlunartillögu í fyrirliggjandi tillögu um stjórnmálaályktun. Jafnframt fékk Bjarni Benediktsson, formađur flokksins, ađ koma í kjölfariđ til ađ lýsa yfir stuđningi viđ málsmeđferđ Einars Kristins. Ţegar ljóst var ađ hinn skeleggi flutningsmađur tillögunar Hallgrímur Viđar gaf sig ekki ţá kom Einar Kristinn fram međ tillögu um ađ málinu yrđi vísađ til ţingflokksins! Ţá var landsfundargestum nóg bođiđ og var púađ á ţessi vinnubrögđ. Landsfundargestir felldu síđan tillögu háborđsins um ađ vísa málinu til ţingflokksins međ ţorra atkvćđa og samţykktu síđan tillögu Hallgríms Viđars ađ gera ţá skýlausu kröfu ađ umsókn Íslands ađ ESB yrđi dregin til baka. Ţorri fundargesta risu úr sćtum og klöppuđu og létu ţađ ekki á sig fá ţegar Benedikt Jóhannsson, helstu ađildarsinni ESB í Sjálfstćđisflokknum, í félagi viđ annan gengu út úr fundarsalnum. Sjálfstćđismenn ákváđu ţar međ ađ hćtta öllu málamiđlunarmođi í ESB málum og senda skýr skilabođ til kjósenda um hvar Sjálfstćđisflokkurinn stendur í afstöđunni til ađildar Íslands ađ ESB. Eftir daginn í dag á enginn ađ velkjast í vafa um ţađ lengur.

Á sama tíma voru Vinstri grćnir ađ samţykkja á flokksráđsfundi sínum tillögu um ađ klappa Samfylkingunni á bakiđ í viđleitni ţeirra ađ koma Íslandi međ hrađi inn í ESB. Grasrótin í VG ţorđi ekki ađ taka harđa afstöđu og hlýddu eins og ţrćlar svipuhöggum ađildarsinna í Samfylkingunni og í forystu VG. Grasrótin í Sjálfstćđisflokknum ákvađ hins vegar ađ fylgja hjartanu og sannfćringunni í afstöđu sinni og gjöra ţađ sem rétt er fyrir ţjóđina og framtíđina. Háborđiđ á landsfundinum sýndi ţví miđur dómgreindarskort í afgreiđslu ţessarar tillögu sennilega í ţeim tilgangi ađ halda ađildarssinnum góđum. Ţeir létu ţannig undan hótunum og svipuhöggum ađildarsinna í flokknum og utan flokksins. Vinnubrögđ ţeirra virtust hafa ţann eina tilgang ađ hunsa skýran vilja landsfundarfulltrúa. Ţađ tókst sem betur fer ekki. Ég er hins vegar viss um ađ endurnýjuđ forysta átti sig fyrr en síđar á nýju landslagi í stjórnmálum á Íslandi. Ţađ hefur orđiđ lýđrćđisvakning á međal ţjóđarinnar. Fulltrúar á landsfundi Sjálfstćđisflokknum sýndu mikinn styrk og siđferđisţrek í dag. Nú ţarf forystan bara ađ hlusta, ţjóna og tileinka sér auđmýkt frammi fyrir fólkinu. Hlutverkin hafa snúist viđ. Sjálfstćđismenn geta veriđ stoltir og boriđ höfuđiđ hátt í dag. Ţeir sögđu í dag: ,,Viđ ţorum, og látum ekki hrćđa okkur frá ţví, ađ taka réttar ákvarđanir í ţágu ţjóđarinnar!" Lýđrćđisvakning hefur átt sér stađ í Sjálfstćđisflokknum. Línur hafa skýrst í íslenskum stjórnmálum. Til hamingju sjálfstćđismenn!


mbl.is Vilja draga umsókn til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ slökkva alla von sem vaknar

Ráđherrar í ríkisstjórn Íslands virđist vera ţađ kappsmál ađ slökkva alla von sem vaknar. Međ dómi Hćstaréttar vaknađi von hjá ţúsunda heimila sem hafa ekki séđ fram úr skuldavanda sínum. Sama er ađ segja um fjölmörg fyrirtćki og sveitarfélög. Nú vćri hćgt ađ rísa undan fargi stökkbreyttu skuldanna og taka til hendinni viđ uppbyggingu nýja Íslands. Von vaknađi um ađ skapa fleiri störf, meiri hagvöxt og verđmćtasköpun.

En fljótt dró ský fyrir sólu. Ráđherrar og ţingmenn úr stjórnarliđinu voru mćttir á stađinn međ bölbćnir og vonleysishjal. Ţeir hafa gert allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ slökkva vonina og sá sektarkennd í huga almennings í landinu, eins og ţessi frétt um Gylfa viđskiptaráđherra, er ágćtt dćmi um. Ţađ er orđiđ mannskemmandi ađ horfa upp á ţetta verđ ég ađ segja. Hvernig á fólkiđ í landinu ađ öđlast trú á framtíđina međ ţessa óláns ríkisstjórn viđ völd?


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Má seđlabankastjóri taka stöđu gegn almenningi?

Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, já ţessi sem var svikinn um launahćkkunina sína, hvatti ríkisstjórnina ađ taka boltann á lofti og skjóta í markiđ. Markiđ í hans huga var mark almennings. Síđan naut hans ţess ađ strá salti í sáriđ međ ţví ađ hćtta viđ ađ lćkka stýrivexti til ađ ná sér niđur á almenningi vegna dóms Hćstaréttar, sem féll ,,röngu megin" ađ áliti Seđlabankans og viđskiptaráđherra. Okurvextir Seđlabankans halda öllu atvinnulífi landsmanna í heljargreipum. Svo skal vera áfram.

Embćttismađur í ţjónustu borgaranna hvatti sem sagt stjórnvöld ađ taka stöđu gegn almenningi í landinu. Og enginn fjölmiđill hrópađi upp af forundran ađ embćttismađur vćri ađ skipta sér ađ stjórnmálum. Ekki einu sinni Morgunblađiđ! Og nú hefur komiđ í ljós vankunnátta ţessa ćđsta manns í peningamálastjórn landsins. Í gćr sagđi hann ađ bankarnir myndu ekki ţola ađ greiđa samningsbundna vexti. Í dag sögđu sömu bankarnir ađ ţeir ţoldu ţađ víst! Almenningur hlýtur ađ sofa rólega á nóttinni međ svona seđlabankastjóra sem hvorki veit á hvađa launum hann var ráđinn né hvert ţanţol banka landsmanna er.


mbl.is Taka stöđu gegn almenningi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dómurinn skapar réttlćti

Stjórnmálamennirnir okkar ćttu ađ huga meira ađ réttlćti fyrir almenning en minna ađ réttlćti til handa fjármagnseigendum og fjárglćframönnum. Fyrsta sem velferđarráđherranum datt í hug var ađ sjálfsögđu ađ dómur Hćstaréttar myndi fćra fólkinu réttlćti og peninga. Ţeim datt ađ sjálfsögđu ekki í hug ţađ vćri ţeirra hlutverk ađ skapa réttlćti og jöfnuđ í ţjóđfélaginu. Ţađ er hlutverk fjármálastofnana ef marka má orđ ráđherrans nú sem fyrr. Viđskiptaráđherranum, sem aldrei var kosinn af ţjóđinni - heldur ráđinn af stjórnmálaelítunni, finnst líka dómurinn ranglátur. Honum finnst ekki sanngjarnt, frekar en Merđi Árnasyni, Pétri Blöndal og Má Guđmundssyni, ađ létta skuldabyrđinni af fólkinu í landinu. Ţađ skal fá ađ ţola meira og meira af álögum, kaupmáttarrýnum og skuldabyrđi - réttlátum sem stökkbreyttum.

En ţetta er víst ríkisstjórn vinstri manna. Er ţađ ekki alveg á hreinu?


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bankarnir eiga bágt - en fólkiđ ekki

Auđvitađ veit Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, allt um gjafir og fórnir. Mađurinn sem fórnađi sér fyrir Ísland. Mađurinn sem hafđi 8 milljónir í laun á bankakontór í Sviss en gaf eftir rúmlega 6 milljónir til ađ fá ađ vera ađalkarlinn í Svörtuloftum. Fórnargjöf hans til ţjóđar sinnar. Svo voru menn ađ röfla yfir einhverjum hundrađ ţúsund körlum. Og vel ađ merkja ţetta voru mánađarlaunin, ekki árslaunin.

Og auđvitađ veit Már Guđmundsson, sem allir í hinum alţjóđlega seđlabankaheimi ţekkja ađ eigin sögn, ađ íslensku bankarnir ţola ekki ađ bjóđa almenningi lánakjör eins og ţekkjast í öllum hinum siđmenntađa heimi. Ţetta er mađurinn sem sagđi fyrir nokkrum vikum ađ einn af ţessum bönkum gćti ţess vegna fariđ á höfuđiđ daginn eftir án ţess ađ hann vissu nokkuđ um ţađ. En í dag veit hann allt um afkomu ţessara sömu banka og í dag gerđist hann sérlegur talsmađur ţeirra og hagsmunagćslumađur. Ţannig gat hann sagt međ fullri vissu ađ bankarnir myndu ţola ţađ ef ţeir fengju einhliđa ađ hćkka vexti gengistryggđu bílalánin úr 3% í 8%, eđa um meira en um 160%, en fćru á höfuđiđ ef lánin bćru ţá vexti sem ţeim bćri. Já, bankarnir eiga bágt - en fólkiđ ekki.

Og ţannig hafa ţeir gömlu félagarnir úr Alţýđubandalaginu gefiđ tilskipun til ríkisstjórnarinnar - hann og Mörđur Árnason. Nú á ţriđji félaginn Árni Páll Árnason, velferđarráđherrann sem líka var félagi í sama bandalagi alţýđunnar, ađ taka boltann á lofti og skora mark, eins og seđlabankastjórinn sagđi á blađamannafundinum í Svörtuloftum í dag. Ţađ hefur veriđ sótt ađ almenningi stöđugt frá hruninu, fátt er lengur fólkinu til varnar og seđlabankastjórinn krefst ţess ađ stjórnvöld geri út um leikinn međ marki.

Ţetta er allt samkvćmt formúlunni eins og ég skrifađi ţegar dómur Hćstaréttar var uppkveđinn. Stjórnvöld og fjármagnseigendur međ dyggri ađstođ fjölmiđla ţyrftu ađ fá ráđrúm til ađ kokka ranglćtiđ ofan í alţjóđ ....

Já, ţađ er ný og gömul saga ađ samhljómur sé á milli stjórnmálanna og viđskiptalífsins. Á ţeirri sögu er aldrei óvćntur né hamingjusamur endir. Nćsti kapítuli hefst síđan eftir helgi ţegar ţessir sömu ađilar hafa náđ óađfinnanlegur samhljómi í ţágu fjármagnseigenda. Ţann samhljóm ţarf ađ fínstilla međ fjölmiđlum til ađ almenningur heyri ekki hinn undirliggjandi falska tón.

Ţađ er ađ takast međ miklum ágćtum.


mbl.is Hefđu lćkkađ vexti meira
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Borgiđ okurlánin aumingjarnir ykkar!"

Ţađ er ekki ađ spyrja ađ ţví ţegar kommúnistar eru annars vegar. Fyrsta bođorđiđ er ađ jafna kjörin niđur á viđ. Keyra alla niđur á lćgsta plan en ekki ađ koma öllum uppá hćrra plan. Hugsjóninni um jöfnuđ, réttlćti og brćđralag er snúiđ á hvolf í anda Orwell.  

Stundum mćtti halda ađ stjórnarliđum vćri ekki sjálfrátt í ađ keyra ţjóđina niđur í eymd og volćđi. Mörđur hlýtur ađ fá klapp á bakiđ frá fjármagnseigendum fyrir ţessa vasklegu framgöngu í ţágu erlendu vogunarsjóđanna, sem sagt er ađ eigi helstu fjármálastofnanir landsmanna. Svona stjórnmálamenn ţarf ekki ađ styrkja fyrirfram.

Mörđur virđist gleyma ţví ađ skattpíndur og skuldaţjakađur almenningur fékk á sig stökkbreyttar skuldir á einni nóttu. Ţađ varđ forsendubrestur. Ţá fćrđust milljarđar frá skuldurum til lánveitenda. Grét Mörđur ţá í samúđarskyni međ fólkinu í landinu?

Og ekki bara almenningur heldur allt atvinnulífiđ sem er ađ fótum komiđ. Rótgróin fyrirtćki í eigu vammlausra eigenda hafa veriđ keyrđ í ţrot af lánastofnunum af algjöru miskunnarleysi og skammsýni. Alţjóđ hefur horft upp á hvernig heiđarleg athafnaskáld í viđskiptalífinu til fjölda ára hafa veriđ brotin niđur í beinni útsendingu ţannig ađ mađur tárađist međ viđmćlendum. Á sama tíma fá fyrirtćki útrásargosanna ađ lifa á styrkjum. Í DV í dag er svo sagt frá persónulegum og hörmulegum afleiđingum af ţessari okurlánastarfsemi, sem Hćstiréttur hefur dćmt ólöglega. Ekket mun bćta ţann skađa. Hvar var samúđ ţingmannsins međ ţessu fólki?

Ţađ er enginn ađ tala um ţađ ađ fólk eigi ekki ađ borga til baka ţá peninga sem ţađ fékk ađ láni í íslenskum krónum međ vöxtum. En ađ okra á fólki - hvort sem ţađ er međ stökkbreyttum gjaldeyrislánum eđa verđbólgnum krónum í formi verđtryggingar - ţađ kallast okurlánastarfsemi, og slíkt er syndsamlegt samkvćmt kristilegu siđferđi. Viđ eigum ekki ađ sćtta okkur viđ slíka starfsemi lengur. Viđ höfum ekki lengur efni á ađ keyra fólkiđ í landinu í ţrot međ okurlánastarfsemi. Nú er ađ mál ađ linni.

En Mörđur Árnason, stjórnarţingmađur, öskrar á fólkiđ: ,,Borgiđ okurlánin aumingjarnir ykkar! Annađ er ekki sanngjarnt!"


mbl.is Vill verđtryggingu á lánin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband