Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Teningunum er kastađ!

Mér segir svo hugur ađ nú hefjist óöld í Samfylkingunni eftir ţessa ákvörđun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ađ halda áfram í stjórnmálum. Ţađ er sennilega eitthvađ sem Samfylkingin ţarf ekki á ađ halda ţessa stundina ţegar fylgiđ virđist vera í uppsiglingu og ráđherrar ţurfa ađ einbeita sér ađ landsstjórninni. Notađi Ingibjörg Sólrún ţađ ekki einmitt gegn áframhaldandi samstarfi viđ Sjálfstćđisflokknum ađ Samfylkingin ćtlađi ekki ađ blanda sér í forystuslag innan samstarfsflokksins?

Stundum eru stjórnmálamenn of fljótir ađ henda á lofti hlutum sem hittir ţá fyrir sjálfa. Stađan í dag virđist nefnilega vera sú forystuslagur verđur ekki í Sjálfstćđisflokknum - heldur í Samfylkingunni!


mbl.is Ingibjörg býđur sig fram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólaf Ragnar leiddi arđrćningjana út í sólarlagiđ í sátt friđarins sem auđurinn skapar

Ţegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslenska lýđveldsins, ákvađ ađ bjóđa sig fram aftur í janúar 2008 ţá setti ég saman smá samantekt af ţví tilefni sem mér finnst full ástćđa til ađ rifja upp:

Ţá liggur fyrir ađ herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hyggst bjóđa sig fram ađ nýju til ađ gegna embćtti forseta íslenska lýđveldisins. Ţessi ákvörđun ţarf ekki ađ koma neinum á óvart. Ólafur Ragnar hefur sannađ í verki ađ honum er vel treystandi fyrir ţessu vandasama embćtti. Hann hefur breytt embćttinu frá ţví ađ vera verndari tungunnar og skógrćktar í ađ vera verndari stórfyrirtćkja sem sćkja í útrás til fjarlćgra landa. Árangurinn lćtur ekki á sér standa og milljörđum er landađ í öruggar hafnir milljarđamćringa Íslands. Auđvitađ njóta allir Íslendingar ţessa fengs međ einhverjum hćtti svo lengi sem stjórnvöld ţjarma ekki svo ađ ţessum ţjóđhollu Íslendingum ađ ţeir ţurfi ađ flýja land vegna skattpíningar. En ţeir sem eru eldri en tvćvetur muna Ólaf Ragnar í öđru hlutverki. Ţá dvöldu í brjósti hans hugsjónir sósíalismans ţar sem ţeir sem hann nú verndar og ţjónar voru vondir arđrćningjar auđvaldsins. Já, svona eru tímarnir breyttir og viđ sjáum fyrrum sósíalistann Ólaf Ragnar leiđa arđrćningjana út í sólarlagiđ í sátt friđarins sem auđurinn skapar. 


mbl.is Tćpur ţriđjungur ánćgđur međ forsetann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áfram Davíđ!

Ţađ vćri sigur fyrir lýđrćđiđ ef Davíđ Oddsson biđi sig fram ađ nýju. Davíđ er auđvitađ stjórnmálamađur međ stóru S og hefur alltaf veriđ. Ţađ voru mistök hjá honum ađ múra sig inn í Seđlabankanum. Ţađ má ekki verđa endir á glćsilegum stjórnmálaferli Davíđs Oddssonar ađ hafa orđiđ fórnarlamb múgćsingar sem pólítiskir andstćđingar hans efndu til međ eftirminnilegum árangri. Fjórđa valdiđ vildi Davíđ burt og hafđi árangur sem erfiđi. Fjórđa valdiđ sem sćkir ekki vald sitt til fólksins heldur fjármagnsins fyrst og fremst. Nú vita allir ađ hér hafa fjárglćframenn ráđiđ ţjóđfélaginu á síđustu árum í krafti peninga, fjölmiđlavalds og í gegnum stjórnmálamenn. Vćrum viđ ekki ađ senda ţessum öflum, sem hafa sett ţjóđina á hausinn, eftirminnileg skilabođ međ ţví ađ kjósa Davíđ á ţing?

Las einmitt áđan ágćta grein ágćts starfsfélaga míns dr. Jóns Viđars Jónmundssonar í Morgunblađinu í dag um ćgivald fjármálaheimsins yfir fjölmiđlunum. Ţađ ţarf mikiđ til ađ Jón Viđar gefi sér tíma til ađ skrifa grein í Morgunblađiđ og hrósi undir rós Davíđ Oddssyni. Ţađ hélt ég ađ ég ćtti ekki eftir ađ upplifa! En svona hefur heimurinn snúist á hvolf!

Ég vona ţví ţjóđarinnar vegna og lýđrćđisins vegna ađ Davíđ Oddsson bjóđi sig fram ađ nýju fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Kjósendur geta ţá sagt sitt um ađförina ađ honum og dćmt Davíđ af verkum sínum í alţingiskosningum. Ţannig á lýđrćđiđ ađ virka.

Ég er líka sannfćrđur um ađ Davíđ hefur lćrt mikiđ á undanförnum árum í útlegđ sinni í Seđlabankanum ţar sem tjáningarfrelsi hans var af honum tekiđ. Hann mun vonandi ekki hlusta á suma fyrrum ráđgjafa sína sem gáfu honum slćm ráđ og vonandi sćkir hann ráđ víđar en áđur.

Ţegar Davíđ talar ţá hlustar ţjóđin. Látum hann tala og láta síđan verkin tala ţjóđinni til heilla. 


mbl.is Davíđ í frambođ á Suđurlandi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Niđurlćging Íslands stađfest

Sveinn Haraldur er örugglega hins vćnsti sveinn og á vonandi eftir ađ ţjóna Íslendingum vel. Međ setningu hans sem seđlabankastjóra er hins vegar stađfest niđurlćging Íslendinga í peningamálum. Er ţađ virkilega svo ađ ekki var hćgt ađ finna neinn hćfan Íslending í starfiđ eđa var ţađ kannski krafa frá AGS ađ skipa yrđi útlendan mann í starf seđlabankastjóra? Gleymdist ađ flétta upp í stjórnarskrá íslenska lýđveldisins?

Síđan verđur haldiđ áfram á sömu braut og löggjafarvaldiđ flutt úr landi međ ađild ađ Evrópusambandinu. 5 ţingmenn verđa kosnir á ţing Evrópusambandsins og munu hafa ađsetur í Brussel og Strassbourg. Síđan verđur einn Íslendingur skipađur í framkvćmdastjórn Evrópusambandsins, ţó ađeins í 10 ár af 15 ţegar Írar hafa dregiđ NEI-iđ sitt viđ Lissabon sáttmálanum til baka, ađ kröfu sambandsins. Ţeim Íslendingi, ef ţađ verđur ţá Íslendingur, verđur bannađ ađ halda á lofti hagsmunum Íslands heldur skal hann játa hollustu viđ hagsmuni Evrópusambandsins fyrst og síđast.

Já, Íslendingar hafa svo sannanlega klúđrađ málum. Kannski ekki ósvipađ og á ţrettándu öld ţegar viđ gengum Noregskonungi á hönd eftir óöld og samstöđuleysis hér innanlands.


mbl.is Nýr seđlabankastjóri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Systraflokkar standa saman

Ţađ kom sumum á óvart ađ Jens Stoltenberg, forsćtisráđherra Noregs og formađur norska Verkamannaflokksins, hafi svo harkalega ýtt hugmyndum um gjaldmiđlasamstarf milli Íslands og Noregs međ upptöku eđa tengingu viđ norsku krónuna út af borđinu. Ţegar hins vegar litiđ er til ţess ađ Verkamannaflokkurinn í Noregi er systraflokkur Samfylkingarinnar og góđur vinskapur er á milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, ţá varpar ţađ kannski ljósi á ţessa einstrengilegu afstöđu Jens. Systraflokkurinn í Noregi má ekki leggja stein í götu systraflokksins á Íslandi í vegferđ ţess síđarnefnda međ Ísland inn í Evrópusamstarfiđ. Ţess vegna má ekki gera of mikiđ úr ţessari afstöđu Jens. Ţegar formađur systraflokks VG í Noregi kom í heimsókn til Íslands fyrir mánuđi eđa svo ţá opnađi hún fađminn fyrir Íslendingum ef ţeir teldu gjaldmiđlasamstarf milli landanna gćti gagnast Íslendingum í ţeim erfiđleikum sem ţeir ćttu viđ ađ búa. Jens Stoltenberg sagđi hins vegar í Kastljósi í kvöld ađ nú ţyrftu Íslendingar ađ greiđa úr óreiđunni og grćđgivćđingunni sem ţeir hefđu komiđ sér sjálfir í og eina gjaldmiđlasamstarfiđ sem stćđi Íslendingum til bođa vćri Evran. Ţađ ţýđir á mannamáli ađ Norđmađurinn Jens Stoltenberg telur ekki annan kost fyrir Ísland en ađ gerast ađili ađ Evrópusambandinu. Sem ţýđir svo auđvitađ ađ ţá á Noregur ekki annan kost en ađ fylgja í kjölfariđ.  


mbl.is Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhćft
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristinn fer í nýju Framsókn

Ég spái ţví ađ Kristinn H. Gunnarsson bjóđi sig fram fyrir Framsóknarflokkinn. Ţađ verđur auđvelt fyrir hann ađ fćra rök fyrir ţví enda hefur Framsóknarflokkurinn skipt algjörlega um ,,andlit" og útlit. Ţađ myndi hins vegar ţýđa ađ Sjálfstćđisflokkur og Framsóknarflokkur gćtu myndađ nýja ríkisstjórn ,ţar sem 2 ţingmenn hafa fćrt sig milli liđa, og blásiđ kosningarnar af ef vilji vćri til ţess.

Hvort ţađ sé hins vegar pólitísk klókt skal ósagt látiđ.


mbl.is Kristinn: Trúnađarbrestur olli afsögn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefnir í stjórnarslit?

Var ţađ ekki einmitt nýr formađur Framsóknarflokksins sem lagđi gífurlega áherslu á ađ leita til dómstóla vegna hryđjuverkalaga Breta? Ţađ mál og skeleggur málflutningur hans kom Sigmundi Davíđ á kortiđ í íslenskum stjórnmálum.

Núna gengur viđskiptaráđherra fram í erlendum fjölmiđla ađ ţví er virđist umbođslaus međ öllu (hefur alla vega ekki fengiđ umbođ frá ţjóđinni og nú virđist hann ekki tala í umbođi ríkisstjórnarinnar) og segir máliđ dautt. Íslensk stjórnvöld munu kyssa vöndinn.

Liggja stjórnarslit ekki í loftinu ţessa klukkutímana eđa hve lengi ćtlar Framsóknarflokkurinn ađ verja ríkisstjórnina falli? Mun Sjálfstćđisflokkurinn leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur á nćstu klukkustundum?


mbl.is Veldur miklum vonbrigđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er neysluvísitalan náttúrulögmál?

Ţađ sem er athyglisvert og í senn dapurlegt viđ fréttina um verđbólguna, sem virđist vera orđin einhverskonar sýndarverđbólga, er ađ hćkkun á pakkaferđum og flugferđum til útlanda vega upp nćr alla lćkkun á húsnćđisverđi. Er líklegt ađ fólk sem er ađ missa íbúđir sínar eđa hafa tapađ öllu eigin fé í íbúđahúsnćđi sínu sé ađ flakka til útlanda í pakkaferđir?

Merkileg ţessi verđbólguútreikningur sem lifir alveg sjálfstćđu lífi ţó allt sé ađ falla í kringum hann. Er ţađ ekki rétt ađ starfsfólk Hagstofunnar sé ađ reikna međ sömu neyslu Íslendinga eins og ţegar allt var hér í uppsveiflu? Er ekki eitthvađ bogiđ viđ ţađ? Er neysluvísitalan náttúrulögmál sem ómögulegt er ađ uppfćra miđađ viđ ástandiđ í ţjóđfélaginu á hverjum tíma? Vćri ekki ráđ fyrir ríkisstjórnina ađ nýta krafta sína í slíkar ađgerđir heldur en ađ standa ađ einelti gegn fyrrum pólitískum andstćđingi sínum?


mbl.is Verđbólga mćlist 17,6%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţú ert sekur hvađ sem ţú segir!

Áróđursherferđin gegn Davíđ Oddssyni hefur boriđ árangur. Ţjóđin var vitni ađ ţví í Kastljós viđtalinu. Davíđ er eđlilega lúinn enda fáir sem geta stađist slíkar ofsóknir sem hafa veriđ í gangi gegn einum manni. Lýđurinn hefur talađ og Davíđ skal burt. Enginn má viđ margnum. Í raun var alveg sama hvađ Davíđ sagđi eđa hefđi sagt í viđtalinu. Sigmar fréttamađur var búinn ađ dćma hann fyrirfram eins og kom glöggt fram í spurningum. Sigmar hefđi getađ sparađ sér erfiđiđ og umorđađ spurningarnir í ađeins eina spurningu:

,,Ţú ert sekur hvađ sem ţú segir. Sumir og flestir segja ađ allt sé ţér einum ađ kenna. Af hverju viđurkennirđu ţađ ekki bara?"

Eitthvađ minnir mig ţetta óţćgilega á eitthvađ sem tengist páskahátíđinni en kem ţví ekki alveg fyrir mig. Jóhanna vćri kona af meiru ef hún léti ekki teyma sig á asnaeyrunum í ţessari hefndarför sem er ţjóđinni til skammar. Vćri ekki ráđ ađ sameina ţjóđina ađ baki stjórnvöldum í stađ ţess ađ sundra henni í pólitískum hefndarleiđangri? Síđan minni ég á blogg mitt hér 3. febrúar um ofsóknirnar gegn Davíđ - Ég mótmćli!


mbl.is Davíđ í Kastljósviđtali
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Refskapur Framsóknar

alfređ thGamansamir gćtu rifjađ upp söng Ómars Ragnarssonar: Ţrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann ţó ...

Auđvitađ er Framsóknarflokkurinn ađ minna á sig. Ţađ gerir hann á sama tíma og hann kynnti tillögur sínar í efnahagsmálum. Sennilega hefur nýjum formanni Framsóknarflokksins fundist ađ stjórnarflokkarnir hafi tekiđ ţeim fálega ţegar ţeir lögđu ţćr fyrir forystumenn Samfylkingar og VG. Ţađ kćmi mér ekki á óvart ađ Alfređ, ,,ykkur er víst kalt manninum", sé farin ađ spila undir á fiđlu og sjái marga álitlega ,,laxa í hylnum". Á hann er hlustađ í Framsóknarflokknum og kannski víđar samanber véfréttir gćrdagsins.

Refskapur í stjórnmálum er engin nýlunda. Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, ćtti ađ kannast viđ vinnubrögđin eftir vistina hjá Jóni Baldvin um áriđ. Jón Baldvin og stuđningsmenn gera henni síđan ekki auđvelt fyrir í eigin flokki en orđ Össurar Skarphéđinssonar vöktu athygli mína í morgun ţegar hann talađi um ,,ţann hluta Samfylkingarinnar sem hann tilheyrđi".

Óveđursskýin hlađast ţess vegna upp á stjórnmálahimni Jóhönnu ,,heilögu" eins og viđ var ađ búast í félagsskap ,,villta-vinstrisins".    


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband