Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Við áramót: Lærðum við eitthvað af hruninu?

Ekki fór það að Davíð Oddssyni tækist ekki að stela senunni þetta árið sem fyrri ár. Þegar Davíð talar þá hlustar þjóðin. Sumir hlusta betur en aðrir. Sumir heyra bara hávaða og ekkert hrellir Samfylkingarfólk meira en þessi pólitíski andstæðingur þeirra. Hann var sestur í helgan stein í Seðlabankanum en með skyndilagasetningu á Alþingi tókst Jóhönnu og Steingrími J. að henda honum út í pólitíska foraðið að nýju eins og Davíð bendir réttilega á í viðtalinu í Viðskiptablaðinu. Furðu vekur að þeim hafi ekki dottið í hug að gera kappann útlægan með lögum frá Alþingi eins og tíðkaðist hér fyrrum.

Það er alltaf til vansa að ekki sé hægt að rökræða um stjórnmál með rökum og út frá staðreyndum, heldur að lagst er svo lágt að ráðast á persónurnar sem bera fram málstað og skoðanir. Þannig hefur fjölmiðlum og stjórnmálamönnum sem tilheyra ákveðnum viðskiptablokkum tekist að gera marga pólitíska andstæðinga sína ótrúverðuga í valdatafli sínu; atað þá auri með aurum.

Rannsóknarskýrslan sem kynnt var á árinu og liggur fyrir í 9 bindum er vitnisburður um mistök í viðskipta- og stjórnmálalífi þjóðarinnar. Það skiptir sköpum að þeir læri af henni sem hafa völd og áhrif til að koma í veg fyrir að annað hrun verði í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sem mér finnst standa upp úr er það siðrof sem varð á flestum stigum þjóðfélagsins og þurfum við að taka það til okkar öll sem þjóð og draga okkar lærdóm af sögunni. Rannsóknarskýrslan hjálpar okkur til þess. Það er hins vegar áhyggjuefni að margir þættir sem aflaga fóru, og gert er vel grein fyrir í skýrslunni, eru ennþá sami marki brenndir og fyrir hrun. Hér á ég við viðskiptalífið, bankana, stjórnsýsluna, fjölmiðlana og síðast en ekki síst stjórnmálin sem ennþá hjakka í sama farinu. Spurningin sem við tökum með okkur inn í nýtt ár er hvort stjórnmálakerfið ræður við að skapa bjartari framtíð á traustari grunni fyrir íslenska þjóð. Þar ræður miklu að skapa sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar þar sem bætt siðferði ræður för í litrófi þjóðlífsins.

Megi nýja árið fara betur með okkur öll en það sem er að líða. Gleðilegt nýtt ár!


mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttum verður smalað - eða sauðum

 

Hún kann að orða hlutina hún Jóhanna. Hún blæs á ,,framsóknarsögur" en segir svo orðrétt:

Formaður Vinstri grænna hefur beðið um svigrúm til að fara yfir það mál í sínu baklandi þannig að ég gef honum það svigrúm fram til byrjun árs. Þau funda 5. janúar og ég vona að niðurstaðan úr þeim fundi verði að við komum með sterkari og styrkari stjórnarflokka eftir það. Það verður auðvitað að ráðast en ef ekki þá verðum við bara að skoða málið í framhaldi af því.

Ef þetta er ekki bein og klár hótun þá veit ég ekki hvað hótun er. Í túlkun minni hljóðar hótun hennar svo:

Ég gerði formanni Vinstri grænna ljóst að hann fengi bara tíma fram til byrjun árs til að smala köttunum. Ef honum tækist það ekki þá myndi ég sleppa smalahundum mínum lausum til að smala saman framsóknarsauðum.

Tökum eftir því að Jóhanna ,,kveðst ekki hafa átt í neinum samskiptum við Framsóknarflokkinn varðandi stjórnarsamstarf". En hvað með Össur kallinn? Hvað skyldi hann vera að kokka í eldhúsinu sínu um jólahátíðina, sem er frægt fyrir pólitíska rétti sem freista flestra valdahungraða stjórnmálamanna? Bloggarinn Gísli Baldvinsson, sem er innsti koppur í búri Samfylkingarinnar, staðfestir á bloggi sínu að rætt hafi verið við framsóknarmenn um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Allt er þetta gert til að sýna alvöruna í hótun Jóhönnu. Það er þess vegna deginum ljósara að í upphafi ársins 2011 þá hefjast réttir og smölun í stjórnarliðinu þar sem köttum eða sauðum verður komið til byggða með góðu eða illu. 

Já, Guð má ráða hvar við dönsum næstu jól! 


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesa heima, Jórunn!

Það var fínt að fá fram skoðun Jórunnar Frímannsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í áramótapistli hennar. Því miður er þetta skoðun sumra sjálfstæðismanna þrátt fyrir hrunið, hrunríkisstjórnina og framgöngu Samfylkingarinnar í hreinu vinstri stjórninni, sem reyndar sumir efast um að sé svo hrein eftir allt saman. Jórunn talar fyrir munn aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru í miklum minnihluta sem betur fer. Vissulega eru einstaklingar í þessum hópi sterkir og áhrifamiklir, sérstaklega úr viðskiptalífinu, enda stofnuðu þeir samtökin Sterkara Ísland með Samfylkingunni og nokkrum framsóknarmönnum sem dreymir um að komast í ,,hlýjan faðm" Evrópusambandsins. Samtökin Sterkara Ísland eiga að byggja brú á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Enda kom fram í pistli Jórunnar að ekkert vill hún frekar en að komast í samstarf aftur með Samfylkingunni. Markmiðið er að gera Ísland að hluta Evrópusambandsins og taka upp evru.

Vissulega má færa rök fyrir að stefnur þessara flokka eigi sér samhljóm í sumum þáttum en brennt barn hlýtur að forðast eldinn. Þá má færa sterk rök fyrir því að nú sé tími fyrir róttæka hugsun í stjórnun landsins þar sem velferðin er byggð á grundvallaratvinnuvegum þjóðarinnar og auðlindum, nýsköpun, eigin verðleikum Íslendinga og þjóðerniskennd, öflugri byggðastefnu og siðferðislegri endurreisn á öllum stigum þjóðfélagsins. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn enga samleið með Samfylkingunni og Evrópusambandinu en miklu frekar með þeim hluta Vinstri grænna sem hafa ekki gleymt hugsjónum sínum.    

Það er hins vegar merkilegt að lesa um undrun Jórunnar á stefnu Sjálfstæðisflokksins í afstöðunni til aðildar að Evrópusambandinu. Hefur Jórunn ekki verið landsfundarfulltrúi á síðustu tveimur landsfundum Sjálfstæðisflokksins? Er hún að hvetja forystu flokksins til að ganga gegn stefnu flokksins, sem mörkuð er í æðstu stofnun Sjálfstæðisflokksins? Væri nú ekki ráð að hún tæki sig til, þegar hún hefur lesið ágæta ævisögu Gunnars Thoroddsen, og læsi landsfundarályktanir síns eigin flokks? Ég mæli með því og að ekki væri verra ef forysta flokksins gerði það einnig.


Var þetta hlutlaust álit hjá stjórnmálafræðiprófessornum?

 

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefði átt að upplýsa í viðtalinu hvort hann er stuðningsmaður ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Ég er nokkuð viss um að hann sé það enda skín það í gegnum álitsgjöf hans. Auðvitað kemur það á óvart að stjórnarliðar séu að líta í kringum sig, harðgift fólkið. Ég vissi ekki betur en að við völd væri fyrsta hreina vinstri stjórn í sögu Íslands og að það hefði átt að vera aðalsmerki stjórnarinnar. Þetta var það sem öllu var fórnandi fyrir af hendi Steingríms J. og félaga, meira segja helgustu véum hreyfingarinnar sem foringi stjórnarinnar leiðir. Heróp VG á fundum, sem gripið er til þegar VG-liðum dreymir um að koma hugsjónum hreyfingarinnar í framkvæmd, er: Hverjir eru verstir? Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur! Og þá er draumurinn úti.

Og núna, þegar búið er að svíkja allt sem svikið verður, þá á að taka framsóknarmenn á löpp sem eru veikir fyrir Evrópusambandsaðild. Skítt með allt annað. Skítt með kvótann. Skítt með Halldór Ásgrímsson. Skítt með Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson í S-hópnum. Skítt með stóriðjustefnuna. Skítt með Írak stríðið. Skítt með spillinguna. Já, skítt með allt nema bólfarirnar með æðstu strumpum Samfylkingarinnar og Verslunarráðsins, sem táldraga okkur inn í ESB.  

Og stjórnmálaprófessornum fyrir Norðan finnst þetta mjög eðlilegt bara vegna þess að Steingrímur er af gamla skólanum í pólitík! Og svo endurrómar hann hræðsluáróður stjórnarliða um svikula þremenninga í VG, sem þora að ganga gegn foringjaræðinu, og hvetur til að þeim verði úthýst í svartasta myrkur og að framsóknarmönnum, sem þyrstir orðið í völd, verði kippt um borð í hriplekann bátinn. Það er eins gott að þeim dalli verði ekki siglt til Landeyjarhafnar í þessu pólitíska óveðri.


mbl.is Steingrímur af gamla skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda VG andlitinu

Stjórnarandstöðuandi Steingríms J. Sigfússonar svífur yfir vötnum hjá þremenningunum í VG eins og Lilja Mósesdóttir rifjar upp á Andlitssíðu sinni. Það er líkast því að Steingrímur J. hafi gengið í björg þegar hann komst í ríkisstjórn. Hvort er hið rétta andlit Steingríms Jóhanns? Sýndi hann kannski ekki sitt rétta andlit fyrr en hann komst til valda? Þremenningunum er þess vegna vorkunn að reyna að halda ennþá VG andlitinu eins og það var fyrir kosningar. Það væri forvitnilegt að vita hvort andlitið Steingrímur J. myndi sýna ef hann væri með Andlitssíðu á netinu og hvaða vini hann myndi velja sér.

AGS og bandaríska sendiráðið eru hrifnari af andlitinu sem Steingrímur J. setti upp eftir valdatökuna. Samfylkingin er ánægð með andlit Steingríms J. í vegferð ríkisstjórnarinnar til Brussels. Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins finnst andlit Steingríms J. fallegra í dag en í stjórnarandstöðu, svo ekki sé nú talað um hve skotinn hann er í sólbrúnu andliti Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Um áramót setjum við hins vegar á okkur, okkar besta andlit og fas, og fögnum nýju ári sem vonandi verður farsælt öllum, hvaða andlit sem hver og einn kann að setja upp.

Og svo eru margir skotnir í söng GIGLIOLA CINQUETTI sem syngur hér L'Orage.


mbl.is Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklaus og varnarlaus börn

 

Ekkert lýsir meiri sjálfelsku og grimmd foreldra en að drekka frá sér vit og rænu um hátíðirnar. Áfengið, sem á að vera gleðigjafi í góðra manna hópi, reynist allt of oft gleðispillir. Saklaus og varnarlaus börn verða fórnarlömb óhóflegrar áfengisdrykkju fullorðinna og sárin á sálinni vara ævilangt. Ljót dæmi sýna að heimilisofbeldi er fylgifiskur áfengis. Skemmtanir enda sem harmleikur eins og þessi frétt á mbl.is vekur réttilega athygli á. Núna þegar efnahagserfiðleikar bætast við annað böl fólks þá er veruleg hætta á að illa geti farið á mörgum heimilum þar sem foreldrar eiga við áfengisvanda að stríða. Við skulum vona samt að áramótin verði hátíð fjölskyldunnar, eins og þau eiga að vera, og að allir muni að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Þeir sem hins vegar kunna ekki með vín að fara ættu að halda sig við vatnið eða maltið. Megi allir eiga gleðileg áramót.


mbl.is Nauðganir og heimilisofbeldi um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ESB-ást!

 

Þessar þreyfingar Steingrímsista í stjórnarflokkunum segir allt sem segja þarf um ,,ástina" á stjórnarheimilinu. Í stað þess að leita sátta að morgni eftir rifrildi næturinnar þá er hlaupið í fangið á framsóknarmaddömmunni, sem hefur ekki verið vönd að virðingu sinni. Aðildarsinnar í Framsókn taka hershöfðingja aðildarsinna á Íslandi velkominn með opinn faðminn. Þeir vilja allt til vinna til að gera Ísland að hluta af Evrópusambandinu, stórveldinu í austri. Öllu er fórnandi fyrir ástina, ESB-ástina.

Réttilega mætti kalla aðildarsinna sameignarsinna, sem vinna að samruna Evrópuríkja í eitt stórveldi Evrópu, þar sem þjóðríki munu heyra sögunni til. Fullveldi og sjálfstæði þjóða er helsta hindrun sameignarsinna Evrópu í samrunaferlinu. Þróunin er öll í eina átt og samruninn stigmagnast með hverju árinu sem líður.

Þessa dagana er verið að tala um sameiginlega ákvörðunartöku í fjárlagagerð allra ESB ríkja til að bjarga sameiginlega gjaldmiðlasamstarfinu. Samhliða að binda saman fjárhag ríkjanna með skuldavafningum í formi EU-bond (skuldabréfa). Eitt leiðir af öðru. Evrópusamstarfið er orðið pólitískt bandalag með valda- og skuldavafningum. Sá sem ræður yfir peningahirslunni hefur raunverulegu völdin í ríkinu. Allt krefst þetta svo náinnar samlögunar stjórnsýslu og þjóðþinga að ekki verður aftur snúið. Þetta vissu stofnendur Evrópusambandsins frá upphafi sem vildu uppræta þjóðerniskennd og leysa upp fullvalda og sjálfstæð þjóðríki. Ekki er annað hægt að segja að þeir hafi reynst sannspáir. Fjármálakreppan kom á hárréttum tíma til að hræða stjórnmálaelítuna til frekari valdaafsals í hendur á Evrópusambandinu.

Stjórnlyndisstefnan blómstrar í Evrópusambandinu. Í dag eru ESB gjörðir alls 93.093 talsins. Þetta er það sem 200 embættismenn í íslensku stjórnsýslunni eru að lesa þessar vikurnar og mánuðina. Grundvallarregluverkið telur rúmlega 50.000 gjörðir ef ég skil það rétt. Þar er allt bannað sem fyrirfinnst ekki í þessum 93.093 löggjörningum ESB. Og eftir því sem ég best veit hafa þau ráðuneyti sem þurfa að kynna sér í þaula flestar gjörðirnar ekki mátt bæta við einum einasta starfsmanni! Menn áttu bara að bæta þessu á sig með öðrum störfum eða þá að sendast með gjörðirnar um allan bæ til koma þeim af sér til annarra. Þetta kallast víst fagleg og vönduð stjórnsýsla á tímum sem við höfum ekki efni á öðru. 

En ESB ríkisstjórnin telur sig ekki hafa efni á að vanda til verka í aðlögunarferlinu enda trúa ráðherrar hennar, flestir, að grasið sé grænna innan ESB en á Íslandi. Það sé tímasóun að lesa ESB-spjöllin (sbr. guðspjöllin), þau eru heilög í þeirra huga. Þeir trúa líka því að öll vandamál íslensku þjóðarinnar munu leysast sí svona þegar við höfum afhent 27 öðrum ríkjum fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Hókus Pókus! Töfralausnin var, er og verður ESB, enda hafði Samfylkingin ekkert plan B eins og frægt var í síðustu kosningabaráttu. Þeir eiga hins vegar plan B þegar Atla, Ásmundi og Lilju verður kastað út. Það er xB. 


mbl.is Hefur verið rætt við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðissinnar í Sjálfstæðisflokknum eiga að halda sér saman

Afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu hlýtur að kljúfa einn flokk eða fleiri.

Aðildarsinnar hertóku Framsóknarflokkinn 

Það tókst að koma í veg fyrir klofning í Framsóknarflokknum með algjörri yfirtöku aðildarsinna á flokknum í leiftursókn þegar Guðna Ágústssyni var vísað á dyr. Þannig var þaggað niður í andstæðingum aðildar og aðildarsinnar hertóku flokkinn með manni og mús. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður flokksins, hafði lagt grunninn að þessu alveg frá því hann tók við formennsku af Steingrími Hermannssyni, sem var einlægur sjálfstæðissinni. Í ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum þá vann Halldór baki brotnu sem utanríkisráðherra að gera bátana klára fyrir aðild að Evrópusambandinu beint fyrir framan nefið á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, og komst upp með það. Á sama tíma má segja að Halldór hafi grafið undan fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar með samkrulli við höfuðpaur íslensku bankamafíunnar, Sigurð Einarsson í Kaupþing, og með að leyfa framsal og veðsetningu sjávarauðlindar þjóðarinnar. Allir vita hvernig það ævintýri endaði. Nú horfir hann á meistaraverkið úr öruggri fjarlægð í hálaunastarfi og nýtur verndar hershöfðingja aðildarsinna á Íslandi, Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem heldur áfram verkinu sem Halldór hóf.

Eiga sjálfstæðissinnar í Sjálfstæðisflokknum ,,að halda sér saman"? 

Aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum hafa verið fyrirferðamikill og frekur minnihlutahópur innan flokksins. Meirihluti sjálfstæðismanna er á móti aðild að Evrópusambandinu. Samt sem áður stjórnuðu aðildarsinnar umræðunni innan flokksins, helteknir af ást til Evrópusambandsins. Á síðasta landsfundi átti að beita ofbeldi minnihlutans gegn meirihlutanum. Allt í nafni þess ,,að halda flokknum saman" í bókstaflegri merkingu. En grasrótin í flokknum sagði nei og aftur nei þrátt fyrir hótanir aðildarsinna, sem vöktuðu landsfundinn eins og varðhundar Samfylkingarinnar. Það var hægt að telja þá landsfundargesti sem gengu út í pússi af 1.000 fulltrúum. Og allur götur síðan þá hafa þeir hótað að stofna nýjan flokk. En ekkert bólar á nýjum Evrópusambandsflokki hjá honum Guðbirni félaga mínum, sem dreymir um að geta keypt ódýrt lambalæri niðurgreitt af Evrópusambandinu í Bónus. Þann draum dreymir líka margan í Samfylkingunni enda hefur íslenskur landbúnaður verið þyrnir í augum helsta stuðningsaðila flokksins.

En það sem er mér óskiljanlegt er að í mínum ágæta Sjálfstæðisflokki að forysta flokksins virðist ennþá ,,halda sér saman" þegar kemur að umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Hvernig skyldi standa á því? Er það vegna hræðslu við klofning? Er það vegna afstöðu forystunnar gagnvart aðild? Er það vegna væntinga um að komast í ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni? Kannski gæti einhver upplýst mig óbreyttan landsfundarfulltrúa um það? Ég er sammála aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum um eitt. Það er að sjálfstæðissinnar innan flokksins eigi ,,að halda sér saman" en þá þannig að þeir haldi hópinn og efli samstöðuna, en ekki ,,að þeir haldi kjafti" eins og aðildarsinnar gera háværa kröfu um.

Í mínum huga skil ég ekki hvernig nokkur sjálfstæðismaður getur aðhyllst klára stjórnlyndisstefnu sem hefur frelsissviptingu í för með sér bæði fyrir einstaklinga en ekki síður fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands.


mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er maður ársins

 

Ólafur Ragnar er maðurinn sem bjargaði þjóðinni frá glapræði ríkisstjórnar Samfylkingar og VG, vopnabræðranna Vilhjálms Egilssonar hjá SA og Gylfa Arnbjörnssonar frá ASÍ og að ógleymdum Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra. Seðlabankastjórinn, hennar Jóhönnu Sigurðardóttur, sendi svo svarta skýrslu með hraðboða á Bessastaði að enginn hefur séð það svartara fyrr né síðar. Samt gaf forsetinn sig ekki. Vinstri menn sem töldu sig hafa auðmjúkan forseta í vasa sínum misreiknuðu sig illilega.

Og Ólafur Ragnar var svo sannanlega eini embættismaður þjóðarinnar sem stóð vörð um sjálfstæði lands og þjóðar í Icesave deilunni. Frammistaða hans í erlendum fjölmiðlum var glæsileg og svo árangursrík að það fór ekkert meira í taugarnar á forystufólki ríkisstjórnar Samfylkingar og VG en þegar hann tók málstað þjóðarinnar á erlendu grund. Er ekki eitthvað bogið við það? Er ekki eitthvað bogið við það að þeir sem báru alla ábyrgð á Svavarssamningnum, ekki einu sinni, heldur tvisvar skulu ennþá vera að véla um málið eins og ekkert hafi í skorist?

Forseti sem stendur með þjóð sinni á erfiðum tímum, þrátt fyrir hótanir úr öllum áttum, hann á heiður skilið. Hann lengi lifi!


mbl.is Fjöldi í mat hjá Hjálpræðishernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

L'Orange ættin, húgenottar og baráttan við Frakkakonung

 

Á jólum og um áramót er ágætur tími til að grafast fyrir um rætur sínar. Fyrir nokkrum árum síðan þá grúskaði ég töluvert í ættfræði. Þá fann ég út að forfaðir minn í beinan karllegg í 10. ættlið var Jean L'Orange, sem fæddist árið 1651, St.Quentin, Lot et Garonne í Frakklandi. Eiginkona Jean, formóðir mín, var Anne Falce Talke, fædd 1655. Þau voru húgenottar, stundum kallaðir ,,reformers", eða nánar tiltekið Calvínistar. Vegna trúarofsókna kaþólskra í boði konungs, sem hafði afnumið trúfrelsi og sjálfstæði héraða sem voru á valdi mótmælenda þá voru Jean og Anne fórnarlömb ofsókna og neyddust til að flýja Frakkland ásamt hundruð þúsunda húgenotta á þessum árum. Wikipedia segir svo um húgenotta:

Húgenottar voru meðlimir Frönsku siðbótarkirkjunnar frá 16. öld til 18. aldar. Húgenottar aðhylltust kenningar Kalvíns. Áður hafði gallikanismi verið áberandi í Frakklandi og var í opinberri andstöðu við páfann í Róm. Gallikanistinn Jacques Lefevre gaf út eigin þýðingu á Nýja testamentinu 1523 og síðan alla Biblíuna á frönsku 1528. Meðal nemenda hans voru margir sem snerust til lútherstrúar, eins og Kalvín sjálfur. Eftir 1550 var farið að tala um þessa frönsku mótmælendur sem „húgenotta“.

Húgenottar nutu oft umburðarlyndis hjá konungi en um leið óx andstaða kaþólsku kirkjunnar við þá. Eftir að Katrín af Medici gaf út Saint-Germain-tilskipunina 1562 þar sem húgenottar voru í fyrsta skipti formlega viðurkenndir og leyft að stunda trú sína á laun hófust Frönsku trúarbragðastyrjaldirnar sem stóðu með hléum til 1598. Í þeim urðu húgenottar pólitískt afl sem nutu stuðnings Búrbóna og Hinriks af Navarra. Með Nantes-tilskipuninni batt Hinrik 4. endi á styrjaldirnar og gaf húgenottum jafnan rétt á við kaþólikka.

Eftir að Loðvík 14. komst til valda jukust ofsóknir á hendur húgenottum aftur og árið 1685 afturkallaði hann öll þau réttindi sem þeir höfðu fengið með Nantes-tilskipuninni með Fontainebleau-tilskipuninni. Afleiðingin var sú að franskir húgenottar flúðu til nálægra landa þar sem mótmælendatrú var leyfð, s.s. Englands, Hollands, Sviss, Danmerkur-Noregs og Prússlands. Stórir hópar húgenotta voru aðeins eftir í einu héraði, Cévennes, í Suður-Frakklandi þar sem þeir gerðu uppreisn 1702-1715.

Jean og Anne flúðu til Danmerkur í kringum 1674. Margir fluttu til Norðurlanda, en flestir til Ameríku og Kanada. Forfeður/mæður merkra Bandaríkjaforseta voru húgenottar, svo sem John F. Kennedy og Franklin D. Roosevelt.  

L'Orange ættin á sérstakt skjaldamerki (coat of arms) sem inniheldur lilju og sverð. Hér að neðan eru allir afkomendur frá þeim hjónum, eins og ég var búinn að rekja fyrir um 8 árum síðan; á Íslandi, Noregi, Danmörku og víðar. Þetta er byggt á ættartré sem ég fékk frá Noregi en einnig á eigin heimildarvinnu. Því miður hef ég ekki haldið þessari vinnu áfram. Ég skrifaðu út til Frakklands á sínum tíma til að reyna að rekja ættina lengra en fékk þau svör að vegna bruna í skjalasafn í St. Quentin hefðu allar kirkjubækur brunnið sem gætu veitt frekari upplýsingar um uppruna Jean L'Orange og Anne Falce Talke. (rétt er að taka fram að ég skrifaði í L'Orange, sem Lorange í ættfræðiforritinu).

1. Jean Lorange * Abt 1651, St.Quentin, Lot et Garonne, Frakkland, † Danmörk,  (~ Anne Falce Talke * Abt 1655,  Anne Talke, )

                       Children :

    2.      I           Johan Gerhard Lorange * 11-04-1696, Kaupmannahöfn,

  Generation 2

2. Johan Gerhard Lorange * 11-04-1696, Kaupmannahöfn, † 18-03-1772, Tufte, Ramnes í Noregi,  25-03-1772,  1718, Fór til Noregs (went to Norway from Denmark),  Gjerdrum, Noregi,  The vicar in Ramnes,  (~ Susanna Hansdatter Molbeck * 28-11-1724, Christiania, Noregi, † 1772, Tufte, Ramnes í Noregi,  01-12-1772, )

                       Children :

    3.      I           Johan Anthoni Lorange * 1732,

    4.      II       Hans Andreas Lorange * 1733,

Generation 3

3. Johan Anthoni Lorange * 1732, † 1790, )

                       Children :

             I           Christian Arboe Lorange * 1774, Tufte, Ramnes í Noregi, † 1827,

 

4. Hans Andreas Lorange * 1733, † 05-01-1825, Tufte, Ramnes í Noregi,  17-01-1825,  skipstjóri,  (~ Kathrine Olsdatter Tufte * 1738, † 30-05-1828, Tufte, Ramnes í Noregi, )

                       Children :

    5.      I           Henrich Christian Lorange * 1765,

    6.      II           Johan Gerhard Lorange * 1770,

             III           Susanna Lorange * 1771, † 1831,  (~ Peter Schnorre Hals * 1755, Fredrikshald, Halden, Noregi,  "Premierløytnant", )

    7.      IV      Hans Andreas Lorange * 24-06-1779, Åsgårdstrand, Noregi,

  Generation 4

5. Henrich Christian Lorange * 1765, † 1819,  L'Orange,  skipstjóri,  (~ 04-09-1800, Constance Alexandrine Hahn * 19-05-1780, Tufte, Ramnes í Noregi, )

                       Children :

    8.      I           Henrich Nicolai Lorange * 1803,

    9.      II           Wilhelm Andreas Lorange * 1806,

             III           Georg Hahn Lorange * 1808, † 1892,

 

6. Johan Gerhard Lorange * 1770, † 12-09-1824, Fredrikshald, Halden, Noregi,  kaupmaður,  (~ Gjertrud Georgine Jacobi * 1779, † 1853, )

                       Children :

    10.   I        Hans Andreas Lorange * 1806,

             II           Marie Gustava Lorange * 1808, † 1897,

             III           Carsten Ludvig Lorange * 1813, † 1898,

             IV      Carl Johan Lorange * 1817, † 1902,

    11.   V           Georg Fredrik Lorange * 1819,

 

7. Hans Andreas Lorange * 24-06-1779, Åsgårdstrand, Noregi, † Abt 1818,  skipstjóri,  (~ Johanne Marie Toft * 01-01-1785, Kragerø, Noregi, † 06-08-1814, Kragerø, Noregi, )

                       Children :

    12.   I           Peter Vilhelm Lorange * 04-04-1806, Kragerø, Noregi,

  Generation 5

8. Henrich Nicolai Lorange * 1803, † 1861,  "Verftseier", )

                       Children :

    13.   I           Johan David Lorange * 1834,

    14.   II           Josef Windle Lorange * 03-08-1836, Fredrikstad, Noregi,

 

9. Wilhelm Andreas Lorange * 1806, † 1881,  (~ Maren Clausen * Abt 1810, )

                       Children :

    15.   I           Peter Reinholdt Lorange * 1845,

 

10. Hans Andreas Lorange * 1806, † 1896,  (~ Georgine Fredrikke Lund * 1814, † 1892, )

                       Children :

    16.   I           Kartsten Tank Lorange * 1838,

    17.   II       Carl Georg Lorange * 1840,

             III           Cathrine (Thinka) Lorange * 1842, † 1918,

             IV      Hans Peter Holmboe Lorange * 1844, † 1919,

             V           Anders Lund Lorange * 1847, † 1888,

    18.   VI      Hans Andreas Lorange * 1850,

             VII           Henry Baymé Lorange * 1856, † 1894,

 

11. Georg Fredrik Lorange * 1819, † 1895,  (~ Ursula Berg * 1831, † 1881,  Marie "Ursula" Berg, )

                       Children :

    19.   I           Helene Petronelle Lorange * 24-08-1865, Fredrikstad, Noregi,

    20.   II           Ursula Lorange * 14-05-1867,

 

12. Peter Vilhelm Lorange * 04-04-1806, Kragerø, Noregi, † 07-05-1871, Lillehamer, Noregi,  kaupmaður og bankamaður,  (~ Ingeborg Bue * 18-04-1809, Fåberg, Noregi, † 22-01-1901, Kristiania, Noregi,  29-01-1901, Vår Frelsers gravlund, Oslo, )

                       Children :

    21.   I           Johanne Lorange * 1834,

    22.   II       Hans Peter Lorange * 08-09-1835, Herøy, Sunnmøre, Noregi,

  Generation 6

13. Johan David Lorange * 1834, † 1905,  (~ Ottilie Schrøder * 1839, † 1908, )

                       Children :

             I           Johanne Lorange * 07-07-1875, † 11-03-1933,

 

14. Josef Windle Lorange * 03-08-1836, Fredrikstad, Noregi, † 22-09-1891, Sarpsborg, Noregi,  Skipstjóri,  (~ Hedvig Beate Wetlesen * 25-11-1850, Fredrikstad, Noregi, )

                       Children :

    23.   I           Thora Lorange * 25-07-1870, Halden, Noregi,

 

15. Peter Reinholdt Lorange * 1845, † 1900,  (~ Kristine Cathrine Harder * Abt 1847, )

                       Children :

    24.   I        Aage Reinholdt Lorange * 1876, Danmörk (Denmark),

 

16. Kartsten Tank Lorange * 1838, † 1909,  "Oberstløytnant.  Oberstløitnant i intendanturen",  (~ 21-05-1874, Anna Christiane Collett * 30-03-1847, † 1933, )

                       Children :

    25.   I           Johan Christian Lorange * 1875,

             II       Anne Carthrine Lorange * 1878, † 1955,

    26.   III           Karsten Tank Lorange * 05-12-1879,

    27.   IV           Georg Robert Lorange * 1881,

             V       Aage Lorange * 1883, † 1962,

    28.   VI           George Otto Lorange * 25-04-1885, Christiania,

             VII           Johanne Lorange * 1887,

 

17. Carl Georg Lorange * 1840, † 1894,  (~ Olga Wiel * Abt 1840, )

                       Children :

             I           James Howard Lorange * 1874, † 1922,

             II       Carl Johan Lorange * 1875, † 1893,

    29.   III           Andreas Melchior Lorange * 1877,

 

18. Hans Andreas Lorange * 1850, † 1883,  (~ Otilia OIsen * Abt 1850, )

                       Children :

    30.   I        Olai Lorange * 1876,

 

19. Helene Petronelle Lorange * 24-08-1865, Fredrikstad, Noregi, † 09-07-1921, Kristiania, Noregi,  (~ Aage Schult Wetlesen * 26-12-1858, Fredrikstad, Noregi, )

                       Children :

             I           Ingeborg Wetlesen * 30-12-1894, Kristiania, Noregi, † 02-03-1977,  (~ Christian Bjelke * 24-10-1889, Larvik, Noregi, † 09-01-1970, Oslo, Noregi,  leikstjóri, )

 

20. Ursula Lorange * 14-05-1867,  (~ Wilhelm Christian Suhrke * 02-11-1863, Halden, Noregi,  arkitekt, konsúll, )

                       Children :

             I        Elsa Lorange Suhrke * 26-09-1902,  (~ 1929, Kaare Eivindssøn Heiberg * 21-09-1896,  leikstjóri, )

 

21. Johanne Lorange * 1834, † 1918,  (~ Henrik Christopher Sommerschild * 1830, † 1902,  "avd. ingeniør", )

                       Children :

             I        Job Thode Sommerschild * 22-09-1866, Sør-Fron, Noregi,  "ekspedisjonssjef",  (~ 1894, Johanne Schnitler Grønn * 02-05-1869, † 01-10-1946, )

 

22. Hans Peter Lorange * 08-09-1835, Herøy, Sunnmøre, Noregi, † 03-01-1907, Kristiania, Noregi,  "Generalløitnant.  Kommanderende general",  (~ Alvilde Rosalie Christiane Koren * 11-10-1841, Bergen, Noregi, † 05-12-1929, Oslo, Noregi,  10-12-1929, Vestre Gravlund, Oslo, )

                       Children :

    31.   I        Hans Wilhelm Lorange * 07-07-1868, Christiania, Noregi,

    32.   II           Johan Ingolf Koren L'Orange * 11-09-1873, Christiania, Noregi,

  Generation 7

23. Thora Lorange * 25-07-1870, Halden, Noregi, † 01-07-1959, Oslo, Noregi,  (~ 08-08-1893, Halden, Noregi, Carl Catharinus Lindermann * 02-01-1859, Holleby, Tune, Noregi, † 24-04-1930, Sarpsborg, Noregi,  Verkfræðingur, )

                       Children :

             I           Annette Lindemann * 06-05-1896,

 

24. Aage Reinholdt Lorange * 1876, Danmörk (Denmark), † 22-06-1907, Stykkishólmur,  (~ Caroline Emilie Möller * 16-02-1877, Stykkishólmur, (Daughter of Carl Emil Ole Möller and Málfríður Jónsdóttir ) )

                       Children :

    33.   I        Kai Emil Lorange * 18-01-1904, Stykkishólmur,

             II           Harry Von Hahn Lorange * 06-10-1905, Stykkishólmur, † 1995, Danmörk (Denmark),

    34.   III      Aage Reinholdt Lorange * 29-06-1907, Stykkishólmur,

 

25. Johan Christian Lorange * 1875, † 1956,  (~ Dagny Lühnenschloss )

                       Children :

             I           Johan Gerhard Lorange * 1902,

    35.   II           Karsten Tank Lorange * 1909,

 

26. Karsten Tank Lorange * 05-12-1879, † 1947,  sjóliðsforingi,  (~ 20-09-1912, Slottskirken, Oslo, Marie Margrethe Grundtvig * 01-07-1883, Shiocon, USA, )

                       Children :

    36.   I           Fredrik Grudtvig Lorange * 1913,

             II           Carsten Tank Lorange * 1915, † 1961,  (~ Ingalill Ceder * Abt 1917, )

 

27. Georg Robert Lorange * 1881, † 1967,  (~ Emilie Brodersen )

                       Children :

    37.   I        Finn Edvard Lorange * 1921,

 

28. George Otto Lorange * 25-04-1885, Christiania, † 10-01-1951, Oslo, Noregi,  yfirliðsforingi,  (~ Ragnhild Olivia Due * 01-06-1890, Kristiansand, Noregi, † 04-11-1971,  Vestre Gravland, Oslo, )

                       Children :

    38.   I           Gunvor Lorange * 29-10-1914,

    39.   II           George Otto Lorange * 23-04-1918,

 

29. Andreas Melchior Lorange * 1877, † 1937,  (~ Antonette Eiesland * Abt 1879, )

                       Children :

    40.   I        Carl Lorange * 1905,

             II           Antonette Gunhilde Lorange * 1909,

 

30. Olai Lorange * 1876, † 1965,  (~ Ingegerd Spørck * Abt 1877, )

                       Children :

    41.   I           Amund Lorange * 1909,

             II       Anne Margrete Lorange * 1914, † 1955,

             III      Inge Spørck Lorange * 1919,

 

31. Hans Wilhelm Lorange * 07-07-1868, Christiania, Noregi, † 1950,  "Rittmester ved Dragonerne",  (~ 1900, Regine Amalie Gulbranson * 27-03-1879, † 1949, )

                       Children :

             I        Hans Peter L'Orange * 02-03-1903, † 1983,  Prófessor,  (~ 1934, Berit Engebrigtsen * 31-05-1915, )

                       Sentral opphavsmann til og den første bestyrer av Det Norske Institutt i Roma. Professor i klassisk arkeologi. Har skrevet flere verker samt 200 artikler i Aftenposten. Se Ap. 13/5-1994.  

32. Johan Ingolf Koren L'Orange * 11-09-1873, Christiania, Noregi, † 1949,  ofursti,  (~ Constance Wiel Anderssen * Abt 1875, )

                       Children :

             I        Hans Peter L'Orange * 14-05-1901, † 04-01-1995,

             II           Alette L'Orange * 16-06-1903, Kristiania, Noregi,  (~ 10-10-1925, Edvard Isak Hambro Bull * 12-05-1897, Kristiania, Noregi,  "forretningsmann", )

    42.   III           Johan L'orange * 09-06-1905,

    43.   IV           Gerhard L'Orange * 1908,

             V           William L'Orange * 1909,

  Generation 8

33. Kai Emil Lorange * 18-01-1904, Stykkishólmur, † 2000, Reykjavík,  Heildsali,  (~ Sigríður Steingrímsdóttir * 10-12-1910, Hörgslandskot á Síðu, † 16-04-1994, Reykjavík, )  (~ 24-07-1949, Guðrún Magnúsdóttir * 10-06-1915,  Hjúkrunarfræðingur (nurse), )  (~ Guðbjörg Guðjónsdóttir * 22-12-1901, ) )

                       Children :

    44.   I           Hörður Lorange * 08-02-1936, Reykjavík,

             II           Christensa Málfríður Lorange * 02-09-1951,  Sálfræðingur (psychologist),

    45.   III           Kjartan Lorange * 25-10-1926,

             IV           Kolbrún Hreiðars Lorange * 21-09-1935,

    46.   V           Málfríður Erla Lorange * 05-07-1936,

 

34. Aage Reinholdt Lorange * 29-06-1907, Stykkishólmur, † 01-10-2000, Reykjavík,  (~ Herborg Gestsdóttir * 20-04-1913, )  (~ Álfheiður Tómasdóttir * Abt 1907, )

                       Children :

             I        Anna Sigríður Lorange * 14-10-1936, Reykjavík,

             II           Emilía Lorange * 10-04-1938, Reykjavík,

 

35. Karsten Tank Lorange * 1909, † 1944,  (~ Aase Pettersen Hutchinson * Abt 1910, )  (~ Charlotte Emilie ? * 01-07-1911, † 23-02-1998, Oslo, Noregi, )

                       Children :

    47.   I           Karsten Johan Tank Lorange * 1942,

 

36. Fredrik Grudtvig Lorange * 1913,  (~ Kitty Sørensen * Abt 1914, )  (~ Ingrid Carlsen * Abt 1915, )  (~ Randi Thorsen * Abt 1917, )

                       Children :

             I           Vidar Lorange * 1939, † 1943,

 

37. Finn Edvard Lorange * 1921,  (~ Anna Elisabeth Hesselberg-Meyer † 30-05-1998, Stabekk, Bærum,  05-06-1998, Høvik Kirke, Bærum, )

                       Children :

             I           Elisabeth Lorange * 1950,

             II       Erik Lorange * 1957,

 

38. Gunvor Lorange * 29-10-1914,  (~ 1940, Thorvald Krohn-Hansen * 02-04-1913, Bergen, Noregi,  Tónlistarstjóri, )

                       Children :

    48.   I           Ragnhild Krohn-Hansen * Abt 1940,

 

39. George Otto Lorange * 23-04-1918, † 02-07-1998, Høvik, Bærum,  09-07-1998, Høvik Kirke, Bærum,  (~ Anne Cathrine Hegermann * Abt 1920, )

                       Children :

             I        Inger Margrethe Lorange * 1944,  Vann á skrifstofu Stórþingsins í Noregi 1999,  (~ Odd Brynjulf Figved * Abt 1945, )

             II           Kirsten Lorange * 1947,  (~ John Martin Østby * Abt 1947, )

 

40. Carl Lorange * 1905, † 1966,  (~ Gudrun Tandberg * Abt 1907, )

                       Children :

    49.   I        Hans Lorange * 1939,

             II       Per Lorange * 31-05-1939, † 28-05-2000, Halsen sykeheim, Stjørdal,  06-06-2000, Vestre krematorium, Oslo,

    50.   III           Agnes Lorange * 1942,

 

41. Amund Lorange * 1909,  (~ Randi Heyerdahl * Abt 1910, )

                       Children :

    51.   I        Olai Lorange * 1936,

             II       Anne Katrine Lorange * 1939,

             III           Anders Lorange * 1944,

 

42. Johan L'orange * 09-06-1905, † 03-12-1996,  10-12-1996, Vestre Gravlund, Oslo,  (~ Hedda Hegemann * Abt 1905, )

                       Children :

    52.   I           Johan L'orange * 1932,

    53.   II           Christian F. L'orange * 1932,

             III           Hedda Hagemann L'orange * 1946,  (~ Per Arne Myklebost * Abt 1946, )

 

43. Gerhard L'Orange * 1908, † 1957,  (~ Gerd Oulie Andersen * 14-03-1913, † 16-11-2000, Sarpsborg, Noregi,  24-11-2000, )

                       Children :

             I           Margarethe L'Orange

             II           Annelise L'Orange

             III           Constance L'Orange

  Generation 9

44. Hörður Lorange * 08-02-1936, Reykjavík,  sjómaður,  (~ 29-05-1961, Reykjavík, Hjördís Halldóra Benónýsdóttir * 29-09-1934, Reykjavík,  fulltrúi hjá Póst- og síma, (Daughter of Benóný Benónýsson and Halldóra Jakobsdóttir ) )

                       Children :

    54.   I           Haraldur Lorange * 09-08-1962, Reykjavík,

    55.   II       Jón Baldur Lorange * 26-04-1964, Reykjavík,

    56.   III           Sigríður Lorange * 15-07-1961, Reykjavík,

 

45. Kjartan Lorange * 25-10-1926,  (~ Rakel Þórðardóttir * 06-10-1931, )  (~ Elsa Sigurðardóttir * 10-12-1935, )

                       Children :

    57.   I           Birgir Lorange * 26-06-1951,

    58.   II       Ásta Kristín Lorange * 23-02-1961,

    59.   III           Linda Guðrún Lorange * 03-11-1965,

             IV           Kjartan Ingi Lorange * 19-03-1971,

 

46. Málfríður Erla Lorange * 05-07-1936,  (~ Gunnar Helgi Einarsson * 15-08-1936,  Verkstjóri hjá Dröfn, )

                       Children :

    60.   I           Jóhann Ingi Gunnarsson * 21-05-1954,

             II           Steindór Gunnarsson * 25-07-1956,  framkvæmdastjóri,

    61.   III           Aðalheiður Sigrún Gunnarsdóttir * 04-10-1958,

 

47. Karsten Johan Tank Lorange * 1942,  (~ Torunn Elisabeth Hustvedt * Abt 1944, )

                       Children :

             I           Christian Tank Lorange * 1972,

             II           Cathrine Tank Lorange * 1974,

 

48. Ragnhild Krohn-Hansen * Abt 1940,  (~ Jørgen Schive Fürst † 17-10-1994, Kristiansand, Noregi,  21-10-1994, Oddernes, )

                       Children :

             I           Charlotto Fürst

             II           Janicke Fürst

 

49. Hans Lorange * 1939,  (~ Maria Elisabeth Johnsen * Abt 1940, )

                       Children :

             I        Carl Andreas Lorange * 1968,

             II           Elisabeth Lorange * 1970,

             III      Jon Lorange * Abt 1972,

 

50. Agnes Lorange * 1942,  (~ Brian Hayman * Abt 1942, )

                       Children :

             I        Ellen Hayman

             II       Eric Hayman

             III      Eva Maria Hayman

             IV      Anna Hayman

 

51. Olai Lorange * 1936,  (~ 29-01-1966, Drammen, Noregi, Karin Rose-Anderssen * 25-10-1940, Bangkok, Thailand, † 10-12-1986, Oslo, )

                       Children :

             I           Cathrine Lorange * 16-06-1967,

             II           Andreas Lorange * 20-05-1972,

 

52. Johan L'orange * 1932,  (~ Helga Haase * Abt 1932, )

                       Children :

             I           Marianne L'orange * 1968,

             II           Johan Henrik L'orange * 1970,

 

53. Christian F. L'orange * 1932,  (~ Inger-Helene Hallén * Abt 1933, )

                       Children :

             I        Thor Christian L'orange * 1960,

             II           Bjørn L'orange * 1963,

             III           Øystein L'orange * 1965,

  Generation 10

54. Haraldur Lorange * 09-08-1962, Reykjavík,  (~ Guðný Úlla Ingólfsdóttir * 15-02-1968, )

                       Children :

             I           Guðný Helga Haraldsdóttir * 13-07-1988, Hafnarfjörður,

             II           Kolbrún Edda Haraldsdóttir * 25-04-1990, Hafnarfjörður,

             III           Haraldur Jóhann Haraldsson * 17-05-1993, Hafnarfjörður,

 

55. Jón Baldur Lorange * 26-04-1964, Reykjavík,  kerfisfræðingur,  (~ 10-06-1989, Reykjavík, Steinunn Georgsdóttir * 18-01-1956, Reykjavík,  hjúkrunarfræðingur, (Daughter of Georg Sigurðsson and Ásta Bergsteinsdóttir ) )

                       Children :

             I        Jón Baldur Lorange * 06-05-1991, Reykjavík,

             II           Hjördís Lilja Lorange * 07-08-1989, Reykjavík,

 

56. Sigríður Lorange * 15-07-1961, Reykjavík,  (~ 05-1987, Hafnarfjörður, Sigurður Árni Guðmundsson * 04-10-1958, )

                       Children :

             I           Hjördís Halldóra Sigurðardóttir * 28-08-1981, Reykjavík,

             II           Guðmundur Þórir Sigurðsson * 14-04-1988, Reykjavík,

 

57. Birgir Lorange * 26-06-1951,  Kerfisfræðingur í Kaupmannahöfn,  (~ Helle Kirkeskov * 12-03-1953, Danmörk (Denmark), )

                       Children :

             I           Christa Lorange * 12-10-1972,

 

58. Ásta Kristín Lorange * 23-02-1961,  Offsetljósmyndari og húsmóðir í Reykjavík,  (~ Pétur Jónsson * 24-08-1956,  Rafvirki í Kópavogi, )

                       Children :

             I        Jón Haukur Pétursson * 05-11-1991,

             II           Rakel Pétursdóttir * 14-09-1996,

             III           Kristinn Pétursson * 14-09-1996,

 

59. Linda Guðrún Lorange * 03-11-1965, )  (~ Jón Steinar Jónsson * 14-10-1963, )

                       Children :

             I           Emilía Ósk Lorange * 14-05-1995,

             II           Guðbjörg María Lorange * 28-01-1998,

             III           Kjartan Steinar Jónsson * 11-03-1991,

             IV      Elsa Lind Jónsdóttir * 14-05-1995,

 

60. Jóhann Ingi Gunnarsson * 21-05-1954,  (~ Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir * 17-05-1958, )

    BA próf í sálfræði frá HÍ 1982 og embættispróf í sálfræði frá háskólanum í Kiel í Þýskalandi                        Children :

             I           Gunnar Ingi Jóhannsson * 05-07-1983,

             II           Steindór Björn Jóhannsson * 10-02-1987,

             III           Indíana Nanna Jóhannsdóttir * 31-08-1992,

 

61. Aðalheiður Sigrún Gunnarsdóttir * 04-10-1958,  fjármálastjóri,  (~ Björn Erlingsson * 29-08-1960,  framkvæmdastjóri, )

                       Children :

             I           Tómas Björnsson * 31-08-1990,

             II           Andrea Björnsdóttir * 27-01-1995,


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband