Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Mammonsfjall sem minnisvarđi um óhóf og grćđgi

Íslendingar, og allur heimurinn, fylgist međ kennslustund í jarđeđlisfrćđi í beinni útsendingu. Gosiđ hefur nú stađiđ í 11 daga. Og á 11 degi ţá opnađast ný sprunga öllum á óvörum. Hún hefđi getađ opnast fjćr eđa nćr fyrri sprungunni. Ennţá er heppnin međ okkur ţví sprungan hefđi getađ opnast undir jökli eđa vakiđ Kötlu eftir aldarsvefn.

Áfram halda ţessar náttúruhamfarir ađ vera saklaust gaman, sem betur fer, og draga ađ ferđamenn alls stađar ađ úr heiminum. Ţjóđin gaus af innbyrđi reiđi á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. Landiđ gaus af innbyrđi ,,reiđi" fyrir 11 dögum síđan eđa 18 mánuđum eftir hruniđ. Og ađ sjálfsögđu rennur hraun í Hrunagil ofan í Hruná. Og ţannig mun nýja fjalliđ sem myndast vera eilífur minnisvarđi um heimsku mannanna sem kunnu sér ekki hóf í grćđgi og hégóma. Nafn viđ hćfi á nýja fjallinu vćri ţví Mammonsfjall.

Ţannig eru örlög ţjóđarinnar og landsins samofin sem fyrr og verđa ekki slitin í sundur. Miđađ viđ ţessa framvindu vćri ráđlagt fyrir ferđafólk ađ halda sig í öruggri fjarlćgđ frá gosstöđvunum enda getur allt gerst undir jökli.

 


mbl.is Sprungurnar líklega nátengdar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sprunga sem opnađist fyrir nokkrum dögum?

Er ţetta ekki sama sprungan og mér sýndist ađ hefđi opnast 24. mars sl.? Ég sé ekki betur. Ţetta er ţá upphafiđ af hraunstraum niđur í Ţórsmörk eftir Hvannárgili ţví gosiđ er langt frá ţví búiđ ađ ljúka sér af. Mér finnst fólk taka ţessum náttúruhamförum međ allt of mikilli léttúđ.  
mbl.is Ný sprunga hefur opnast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Orđ skulu standa

Hvađ hyggst ríkisstjórn Íslands gera međ ţessi ófullnćgjandi svör framkvćmdastjóra Alţjóđagjaldeyrissjóđsins? Er Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn alvörusjóđur eđa bara handrukkari Breta og Hollendinga vegna einkaskuldar? Icesave snýst um ađ gera upp skuldir viđ einkabanka en ekki skuldir ríkissjóđs. Ţađ er óumdeilt. Eđa hefur Kahn veriđ sagt eitthvađ annađ?

Hvernig getur ţá alţjóđlegur gjaldeyrissjóđur, sem Ísland var stofnađili ađ, lofađ efnahagsađstođ viđ sjálfstćtt ríki ákveđiđ svo bara si svona ađ ganga bak orđa sinna? Íslensk stjórnvöld treystu á ađstođ sjóđsins og sömdu í samvinnu viđ sjóđinn efnahagsáćtlun til bjargar Íslandi. Ţar skipta tímasetningar sköpum. Ţar skiptir sköpum trúverđugleiki í hinum harđa heimi fjármagnsins. Fjármagniđ er óţolinmóđur og harđur húsbóndi. Ţađ ćttu stjórnendur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins ađ vita bestir manna. Ţess vegna er ţađ algjörlega óásćttanleg hegđun alţjóđastofnunar, sem vill láta taka sig alvarlega, ađ lofa ríki ađstođ en veita hana ekki. Á mannamáli er ţetta kallađ svik. Ţessi undanbrögđ skađa orđstír Íslands en ekki síđur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins.

Ríkisstjórn Íslands á ekki ađ láta ţetta yfir sig ganga. Hún verđur ađ berja í borđiđ ţannig ađ eftir verđi tekiđ í alţjóđakerfinu. Orđ skulu standa.


mbl.is Ísland kann ađ skorta stuđning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Öfugmćli ársins

Ćtli ţetta verđi ekki ađ teljast til öfugmćla ársins hjá Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, ađ ţađ megi ekki sleppa sundurleysisfjandanum lausum. Honum var fyrir löngu sleppt lausum af stjórnvöldum og sigađ á ţjóđina.

Vinstri stjórnin á ekki ein sök á ţeim verknađi. Sundurleysisfjandinn lék lausum hala viđ einkavinavćđinguna ţegar einkavinir ţáverandi stjórnvalda fengu bankana í ,,forgjöf" í fákeppni skuldakónga. Ţá fengu ţessir vildarvinir og verndarar stjórnmálaelítunnar ađ vađa inn í óskabörn ţjóđarinnar á skítugum skónum og hirđa gulliđ og á sama tíma safna himinháum skuldum. Stjórnmálaelítan skapađi skuldakóngunum kjörađstćđur međ lágum sköttum og sýndareftirliti. Fjármunir streymdu úr landi til skattaparadísa í skjóli Bresku krúnunnar. Fyrirlestrar voru haldnir á Hótel Holti fyrir fjáđa gróđapunga sem tímdu ekki ađ borga lögbođna tíund til ţjóđfélagsins sem ól ţá. Ţá var fjandinn laus ţegar stjórnvöld ,,lífguđu" viđ 350 milljarđa af ,,dauđu fjármagni" í sjávarútvegi međ framsali og veđsetningu aflaheimilda og fćrđu fáum ađ gjöf skilyrđislaust. 

Og svo tóku Steingrímur og Jóhanna viđ keflinu. Bankarnir voru endurreistir á grunni ţeirra gömlu. Í skjóli nćtur voru ţeir einkavćddir og ekki einu sinni Wikiléki veit hver á ţá. Ţađ gćtu ţess vegna veriđ fjárglćframennirnir sem hlupu frá skuldunum sínum til útlanda í felur. Sumir ţeirra fengu fyrirtćkin sín aftur međ ríkisafslćtti í bođi vinstri stjórnarinnar. Ólafur Elton John fékk ađ sigla frá skuldum sínum og fékk ađ halda skipi og áhöfn. Bónusfeđgar eru áfram ósnertanlegir, fákeppaáfram og reka Stjórnartíđindi eins og ekkert hafi í skorist. Á sama tíma blóđmjólka ný einkavćddu bankarnir hinn almenna skuldara í nafni réttlćtis og jöfnuđar.

Sundurleysisfjandinn hefur svo sannanlega veriđ magnađur upp af vinstri stjórninni. Ţau kunna ţá list betur en ađrir ađ slíta í sundur friđinn. Ţannig var byrjađ á ađ kljúfa ţing og ţjóđ í herđar niđur međ umsókn í ESB. Ţannig varđ fjandinn laus í frumatvinnuvegum ţjóđarinnar sem höfđu lifađ af hruniđ. Síđan var sundurleysisfjandinn laus međ Icesave samningnum hans Svavars. Ekki sér enn fyrir endann á ţeim ófriđi. Síđan voru skattar hćkkađir svo vinstri stjórnin stćđi undir nafni. Jú, allar vinstri stjórnir sleppa skattafjandanum lausum á ţegna sína! Almenningur ţrćlir sér út til ađ greiđa skuldir og skatta. Og svo til ađ fullkomna verkiđ ţá var sćdjöflinum sleppt lausum á sjávarútveginn. Ríkisstjórnin kann svo sannanlega ađ búa til raunveruleg vandrćđi og ţarf enga hjálp til ţess. 

Og svo kemur Steingrímur J. fram sem saklaus skóladrengur og mćlir ţessi ódauđlegu orđ:

Nóg er af raunverulegum vandrćđum á Íslandi ţó ađ viđ séum ekki ađ rembast viđ ađ búa ţau til sjálf. ....

Viđ ţurfum á öllu öđru ađ halda núna en ţví ađ hleypa sundurlyndisfjandanum lausum. Ţurfum á öllu öđru ađ halda viđ Íslendingar en ađ magna upp ţann fjanda.

Fáránleikinn gerist ekki betri verđ ég ađ segja. Ţađ er jafn fáránlegt ađ enda ţetta međ japönskum söng ...


mbl.is Sundurlyndisfjandann má ekki magna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bandaríkjamenn gengu út en Norđmenn og Danir sátu sem fastast

Ríkisstjórn Íslands hlýtur ađ senda Hillary Clinton, utanríkisráđherra Bandaríkjanna, skeyti hiđ fyrsta til ađ ţakka henni fyrir ađ halda merki Íslands á lofti. Ţađ hefđu ekki allir stjórnmálamenn leikiđ ţetta eftir Hillary ađ ganga út af mikilvćgum alţjóđlegum fundi ţar sem sátu fulltrúar olíuríkja eins Rússlands, Noregs og Kanada. Enn og aftur sýnir ţetta okkur Íslendingum hverjir eru okkar raunverulegu vinir í alţjóđamálum. Ţađ eru ekki Norđurlöndin ţegar á reynir. Ţađ sáum viđ í Icesave deilunni. Nei, ţađ eru Bandaríkjamenn sem enn og aftur sýna vinahug sinni í verki og standa vörđ um hagsmuni Íslands. Ţađ gerđu ţeir margoft á eftirstríđsárunum og í dag sýndu ţeir Vínlendingar ađ ţeir hafa ekki alveg gleymt Víkingaţjóđinni.

Ţađ er viđ hćfi ađ heiđra Hillary međ baráttusöng lýđveldissinna í Bandaríkjunum... The Battle Hymn of the Republic -- međ all svakalegri myndasyrpu:


mbl.is Yfirgaf norđurhjararáđstefnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnlyndir Samfylkingarsmalar međ merki ESB á lofti

Ef ţingmenn VG eru kettir hvađ eru ţingmenn Samfylkingarinnar ţá? Mýs eđa menn? Vćntanlega menn sem smala köttum ţó ég hafi nú aldrei vitađ til ađ slík smalamennska vćri til. Hefđi Jóhanna ekki frekar átt ađ tala um ađ smala sauđfé? Og hafi ţá átt viđ hiđ frćga villifé, ţví öđru fé er auđveldara ađ smala til byggđa ef smalar eru góđir. En getur kannski veriđ ađ ţađ komi styggđ ađ sauđfénu ţegar sést til vígalegra Samfylkingarsmala međ ESB merkiđ hátt á lofti? Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ íslenska sauđkindin hafi vit á ađ forđast slíka reiđmenn enda frćg fyrir sjálfstćđan vilja og vit sem hefur haldiđ lífi í henni frá upphafi Íslandsbyggđar.

Já, viđ skulum vona ađ sjálfsstćđissinnarnir í VG haldi sig áfram fjarri byggđ í öruggri fjarlćgđ frá stjórnlyndum smölum Jóhönnu og Össurar. Ţađ mun tryggja áframhaldandi byggđ á Íslandi í nćstu 1100 ár eđa svo. 


mbl.is VG rćđir ummćli forsćtisráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđskrum í bođi Vilhjálms II og sćdjöfulsins

Samfylkingin reynir hvađ hún getur ađ ná vopnum sínum ađ nýju. ESB leiđangurinn er kominn út í mýri og móa. Icesave sprengjan sprakk í höndunum á ţeim. Skjaldborgin varđ hvorki fugl né fiskur. Vinstri stjórnar draumurinn breyttist í martröđ. Byltingin í Seđlabankanum sem átti ađ gera ţetta musteri Mammons sjálfstćtt, faglegt og laust viđ pólitísk áhrif hefur boriđ ţann ávöxt ađ ţjóđin situr uppi međ pólitískasta Seđlabankastjórann frá stofnun bankans. Og ţarf ţá mikiđ til. Samfylkingin ćtlađi ađ skapa ţúsundir starfa m.a. í stóriđnađi en einu störfin sem hafa orđiđ til eru ađstođarfólk í kringum ráđherra, sem ţurfa helst ađ vera vinir eđa vinkonur ţeirra. Slíkar einkavinaráđningar eru faglegar ef vinstri menn eiga í hlut en spilling ef hćgri mönnum dettur slík firra í hug. Afleiđingin er m.a. ađ Jóhanna, leiđtogi ţeirra, hefur falliđ af stalli sem vinsćlasti stjórnmálamađur ţjóđarinnar.

Spunameistarar Samfylkingarinnar um ađ gera Íslands hluta af ESBhafa ţví haft um nóg ađ hugsa ađ undanförnu. En sem fyrr ţá kom atvinnudúettinn Villi og Gylfi ţeim til hjálpar á síđustu stundu. Vilhjálmur Egilsson, framkvćmdastjóri SA, vaknađi loksins af stöđugleikasvefni hinna réttlátu, en ađ vísu á röngum tímapunkti. Skötuselurinn vakti hann skyndilega og kann ţađ ađ vera vegna hins rétta heiti ţessarar kjaftstóru skepnu sem er víst sćdjöfull. Slíkir fiskar valda alltaf djöfulgangi hvar sem ţeir sjást. Hugsunarlaust hljóp Villi út á torg og öskrađi sem lögreglan forđum - GAS GAS. Og betra tćkifćri gátu spunameistararnir ekki fengiđ og hafa nýtt sér ţađ óspart. Og kirsuberiđ var sett á rjómakökuna á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar međ ályktun um ađ ţađ fari fram ţjóđaratkvćđagreiđsla um íslenska fiskveiđistjórnkerfiđ. Hvorki meira né minna. Ţađ á ađ snúa hnífnum í sárinu.

Ţađ er hins vegar hárrétt hjá Magnúsi Hafsteinssyni, fyrrverandi ţingmanni, ađ ţessi samţykkt er hámark lýđskrumsins eins og kom fram á vefsíđu hans. Spurning hefđi allt eins getađ veriđ ţannig: Viltu betra fiskveiđistjórnkerfi í ţágu almennings? Getur einhver veriđ á móti ţví? Jóhanna og Steingrímur hljóta ađ sitja heima í ţessari atkvćđagreiđslu líka ţví ţađ er í raun bara einn valkostur á kjörseđlinum ef ţeirra eigin rök eru notuđ. Ţetta kallast víst gálgahúmor hjá spunameisturunum.

Já, ţađ eru slegnar pólitískar keilur í bođi Vilhjálms II en ţeir Vilhjálmarnir í Sjálfstćđisflokknum kunna ađ skora sjálfsmörk í mark flokksins međ stćl. Samfylkingin hefur auđveldlega unniđ ţessa lotu. Ţökk sé Sćdjöflinum.


mbl.is Samfylkingin vill ţjóđaratkvćđi um fiskveiđistjórnunarkerfiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kaldar kveđjur til sjávarútvegsins

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, getur alveg haldiđ rífandi stemmingarrćđur á flokksstjórnarfundum Samfylkingarinnar um ađild ađ ESB til ađ halda ţeirri fylkingu saman. Ţađ hafa örugglega margir félagar klappađ ákaft fyrir rćđu hennar ţegar hún sendi kaldar kveđjur til forsvarsmanna útgerđarfyrirtćkja. Ţannig sagđi hún í dag:

Ég hef hins vegar enga samúđ međ ţví hvernig útgerđarmenn hafa ráđskast međ kvótann á undanförnum árum, leigt hann, selt hann, veđsett hann, braskađ međ hann og stundađ glćfraspil međ fjármuni úr sjávarútveginum í óskyldum greinum. Allt á grundvelli sameignar ţjóđarinnar sem ţeim hefur veriđ trúađ fyrir. Nú standa ţeir uppi stórskuldugir og ţurfa ađ eigin sögn á 100 milljarđa króna afskriftum ađ halda til ţess ađ geta haldiđ fyrirtćkjunum gangandi.

Í ţessari stöđu eiga menn ekki ađ leggjast í áróđur og blekkja fólk til stuđnings viđ sig. Menn eiga ađ hverfa frá villu síns vegar og setja mál í ţann sáttafarveg sem ríkisstjórnin hefur reynt ađ stýra ţeim í. Útgerđarmenn hafa svarađ öllum tillögum stjórnvalda međ hótunum. Ţađ er stundum stór á ţeim kjafturinn eins og á skötuselnum.

Sannanlega hafa sumir útgerđarmenn, ađallega fyrrverandi útgerđarmenn, átt skiliđ ađ fá ţessa skammarrćđu. Sannanlega hefur frelsi án ábyrgđar leikiđ okkur grátt - frelsi fárra sem ţeir misnotuđu til ađ skađa allan fjöldann. Frelsi sem ţeim var trúađ fyrir. Fjármunum sem ţeim var trúađ fyrir og ţeir hafa sóađ. Ţetta eiga sjálfstćđismenn ađ viđurkenna og lćra sína lexíu til ađ slíkt gerist aldrei aftur á ţeirra vakt. 

Ţađ voru nefnilega stjórnmálamenn sem ,,trúđu" útgerđarmönnum fyrir frelsi án ábyrgđar. En voru ţađ sjálfstćđismenn sem bera alla ţá ábyrgđ? Nei, ţađ var vinstri stjórn sem bjó til kvótakerfiđ í sjávarútvegi. Ţađ var vinstri stjórn sem setti lög um framsal aflaheimilda sem var undirrót ţess vanda sem viđ glímum viđ í dag. Og Alţýđuflokkurinn, sem Jóhanna var lengi varaformađur í, var í stjórn međ Sjálfstćđisflokknum ţegar veđsetning kvótans var leyfđ af stjórnvöldum. Ţađ voru stjórnmálamenn sem settu reglurnar og umgerđina sem einkaađilar nýttu sér í eigin ţágu innan ramma laganna. Samfylkingin myndađi einnig ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokknum áriđ 2007 án ţess ađ gera neina sérstaka kröfu um uppstokkun á ţessum kerfi. Ábyrgđ vinstri manna er ţví mikil og ţeir geta ekki endurritađ söguna til ađ koma ţeirri ábyrgđ yfir á ađra. 

Ţađ er ţess vegna ekkert annađ en pólitískur loddaraskapur Jóhönnu ađ koma nú fram ţegar líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláţrćđi og berja sér á brjóst sem gyđja réttlćtisins. Vissulega gáfu Samtök atvinnulífsins ríkisstjórninni upplagt fćri á ţessu útspili eftir ađ Vilhjálmur Egilsson hafđi skorađ enn eitt sjálfsmarkiđ međ ţví ađ segja upp stöđugleikasáttmála, sem löngu var dauđur og grafinn, međ saklausum skötusel, eins og ég hef bent á fyrr. Ţessi afleikur Vilhjálms er ótrúlegur og mun skyggja á raunverulegar ástćđur fyrir uppsögn sáttmálans ţví stjórnarliđar munu alltaf benda á aumingja skötuselinn og vinna áróđursstríđiđ. Spunameistarar stjórnarinnar hoppa hćđ sína af ţorragleđi vegna ţessa.

En viđ lifum í nútíđinni og ţurfum ađ skapa okkur framtíđ á grunni hennar. Ţess vegna ţjónar ţađ engum tilgangi ađ berja međ refsivendi í útgerđarmenn sem róa nú lífróđur til ađ bjarga sjávarútvegsfyrirtćkjum um allt land. Ţeir eru einnig fórnarlamb hrunsins eins og flestir landsmenn. Ţađ ţarf ađ nást sátt, en ekki ađ slíta sundur friđinn, um framtíđarskipan sjávarútvegsins milli fólksins í landinu og ţeirra sem hafa í dag afnot af ţessari sameiginlegu auđlind ţjóđarinnar.


mbl.is Athugađ hvort hćgt er ađ auka aflaheimildir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nú er bara tímaspursmál hvenćr Samfylkingin sparkar Vinstri grćnum

Jóhanna Sigurđardóttir er loksins komin niđur á jörđina. En veruleikinn sem blasir viđ henni er ekki fagur. 

Samfylkingin fór í ríkisstjórn međ Vinstri grćnum međ opin augu ađ ég hélt. Hún vissi fyrirfram um andstöđu Vinstri grćnna viđ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ađ vísu náđi Samfylkingin ađ beygja Steingrím J. og fylgisveina og konur í ţví máli fyrir síđustu alţingiskosningar. Steingrímur og félagar héldu ţví bara leyndu fyrir kjósendum sínum fram yfir kosningar. Samfylkingin vissi líka um andstöđu Steingríms og félaga viđ Icesave en náđi ađ uppfrćđa ţau um ,,sannleikann" í ţeim málum ađ sögn Steingríms sjálfs. Andstađa hans var bara blađur út í loftiđ sem tókst snarlega ađ ţagga niđur međ ,,heimalćrdómi" og lestri rétttrúnađarfrćđa Icesave sinna. Jóhanna og félagar vissu einnig um andstöđu Vinstri grćnna viđ atvinnuppbyggingu međ stóriđju og virkjunum. Nýting náttúruauđlinda var í bannorđabóki Vinstri grćnna í góđum félagsskap orđa eins og hernađarlegar varnir, skattalćkkanir og frelsi einstaklinga. En vissulega vissi Jóhanna ekki um ađ Vinstri grćnir vćri tvíflokka og ađ Steingrímur Jóhann vćri ekki leiđtogi alls flokksins.

Á móti áttu Vinstri grćnir ađ vita um hömlulausa ást Samfylkingarinnar á Evrópusambandinu nema ţeir vćru ţess meiri grćningjar. Ást sem skyggđi á allt annađ. Ást sem fćr Samfylkinguna ađ ganga eld og brennistein bara til ađ gera Ísland ađ hluta Evrópusambandsins. Skítt međ skjaldborgina. Skítt međ Icesave drápsklyfjarnar. Skítt međ afarkosti AGS. Skítt međ fjárglćframennina. Já, og skítt međ Vinstri grćna eins og Jóhanna bođađi núna á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um ađild Íslands ađ ESB.

Nú eru góđ ráđ dýr. Allt bendir til ţess ađ Samfylkingunni takist ekki ađ koma Íslandi inn í fyrirheitalandiđ - vegna andstöđu sjálfstćđissinna í hinum stjórnarflokknum. Á sama tíma eru ađildarsinnarnir Vilhjálmur Egilsson, Benedikt Jóhannesson og Ţorsteinn Pálsson ađ byggja sáttabrú á milli ađildarsinna í Samfylkingunni. Ţar á ađ kosta öllu til. Nýr ritstjóri hefur veriđ ráđinn ađ Stjórnartíđindum Ólafur Stephensen, ráđinn af Jóni Ásgeiri leiđtoga Baugsverja, og á nú ađ skrifa Íslendinga inn í Evrópusambandiđ - alveg eins og tókst ađ skrifa Íslendinga inn í hruniđ. Ţađ á ađ skrifa Samfylkinguna og Sjálfstćđisflokkinn saman í nafni alţjóđahyggju.

Ţađ vita ţađ allir ađ Sjálfstćđisflokkurinn er síđasta vígiđ sem ţarf ađ vinna. Ţađ hafđi nćstum ţví tekist ef hruniđ hefđi ekki komiđ til. Ţá risu almennir flokksmenn um allt land upp á landsfundi flokksins fyrir ári síđan og sögđu hingađ og ekki lengra! Síđan hafa ađildarsinnar innan flokksins veriđ ađ sleikja sár sín súrir og svekktir og ekki getađ sćtt sig viđ lýđrćđislega niđurstöđu á landsfundi Sjálfstćđisflokksins, sem hefur ćđsta og síđasta orđiđ í stefnumótun flokksins.

Samfylkingin, eđa allaballarnir í ţeirri fylkingu, voru ekki lengi ađ sparka Sjálfstćđismönnum úr ríkisstjórn til ađ bjarga eigin skinni. Ţeir verđa jafnfljótir ađ sparka Vinstri grćnum ef ţađ hentar ţeim í pólitískri refskák til ađ koma Íslandi inn í ESB. Undirbúningurinn er hafinn.   


mbl.is Ósamstađa VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frost kyrrstöđunnar

Ţađ er skađleg tálsýn hjá Gylfa og öđru Samfylkingarfólki ađ tala niđur krónuna í endurreisninni. Ţetta er sama viđhorfiđ og var ríkjandi í viđskipta- og stjórnmálalífinu fyrir hrun. Vissulega ţarf ađ treysta grunninn og bćta stöđugleikann en krónan spilar ţar ekki ađalhlutverkiđ til ađ koma hér lífi í efnahagslífiđ ađ nýju. Ţađ ţarf ađ rjúfa kyrrstöđuna sem vinstri stjórnin hefur kallađ yfir ţjóđfélagiđ. 

Ţann 25. apríl á kjördag varađi ég viđ ţví ađ nú gerđist ţađ sem Jón Ţorláksson, verkfrćđingur og fyrsti formađur Sjálfstćđisflokksins, varađi viđ á sínum tíma ţegar vinstri menn sćtu viđ völd. Ţetta hefur ekkert breyst frá ţví Sjálfstćđisflokkurinn var stofnađur áriđ 1929 til ađ bođa hér frjálslynda stefnu ţar sem ,,hver einstaklingur fćr fullt frjálsrćđi til ađ nota krafta sína í viđleitninni til sjálfsbjargar, öđrum ađ skađlausu".  Um andstćđinga Sjálfstćđisflokksins sagđi Jón hins vegar og hljómar ţađ nú kunnuglega:

Andstćđingar ţessarar stefnu eru ţeir menn, sem vilja láta félagsheildina eđa ríkisvaldiđ setja sem fyllstar reglur um starfsemi einstaklinganna, banna margt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Ţeir gćta miđur ađ hinu, ađ um leiđ og einstaklingurinn er sviptur frelsinu, ţá er venjulega ţar međ kćfđ löngun hans til ađ beita kröftunum og frost kyrrstöđunnar fćrist yfir ţjóđlífiđ. 

Allt hefur ţetta nú gengiđ eftir ţví miđur.


mbl.is Gylfi: Ţurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband