Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Byggjum betra og réttlátara samfélag - saman

Fyrsta áramótaávarp Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, átti fullt erindi til ţjóđar sem stendur á vegamótum. Flestir sem á hlýddu gátu tekiđ undir margt af ţví sem ţar kom fram. Getum viđ ekki öll veriđ sammála óskum hennar ađ:

Vonandi  berum viđ gćfu til ađ lćra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag.

Ávarp Jóhönnu hefur örugglega fyllt suma öryggiskennd en hjá öđrum hefur ţađ falliđ í grýttan jarđveg. Svo stutt er frá átökunum um Icesave ađ stór hluti ţjóđarinnar er í sárum. Framganga vinstri stjórnarinnar í ţví ógćfumáli sem og öđrum svo sem ESB, skattamálum og skjaldborgarmálum heimilanna hefur gert stóra hluta ţjóđarinnar andstćđinga ríkisstjórnarinnar. Ţađ er hins vegar mikilvćgt ađ á hátíđarstundum, eins og á gamlársdag, geti fólk átt góđar samverustundir sem skuggi stjórnmálanna fellur ekki á. Áramótaávarp forsćtisráđherra er hluti af hátíđinni og hefđ sem viđ skulum virđa.

ABBA endar ţetta bloggár hjá mér.

Ég óska svo öllum gleđilegs nýs árs og ţakka fyrir samfylgdina á árinu 2009.


mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtćkja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forsetinn leyfir ţjóđinni ađ lifa í voninni

Ólafur Ragnar Grímsson er eldri en tvćvetur í pólitík. Hann stendur vissulega frammi fyrir erfiđu viđfangsefni.

Annars vegar hefur hann áskorun frá um 50 ţúsund Íslendingum um ađ skrifa ekki undir ,,Versalasamningana". Ţar međ verđur máliđ lagt sjálfkrafa í dóm ţjóđarinnar í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Hann sjálfur, forsetinn, hefur gefiđ fordćmiđ međ fjölmiđlalögunum. Ţá stóđ valiđ á milli ţess ađ verja fyrirtćkja- og fjölmiđlasamsteypu Baugsfeđga annars vegar eđa hins vegar ađ verja fjölmiđlafrelsiđ til ađ tryggja upplýsandi umrćđu. Forsetinn valdi fyrri kostinn eins og frćgt er orđiđ. Ţađ ţýddi ađ fjármagnseigendur fengu frítt spil međ ţekktum afleiđingum. Nú er ,,ađeins" í húfi hagsmunir allrar íslensku ţjóđarinnar. Sama gjá er á milli ţjóđar og stjórnvalda. Öll stjórnarandstađan og tveir sjálfstćđissinnar í röđum stjórnarmeirihlutans standa gráir fyrir járnum gegn stjórnarmeirihlutanum  og einum ţingmanni á heiđursmannalistalaunum.

TrojanHins vegar hefur forsetinn líf vinstri stjórnarinnar í höndum sér. Stjórnar sem hann er Guđfađir ađ. Stjórn sem Ólafur Ragnar og Jón Baldvín sáu í hyllingum á rauđu ljósi á árum áđur.

Auđvitađ er ţetta auđvelt val hjá forseta vorum. En Ólafur Ragnar kann sig og vill ađ ţjóđin fái ađ lifa í voninni yfir áramótin. Hann vill ekki skemma áramótafagnađinn og eiga á hćttu ađ flugeldum verđi beint í rangar áttir. 

Áriđ 2010 ţarf ađ hefja međ ánauđ. Trójuhestur Gordon Browns hefur veriđ dreginn inn fyrir virkismúrinn af okkar eigin stjórnvöldum eins og í Tróju forđum.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Á bara eftir ađ kasta rekunum á stjórnarandstöđuna"

Björn Valur,,Sáttaţefur" Alţingis er án efa Björn Valur Gíslason, alţingismađur VG og sjómađur í hjáverkum eđa öfugt. Alltaf ţegar friđur er ađ komast á í sölum Alţingis ţá stekkur hann upp í rćđustól og kastar olíu á eld ósćttisins. Eftir ađ hann hefur stigiđ úr rćđustól logar Alţingi stafnanna á milli. Í dag vann hann fyrir kaupinu sínu. Sakađi stjórnarandstöđuna um ađ láta stjórnast af breskri lögfrćđistofu međ tölvupóstum sem bćrust illa og seint yfir hafiđ. Hann heimtađi svo umrćđur um ţađ sem tölvupóstarnir kynnu ađ geyma - víst áđur en ţeir kćmust í innhólf ţingmanna. Enda vissi hann fyrirfram ađ ţar vćri ekkert bitastćtt ađ finna. Já, svo lágt hefđi stjórnarandstađa aldrei lagst ađ ţađ ćtti bara eftir ,,ađ kasta rekunum á hana" eins og hann orđađi ţađ í einni ćsingarćđunni.

Ţađ er augljós ađ lýđrćđisleg umrćđa fer gífurlega í taugarnar á sumum stjórnarţingmönnum. Miđađ viđ ţá sýn ,,sáttaţefs", sem lýst var hér ađ ofan, ţá er stutt í ađ óeirđarlögreglunni verđur sigađ á andstćđinga stjórnarinnar.  Ţađ er ađ segja ef hún hefur ţá ekki veriđ lögđ niđur vegna niđurskurđar vegna Icesave.


mbl.is Sá ekki glćrukynningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Kennum bara Flokknum um ţađ"

Svavar GestssonŢeir eru snillingar spunameistarar ríkisstjórnarinnar enda ţaulvanir á ferđ eftir áratugaţjálfun í pólitískum fantabrögđum hjá gamla Alţýđubandalaginu. Ţegar Svavar Gestsson, sérlegur sendiherra vinstri stjórnarinnar og helsti ráđgjafi Steingríms J., varđ uppvís af ţví ađ halda mikilvćgum gögnum frá samstarfsflokknum ţá var Svavar kommissar fljótur ađ finna útgönguleiđ. Samtal hans viđ ,,selluna" innan VG hefđi getađ hljóđađ svo:

Hvađa áhyggjur eru ţetta félagar? Hafiđ ekki áhyggjur af ţessu leynimakki mínu í kringum Össur. Ţađ vita ţađ allir ađ honum er ekki treystandi fyrir leynilegum upplýsingum. Viđ látum ţađ bara berast ađ hér sé um ađ rćđa handbragđ Flokksins og Dabba. Ţeir verđa fljótir ađ falla fyrir ţví í Samfylkingunni enda tapa ţeir allri skynsemi og rökum ţegar Davíđ Samfylkingarhrellir er nefndur á nafn á ţeim bćnum! Ég kann inn á ţá kratana. Látiđ svo mynd af Dabba fylgja međ. (hlátur).

Og ţannig láku ţeir til gulu pressunnar í liđi stjórnarinnar, ţ.e. DV, ađ stjórnarliđar sći hér handbragđ Flokksins skína í gegn innan dyra hjá bresku lögfrćđistofunni de Reya. Ţar leyndust Heimdellingar í hverju horni sem hlýddu í öllu skipunum frá Hádegismóum. Ţađ er ţekkt vinnubrög ađ komi höggi á pólitíska andstćđinga sína í Sandkorni.  

Og Samfylkingarfólkiđ steinféll fyrir spunanum samkvćmt nýjustu fréttum.


mbl.is Ţingfundi frestađ til 12
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Ţingmenn fengu einhver gögn sem hefđu fundist"

Alţingi fjallar um eitt stćrsta efnahagsmál ţjóđarinnar í bráđ og lengd - ríkisábyrgđ á innistćđunum sem Björgólfsfeđgar og ađrir eigendur The National Bank of Iceland fengu ,,ađ láni" af grunlausum íbúum Bretlands og Hollands. Ríkisstjórn Íslands hefur skrifađ undir samning sem gerir Íslendinga ábyrga fyrir ţessum 800 milljörđum sem Icesave skóp eigendum Landsbankans á skömmum tíma. Vextir verđa um 45 milljarđar króna á ári en andvirđi ţeirra ţarf ađ koma af útflutningi ţví Bretar og Hollendingar kćra sig ekki um ađ fá ţetta greitt í íslenskum krónum. Bara vextirnir eru víst eitt stykki Ţjóđarsjúkrahús á ári eins og kom fram í Kastljósi í kvöld.

Ég geri ţá skyldu til allra 63 alţingismanna okkar ađ kynna sér alla málavexti ţessa óheillamáls. Nú koma fram nýjar upplýsingar frá virtri lögfrćđistofu á Bretlandi sem ţeir tóku saman ađ beiđni stjórnvalda um Icesave. Ţessa hluta álitsins var ađ ţví er virđist stungiđ undir stól af Svavari og félögum ţegar álitiđ var lagt fram af Svavarsnefndinni í júní! Og ţarna virđast koma fram ţýđingarmiklar upplýsingar um máliđ eđa málsvörn Íslendinga. Og hvađ gera ţá harđlínumennirnir í stjórnarliđinu, eđa Steingrímsistarnir sem ég hef kallađ svo, en mćtti kannski kalla allaballana í stjórnarliđinu eins og kom fram hjá Ingva Hrafni á Hrafnaţingi um daginn. Já, hvađ segir helsti samstarfsmađur fjármálaráđherra? mbl.is segir svo frá:

Björn Valur Gíslason, ţingmađur VG og varaformađur fjárlaganefndar, sagđi ađ Kristján Ţór Júlíusson, ţingmađur Sjálfstćđisflokks, hefđi fengiđ í hendur einhver gögn í dag, sem hefđu fundist og vćru tengd ţessu máli. Kristján léti samflokksmenn sína án efa vita hvort eitthvađ vćri í ţeim, sem tengdist Icesave-málinu.

Ţá hefđi veriđ óskađ eftir ţví ađ hjá Mishcon de Reya yrđi leitađ eftir gögnum ef ţau kynnu ađ finnast ţar

Ţađ er ekki laust viđ ađ hrollur fari um lesandann ţví ţetta minnir óţćgilega á tilsvör stjórnvalda og eigenda bankanna fyrir hrun. Sjálfblekkingin er söm viđ sig. Ţingmanninum, sem kosin er af ţjóđinni til ađ vaka yfir velferđ hennar, hefur sem sagt engan sérstakan áhuga á hvađ komi fram í ţessum ,,földu" gögnum í ,,ţessu máli" sem vel ađ merkja snýst um örlög ţjóđarinnar!  


mbl.is Uppnám á ţingi vegna skjala
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Icesave er fórnargjöfin til ESB

Vćgiđ sem ţessi ţáttur okkar vanda hefur fengiđ sem hluti af heildinni er úr öllu samhengi.  

Svo má böl bćta ađ benda á annađ verra. Ţessi ummćli Steingríms J. í frétt mbl.is, og önnur af svipuđum toga, eru nákvćmlega í sama anda og viđ heyrđum frá stjórnvöldum og bönkunum fyrir hrun. Ţađ er gert lítiđ úr hćttunum framundan. Best er ef hćgt er ađ pakka ţeim inn í fallegan jólapappír til ađ selja ţjóđinni. Eru 800 milljarđar smáaurar? Eru 40 milljarđar í vaxtagreiđslur smáaurar í augum Steingríms? Ég bara spyr: Hver hneppti stjórnarliđa í álög ţví hegđun ţeirra bendir sterklega til ţess.

Svavar Gestsson, ađalhöfundur Icesave klúđursins eftir hrun, sagđi ađ Íslendingar ćttu ađ bera syndir heimsins vegna Icesave. Ţeir ćttu ađ taka á sig klúđriđ (ţ.e. skuldirnar) hjá ríkjum Evrópusambandsins vegna meingallađa regluverksins um bankastarfsemi á innri markađi sambandsins. Ţađ var sem sagt skođun ađalsamningamanns Íslands ađ ţađ vćri í fínu lagi ,,ađ krossfesta" Íslendinga!

Í augum heittrúađra Evrópusambandsinna er ţetta fórnargjöfin viđ inngöngu Íslands. Leikfléttan gengur síđan út á ađ ESB fćri ţjóđinni ,,ađ gjöf" ađ létta á Icesave drápsklyfjum sem hluti af ađildarsamningnum. Ţetta veit Steingrímur J. jafnvel og ađrir. Án Icesave samningsins án fyrirvara fćr Ísland ekki ađild ađ ESB. Icesave er ESB lykillinn sem Steingrímur J. er ađ fćra Samfylkingunni á altari vinstri stjórnarinnar. 

Ţađ er ţess vegna eđlilegt ađ hann reyni ađ róa félaga sína í VG um ţessar mundir međ ţví ađ tala í orđi gegn ESB ađild. Ţađ er hins vegar bara orđ. Ţađ er lćvís sýndarmennska til ađ fá alla VG ţingmenn um borđ svo hćgt sé ađ taka stefnuna til Brussel - á fullu stími. Steingrímur J. mun síđan tala fyrir ađild einmitt vegna ,,efnahags- og ađlögunarpakkans" sem ESB mun bjóđa í tengslum viđ ađild ţar sem Icesave verđur ađalmáliđ. Ţar mun hann vera talsmađur nauđhyggjunnar ađ vanda.

Í stjórnmálum skiptir sköpum ađ gefa aldrei afslátt af sannfćringu sinni. Látiđ ekki pólitíska refi sannfćra ykkur um annađ. Stundin er nefnilega alltaf rétt til ađ gjöra hiđ rétta!


mbl.is Vćgi Icesave úr öllu samhengi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brussel viđmiđin til höfuđs Íslendingum?

Árni Páll ,,velferđarráđherra" vinstri stjórnarinnar er einkar lagiđ ađ snúa hlutunum á hvolf. Nú segir hann ađ Brussel viđmiđin hafi veriđ sett ,,til höfuđs Íslendingum" en ekki til ađ verja hagsmuni Íslendinga! Ingibjörg Sólrún, Guđmóđir Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar, hefur nýlega ítrekađ andstćđan skilning á Brussel viđmiđunum í áliti sínu til fjárlaganefndar Alţingis. En Árni Páll sagđi á Alţingi í dag:

... ađ međ ţví ađ samţykkja svonefnd Brusselviđmiđ hefđu Íslendingar viđurkennt ţá ţjóđréttarlegu skuldbindingu ađ hér ćtti ađ gilda innistćđutryggingakerfi međ sama hćtti og annarstađar í Evrópu.

Hvernig á ađ skilja ţessa nýju túlkun velferđarráđherrans?


mbl.is Kostnađur vegna Icesave hćrri ef samkomulag verđur fellt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru fjölmiđlar ađ klikka aftur? Hve sjálfstćđir eru eftirlitsađilar álvera?

Fjölmiđlalög

Fjölmiđlaumrćđan á Íslandi hefur löngum veriđ ,,skekkt". Lesendur ţurfa ađ sitja sig í stellingar eftir ţví hvađa fjölmiđill segir fréttirnar. Hollast er ađ hafa sem mestu breidd í fjölmiđlaflórunni til ađ geta fengiđ sem flestar hliđar málsins. Allavega ađ fá báđar hliđarnar af málinu ţví yfirleitt eru ţćr bara tvćr. Međ og á móti. Síđan ţurfum viđ ađ taka afstöđu út frá stađreyndum málsins. Álit Mishcon de Reya er ágćt dćmi um álit sem almenningur á fullan rétt á ađ sjá. Heilög regla fjölmiđla er ađ upplýsa um mál sem varđa almannaheill og svo sannanlega er allt í kringum Icesave máliđ af ţeim toga. Fjölmiđlar eiga ekki ađ starfa međ stjórnvöldum eđa stjórnarandstöđu. Húsbóndi ţeirra er almenningur og akkeri ţeirra er sannleikurinn.

Vald fjölmiđla er ţess vegna mikiđ enda hefur ţađ veriđ kallađ fjórđa valdiđ. Ţetta vita bćđi stjórnmálamenn og viđskiptajöfrar sem hafa ,,notađ" fjölmiđla til ađ hafa áhrif á almenningsálitiđ. Ţetta svínvirkađi fyrir hrun međ kunnum afleiđingum. Ţá tókst ađ taka fjölmiđla ,,úr sambandi" ţannig ađ ţeir hvorki upplýstu né vöruđu almenning viđ hćttunum framundan. Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ hrađa verđur í gegnum ţingiđ nýjum fjölmiđlalögum til ađ tryggja lýđrćđiđ í sessi.

Ţegar mér var bođiđ til Texas í Dallas af Íslandshestafélaginu í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum síđan ţá kom mér á óvart hve pólitískir Texasbúar voru sem ég hitti. Ţađ var tvennt sem ţeir vöruđu viđ og er mér minnisstćtt.

Annađ voru mistökin sem voru gerđ á Bush tímanum ađ slaka á lögum um fjölmiđla. Afleiđingin var ađ allir stćrstu fjölmiđlar voru komnir í eigu sömu ađila sem stjórnuđu allri umrćđu í Bandaríkjunum. Fjölmiđlarnir voru hćttir ađ virka sem hin lýđrćđislegi skjöldur borgaranna gegn ćgivaldi fjármagnsins. Ţannig geta eigendur fjölmiđla ákveđiđ hvađa stjórnmálamenn lifa og deyja hverju sinni. Stjórnmálamenn verđa ţar međ háđir fjölmiđlunum (ţ.e.a.s. eigendum ţeirra) og ţurfa ađ ţóknast duttlungum ţeirra. Er einhver óháđur fjölmiđill á Íslandi í dag? (fyrir utan bloggheima). 

Mengun?

Í annan stađ rifjuđu ţeir upp slćma reynslu af eftirliti međ álverum í fylkinu ţar sem eftirlitiđ var kostađ af ţeim sem átti ađ hafa eftirlit međ! Ţađ er ađ segja ,,mengunarvaldurinn" var međ eftirlitiđ í vasanum. Afleiđingin var mengunarslys sem leiddi til ţess ađ álverinu var lokađ. Mér var hugsađ heim hvernig eftirliti međ álverum eđa stóriđnađi er háttađ á Íslandi og eftir ţví sem ég best veit kosta álverin eftirlitiđ eđa hafa mikiđ um ţađ ađ segja! Um daginn heyrđi ég einmitt sögu af ţví ađ ákveđinn ađili hefđi gert sjálfstćđa rannsókn í kringum eitt slíkt ver sem hefđi valdiđ uppnámi. Ţađ hafi síđan veriđ ţaggađ niđur af ,,eftirlitsađilum". Ég sel ţađ ekki dýrara en ég keypti ţađ. Hins vegar er ţetta mjög alvarlegt ef rétt reynist og er ţá enn eitt dćmiđ um eftirlit í skötulíki hér á landi. Á sama hátt er mikilvćgt fyrir eigendur álvera ađ gera allt til ađ skapa ekki tortryggni í samfélaginu. Ţađ verđur ađeins gert međ gagnsćju, virku og óháđu eftirlit. Eftirliti sem er hafiđ yfir allan vafa. 

Ég vona ţó allra vegna ađ ţetta sé misskilningur hjá mér og ađ ţessi mál séu í góđu lagi, enda forsenda ţess ađ stóriđnađur geti ţrifist í sátt viđ land og ţjóđ.  


mbl.is Vöruđu viđ ţví ađ birta álitiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar á ađ draga línuna í sandinn?

Ţörf hugleiđing Karls biskups á jólum. Hvar á ađ draga línuna í sandinn í undanhaldinu? Eru kristin gildi og kristin trú ekki hluti af íslenskri menningu? Er ţađ ekki skylda skólayfirvalda ađ halda uppi frćđslu í skólum landsins um kristna trú og biblíuna? Og hvenćr er betri tími til ţess en einmitt í kringum jólahátíđina međ ţví ,,ađ rifja upp sögu jólaguđspjallsins" eins og biskup vekur athygli á í pistli sínum?

Og úr ţví ađ ţađ hefur ekki veriđ bannađ ennţá ađ rifja upp guđspjalliđ hér í bloggheimi ţá lćt ég fylgja hér nokkur orđ og söng Bing Crosby um ,,jólabarniđ".

  

Og hér kemur Ó helga nótt í betri útgáfu Bing Crosby!

Spurning hvort Sissel, sem sungiđ hefur svo fallega međ Frostrósunum, megi syngja Pie Jesu í skólum landsins? Gćti ţađ ekki raskađ ró einhverra?

 

 


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

,,Komiđ til mín allir sem erfiđa"

Rússneski barnakórinn syngur Belovezgskaya skógarsönginn í tilefni jólanna áriđ 1977.

Og sama ár var meistarverkiđ kvikmyndin um Jesús frá Nazaret tekin upp. Myndin er rúmar 6 klst. ađ lengd en hana má nálgast í hlutum á Youtube.

Um leiđ og ég óska öllum gleđilegra jóla međ ţökk fyrir áriđ sem er ađ líđa hér í bloggheimi ţá koma hér nokkrir konfektmolar fyrir ,,siđapostula, frćđimenn og sakleysingja" frá kvikmyndaleikstjóranum Franco Zeffirelli.

Ţiđ hafiđ gert musteriđ ađ rćningjabćli.

,,Meistarinn ykkar hefur litiđ vit á stjórnmálum" - Rćđa Jesús yfir sakleysingjunum - ţćr gerast ekki betri!

Megi jólahátíđin fćra okkur friđ og ró.


mbl.is Jólahátíđ hafin í Betlehem
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband