Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Náðargáfa að skapa auð og list
Mánudagur, 30. nóvember 2009
Ennþá breytist ekkert í sýndarheimi fjármálanna. Fjármálagjörningar eru bornir fram fyrir þjóðina með sama hætti og listamenn í djúpri listsköpun. Skilningur áhorfenda á slíkum gjörningum er takmarkaður en það er hluti af listinni. Listin nær hámarki þegar enginn skilur hana með sama hætti. Það er ekki tilviljun að allir bankar á Íslandi eru fullir af verðmætum listaverkum.
Og þannig hefur hin pólitíska bankastjórn Arion - áður Nýja Kaupþingsbanka - skapað listrænan gjörning enda þar valinn maður í bankarekstri í hverju rúmi. Þessi gjörningur mun þó seint jafnast á við þann sem snillingarnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már frömdu í hrunadansinum. Snilld þeirra fólst í sjónhverfingum í sýndarheimi fjármála og fáránleika og gaf orðatiltækinu margur verður af aurum api endurnýjaða merkingu. Hvort snilld bankastjórnar Arion jafnist á við þá ,,auðsköpun" er ekki auðséð en auðvitað vonum við sauðsvartir skuldunautar, sem skilja hvorki slíka listsköpun né slíka auðsköpun, að heiðarleikinn hafi verið í heiðri hafður að þessu sinni enda mikil eftirspurn eftir honum um þessar mundir.
Á morgun kemur nýr dagur - og nýr banki. Megi hann skapa þjóðinni auð og list.
Síðan er hughreystandi að hlusta á ræðu ("Fireside Chat") Franklin D. Roosevelt flutti í mars árið 1933 um bankahrunið í Bandaríkjunum og hvað stjórn hans væri að gera til að endureisa þá. Svona eiga leiðtogar að starfa og tala við þjóðina.
![]() |
Kröfuhafar eignast Arion |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað varð um öll blómin?
Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Þegar ég gekk um götur Västerås í gamla bænum og hugsaði heim þá kom lagið hennar Marlenar Dietrich ósjálfrátt upp í hugann þegar hún söng með eftirsjá um það sem var liðið - Segðu mér! Hvað varð um öll blómin?
Á Íslandi lék allt í lyndi fyrir fyrir 2 árum og tíð var góð með blóm í haga. Við Íslendingar gátum skroppið til útlanda og keypt vörur á hagstæðu verði vegna sterkrar krónu. Útrásarvíkingarnir voru drengirnir okkar sem gerðu garðinn frægan um víða veröld í för með forseta lýðveldisins. Kauphöllin var ,,full" af fyrirtækjum sem létu greypar sópa - eða réttara sagt eigendur þeirra. Forsætisráðherra, ríkisstjórn og allir stjórnmálamennirnir okkar lofuðu útrásina við hvert tækifæri sem gafst bæði innanlands á á erlendri grund. Við Íslendingar höfðum lagt heiminn að fótum okkar - ekki ósvipað og Þjóðverjar sem hernámi Evrópu með ógnarvaldi en við Íslendingar með lánsfé. En nú er þetta allt horfið sem dögg fyrir sólu.
Og eins og í öllum stríðum þá er það almenningur sem blæðir að lokum. Hann situr upp með reikninginn. Hinir raunverulegu stríðsherrar bakvið tjöldin reikna út stríðsgróðann.
Það er eftirsjá í rödd Malenar Dietrich þegar hún syngur um horfna tíð.
Sag mir, wo die Blumen sind.
Wo sind sie geblieben?
Sag mir, wo die Blumen sind.
Was ist geschehn?
Sag mir, wo die Blumen sind.
Mädchen pflückten sie geschwind.
Wann wird man je verstehn?
Wann wird man je verstehn?
Já, hvað gerðist og hvenær lærir maðurinn af sögunni? Því miður hefur stjórnmálastéttin á Íslandi og máttarstólpar í atvinnulífinu ekkert lært af sögunni. Þessi frétt á mbl.is og tengist þessum pistli er sorglegur vitnisburður um það. Og bankastjórar sitja á lokuðum fundum í skjóli pólitískra bankastjórna til að semja við aðalgerendur í hruninu til að tryggja þeim áframhaldandi sæti við veisluborðið í skjóli fákeppni og klíkuskapar.
![]() |
Kauphöllin leysir ekki vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2009 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svikalognið er á enda
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Það er dýrt að útdeila réttlæti og jöfnuði. Þessu eru nú riddarar réttlætisins að átta sig á í ríkisstjórn Íslands.
Vinstri ríkisstjórnin náði völdum eftir búsáhaldabyltingu sem sagan hefur sýnt okkur að lykilfólk í Vinstri grænum stjórnaði bak við tjöldin. Vel skipulögð mótmæli þar sem fólki var stefnt gegn fulltrúum yfirvalda svo sem lögreglu sem stóð sig hetjulega þrátt fyrir gífurlegt álag og átök við mótmælendur. Síðan virðist byltingarstjórnin markvisst skera niður framlög til lögreglu til að veikja hana og flestir í óeirðalögreglunni hafa horfið til annarra starfa.
En þegar allt kom fyrir ekki í að fella þáverandi ríkisstjórn þá tókst að æsa upp óróadeildina í Samfylkingunni með Mörð Árnason og Árna Pál Árnason í broddi fylkingar til að fella ríkisstjórnina innan frá þegar báðir leiðtogar hennar voru veikir fyrir. Það tókst og Árni Páll Árnason tókst að nýta sér þetta til að koma í veg fyrir að einn farsælasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar næði efsta sætinu í Kraganum. Að launum fékk Árni Páll mikilvægasta ráðuneyti nýrrar ríkisstjórnar - velferðarráðuneytið - til að innsigla velheppnað valdarán. Á síðasta ASÍ þingi verkalýðsins þakkaði ráðherrann síðan Vinstri grænum fyrir aðstoðina með ræðu sem hvaða róttækur VG maður hefði verið stoltur af.
Ég held hins vegar að flestir ábyrgir stjórnmálamenn innan Samfylkingarinnar séu farnir að átta sig á að þetta ,,velheppnaða valdarán" var mikil mistök. Ríkisstjórnin ræður ekki við ástandið sem verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður. ,,Vinstrivillingar" hafa ekki fengið það nafn út af engu. Óstjórn, átök, ósamkomulag, svik, flokkadrættir og algjör skortur á trausti og viti á efnahagsmálum eru einkunnarorð þessarar ríkisstjórnar. Ráðherrar tala í kross, ganga gegn þjóðarvilja í hverju málinu á fætur öðru. Ógæfa ríkisstjórnarinnar er með ólíkindum og þjóðin er fórnarlambið. Icesave er krossinn sem fellir ríkisstjórnina fyrr en síðar. Og ef ekki það þá ESB. Ríkisstjórnin hefur tapað öllum trúverðugleika innan- og utanlands.
Fólkið er farið að fara aftur út á götur til að mótmæla aðgerða- og úrræðaleysi stjórnvalda. Fólkið sveltur meðan fjárglæframennirnir sitja á lokuðum fundum með bankastjórum nýju bankanna til að semja af sér skuldir. Á sama tíma kemur almenningur alls staðar að lokuðum dyrum. Sjá einmitt athyglisverðan pistil Lára Hönnu á vefsíðu hennar um þetta.
Öll loforðin um að allt lagist þegar skipt hafi verið um stjórn í Seðlabankanum, þegar sótt hafi verið um aðild að ESB eða þegar búið væri að skrifa undir samninga við Breta og Hollendinga um Icesave - já öll þau loforð hafa verið hjóm eitt. Verðbólgan og gengishrunið étur upp kaupmátt almennings og veikir stoðir efnahagslífsins. Ríkisstjórnin hefur starfað í næstum því heilt ár í svikalogni og spuna.
Stormurinn er í augsýn og eldarnir loga víða. Ríkisstjórn sem kveikir elda í stað þess að slökkva þá er ekki gæfuleg. Og ríkisstjórn sem sér ekki né heyrir hjálparbeiðni þegnanna er komin á leiðarenda.
Hvorostovsky gefur svo undirtóninn.
Skrifað í Västerås í Svíþjóð
![]() |
Vel mætt á útifund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Draumaraddir Norðursins hljóðna
Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
Auðvitað hafa allir skilning á erfiðri stöðu ríkissjóðs. Og auðvitað hafa allir skilning á erfiðri stöðu bankanna og fyrirtækjanna sem eru sem ,,kýr á beit í bitlausum haga". En hvað stoðar að stuðla að ofbeit því úrræði ríkisstjórnarinnar að hækka álögur á fjölskyldur og fyrirtæki er svona álíka og að senda kýrnar aftur í bitlausan hagann þar sem ekkert er að hafa lengur?
Þannig er um tvennt að velja fyrir góða búmenn. Fyrsta úrræðið er niðurskurður á bústofninum og hið síðara að finna nýja haga. Á meðan er ráð að hvíla þann gamla þannig að hann nái sér á strik og þar vaxi aftur blóm í haga.
Það er nefnilega svo að fjölskyldurnar, sem er að berjast í bönkum, eiga nóg með sig. Það hefur aldrei verið góð búmennska að blóðmjólka mjólkurkýrnar eða ofbeita högunum. Það endar ekki nema á einn veg.
Að bæta síðan gráu ofan á svart með því að leggja drápsklyfjar á dráttarhestinn með Icesave er ill meðferð á ,,skepnum" og ætti að heyra undir ,,dýraverndunarlög", sem hljóta að finnast á góðum stað í reglugerðarfargani Evrópusambandsins. Hvað sem lögin segja, hvað sem erlendir ,,vinir okkar" segja eða heimta með Gordonsku smæli þá er það glórulaust að drepa dráttarklárinn með drápsklyfjum fjárglæframanna. Það er kjarni málsins sem vinir okkar hljóta að skilja ef einhver fæst til að útskýra það fyrir þeim á mannamáli.
Alþingismenn sem voru kosnir sem fulltrúar þjóðarinnar 25. apríl sl. gera sér vonandi fulla grein fyrir skyldum sínum, ekki bara við okkar kynslóð, heldur komandi kynslóðir Íslendinga. Sjálfstæðisbarátta dagsins í dag er raunveruleg og snýst um að búa ungu kynslóðinni lífvænlega lífsskilyrði.
Þannig skrifaði ég á vefsíðu mína þann 25. júní eða fyrir nær hálfu ári síðan. Það er leiðinlegt að þurfa að endurtaka sig en því miður hefur ekkert breyst. Ríkisstjórnin hefur sýnt á skattaspilin sín sem eru eintómir spaðar fyrir almenning. Og til að kóróna skattpíninguna þá hefur ríkisstjórnin einbeittan (brota)vilja til að taka að sér skattheimtu fyrir Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þór Saari þingmaður sagði það áðan á Alþingi að aðeins vaxtagreiðslur af Icesave jafnist á við tekjuskatt 80 þúsund skattgreiðenda á Íslandi! Og meira segja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ofbýður þessi framganga Vinstri grænna í Icesave enda hefur sú ágæta kona fundið þjóð sína að nýju.
Auðvitað eru þetta myrkir dagar fyrir íslenska þjóð að upplifa slíka framkomu eigin ríkisstjórnar gagnvart eigin þegnum. Ekki bara í þeim málum sem ég hef hér nefnt heldur einnig í fjölmörgum öðrum svo sem í skuldamálum heimilanna og í ESB málum.
Og svo læt ég Stúlknakór Norðurlands vestra syngja okkur inn í nóttina á þessum kalda vetrardegi eins og ég gerði líka á björtum og hlýjum sumardegi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valdatafl í Brussel eftir Björn Bjarnason
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skrifar skemmtilegan og fróðlegan pistil á heimasíðu sína í dag um andlit og rödd Evrópusambandsins (ESB) sem ég hvet alla til að lesa sem hafa áhuga á Evrópusambands- málum.
Björn er einn af þeim sem gerst þekkja til Evrópusambandsins af íslenskum stjórnmálamönnum en hann stýrði þverpólitísku Evrópunefndinni sem skilaði áliti árið 2007. Þá stýrði hann vinnu sem ráðherra dómsmála við innleiðingu á Schengen sem er eitt af veigumestu ESB samstarfi sem Ísland er fullur þátttakandi að.
Björn er launfyndinn en á sama tíma fræðir hann okkur um aðdraganda að einni af mikilvægustu ákvörðunum ESB frá stofnun þess. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um valdataflið í Brussel þ.e. ,,kjör" á forseta og utanríkisráðherra ESB. Hér koma nokkur gullkorn úr pistli Björns:
Þar setjast leiðtogar ríkjanna til málsverðar með dýrum vínum og komast að niðurstöðu um mál af þessum toga. Yfirlýst framboð þykja veisluspjöll í orðsins fyllstu merkingu. ...
Þegar til kastanna kom, var málsverðurinn stuttur og menn höfðu varla haft tíma til að snerta koníakið, áður en valinu var lokið. ...
Hinn heimskunni breski álitsgjafi William Rees-Mogg segir í The Timesí London sl. laugardag, að aðferðin við val á hinum háttsettu embættismönnum ESB hafi verið móðgun við lýðræðið. Hann segir, að Lissabon-sáttmálinn hafi skapað fleiri vandamál en hann leysti. Nauðsynlegt sé að endurskoða enn og aftur stjórnkerfi ESB. Evrópu-efasemdamennirnir, sem hafi óskað eftir slíkri endurskoðun, séu ekki óvinir Evrópu heldur hinir raunverulegu vinir hennar. ...
Augljóst er, að Þjóðverjar, Frakkar og Bretar ákváðu að halda ákvörðun um þetta í sínum höndum. Hvorki Angela Merkel né Nicolas Sarkozy vildu mann á forsetastólinn, sem gæti varpað skugga á þau. ...
Sumir túlka sókn Frakka eftir þessu embætti (innskot JBL - þ.e. viðskipta- og peningamálastjóri ESB) sem staðfestingu á því, að þeir ætli að gera atlögu að hinu angló-saxneska viðskipta- og fjármálakerfi í heild með það að sérgreindu markmiði, að lækka risið á City í London, það er flytja alþjóðlega og evrópska fjármálastarfsemi frá London til Parísar. ...
Frakkar hafi ólík viðhorf til markaðsmála en Bretar og kynni það að skaða mikilvæga breska hagsmuni í efnahags- og fjármálum. ...
(Og svo um báknið í Brussel sbr. pistil minn í gær - innskot JBL):
Í The SundayTimes er sagt frá því, að lafði Ashton fái 270 þúsund evrur (49,5 m. kr.) í árslaun sem ESB-utanríkisráðherra og þar með hærri laun en Gordon Brown. Hún hafi bíl með bílstjóra, staðaruppbót og 20 manna starfslið á einkaskrifstofu sinni og heimili. The Mail on Sundaysegir, að alls verði tekjur hennar um 4 milljónir punda (813 m. kr.) á þeim tíma, sem hún starfi í Brussel.
Lafði Ashton stjórnar utanríkisþjónustu Evrópusambandsins en í upphafi eru starfsmenn hennar um 5.000 og talið er, að á skömmum tíma verði þeir allt að 7.000 í 130 ríkjum. Ákveðið hefur verið að 10 til 12 manna sendiráð ESB verði stofnað hér á landi í byrjun næsta árs.
The Sunday Times hefur eftir Javier Solana, fráfarandi yfirmanni utanríkismála innan ESB, að utanríkisþjónusta ESB verði stærsta utanríkisþjónusta í heimi og muni kosta skattgreiðendur 45 milljarða punda ( rúma 9000 milljarða ísl. kr.) frá árinu í ár til 2013.
Van Rompuy er stundum kallaður Haiku Herman vegna tómstundaiðju sinnar, að skrifa ljóð að japanskri fyrirmynd. Van Rompuy lýsir lífsreynslu sinni á þennan hátt í einni af haikum sínum: Hár blaktir í vindi/ árin líða og enn er vindur/því miður ekkert hár.
Ef til vill yrði það til að styrkja samningsstöðu Íslands að senda Van Rompuy ferskeytlu (sendum Halldór Blöndal á fund Van Rompuy! - innskot JBL)?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sjá rautt
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Össur er á faraldsfæti um Evrópu með fríðu föruneyti og fundar með fallegum spænskum senjorítum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Frú Corinu Porro, hafnarstjóri í Vigo, hefur kannski fundist við hæfi að klæðast Samfylkingarlitnum til að heilla ráðherrann upp úr skónum. Eða voru Spánverjar kannski að veifa rauðri dulu framan í ráðherrann til að undirstrika að þeir myndu hvergi kvika í að verja hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (CFP)?
Hvor ætli hafi haft betur í rökræðum um ágæti fiskveiðistjórnunarkerfa - Össur eða frú Corina? Ætli Össuri hafi tekist að sannfæra spænska hafnarstjórann um yfirburði íslenska kvótakerfisins yfir CFP sem Spánverjum er heilagra en margt annað innan ESB? Eða ætli íslenski ráðherrann og fylgdarlið komi til baka uppfyllir af ágæti CFP?
Það kæmi mér ekki á óvart enda þurfa stjórnvöld að fara upplýsa þjóðina um það fyrr en síðar að það verði hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB sem Íslendingum ber að fylgja eftir inngöngu í ESB. Það er tálsýn að halda að Íslendingum takist að innleiða nýja stefnu í sjávarútvegsmálum innan sambandsins og það áður en við gerumst aðilar.
En vissulega er til fólk á Íslandi sem trúir á álfasögur.
Mynd Mbl.is
![]() |
Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að jafna niður á við í skjóli ríkisvaldsins
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Hugmyndafræði Evrópusambandsins gengur m.a. út á að jafna lífskjör í öllum 27 aðildarríkjum sambandsins. Það er göfug hugsjón og virðingarverð en í raunveruleikanum gengur hún ekki upp.
Við sáum hana í verki í gömlu Sovétríkjunum. Þar fólst jöfnuðurinn í að jafna niður á við. Þetta er hugmyndafræði sem mun allt lifandi drepa í ljósi sögunnar. Þannig kæfir ,,arfinn" allt sem er lífvænlegt. Ekki ósvipað og þegar ósyndir draga sundmanninn niður með sér í hafdjúpið. Hér liggur einmitt hundurinn grafinn í hugmyndafræði hinna stjórnlyndu sem vilja steypa alla í sama formið - draga allt niður í meðalmennsku. Bákn í hvaða formi sem þau finnast hafa tilhneigingu til að fjarlægjast grasrótina og enda daga sína lífvana í kóngulóavef eigin kerfis sem mun allt lifandi drepa. Þannig mun fara fyrir Evrópusambandinu eins og Rómarveldi, Sovétríkjunum og ef við lítum nær okkur íslensku bankaveldinu og hér áður Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Draumur íslenskra sósíalista er að byggja nýtt ríkisbákn sem eigi að vaka og sofa yfir velferð allra Íslendinga. Það á að jafna lífskjör niður á við og þar á einkaframtakið sér enga lífsvon.
Hér liggur grundvallarmunurinn á hugmyndafræði sósíalistans og hins frjálslynda sem trúir á einstaklingsframtakið jafni lífskjör upp á við. Án einstaklingsframtaksins og frumkvæði einstaklinga þá er vantar kraftinn sem dregur þjóðfélagið áfram og bætir lífskjör allra. Kröftug fyrirtæki og frumkvöðlar sem hafa frelsi til athafna eru lífæð allra þjóðfélaga. Það má ekki kæfa þennan sjálfstæða vilja einstaklinga því þá kæfum við kraftinn sem heldur efnahagslífinu gangandi og færir okkur björg í bú.
Það eru gömul sannindi og ný að þeir fiska sem róa. Og hvatinn verður að vera til staðar að sjómenn losi landfestar og sæki sjóinn þar sem veður geta verið válynd. Verðmætin verða ekki til í ráðuneytum eða stofnunum ríkisvaldsins - eða Evrópusambandsins. Þar er þeim yfirleitt sóað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveinki kominn til byggða
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Þessi ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, segir okkur aðeins eitt. Jólin eru í nánd! Jólasveininn er kominn til byggða með fullt af gjöfum handa kjósendum nær og fjær. Hér talar Jóhanna til kjósenda á Suðurnesjum en þar hefur lengi verið höfuðvígi jafnaðarmanna. Ég spái því þó að vígið sé að falla vegna einbeittra aðgerða ríkisstjórnarinnar í að leggja stein í götu atvinnuuppbyggingar á svæðinu og aðgerðaleysis hennar á sama tíma í að efna loforð um skjaldborg um heimilin. Ríkisstjórnin hefur verið lagin við að drepa alla von þar sem hún finnst. En þetta veit Jóhanna og þess vegna skellti hún sér í hlutverk Sveinka sem kann að bræða hjörtu manna þegar jólahátíðin er í nánd. Vonin á þá kannski einhverja von ennþá í þessari ríkisstjórn, alla vega í kringum jólahátíðina.
Og svo þegar flokksstjórn Samfylkingarinnar hafði hlustað á hugljúfar jólasögur þá settist hún á skólabekk til að læra að halda andlitinu á þessum síðustu og verstu tímum í sögu þjóðarinnar þ.e.a.s. að læra á Fésbókina í sýndarheimum.
![]() |
Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fasismi gegn sjálfstæðissinnum
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Bloggheimur er harður heimur. Það er virðingarvert að hafa kjark til að koma fram undir nafni eins og krafa er gerð til hér á Moggablogginu. Lýðræðisleg umræða er öllum holl og að menn þori að takast á undir nafni. Þori að standa og falla með skoðunum sínum.
Það sem gerir lífið í bloggheimi hins vegar nær óþolandi eru svæsnar árásir frá nafnlausum netverjum sem sækja að persónum fólks úr launsátri. Því persónulegri árásir því meiri útrás virðast þessir hugleysingjar fá á samborgurum sínum. Þeir sem koma reglulega í heimsókn á Eyjunni og á bloggsíðu Egils Helgasonar gætu þurft á áfallahjálp að halda ef þeir taka það nærri sér sem þar stendur. Hér tek ég dæmi af umræðunni um nýkjörna stjórn Heimssýnar sem Egill Helgason vakti athygli á. Rétt er að vara við að þetta er ekki fyrir viðkvæma eða börn innan 16 ára, sérstaklega börn stjórnarmanna:
Jájá, þetta fær mig til að teygja mig í kviristukittið og enda þetta.
Skelfileg framtíðarsýn og ekki gott fyrir suma sem kusu VG.Pakkið á landsbyggðinni á ekki að hafa atkvæðisrétt þegar kosið verður um ESB, fyrst og fremst vegna fáfræði og sambandsleysis við veruleikann.
dýrkun heimskunnar, djöfulsins landeyður þessir einangrunarsinnafávitar
Eitthvað er afar ógeðfellt við þennan lista, hvað svo sem manni finnst um Evrópumálin þá er þetta alger hryllingur, eitthvað svona frímúraralegt eða fasistalegt eða égveitekkihvaðlegt og líka ferlega þjóðrembulegt.
Það getur verið erfitt að halda uppi rökræðum við fólk sem hugsar á þann hátt sem kom fram hér að ofan. Til að gæta allrar sanngirni þá vill brenna við að sumir andstæðingar ESB gæti sín ekki nægjanlega heldur í orðavali.
Ætli það hafi verið talað svona um Gyðinga á uppgangsárum Nasista? Já, það er ekki laust við að umræðan í þjóðfélaginu sé að verða öfgafullri og ósvífnari. Gjáin milli ólíkra skoðana stækkar sífellt. Um leið og umburðarlyndið og samkenndin við samborgara hverfur þá er hætta á ferðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Betri skattatíð og skattstofn í haga
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Það er fínt að láta sig dreyma um betri skattatíð og skattstofn í haga eins og vinstri stjórnin. Alls staðar sjá skattasérfræðingar Steingríms J. blóm í haga til leggja á álögur. Það vill hins vegar gleymast að þó að blómin hafa ekki val um að yfirgefa hagann þá getur lifandi skattstofninn það auðveldlega. Hann mun kjósa með fótunum. Þannig getur skattahaginn hans Steingríms J. skyndilega orðið litlaus og grár næst þegar skattgraðir og stjórnlyndir skattheimtumennirnir taka til við að innheimta skattféð. Það verður sýnd veiði en ekki gefin.
Fjárglæframennirnir okkar féfléttu þjóðina í skjóli stjórnvalda en nú kórónar vinstri ríkisstjórnin verkið með því að skattpína þjóðina til síðustu krónu. Þær krónur sem sleppa undan skattheimtumönnunum flýja hræddar úr landi.
![]() |
Þriggja þrepa skattkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2009 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)