Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Þá vinnur Ísland
Þriðjudagur, 31. mars 2009
![]() |
Sigurlíkur Íslands 17,54% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðismenn vopnaðir von og krafti
Sunnudagur, 29. mars 2009
38. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var sigurhátíð. Fortíðin var gerð upp, mistökin viðurkennd, þjóðin beðin fyrirgefningar og yfirbót gerð fyrir opnum tjöldum. Tekist var á en alltaf fundu landsfundarfulltrúar sáttaleið.
Landsfundarfulltrúar fara af fundinum vopnaðir von og krafti með sterka forystusveit. Ég spáði því hér þann 14. mars að Bjarni yrði formaður eftir sigur í prófkjör í Kraganum. Einnig bloggaði ég 31. janúar sl. að Bjarni Ben og Þorgerður Katrín yrðu í forystu endurreisnar Sjálfstæðisflokksins.
Endureisnin er hafin!
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilhjálmur var lykilmaðurinn í einkavæðingu ríkisbankanna
Laugardagur, 28. mars 2009
Davíð Oddsson nefndi það í ræðu sinni á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að hann einn hafi barist fyrir dreifðri eignaraðild við sölu bankanna. Hann hafi þurft að berjast við andstæðinga þessa bæði í öðrum flokkum og innan eigin flokks. Hann skaut föstum skotum á Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Vilhjálmur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar viðskiptabankarnir voru einkavæddir og hann var lykilmaður í þeirri vinnu innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki aðeins Davíðs sem finnst það skrýtin ákvörðun að fela Vilhjálmi Egilssyni formennsku í endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi var hann einn af höfundum einkavæðingarferlisins við sölu viðskiptabankanna og annarra ríkisfyrirtækja og í öðru lagi hefur hann verið lykilmaður í viðskiptalífinu á undanförnum árum. Þess vegna hlýtur hann að vera tengdur þeim útrásarfyrirtækjum sem hafa fellt íslenska fjármálakerfið. En skoðum búta úr nokkrum ræðum Vilhjálms sem hann flutti á alþingi á þessu einkavæðingartímabili:
Í mörgum fyrirtækjum, ekki bara í fjármálakerfinu heldur og hjá öðrum greinum atvinnulífsins, er eignarhald ýmist dreift eða á fárra höndum. Það breytir þó aldrei því að fyrirtækin þurfa að þjóna markaðnum og umræðan um hvort eignarhaldið er dreift eða ekki dreift skiptir sáralitlu í því sambandi, bankarnir þurfa að standa sig hvort sem þeir eru í höndum fárra aðila eða margra. (3. okt. 2002 - Umræður utan dagskrár um kröfu um dreifða eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum).
En við að skoða umræðuna um dreifða eignaraðild, sem hefur verið umtölduð á Landsfundi Sjálfstæðisflokknum, þá er áhugavert að lesa ræðu Lúðvíks Bergsveinssonar, alþingismanns Samfylkingarinnar, sem átti frumkvæði af því að ræða þessi mál utan dagskrár í október 2002 eins og áður segir.
Hvers vegna hefur ríkisstjórnin snúið af þeirri leið að stefna að dreifðri eignaraðild við sölu á hlutum í ríkisbönkunum? Hvers vegna lýsti hæstv. forsrh. því yfir í Morgunblaðsviðtali árið 1998 að enginn ætti að eiga meira en 3--8% í bönkunum, og taldi hann lægri töluna nær lagi, þegar sá hinn sami hyggst nú beita sér fyrir því að selja 33--45% eignarhlut í Landsbankanum einum aðila? Hvað er að marka slíka menn? Svipaðar yfirlýsingar um pólitíska stefnumótun og æskileg markmið gaf hæstv. utanrrh. í viðtali við sama blað í ágúst 1999. Rökin í mínum huga fyrir því að rétt sé að stefna að dreifðri eignaraðild í fjármálastofnunum á Íslandi eru skýr og einföld því að vegna valdsins sem fylgir eignarhaldi á ráðandi hlut í stórum banka og hins fámenna íslenska samfélags þolir það ekki til lengdar að nánast allar eignir þjóðarinnar færist á fárra hendur. Það er því skynsamlegt að hafa í huga orð repúblikans og öldungardeildarþingmannsins Johns Shermans sem í lok 19. aldar sagði í umræðum á bandaríska þinginu í tengslum við setningu samkeppnislaga: ,,Þar sem við Bandaríkjamenn höfum hafnað pólitískum einvaldi spyr ég: Hví skyldum við fela öðrum sömu völd í gegnum áhrif í átvinnulífinu?" Franklin Delano Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, orðaði þessa sömu hugsun einnig á þá leið að sjálft lýðræðið væri í hættu ef vald einkaaðila kæmist á það stig að þeir gætu haft þau áhrif á stjórnkerfið að völd þeirra sköðuðu sjálft lýðræðisríkið.
Og sem sagt fór Vilhjálmur Egilsson upp í ræðustól eins og kom fram hér á undan og varði þá ákvörðun ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að falla frá kröfunni um dreifða eignaraðild, sem Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt vera mistök og beðist afsökunar á. Getur verið að Vilhjálmur hafi átt þátt í því innan Sjálfstæðisflokksins að fallið hafi verið frá kröfunni um dreifða eignaraðild? Maðurinn sem fer nú fyrir endurreisn flokksins? Vilhjálmur þarf að gera þessa fortíð upp til að hreinsa andrúmsloftið. Vilhjálmur getur þó huggað sig við það að, að vegna orða Davíðs Oddssonar um hann, að þá hækki hann verulega í áliti hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Og sama er að segja um ritið um Endurreisnina. Nú verður það rit í uppáhaldi hjá Samfylkingunni og gæti þess vegna þurft að prenta meira upplag til að anna eftirspurn.
Viðvörunarorð Franklin D Rossevelt eru sannanlega í fullu gildi í dag og hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins átt að standa fastir á sínu eins og Davíð minntist á í ræðu sinni.
Þó vissulega hafi orð Davíðs Oddssonar verið harkaleg í garð Vilhjálms Egilssonar á Landsfundinum í dag og hefðu kannski mátt missa sín þá verður að skoða orð Davíðs í þessu ljósi. Það er einnig í sjálfu sér hægt að taka undir það að ritið um Endurreisnarstarfið er sundurlaust og á stundum stangast hvert á annars horn. Hins vegar á ritið sennilega að sýna þverskurð af umræðum sem fórum fram á meðal flokksmanna í starfi nefndarinnar. Starf nefndarinnar var gott innlegg í lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt til að reyna að varpa ljósi á ástæður hrunsins.
Það sem stendur hins vegar eftir í lok dagsins er þetta. Sjálfstæðisflokkurinn þorir að fara í uppgjör fyrir opnum tjöldum og af fullri hreinskilni þó það geti verið sársaukafullt fyrir suma. Og vissulega þurfa menn að gæta orða sinna. En til að endurbæta umtalaða setningu um sjálfstæðismenn þá segi ég:
Þó að sjálfstæðismenn deili á daginn þá sættast þeir að kvöldi.
![]() |
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Uppgjör Davíðs við aðförina að sér
Laugardagur, 28. mars 2009
Það var magnþrungin stund þegar Davíð Oddsson hóf mál sitt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Ræðan sveik engan. Davíð hefur ekki gleymt neina og átti salinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ræðan verður skrifuð í stjórnmálasöguna og ekki kæmi mér á óvart að eftirmálar yrðu af henni. Skotin voru föst í átt Samfylkingar, Baugsveldisins og eigin flokksmanna. Ræðan var í senn söguskoðun, uppgjör, skemmtiefni og tragedía.
Ég mun fjalla nánar um ræðu Davíðs síðar en ég ákvað að koma mér heim af fundi til að jafna mig eftir þessa einstöku lífsreynslu á mínum fyrsta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem dramatíkin var í aðalhlutverki.
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Ótýndu götustrákarnir hennar Ingibjargar Sólrúnar
Föstudagur, 27. mars 2009
Ég tek eftir eftirfarandi í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar:
Í fyrsta lagi sagði hún : ... ákveðinn hópur manna hætti að sækja sér viðmið í íslenskan veruleika, tók upp lífshætti erlendra auðmann[a] og gaf goðsögninni um stéttlaust samfélag á Íslandi langt nef.
Það er eðlilegt að spyrja hér: Hver er þessi ákveðni hópur manna? Og það sem er öllu merkilegra er að Ingibjörg segir það goðsögn að hér sé stéttlaust samfélag. Hvað á hún við með þessu? Nú vita það allir sem vilja vita að við búum ekki við stéttlaust þjóðfélag, eða taldi hún sjálf svo vera? Eða er hún að vísa til slagorðs Sjálfstæðisflokksins um stétt með stétt?
Orð Ingibjargar má einnig skilja sem svo að þessi ákveðni hópur manna hafi tekið upp verri siði en þeir kapítalistar sem voru hér áður. Það er að segja gömlu góðu kapítalistarnir í Sjálfstæðisflokknum!
Með þessum orðum er Ingibjörg að segja að þeir nýríku fjármálamenn sem tóku að hasla sér völl eftir einkavæðingu á Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) séu sökudólgarnir. Þeir hafi hagað sér óvarlega og tekið upp háttu erlendra auðmanna. Gott og vel. En voru þetta ekki þeir aðilar í viðskiptalífinu sem Samfylkingin hafði velþóknun á? Þeir sem Samfylkingin sakaði Sjálfstæðisflokkinn um að leggja í einelti? Jón Ásgeir og félagar. Þeir sem Davíð Oddsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði ótýnda götustráka? Er Ingibjörg Sólrún að viðurkenna að þetta mat Davíðs hafi verið rétt eftir allt saman? Það er fallegt af Ingibjörgu Sólrúnu að senda Sjálfstæðisflokknum þessa ,,meðmæli" á 80 ára afmæli flokksins.
![]() |
Siðrof í íslensku samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geir H. Haarde vildi fyrst biðja sjálfstæðismenn afsökunar
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byrjar vel. Stærsta skipulagða ,,lýðræðishreyfingin" á Íslandi í dag heldur landsfund sinn þar sem mættir eru 2.000 fulltrúar alls staðar af landinu til þess að eiga samræður um stjórnmál. Fólk kemur langt að. Sumir frá Kópaskeri, aðrir frá Egilsstöðum, enn aðrir frá Ísafirði eða Vopnafirði en aðrir aðeins frá Kópavogi eins og ég. Allir til að taka þátt í lýðræðislegu stjórnmálastarfi í nokkra daga. Landsfundir stjórnmálaflokka eru einn af hornsteinum þess fulltrúalýðræðis sem við búum við í dag í hinum vestræna heimi. Það er þess vegna fagnaðarefni að í dag hefjist fjölmennasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í 80 ára sögu flokksins. Vonandi veit það á gott og sýnir að fólk er tilbúið að leggjast á árarnar saman til að vinna okkur út úr vandanum.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom, sá og sigraði. Hann fór yfir aðdraganda bankahrunsins í löngu máli af hreinskilni og baðst afsökunar á stærstu mistökunum sem var að falla frá kröfu um dreifða eignaraðild þegar bankarnir voru einkavæddir. Það var upphaf ógæfunnar.
Geir sannar enn og aftur að hann er heiðursmaður og ber fram þessa afsökun fyrst meðal félaga sinna í Sjálfstæðisflokknum. Þar með veit þjóðin að sjálfstæðismenn gerðu mistök og Sjálfstæðisflokkurinn biður þjóðina afsökunar sem einn maður. Af þeim mistökum verður vonandi dreginn lærdómur fyrir framtíðina. Geir hefur setið undir ámæli fyrir að hafa ekki beðist afsökunar fyrr. Ég skil það núna að hann vildi fyrst biðja sjálfstæðismenn afsökunar á landsfundi flokksins, sem hann hefur gert nú af auðmýkt. Nú bíðum við bara eftir að aðrir stjórnmálamenn feti í fótspor Geirs H. Haarde.
![]() |
Mistök gerð við einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Bloggarar, sem og fréttamenn, verða að hafa ofangreindan málshátt í huga við frétta- og bloggskrif. Það kann að vera freistandi fyrir suma að láta orðin vaða í fólk af miskunnarleysi og hugsunarlaust í einhverju bræðiskasti. En það er alltaf gott að draga andann áður en smellt er á Visa eða Enter hnakkinn. Og hugsa hvort við vildum að það sem var skrifað væri skrifað um einhvern okkar nákominn.
![]() |
Afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smalamennska í hlíðum Wales
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Það þarf að benda sauðfjárbændum á þennan tekjumöguleika. Já, íslenska sauðkindin er til marga hluta nytsamlega því hér er sauðkindin í Wales í aðalhlutverki í auglýsingagerð.
,,Innlánshlutföll hafi farið hækkandi" sagði forstjóri FME
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Í sambandi við þessi orð Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðings og fyrrum álitsgjafa Landsbankans, þá finnst manni óneitanlega heyrast endurrómur frá því hún fullvissaði okkur um trausta stöðu íslensku bankanna. Hún flutti einmitt erindi á fundi í HR þann 8. janúar 2008. Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri FME, flutti einnig erindi á þessum sama fundi og sagði:
Forstjóri FME sagði íslensku bankana almennt standa framar norrænum samanburðarbönkum þegar litið væri til arðsemi eiginfjár og svipað væri uppi á teningnum þegar litið væri til arðsemi og kostnaðarhlutfalla af kjarnastarfsemi.
Jónas sagði eiginfjárstöðu íslensku bankanna almennt sterka, eiginfjárhlutföll þeirra vera almennt hærri en hjá öðrum norrænum bönkum og að þeir stæðust allvel þau harkalegu áföll sem álagspróf Fjármálaeftirlitsins gera ráð fyrir. Þá sagði hann útlánaáhættu þriggja stærstu bankanna teljast nokkuð dreifða og að bankarnir hafi borð fyrir báru í þegar litið væri til stórra áhættuskuldbindinga, hún væri að meðaltali um 95% af eiginfjárgrunni bankanna en þetta hlutfall má hæst vera 800%. Í máli sínu lagði Jónas Fr. áherslu á að þrátt fyrir erfitt árferði á fjármálamarkaði væri mikilvægt fyrir aðila að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum. Undirstöður íslensku viðskiptabankanna væru almennt traustar, áhættudreifing væri almennt góð og innlánshlutföll hafi farið hækkandi. Hann tók undir sjónarmið erlendra sérfræðinga um að skuldatryggingarálag gæfi ekki rétta mynd af raunstöðu íslensku viðskiptabankanna og að áhættan í tengslum við þá væri nokkuð ofmetin í því sambandi.
Vek sérstaka athygli á orðunum ,,innlánshlutföll hafi farið hækkandi". Getur það hafa stafað af ICESAVE reikningunum, sem FME skrifaði upp á með veði í skattgreiðslum Íslendinga um ókomin ár?
![]() |
Evran er ekki töfralausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10 ESB ríki þurfa að endurgreiða 20 milljarða af styrkjum til landbúnaðarmála
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur krafið 10 ríki sambandsins um endurgreiðslu vegna greiddra styrki að upphæð um 20 milljarða Íkr. (um 127.000.000 evrur) til landbúnaðarmála undir hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu (CAP). Þessi endurgreiðsla kemur til vegna vanefnda sumra ríkja á ákvæðum í CAP en framkvæmdastjórninni er ætlað að hafa eftirlit með styrkjum til aðildarríkja til að koma í veg fyrir misnotkun.
Danmörk þarf að endurgreiða langmest eða um 15 milljarða Íkr. eða 100,6 milljón evrur. Hér sést listi yfir þau lönd sem þurfa að endurgreiða mest og hvers vegna:
- 100.6 million charged to Denmark for weaknesses in remote sensing and controls of compliance with set-aside rules (in area aid scheme);
- 9.5 million charged to United Kingdom for risk analysis used improperly and insufficient verification of documents within export refunds aid scheme;
- 7.2 million charged to Belgium for insufficient number of laboratory tests of sugar within export refunds scheme;
- 2.4 million charged to Ireland for weaknesses in risk analysis, insufficient quality and quantity of physical checks within export refunds scheme;
- 2.3 million charged to France for failure to meet payment deadlines and absence of sanctions within food aid scheme;
- 1.7 million charged to Belgium for ineligible expenditure in fruits and vegetables scheme comprising environmental packaging and VAT;
- 1.5 million charged to Slovenia for deficiencies in key-controls concerning area aid payments;
- 1.3 million charged to Greece for insufficient controls and unreliable data on sugar export.
Sjá fréttatilkynningu á vef ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)