Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Nú reynir á þroska og visku þingmanna stjórnlagaþingsins
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Jæja, þá veit þjóðin hverjir eiga að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. 25 einstaklingar, 22 af höfuðborgarsvæðinu og aðeins 3 utan af landi. Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, eini dreifbýlisbúinn. Enginn sjómaður eða verkamaður enda bara einn verkamaður í 522 manna framboðshópnum. Vissulega er slagsíða á stjórnlagaþinginu þegar kemur að stjórnmálaskoðun þingmanna sem þar munu sitja. Það er greinilegt að listi Samfylkingarfólks er sigurvegari kosninganna.
En stjórnlagaþingið á ekki að verða pólitískt. Og vonandi verður svo ekki því það er vísasta leiðin til að eyðileggja þá þýðingarmiklu vinnu sem bíður þingsins. Þarna eru margir öflugir, vel menntaðir og meinandi einstaklingar sem hafa alla burði til að leggja grunn að vandaðri stjórnarskrá. Þingmenn stjórnlagaþingsins verða að gæta hófs þegar kemur að róttækum og umdeildum tillögum. Þeir eiga að starfa með hagsmuni allra þjóðfélagshópa og stétta í huga. Vonandi taka þeir vinnubrögð Alþingis sem víti til varnaðar. Þjóðin hefur fengið nóg af skotgrafa- og kafbátahernaði pólitískra loddara. Þingmenn stjórnlagaþingsins geta nú sýnt fagurt fordæmi og starfað af heilindum í sátt og samlyndi. Það verður aðeins gert með því að forgangsraða af skynsemi og gæta þess að deila ekki um keisarans skegg. Þjóðin er í sárum og þarf á lækningu að halda. Framtíð lýðræðisumbóta veltur á þeim 25 einstaklingum sem þjóðin valdi á stjórnlagaþingið.
![]() |
25 kjörin á stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú þarf að handtelja og flétta upp númerum frambjóðenda á hverjum kjörseðli!
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Gamanleikritið um stjórnlagaþingið hjá vinstri stjórninni heldur áfram. Núna kemur í ljós að um 13% atkvæða eru ógild eða komu ólæsileg úr 5 milljón króna talningavélinni. Þá er ekkert annað að gera en að handtelja þessi atkvæði hvert og eitt einasta. Og flétta síðan upp hverju númeri frambjóðenda. Það verður þrautin þyngri. Þetta tekur a.m.k. tvo heila vinnudaga fyrir herskara launaðra talningamanna. Á meðan á þessu stendur er enginn fulltrúi frá frambjóðendum. Þannig að það verður ekkert eftirlitið á þeim bænum. Nema þeir fái fjármálaeftirlitið á staðinn. En við erum svo sem vön engu eftirliti, reglubrjótum og handabakavinnubrögðum. Enginn virðist hafa gert ráð fyrir að rithönd manna gæti verið mismunandi vandvirk, nú eða að kjósendur kysu sama frambjóðandann oftar en einu sinni. Svona til öryggis. Munu það teljast ógild atkvæði? Kannski fær formaður stjórnlagaþingsundirbúningsnefndarinnar að kíkja við og skoða í kassann og sjá hvort númer spúsa hennar finnist ekki einhversstaðar í ólæsilegum tölum. Það má örugglega finna margt með góðum vilja.
En ætli það sé ekki bara fljótvirkari að telja rússnesku hermennina hans Pútin hér á myndbandinu? Talandi um rísandi herveldi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjávarútvegur er olía Íslendinga
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Sem betur fer eiga Íslendingar útgerðir og útgerðarmenn sem eru stolt byggða sinna og hryggstykkið í atvinnumálum á landsbyggðinni. Útgerðir þar sem eigendur finna til samfélagslegrar ábyrgðar og skyldu. Útgerðarmenn sem ekki hafa látið undan freistingum með að braska með aflaheimildir til að auðgast hratt á allt öðru en að stunda sjávarútveg sem skapar þjóðinni gjaldeyri og landsmönnum atvinnu. Sjávarútvegurinn hefur aldrei verið mikilvægari fyrir Íslendinga en einmitt nú. Og íslenskir sjómenn eru hetjurnar okkar sem leggja líf sitt í sölurnar á hverjum degi á sjó.
En síðan eru það rónarnir sem komið hafa óorði á brennivínið eins og þar segir. Það eru þeir sem hafa grafið undan tiltrú almennings á útgerðarfyrirtækjum og útgerðarmönnum. Við höfum horft upp á útgerðarmenn sem hafa yfirgefið greinina, tekið milljarða út úr greininni og hafa ruðst inn í aðrar atvinnugreinar oft með ómældum skaða. Þeir hafa síðan skilið eftir sig skuldsettar útgerðir sem nú eru að riða til falls eða eru komnar í eigu útlendinga. Þá er það makalaust að heyra af mönnum sem auðgast á að leigja frá sér kvóta en láta skip sín liggja við bryggju. Allt þetta er ekki til að auka tiltrú á atvinnugreininni og hefur búið til þá neikvæðu ímynd sem íslenskir útgerðarmenn hafa fengið í augum almennings.
Þessu þarf að breyta. En það gerist ekki með tilskipunin ofan frá eða inngripi ríkisvaldsins. Greinin sjálf þarf að taka þetta hlutverk að sér og leiða þá vinnu hratt og örugglega.
![]() |
Skuldsetning hafin á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB: ,,Eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþingsins að ræða framsal fullveldis til alþjóðastofnanna"
Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Eitt af því sem þjóðin hefur fengið sig fullsadda af er feluleikur stjórnvalda með málefni ríkisins. Á vefsíðu sinni vekur Páll Vilhjálmsson athygli á eftirfarandi klausu úr skýrslu Evrópusambandsins í haust:
Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations.
Í lauslegri þýðingu minni eru embættismenn Evrópusambandsins að vekja athygli á því í Brussel að lög hafi verið sett á Alþingi Íslendinga um ráðgefandi stjórnlagaþing. Verkefni þingsins eigi að vera að vinna að tillögu um nýja stjórnarskrá sem verði lagt fyrir Alþingi. Eitt af viðfangsefnunum stjórnlagaþingsins sé að ræða framsal fullveldis til alþjóðastofnanna. Það sem er alvarlegt í þessu er það að stjórnvöld hafa aldrei minnst á þetta í undirbúningi stjórnlagaþingsins. Að sjálfsögðu hefði það verið heiðarlegast og í anda þess gegnsæis sem vinstri stjórnin lofaði við valdatökuna. Hver lofaði Evrópusambandinu að þetta yrði eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþingsins? Munu þingmenn stjórnlagaþingsins ekki ráða því hvað verði rætt? Munu þeir ekki hafa frjálsar hendur enda kosnir beint af þjóðinni? Eða var þetta bara allt leikrit Samfylkingarinnar til að hægt yrði að deila fullveldi Íslands með Evrópusambandinu?
![]() |
Úrslit kynnt annað kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þjóðin svaraði kalli forsætisráðherra um góða kosningaþátttöku
Laugardagur, 27. nóvember 2010
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á fréttamiðlum stjórnarinnar að mikilvægt væri að kosningaþátttakan yrði góð. Þjóðin hefur svarað kalli henni. Aðeins 40% þeirra sem voru á kjörskrá létu sig hafa það að kjósa í sögulegum kosningum. Forsætisráðherra hefði kannski frekar átt að hvetja þjóðina til að sitja heima eins og hún gerði í Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá hefði fólk kannski mætt á kjörstað.
En þessi slaka kosningaþátttaka segir okkur bara eitt. Stjórnlagaþingið er flipp. Milljónum kastað á glæ í súralísku leikriti ríkisstjórnarinnar til að fela nekt sína. Nú stendur hún þarna nakin eins og keisarinn forðum. Sjónhverfingar með 150 nefndum, þjóðfundi og stjórnlagaþingi duga varla mikið lengur til að koma í veg fyrir að þjóðin rísi upp og segi þetta gott hjá vinstri stjórninni sem er alla lifandi að drepa. Núna þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka forystuna um að mynda hér nýja starfhæfa ríkisstjórn. Ríkisstjórn um verkefni en ekki væntingar. Ríkisstjórn sem þýðir frost kyrrstöðunnar sem vinstri stjórnin hefur kallað yfir þjóðfélagið. Ríkisstjórn sem gefur fólki von en ekki volæði. Þá ríkisstjórn mun fólkið styðja.
![]() |
Úrslit hugsanlega ljós á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.11.2010 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Af lýðræðisást vinstri stjórnarinnar
Laugardagur, 27. nóvember 2010
Ég óttast að kosningaþátttaka í kosningunum til stjórnlagaþings verði dræm. Í fyrsta lagi er fólk orðið dofið á ástandinu. Í öðru lagi er kosningafyrirkomulagið algjörlega nýtt og mörgum finnst það of flókið. Í þriðja lagi þá eru margir sem eru einfaldlega á móti þessari lýðræðislegu tilraun eða þá að þeim finnst margt mikilvægara en að halda stjórnlagaþing um breytingar á stjórnarskrá, sem er algjörlega saklaus af hruninu. Ekki rændi hún bankana eða var í vitorði með bankaræningjunum. Og ekki fara sjálfstæðis- eða framsóknarmenn að hlaupa til þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hvetja fólk til að kjósa í leikriti sem gengur út á að fólk gleymi úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar og til að breyta stjórnarskránni til að undirbúa aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sem sagt hluti af ESB aðlöguninni sem þarf að fara fram til að markmiði aðildarsinna náist um aðild að ESB. Leikrit sem sett er á svið í pólitískum tilgangi einum, því miður. Þannig er það ekki af neinni lýðræðisást sem stjórnarmeirihlutinn boðaði til þjóðfundar og svo stjórnlagaþings. Við vitum allt um lýðræðisástina hjá þessari ríkisstjórn sem hvatti fólk til að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Svavars og Steingríms lögin, sem átti að koma einkaskuldum útrásarníðinganna yfir á almenning. Og ekki var lýðræðisást ríkisstjórnarinnar einlæg þegar hún kom í veg fyrir með ofbeldi á Alþingi að fólkið fengi að kjósa um umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Það voru þess vegna þung sporin á kjörstað hjá undirrituðum í dag. En í lýðræðisríki er kosningadagurinn hátíðisdagur og heilagur. Og í dag gerði ég skyldu mína og kaus fólk sem ég treysti til að gera góða stjórnarskrá betri.
![]() |
Dræm kjörsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bjarni Ben finnur rétta tóninn
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Mér finnst hæstvirtur forsætisráðherra sýna bönkum og lífeyrissjóðum alveg ótrúlegt langlundargeð. Fólk í þessu landi vill ekki horfa forsætisráðherra bíða eftir svörum frá bönkum og lífeyrissjóðum núna tveimur árum eftir hrunið. Fólk bíður eftir aðgerðum og ef þeir aðilar hafa ekki látið segjast fram til þessa þarf að segja þeim hvernig þetta verður gert, með reglum og lögum héðan frá Alþingi. Fólkið í landinu er ekki að bíða eftir lífeyrissjóðunum eða eftir bönkunum. Það bíður eftir aðgerðum frá Alþingi.
Svo skörulega mælti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.
Ég velti fyrir mér í síðasta pistli mínum hvort risinn væri vaknaður. Já, svo sannanlega er hann vaknaður ef miðað er við frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins í dag. Bjarni Ben hefur fundið rétta tóninn. Þjóðin þarf á forystu að halda til hefja uppbygginguna og lækninguna eftir hrunadansinn sem hófst fyrir hrun en hefur síðan staðið látlaust frá hruni í boði hreinu vinstri stjórnarinnar. Ríkisstjórnar sem veltir sér upp úr vandamálunum í stað þess að leysa þau. Ríkisstjórnar sem er fyrir löngu búið að missa trúverðugleika fólksins í landinu. Já, ríkisstjórnar sem er hugmyndafræðilega klofin í herðar niður og veit ekki hvort hún er að fara eða koma. Það eina sem virðist halda í henni lífinu er annars vegar ást annars stjórnarflokksins á Evrópusambandinu og hins vegar hatur hins stjórnarflokksins á Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki gæfulegt hjónaband.
Þjóðin þarf nú á að halda ríkisstjórn sem sameinast um ást og hollustu sína við land sitt og þjóð. Ríkisstjórn sem þorir að horfast í augu við vandamálin, hve stór sem þau kunna að sýnast, og leysa þau í þágu landsmanna einna. Ríkisstjórn sem byggir upp en brýtur ekki niður. Þá mun aftur birta í hugum og hjörtum Íslendinga. Þá mun landið rísa á ný.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er risinn vaknaður?
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Já, góðan daginn! Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði! Svo mælir sá ráðherra sem hef öll spil á hendi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Aðgerðir hans eða aðgerðaleysi hafa mikið að segja um hagvaxtarstigið. Og í öllum þjóðfélögum er það hagvöxturinn sem mælir hag þjóðarinnar. Og fjármálaráðherra finnst það bara ,,ákveðin vonbrigði" að hagur þjóðarinnar muni verði minni en fyrri áætlun, sem var gerð í sumar. Það sem er alvarlegt við þetta er tvennt. Það fyrra er að sósíalistum er illa við hagvöxt. Finnst hagvöxturinn of kapítalískur. Það síðara er að fjármálaráðherrann skulu ekki taka þessa viðvörun alvarlega. Já, þá viðvörun að hagur þjóðarinnar verði minni en mjög nýleg áætlun gerði ráð fyrir og fjárlagafrumvarpið hvílir á. Það þýðir að hann mun ekkert gera til að bregast við. Hann mun halda áfram helstefnunni gegn heimilunum og fyrirtækjunum. Hækka skatta, þyngja álögur, lækka bætur og drepa allt í dróma í atvinnumálum. Svandís hans Svavars Icesave fær að halda áfram að leggja steina í götur framkvæmda í nafni öfgastefnu í umhverfismálum. Árni Páll Árnason, sem telur kjördæmi landsbyggðarinnar upphaf og endi allrar spillingar og lélegrar stjórnsýslu, fær áfram að gera ekki neitt í skuldamálum heimilanna. Katrín Júlíusdóttir, fær áfram bara að dreyma um stóriðju og gagnaver.
Er nema von að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lesið stjórninni pistilinn á Alþingi í dag? Ég kallaði eftir forystu Sjálfstæðisflokksins um helgina. Mér heyrist á öllu að ég geti hætt að kalla. Vinstri stjórninni tókst að lokum að ræsa þjóðvarnarliðið! Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, má hrópa sig hásann úr stóli sínum á Alþingi á formann Sjálfstæðisflokksins. Það sýnir best að Bjarni er á réttri leið. Koma svo sjálfstæðismenn! En leiðin er löng til Tipperary ...
![]() |
Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2010 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki glæpur nema upp komist
Mánudagur, 22. nóvember 2010
Var það, það sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var að segja í ræðustól Alþingis í dag? Er mesti glæpurinn fólginn í því að Barnaverndarstofa hafi lekið tölvupóstunum í fjölmiðla um faglegu stjórnsýsluna hjá þeim Steingrími og helsta bandamanni hans í ríkisstjórn, Árna Páli Árnasyni? Þetta minnir á svar fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar sem skipaði vinkonu og samflokkskonu sína sendiherra eftir gamla laginu. Þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu var slík skipun ófagleg og pólitísk en vegna þess að Samfylkingin skipaði hana þá var hún fagleg! Punktur.
Já, vinstri flokkarnir þeir ætluðu nú aldeilis að koma á faglegri stjórnsýslu og svo gagnsærri að menn fengju glampa í augun. Svo sendir núverandi utanríkisráðherra meðmælendabréf með vini sínum og fyrrverandi ráðherra, sem fékk falleinkunn í Rannsóknarskýrslunni. Nei, faglegri stjórnsýsla verður það varla. Þurfum við að ræða þetta eitthvað nánar? Varla.
Og talandi um fagmennsku ...
![]() |
Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Össur: Efnahagur Írlands hruninn en samt eru þeir í ESB. Hvernig gat þetta gerst?
Mánudagur, 22. nóvember 2010
Hver var það sem sagði að ekkert hrun hefði orðið á Íslandi ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu? Var það ekki Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra össurista og Steingrímsista í VG, sem lýstu þessu yfir hátíðlega í Brussel fyrir nokkrum vikum? Það var ekki laust við að hrollur færi um suma í Brussel sem vissu að efnahagur Írlands væri að hruni kominn og Spánn og Portúgal fylgdu fast á eftir. ESB var ekki greiður gerður með þessum málflutningi össurista sem trúa á mátt og megin ESB í öllum málum. ESB er nýja tálsýnin sem glóir eins og glópagull í öllum sínum mætti. Fyrir hrun var það íslenska fjármálakerfið og Jón Ásgeir og félagar sem áttu öllu að bjarga. Stærsta björgunin fólst í því, og reyndar felst í því ennþá, að bjarga þjóðinni frá Davíð nokkrum Oddssyni og vondu sjálfstæðismönnunum.
En nú er Írland hrunið. AGS þarf að taka Írland og evruna í gjörgæslu. Og þá bendir össuristinn og rithöfundurinn Björgvin G. Sigurðsson á íslensku krónuna. Hér hafi hún hrunið. Þannig telur fyrrverandi ráðherrann, sem svaf af sér ráðherradóminn eins og frægt er orðið, að ef efnahagur ríkis hrynji þá eigi það ekki að hafa nein áhrif á gjaldmiðilinn! En mikið held ég að margir Írar vildu einmitt að þeir gætu bjargað sér með lækkun gjaldmiðilsins til að halda uppi samkeppnishæfni landsins og atvinnustiginu, eins og okkur tókst með lækkun krónunnar. Munurinn er bara sá að við gátum það en Írar ekki.
![]() |
50% líkur á hruni evrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)