Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Nú reynir á ţroska og visku ţingmanna stjórnlagaţingsins

Jćja, ţá veit ţjóđin hverjir eiga ađ skrifa nýja stjórnarskrá fyrir lýđveldiđ Ísland. 25 einstaklingar, 22 af höfuđborgarsvćđinu og ađeins 3 utan af landi. Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formađur Bćndasamtaka Íslands, eini dreifbýlisbúinn. Enginn sjómađur eđa verkamađur enda bara einn verkamađur í 522 manna frambođshópnum. Vissulega er slagsíđa á stjórnlagaţinginu ţegar kemur ađ stjórnmálaskođun ţingmanna sem ţar munu sitja. Ţađ er greinilegt ađ listi Samfylkingarfólks er sigurvegari kosninganna.

En stjórnlagaţingiđ á ekki ađ verđa pólitískt. Og vonandi verđur svo ekki ţví ţađ er vísasta leiđin til ađ eyđileggja ţá ţýđingarmiklu vinnu sem bíđur ţingsins. Ţarna eru margir öflugir, vel menntađir og meinandi einstaklingar sem hafa alla burđi til ađ leggja grunn ađ vandađri stjórnarskrá. Ţingmenn stjórnlagaţingsins verđa ađ gćta hófs ţegar kemur ađ róttćkum og umdeildum tillögum. Ţeir eiga ađ starfa međ hagsmuni allra ţjóđfélagshópa og stétta í huga. Vonandi taka ţeir vinnubrögđ Alţingis sem víti til varnađar. Ţjóđin hefur fengiđ nóg af skotgrafa- og kafbátahernađi pólitískra loddara. Ţingmenn stjórnlagaţingsins geta nú sýnt fagurt fordćmi og starfađ af heilindum í sátt og samlyndi. Ţađ verđur ađeins gert međ ţví ađ forgangsrađa af skynsemi og gćta ţess ađ deila ekki um keisarans skegg. Ţjóđin er í sárum og ţarf á lćkningu ađ halda. Framtíđ lýđrćđisumbóta veltur á ţeim 25 einstaklingum sem ţjóđin valdi á stjórnlagaţingiđ. 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaţing
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nú ţarf ađ handtelja og flétta upp númerum frambjóđenda á hverjum kjörseđli!

Gamanleikritiđ um stjórnlagaţingiđ hjá vinstri stjórninni heldur áfram. Núna kemur í ljós ađ um 13% atkvćđa eru ógild eđa komu ólćsileg úr 5 milljón króna talningavélinni. Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ handtelja ţessi atkvćđi hvert og eitt einasta. Og flétta síđan upp hverju númeri frambjóđenda. Ţađ verđur ţrautin ţyngri. Ţetta tekur a.m.k. tvo heila vinnudaga fyrir herskara launađra talningamanna. Á međan á ţessu stendur er enginn fulltrúi frá frambjóđendum. Ţannig ađ ţađ verđur ekkert eftirlitiđ á ţeim bćnum. Nema ţeir fái fjármálaeftirlitiđ á stađinn. En viđ erum svo sem vön engu eftirliti, reglubrjótum og handabakavinnubrögđum. Enginn virđist hafa gert ráđ fyrir ađ rithönd manna gćti veriđ mismunandi vandvirk, nú eđa ađ kjósendur kysu sama frambjóđandann oftar en einu sinni. Svona til öryggis. Munu ţađ teljast ógild atkvćđi? Kannski fćr formađur stjórnlagaţingsundirbúningsnefndarinnar ađ kíkja viđ og skođa í kassann og sjá hvort númer spúsa hennar finnist ekki einhversstađar í ólćsilegum tölum. Ţađ má örugglega finna margt međ góđum vilja.

En ćtli ţađ sé ekki bara fljótvirkari ađ telja rússnesku hermennina hans Pútin hér á myndbandinu? Talandi um rísandi herveldi!


Sjávarútvegur er olía Íslendinga

 

Sem betur fer eiga Íslendingar útgerđir og útgerđarmenn sem eru stolt byggđa sinna og hryggstykkiđ í atvinnumálum á landsbyggđinni. Útgerđir ţar sem eigendur finna til samfélagslegrar ábyrgđar og skyldu. Útgerđarmenn  sem ekki hafa látiđ undan freistingum međ ađ braska međ aflaheimildir til ađ auđgast hratt á allt öđru en ađ stunda sjávarútveg sem skapar ţjóđinni gjaldeyri og landsmönnum atvinnu. Sjávarútvegurinn hefur aldrei veriđ mikilvćgari fyrir Íslendinga en einmitt nú. Og íslenskir sjómenn eru hetjurnar okkar sem leggja líf sitt í sölurnar á hverjum degi á sjó.

En síđan eru ţađ rónarnir sem komiđ hafa óorđi á brennivíniđ eins og ţar segir. Ţađ eru ţeir sem hafa grafiđ undan tiltrú almennings á útgerđarfyrirtćkjum og útgerđarmönnum. Viđ höfum horft upp á útgerđarmenn sem hafa yfirgefiđ greinina, tekiđ milljarđa út úr greininni og hafa ruđst inn í ađrar atvinnugreinar oft međ ómćldum skađa. Ţeir hafa síđan skiliđ eftir sig skuldsettar útgerđir sem nú eru ađ riđa til falls eđa eru komnar í eigu útlendinga. Ţá er ţađ makalaust ađ heyra af mönnum sem auđgast á ađ leigja frá sér kvóta en láta skip sín liggja viđ bryggju. Allt ţetta er ekki til ađ auka tiltrú á atvinnugreininni og hefur búiđ til ţá neikvćđu ímynd sem íslenskir útgerđarmenn hafa fengiđ í augum almennings. 

Ţessu ţarf ađ breyta. En ţađ gerist ekki međ tilskipunin ofan frá eđa inngripi ríkisvaldsins. Greinin sjálf ţarf ađ taka ţetta hlutverk ađ sér og leiđa ţá vinnu hratt og örugglega. 


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB: ,,Eitt af viđfangsefnum stjórnlagaţingsins ađ rćđa framsal fullveldis til alţjóđastofnanna"

 

Eitt af ţví sem ţjóđin hefur fengiđ sig fullsadda af er feluleikur stjórnvalda međ málefni ríkisins. Á vefsíđu sinni vekur Páll Vilhjálmsson athygli á eftirfarandi klausu úr skýrslu Evrópusambandsins í haust:

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.

Í lauslegri ţýđingu minni eru embćttismenn Evrópusambandsins ađ vekja athygli á ţví í Brussel ađ lög hafi veriđ sett á Alţingi Íslendinga um ráđgefandi stjórnlagaţing. Verkefni ţingsins eigi ađ vera ađ vinna ađ tillögu um nýja stjórnarskrá sem verđi lagt fyrir Alţingi. Eitt af viđfangsefnunum stjórnlagaţingsins sé ađ rćđa framsal fullveldis til alţjóđastofnanna. Ţađ sem er alvarlegt í ţessu er ţađ ađ stjórnvöld hafa aldrei minnst á ţetta í undirbúningi stjórnlagaţingsins. Ađ sjálfsögđu hefđi ţađ veriđ heiđarlegast og í anda ţess gegnsćis sem vinstri stjórnin lofađi viđ valdatökuna. Hver lofađi Evrópusambandinu ađ ţetta yrđi eitt af viđfangsefnum stjórnlagaţingsins? Munu ţingmenn stjórnlagaţingsins ekki ráđa ţví hvađ verđi rćtt? Munu ţeir ekki hafa frjálsar hendur enda kosnir beint af ţjóđinni? Eđa var ţetta bara allt leikrit Samfylkingarinnar til ađ hćgt yrđi ađ deila fullveldi Íslands međ Evrópusambandinu?  


mbl.is Úrslit kynnt annađ kvöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđin svarađi kalli forsćtisráđherra um góđa kosningaţátttöku

 

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, sagđi á fréttamiđlum stjórnarinnar ađ mikilvćgt vćri ađ kosningaţátttakan yrđi góđ. Ţjóđin hefur svarađ kalli henni. Ađeins 40% ţeirra sem voru á kjörskrá létu sig hafa ţađ ađ kjósa í sögulegum kosningum. Forsćtisráđherra hefđi kannski frekar átt ađ hvetja ţjóđina til ađ sitja heima eins og hún gerđi í Icesave ţjóđaratkvćđagreiđslunni. Ţá hefđi fólk kannski mćtt á kjörstađ. 

En ţessi slaka kosningaţátttaka segir okkur bara eitt. Stjórnlagaţingiđ er flipp. Milljónum kastađ á glć í súralísku leikriti ríkisstjórnarinnar til ađ fela nekt sína. Nú stendur hún ţarna nakin eins og keisarinn forđum. Sjónhverfingar međ 150 nefndum, ţjóđfundi og stjórnlagaţingi duga varla mikiđ lengur til ađ koma í veg fyrir ađ ţjóđin rísi upp og segi ţetta gott hjá vinstri stjórninni sem er alla lifandi ađ drepa. Núna ţarf Sjálfstćđisflokkurinn ađ taka forystuna um ađ mynda hér nýja starfhćfa ríkisstjórn. Ríkisstjórn um verkefni en ekki vćntingar. Ríkisstjórn sem ţýđir frost kyrrstöđunnar sem vinstri stjórnin hefur kallađ yfir ţjóđfélagiđ. Ríkisstjórn sem gefur fólki von en ekki volćđi. Ţá ríkisstjórn mun fólkiđ styđja.


mbl.is Úrslit hugsanlega ljós á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af lýđrćđisást vinstri stjórnarinnar

 

Ég óttast ađ kosningaţátttaka í kosningunum til stjórnlagaţings verđi drćm. Í fyrsta lagi er fólk orđiđ dofiđ á ástandinu. Í öđru lagi er kosningafyrirkomulagiđ algjörlega nýtt og mörgum finnst ţađ of flókiđ. Í ţriđja lagi ţá eru margir sem eru einfaldlega á móti ţessari lýđrćđislegu tilraun eđa ţá ađ ţeim finnst margt mikilvćgara en ađ halda stjórnlagaţing um breytingar á stjórnarskrá, sem er algjörlega saklaus af hruninu. Ekki rćndi hún bankana eđa var í vitorđi međ bankarćningjunum. Og ekki fara sjálfstćđis- eđa framsóknarmenn ađ hlaupa til ţegar Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hvetja fólk til ađ kjósa í leikriti sem gengur út á ađ fólk gleymi úrrćđaleysi vinstri stjórnarinnar og til ađ breyta stjórnarskránni til ađ undirbúa ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Sem sagt hluti af ESB ađlöguninni sem ţarf ađ fara fram til ađ markmiđi ađildarsinna náist um ađild ađ ESB. Leikrit sem sett er á sviđ í pólitískum tilgangi einum, ţví miđur. Ţannig er ţađ ekki af neinni lýđrćđisást sem stjórnarmeirihlutinn bođađi til ţjóđfundar og svo stjórnlagaţings. Viđ vitum allt um lýđrćđisástina hjá ţessari ríkisstjórn sem hvatti fólk til ađ sitja heima í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um Svavars og Steingríms lögin, sem átti ađ koma einkaskuldum útrásarníđinganna yfir á almenning. Og ekki var lýđrćđisást ríkisstjórnarinnar einlćg ţegar hún kom í veg fyrir međ ofbeldi á Alţingi ađ fólkiđ fengi ađ kjósa um umsóknina um ađild ađ Evrópusambandinu. Ţađ voru ţess vegna ţung sporin á kjörstađ hjá undirrituđum í dag. En í lýđrćđisríki er kosningadagurinn hátíđisdagur og heilagur. Og í dag gerđi ég skyldu mína og kaus fólk sem ég treysti til ađ gera góđa stjórnarskrá betri.


mbl.is Drćm kjörsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjarni Ben finnur rétta tóninn

 

Mér finnst hćstvirtur forsćtisráđherra sýna bönkum og lífeyrissjóđum alveg ótrúlegt langlundargeđ. Fólk í ţessu landi vill ekki horfa forsćtisráđherra bíđa eftir svörum frá bönkum og lífeyrissjóđum núna tveimur árum eftir hruniđ. Fólk bíđur eftir ađgerđum og ef ţeir ađilar hafa ekki látiđ segjast fram til ţessa ţarf ađ segja ţeim hvernig ţetta verđur gert, međ reglum og lögum héđan frá Alţingi. Fólkiđ í landinu er ekki ađ bíđa eftir lífeyrissjóđunum eđa eftir bönkunum. Ţađ bíđur eftir ađgerđum frá Alţingi.

Svo skörulega mćlti Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, á Alţingi í dag.

Ég velti fyrir mér í síđasta pistli mínum hvort risinn vćri vaknađur. Já, svo sannanlega er hann vaknađur ef miđađ er viđ frammistöđu formanns Sjálfstćđisflokksins í dag. Bjarni Ben hefur fundiđ rétta tóninn. Ţjóđin ţarf á forystu ađ halda til hefja uppbygginguna og lćkninguna eftir hrunadansinn sem hófst fyrir hrun en hefur síđan stađiđ látlaust frá hruni í bođi hreinu vinstri stjórnarinnar. Ríkisstjórnar sem veltir sér upp úr vandamálunum í stađ ţess ađ leysa ţau. Ríkisstjórnar sem er fyrir löngu búiđ ađ missa trúverđugleika fólksins í landinu. Já, ríkisstjórnar sem er hugmyndafrćđilega klofin í herđar niđur og veit ekki hvort hún er ađ fara eđa koma. Ţađ eina sem virđist halda í henni lífinu er annars vegar ást annars stjórnarflokksins á Evrópusambandinu og hins vegar hatur hins stjórnarflokksins á Sjálfstćđisflokknum. Ţađ er ekki gćfulegt hjónaband.

Ţjóđin ţarf nú á ađ halda ríkisstjórn sem sameinast um ást og hollustu sína viđ land sitt og ţjóđ. Ríkisstjórn sem ţorir ađ horfast í augu viđ vandamálin, hve stór sem ţau kunna ađ sýnast, og leysa ţau í ţágu landsmanna einna. Ríkisstjórn sem byggir upp en brýtur ekki niđur. Ţá mun aftur birta í hugum og hjörtum Íslendinga. Ţá mun landiđ rísa á ný.


Er risinn vaknađur?

Já, góđan daginn! Spá um hagvöxt ákveđin vonbrigđi! Svo mćlir sá ráđherra sem hef öll spil á hendi í efnahagsmálum ţjóđarinnar. Ađgerđir hans eđa ađgerđaleysi hafa mikiđ ađ segja um hagvaxtarstigiđ. Og í öllum ţjóđfélögum er ţađ hagvöxturinn sem mćlir hag ţjóđarinnar. Og fjármálaráđherra finnst ţađ bara ,,ákveđin vonbrigđi" ađ hagur ţjóđarinnar muni verđi minni en fyrri áćtlun, sem var gerđ í sumar. Ţađ sem er alvarlegt viđ ţetta er tvennt. Ţađ fyrra er ađ sósíalistum er illa viđ hagvöxt. Finnst hagvöxturinn of kapítalískur. Ţađ síđara er ađ fjármálaráđherrann skulu ekki taka ţessa viđvörun alvarlega. Já, ţá viđvörun ađ hagur ţjóđarinnar verđi minni en mjög nýleg áćtlun gerđi ráđ fyrir og fjárlagafrumvarpiđ hvílir á. Ţađ ţýđir ađ hann mun ekkert gera til ađ bregast viđ. Hann mun halda áfram helstefnunni gegn heimilunum og fyrirtćkjunum. Hćkka skatta, ţyngja álögur, lćkka bćtur og drepa allt í dróma í atvinnumálum. Svandís hans Svavars Icesave fćr ađ halda áfram ađ leggja steina í götur framkvćmda í nafni öfgastefnu í umhverfismálum. Árni Páll Árnason, sem telur kjördćmi landsbyggđarinnar upphaf og endi allrar spillingar og lélegrar stjórnsýslu, fćr áfram ađ gera ekki neitt í skuldamálum heimilanna. Katrín Júlíusdóttir, fćr áfram bara ađ dreyma um stóriđju og gagnaver.

Er nema von ađ Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, hafi lesiđ stjórninni pistilinn á Alţingi í dag? Ég kallađi eftir forystu Sjálfstćđisflokksins um helgina. Mér heyrist á öllu ađ ég geti hćtt ađ kalla. Vinstri stjórninni tókst ađ lokum ađ rćsa ţjóđvarnarliđiđ! Mörđur Árnason, ţingmađur Samfylkingarinnar, má hrópa sig hásann úr stóli sínum á Alţingi á formann Sjálfstćđisflokksins. Ţađ sýnir best ađ Bjarni er á réttri leiđ. Koma svo sjálfstćđismenn! En leiđin er löng til Tipperary ...


mbl.is Spá um hagvöxt ákveđin vonbrigđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki glćpur nema upp komist

Var ţađ, ţađ sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráđherra, var ađ segja í rćđustól Alţingis í dag? Er mesti glćpurinn fólginn í ţví ađ Barnaverndarstofa hafi lekiđ tölvupóstunum í fjölmiđla um faglegu stjórnsýsluna hjá ţeim Steingrími og helsta bandamanni hans í ríkisstjórn, Árna Páli Árnasyni? Ţetta minnir á svar fyrrverandi utanríkisráđherra Samfylkingarinnar sem skipađi vinkonu og samflokkskonu sína sendiherra eftir gamla laginu. Ţegar Samfylkingin var í stjórnarandstöđu var slík skipun ófagleg og pólitísk en vegna ţess ađ Samfylkingin skipađi hana ţá var hún fagleg! Punktur. 

Já, vinstri flokkarnir ţeir ćtluđu nú aldeilis ađ koma á faglegri stjórnsýslu og svo gagnsćrri ađ menn fengju glampa í augun. Svo sendir núverandi utanríkisráđherra međmćlendabréf međ vini sínum og fyrrverandi ráđherra, sem fékk falleinkunn í Rannsóknarskýrslunni. Nei, faglegri stjórnsýsla verđur ţađ varla.  Ţurfum viđ ađ rćđa ţetta eitthvađ nánar? Varla. 

Og talandi um fagmennsku ...


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um ađ leka póstunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Össur: Efnahagur Írlands hruninn en samt eru ţeir í ESB. Hvernig gat ţetta gerst?

Hver var ţađ sem sagđi ađ ekkert hrun hefđi orđiđ á Íslandi ef Ísland hefđi veriđ í Evrópusambandinu? Var ţađ ekki Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra össurista og Steingrímsista í VG, sem lýstu ţessu yfir hátíđlega í Brussel fyrir nokkrum vikum? Ţađ var ekki laust viđ ađ hrollur fćri um suma í Brussel sem vissu ađ efnahagur Írlands vćri ađ hruni kominn og Spánn og Portúgal fylgdu fast á eftir. ESB var ekki greiđur gerđur međ ţessum málflutningi össurista sem trúa á mátt og megin ESB í öllum málum. ESB er nýja tálsýnin sem glóir eins og glópagull í öllum sínum mćtti. Fyrir hrun var ţađ íslenska fjármálakerfiđ og Jón Ásgeir og félagar sem áttu öllu ađ bjarga. Stćrsta björgunin fólst í ţví, og reyndar felst í ţví ennţá, ađ bjarga ţjóđinni frá Davíđ nokkrum Oddssyni og vondu sjálfstćđismönnunum.

En nú er Írland hruniđ. AGS ţarf ađ taka Írland og evruna í gjörgćslu. Og ţá bendir össuristinn og rithöfundurinn Björgvin G. Sigurđsson á íslensku krónuna. Hér hafi hún hruniđ. Ţannig telur fyrrverandi ráđherrann, sem svaf af sér ráđherradóminn eins og frćgt er orđiđ, ađ ef efnahagur ríkis hrynji ţá eigi ţađ ekki ađ hafa nein áhrif á gjaldmiđilinn! En mikiđ held ég ađ margir Írar vildu einmitt ađ ţeir gćtu bjargađ sér međ lćkkun gjaldmiđilsins til ađ halda uppi samkeppnishćfni landsins og atvinnustiginu, eins og okkur tókst međ lćkkun krónunnar. Munurinn er bara sá ađ viđ gátum ţađ en Írar ekki.


mbl.is 50% líkur á hruni evrunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband