Bloggfćrslur mánađarins, október 2009

Ísland er ekki lengur efnahagslega sjálfstćtt ríki

Ţađ er alltaf jafn hjákátlegt ađ heyra ráđherra rćđa um skuldavanda heimilanna og fyrirtćkjanna. Réttast vćri hjá ţeim ađ vísa bara á fulltrúa AGS hér á landi enda er alveg kristaltćrt í mínum huga ađ ţar eru (lána)línurnar lagđar. Ţetta má til ađ mynda lesa úr svari fulltrúa AGS viđ fyrirspurn Marinó G. Njálssonar, fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, um ţessi mál.

Ţađ er ţessi blekkingarleikur sem ruglar alla pólitíska umrćđu hér á landi. Ríkisstjórnin er í raun bundin fyrir aftan bak í ađgerđum sínum í efnahagsmálum. Hún ţarf ađ lúta valdi lánadrottnanna en fulltrúi ţeirra hér á landi er AGS. Svo einfalt er ţađ.

Ţannig er tómt mál ađ tala um réttláta ,,leiđréttingu" á skuldavanda heimilanna. Ţar verđur ađ fara ađ vilja AGS en í fyrrnefndu svari segir orđrétt:

Appropriate' means that the debt relief should be provided only to borrowers who really need it. This is necessary because there is a limit on the total amount of debt relief that can be provided. If debt relief is given to borrowers who can manage without it there will be less available for those who really do need it. In other words, debt relief should be provided on a case by case basis. 

Ţetta er nákvćmlega ţađ sem ráđherrar í ríkisstjórn Íslands hafa sagt ţegar öllu er á botninn hvolft. Almenningur og Hagsmunasamtök heimilanna hafa viljađ almenna skuldaleiđréttingu EN ţađ er AGS sem hefur síđasta orđiđ. Ríkisstjórnin kemur fram sem framkvćmdarađili á efnahagsáćtlun sjóđsins sem gengur út á ţađ ađ gera Íslandi fćrt ađ greiđa fjármagnseigendum til baka sem mest af ţví sem ţeir hafa lánađ. Sem sagt ađ lágmarka tapiđ.

Hvort sem okkur líkar ţađ betur en verr ţá er ţetta veruleikinn sem viđ ţurfum ađ horfast í augu viđ.

Ísland er sem sagt ekki lengur efnahagslega sjálfstćtt ríki.


mbl.is Ađferđir alltaf umdeilanlegar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Virkjum samtakamáttinn

Stjórnmálaumrćđan hér á klakanum er ađ komast ađ frostmörkum. Stjórnmálaflokkunum er ađ takast ađ ná vopnum sínum og skotgrafarhernađurinn er í algleymingi. Rökrćđur snúast ekki lengur um málefni heldur um ađ vera međ eđa á móti ţessu eđa hinu. Ertu á móti ríkisstjórninni eđa styđur ţú hana? Ertu međ Davíđ eđa á móti? Viltu ađ Ísland gangi í ESB eđa ekki? Öll önnur málefni ráđast af afstöđunni til fyrrgreindra mála. Liđhlaupar eru litnir hornauga ţegar stríđ er skolliđ á.

Já, í hvađa liđi ertu eins og Pete Seegar söng um.

Verđbólgan mergsýgur kaupmátt fólksins mánuđ eftir mánuđ. Okurvextirnir hlífa engum og kraftur fyrirtćkjanna dvínar og afleiđingin er samfélagseyđandi og mannskemmandi atvinnuleysi. Eignir ţorra almennings hurfu hér eina haustnóttina. Fjármagnseigendur gefa fólki engan griđ á sama tíma og ţeir afskrifa kúlulán ţotuliđsins. Ungir og velmenntađir Íslendingar flýja landiđ í leit ađ framtíđ sem ţeir finna ekki hér. Ríkisstjórnin sem lofađi ađ slá skjaldborg um heimili landsins hafa í stađ ţess slegiđ skulda- og skattborg utan um heimilin. Björgunarpakki ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilianna er skuldagildra ađ áliti ASÍ og Hagsmunasamtaka heimilanna. Og ţegar von kviknar um atvinnuuppbyggingu ţá slekkur ríkisstjórnin ţá von viđ ţađ sama. Hvers konar ríkisstjórn gengur fram međ ţessum hćtti? Er nema von ađ fólkiđ missi von og trú á tímum sem ţessum? 

Viđ aumur almenningur getum svo sem ekkert annađ gert en ađ horfa á fáranleikinn í hringleikahúsinu. Á međan bíđa brýn verkefni til ađ leysa. Ţađ er algjörlega óţolandi ađ stjórnmálamenn geti ekki snúiđ bökum saman í ađ bjarga ţjóđinni út úr ţeim alvarlega vanda sem hún stendur frammi fyrir. Verkefniđ er svo stórt ađ ţar duga enginn vettlingatök. Virkjum samtakamátt fólksins og ţá eru okkur allir vegir fćrir.

Pete Seeger hefur síđasta orđiđ ....


Hringadrottinssaga: Hringavitleysan heldur áfram

Hringrásin eđa hringavitleysan heldur áfram. Ţingmönnum hefur veriđ talin trú um ađ ,,björgunaráćtlun" AGS vćri úr sögunni ef Alţingi samţykktu ekki ađ setja Icesave drápsklyfjarnar á Íslendinga. Norđurlandaţjóđirnar sögđu ađ viđ fengjum ekkert lán fyrr en AGS vćri búiđ ađ fá ríkisábyrgđ á Icesave skuldunum, sem fjárglćframenn tóku í nafni allra Íslendinga en sólunduđu í einkaeyđslu og glórulausar fjárfestingar. Nú segir AGS ađ ţetta sé rangt. Ađ formađur ,,lánanefndar Íslands" Jón Sigurđsson, fyrrverandi formađur Fjármálaeftirlitsins, hafi fariđ međ rangt mál samanber ţessa frétt mbl.is.

Og íslenskir fjölmiđlar segja frá ţessu međ hófstilltum hćtti en verja öllu meira púđri til ađ fjalla um smalamennsku í dýravelferđarskyni á meintu villifé ţ.e.a.s. ađ smala saman öllu fé án hirđis. En allt fé ţarf sinn hirđi ţví ella er ţađ dautt fé. Og betra er ađ koma dauđu fé í frysti heldur en ađ hafa ţađ villuráfandi um aflandsafrétti. Ţetta hélt ég ađ allir vissu eftir villtan hrunadans Íslendinga og annarra í kringum gullkálfinn.

En látum ţađ nú vera. Ađalfréttin í ţessu er ađ enn á ný hafa stjórnvöld blekkt almfórnenning og reyndar Alţingi Íslendinga. Hringavitleysan heldur áfram eins og ég hef bloggađ um hér frá hruninu fyrir ári. Fyrst átti gengiđ ađ rísa ţegar Davíđ var burtrekinn úr banka seđlanna, seđla sem fćkkar óđum. Ţá átti bjargráđiđ ađ vera kosningar međ nýrri hreinni vinstri stjórn. Ţá tók viđ umsóknin í ESB sem átti öllu ađ bjarga. Og ţegar almenningur sá sólina ekki rísa ţá benti ríkisstjórnin á Icesave. Ţá myndi allt lagast. Svo fórnađi ríkisstjórnin einum ráđherra í refskák sinni viđ almenningsálitiđ og alţjóđakerfiđ. Ţađ átti ađ skapa betri samningsstöđu ađ koma međ ,,hjarta eins ráđherrans á evrufati" til samningsviđrćđna viđ Breta og Hollendinga. Ráđherrans sem talađi međ hjartinu til ţjóđarinnar og sagđi ţessum ,,vinaţjóđum Íslendinga" til syndanna. Og nú á endurskođun á efnahagsáćtlun Íslands hjá AGS ađ gera útslagiđ.

En allt hefur ţetta reynst tálsýn hjá spunameisturum ríkisstjórnarflokkanna. Og ţegar ekkert af ţessu virkar ţá benda ţeir bara á ađ allt sé honum Davíđ ađ kenna af ţví bara. Satt ađ segja verđ ég ađ viđurkenna ađ ţetta sé orđiđ frekar niđurdrepandi og ţreytandi ađ geta ekki fariđ ađ blogga um bjartari tíma - betri tíđ međ blóm í haga. Sá tími mun koma en ţví miđur ekki í tíđ ţessarar ríkisstjórnar sem er orđin ţreytt og ekki á vetur setjandi.


mbl.is Hver bendir á annan í Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nýtt og gamalt fjármagn hringrásarinnar

Ţađ var vel til fundiđ hjá Gylfa Magnússyni, viđskiptaráđherra, ađ halda blađamannafund í ţeim tilgangi bođa ţjóđinni góđ tíđindi. Ţađ var tími til kominn í öllu volćđinu og bölmóđnum sem dynur á okkur landsmönnum daginn út og daginn inn. Í hinu meinta góđćri, sem reyndist ţegar upp var stađiđ grćđgisćđi ţotuliđsins, sögđu útrásarfjölmiđlarnir reglulega frá gífurlegum áhuga erlendra ađila til ađ fjárfesta á Íslandi og ađ heimurinn stćđi á öndinni af snilld útrásargosanna eins og félagsmálaráđherra nefndi fjárglćframennina á ţingi alţýđunnar. Svo kom náttúrulega í ljós ađ keisarinn var nakinn eins og alţjóđ veit og bakviđ sýndareignirnar voru bara kúlulán, jöklabréf og glópagull.

Ţađ er hughreystandi ađ viđskiptaráđherra ţekki til fyrirtćkja í fjármálageiranum sem hafa áhuga á fjárfestingum hér á landi. Fyrirtćkja međ nýtt fjármagn eins og ráđherra orđađi ţađ svo skemmtilega. Vonandi er áhugi ţeirra ekki bara á ađ níđast á íslenskum almenningi sem er ađ sligast undan okurvöxtum bankanna og minnkandi kaupmćtti og brátt munu ofurskattar vinstri stjórnarinnar bćtast á bak launaţrćlanna. Hafa ţessi fyrirtćki áhuga á ađ fjárfesta í stóriđjunni sem stjórnvöld líta hornauga? Eđa sjávarútvegsfyrirtćkjum sem stjórnvöld vilja veikja til ađ gera ţau auđveldari bráđ fyrir Spánverja og Breta, sem sjá tćkifćrin á ESB miđum ţegar blái stjörnufáninn blaktir viđ stjórnarráđiđ viđ hliđ styttunnar af Kristjáni Danakonung?

Kannski sjá ţessi fyrirtćki sóknarfćri í íslenskum landbúnađi ţegar hann verđur orđinn umvafinn alltumlykjandi styrkjakerfi ESB. Já, hér mun drjúpa smjör af hverju strái fyrr erlenda fjárfesta ţegar Íslendingar hafa slegiđ enn eitt heimsmetiđ - ađ ţessu sinni í ađ komast undir verndarvćng Evrópuríkjanna 27 á nýju Evrópumeti. En kannski koma bara föllnu útrásargosarnir bara aftur međ gamalt fjármagn, sem lyktar af Icesave fýlu, sem ţeim tókst ađ koma undan til skattaparadísa eđa óskiljanlega fjármálavafninga. Hlutirnir vilja oft fara í hringi í hringrásinni.

Já, ţađ er ekki nema von ađ Össur sé hress ţessa dagana ţegar langţráđur draumur hans er viđ dagsbrún.  


mbl.is Erlendir bankar međ áhuga á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

2007-rćđa

Allt er ţetta gott og blessađ hjá henni Jóhönnu svo langt sem ţađ nćr. Fallegur bođskapur hjá henni til vina okkar og frćnda á hinum Norđurlöndunum í anda hátíđarrćđu forsetans á nýársdag. Skínandi 2007-rćđa. Rćđan er hins vegar flutt í ţannig andrúmslofti á Íslandi ađ hún er hálf absúrd. Gulliđ tćkifćri til ađ taka til varna fyrir Ísland er fariđ forgörđum. 

Stöđugleikasáttmálinn, eins fáránlega sem ţađ nú hljómar, í uppnámi og annađ hrun framundan ef marka má orđ hins spaka Villa hjá samtökum atvinnulífsins. Nýfrjálshyggjumađurinn heimtar ađkomu ríkisins ađ atvinnulífinu á Nýja Íslandi međ ţvílíkum ţunga ađ hálfa vćri nóg. Mađurinn sem flutti skammarrćđur um ríkisafskipti og himnaríki hömlulauss frelsis á Gamla Íslandi hér forđum. Og Gylfi, baráttufélagi hans hjá samtökum alţýđunnar, syngur sama sönginn. Ađ ţessu sinni ekki Nallann. Ţann baráttusöng syngur Gylfi bara međ félögum sínum Össuri og Árna Páli međ krepptan hnefann framan í stórkapítalistana á Íslandi eins og frćgt er orđiđ. Allir gćtu ţeir ţó, Gylfi, Össur, Árni Páll og Villi, sungiđ söng Evrópusambandsins í einum kór svo heyrđist alla leiđ til Brussel. Ţađ yrđi samhljómur sem eftir yrđi tekiđ.  

Á sama tíma og ,,íslensk stjórnvöld verđa ávallt reiđubúin ađ standa vörđu um hagsmuni ţjóđa" viđ Norđur-Atlantshaf, svo vitnađ sé í orđ forsćtisráđherra, ţá virđist Ísland vera heldur einmana ađ bera fram ţá frómu ósk. Alla vega stóđ enginn vörđ um hagsmuni Íslands á ögurstundu nema vinir okkar Fćreyingar sem lánuđu okkur án skilyrđa vaxtalaust sem hlýtur ađ vera einsdćmi í alţjóđasamskiptum.

Annars heyrđist hljóđ úr horni frá ráđherrum ríkisstjórnarinnar ţar sem ţeir skömmuđust út í ađrar Norđurlandaţjóđir ađ blanda Icesave saman viđ AGS björgunarpakkann. Og lýstu meira segja yfir vonbrigđum međ viđbrögđ ţeirra flestra. En svo sagđi Steingrímur J. raunamćddur ađ viđ yrđum bara ađ láta ţetta yfir okkur ganga hvort sem okkur líkađ ţađ betur eđa verr. Loksins ţegar Svíar, Finnar, Danir og Norđmenn voru ađ fá samviskubit ţá gaf Steingrímur J. ţeim syndaaflausn í sömu andránni. Og ţar međ tóku ţeir gleđi sína ađ nýju enda vildi Steingrímur J. örugglega ekki eyđileggja móralinn fyrir veisluna um kvöldiđ.

Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokkurinn, lét ţó ţá heyra ţađ umbúđalaust. Ţar talađi hann fyrir hönd ţorra ţjóđarinnar sem hefur fundist hún heldur einmana á ţessum síđustu og verstu tímum. Viđ megum ekki láta kúga okkur til uppgjafar og ánauđar.   


mbl.is Aukiđ samstarf smćrri ađildarríkja mikilvćgt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framtíđ ţjóđar í uppnámi og lykilráđherrar láta sig hverfa

 

Villi og GylfiSkuggi Alţjóđagjaldeyrissjóđsins fćrist yfir íslenskt atvinnulíf hćgt en örugglega. Ţessi mynd af ţeim Villa og Gylfa koma út úr ráđherrabústađnum raunamćddir og vonlitlir segir allt sem segja ţarf. Atvinna ţúsundir manna hanga á bláţrćđi, AGS vextirnir mergsjúga fyrirtćkin og fjölskyldurnar, aumingja krónan er enn í sjokki vegna efnahagsástandsins og sama er hćgt ađ segja um forsvarsmenn stćrstu fyrirtćkja landsins eftir ,,árásir" ráđherra ríkisstjórnarinnar á undanförnum vikum.

,,Svartsýni eykst međ hverri mínútunni" eins og segir í frétt mbl.is og á ţetta viđ um alla ţjóđina sem bíđur á milli vonar og ótta í ţjóđfélagi sem er í hálfgerđri upplausn vegna óstjórnar á undanförnum árum. Og ţar virđist hver ríkisstjórnin á fćtur annarri toppa ţá síđustu.

Og hvađ gerir ríkisstjórnin? Hún skellir sér á huggulegan fund međ ,,vinum og frćndum" okkar á Norđurlöndum sem hafa sýnt ógleymanlegt vinarţel til íslensku ţjóđarinnar í tengslum viđ Icesave máliđ. Ţetta kalla ég rétta forgangsröđun hjá lykilráđherrum ríkisstjórnarinnar! Hefđi ekki mátt láta nćgja ađ senda tölvupóst ađ ţessu sinni til vina okkar? 


mbl.is Ekkert bólar á yfirlýsingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jólagjöf vinstri stjórnarinnar til ţotuliđsins - Kúlulániđ hans séra Jóns afskrifađ en međaljóninn skal borga íbúđalán sitt í topp

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um almenna greiđsluađlögun og fleira, eins og ţađ er orđiđ, er í fyrstu sýn ţjóđţrifamál. Ţetta er ţađ sem fjölskyldurnar hafa beđiđ eftir til ađ geta ráđiđ viđ efnahagslegu náttúruhamfarirnar í haust. Samkvćmt frumvarpinu eiga afborganir af íbúđalánum ađ lćkka um 17% strax í nćsta mánuđi. Verđbólgukúfurinn er skorinn ofan af og honum frestađ til betri tíma. Í stuttu máli heitir ţetta lenginga á lánstímanum sem hefur í för međ sér ađ heimilin borga meira ţegar upp er stađiđ. Í allri fjármálaráđgjöf eru fjölskyldurnar hvattar til hins gagnstćđa ţađ er ađ greiđa hrađar niđur höfuđstólinn til ađ eignatilfćrslan til fjármagnseigenda verđi ekki ţess ćđislegri.

Ég heyrđi í morgun umrćđuţáttinn hans Hallgríms Thorsteinssonar í útvarpinu ţar sem fyrrgreint frumvarp var til umrćđu. Ţór Saari virtist hafa kynnt sér best efni ţess og satt ađ segja varđ mér um og ó eftir ađ hafa hlustađ á málflutning hans. Ţađ sem stakk mig helst er ađ frumvarpiđ sem er kynnt sem hjálprćđi viđ skuldugar fjölskyldur í landinu er einnig samiđ til ađ afskrifa hin frćgu kúlulán sem ţotuliđiđ tók fyrir hlutabréfum ađallega í einkabönkunum. Ţađ var svo ađ heyra á Ţór, alţingismanni, ađ ţeir kćmu best út úr ţessum lögum, ţví frumvarpiđ var keyrt í gegn fyrir helgi.

Og svo ćtluđu ţeir ađ bćta rjóma (gera skuldaniđurfćrsluna skattfrjálsa!) út í skuldaniđurfćrslugraut kúlulánţegans en ţá varđ einhverjum ţingmanninum bumbult samkvćmt ţessari frétt mbl.is. Merkilegastur fannst mér málflutningur Bjargar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa VG, sem vildi meina ađ umrćdd frumvarp hafi einungis veriđ ćtlađ ađ bjarga fjölskyldunum út úr skuldavandanum en virtist ekki gera sér fulla grein fyrir ađ hér er allt undir: Einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtćki. Eitthvađ hefur herútbođiđ til Vinstri grćnna fariđ ruglast á leiđinni ţegar ţeim var skipađ ađ ýta á JÁ hnappinn svo Samfylkingarmennirnir gćtu stutt foringja VG í Icesave.

Jú, skođum eftirfarandi texta í nefndaráliti meirihlutans:

Í 2. gr. frumvarpsins er kveđiđ á um sértćkar ađgerđir, sértćka skuldaađlögun, til handa einstaklingum og heimilum dugi almennar ađgerđir ekki til. Ákvćđinu er ćtlađ ađ setja meginreglur um viđmiđ um eftirgjöf skulda og breytingar á skilmálum lánasamninga ţegar almenn úrrćđi duga ekki. Viđmiđin skal nota í samningum kröfuhafa og skuldara og skal ţađ vera markmiđ slíkra samninga ađ skuldir séu lagađar ađ eignum og greiđslugetu.

Orđalagiđ ,,ađ skuldir séu lagađar ađ eignum og greiđslugetu" finnst mér magnađ. Ţetta ţýđir ađ séra Jón Jónsson yfirmađur í Kaupţing sem tók kúlulán í erlendum gjaldmiđli til ađ kaupa hlutabréf í Kaupţing segjum áriđ 2005 fyrir 1 milljarđ međ veđi í ţeim hefur náttúrulega engar eignir á móti og greiđslugeta hans er sáralítil ţar sem viđkomandi er sennilega búinn ađ missa vinnuna í bankanum. Á ţessum árum hefur hann hins vegar rakađ inn tugi milljóna ef ekki hundruđ í arđ. En nú stendur bankinn frammi fyrir ţví ađ ţessi einstaklingur uppfyllir ákvćđi nýju laganna. Ergó: Ţađ ţarf ađ útbúa samning sem lagar skuldir ađ eignum og greiđslugetu. Sem sagt: Kúlulániđ er afskrifađ!

Nú hef ég ađ sjálfsögđu fulla samúđ međ nafna mínum séra en velti fyrir mér hvort lögin taka ekki inn í myndina allan arđinn sem viđkomandi hefur fengiđ á undanförnum árum vegna ţessara hlutabréfa sem hurfu inn í náttmyrkviđ eina haustnóttina. Ég geri mér einnig fulla grein fyrir ţví ađ leysa ţarf vanda fyrirtćkja og einstaklinganna međ kúlulánin til koma hjólum atvinnulífsins af stađ ađ nýju, eins og ţađ er orđiđ í greinargerđinni ađ mig minnir. Ţađ hefđi hins vegar veriđ betra ađ ađskilja annars vegar ađstođ viđ fjölskyldurnar og heimilin og hins vegar ađstođ viđ fyrirtćki og kúlulánaţega ţar sem taka ţarf á fjölţćttari vandamálum sem tengjast jafnvel heilu byggđalögunum. Í stađinn virđist ţessu vera blandađ saman vísvitandi til ,,ađ lauma" björgunarpakka fyrir fyrirtćkin og ţotuliđiđ í öldum samúđarinnar međ fjölskyldunum í landinu.

Á sama tíma er skrifstofumađurinn Jón Jónsson sem tók íbúđalán í erlendri mynt fyrir 15 milljónir ţegar hann keypti sér íbúđ fyrir 40 milljónir. Hann er ennţá í ágćtri vinnu og rćđur viđ ađ greiđa af láninu sem er komiđ upp í 35 milljónir. Hann á ennţá íbúđina ţó eign hans hafi lćkkađ úr 25 milljónum í 5. Samkvćmt ný samţykktum lögum lćkkar greiđslubyrđi hans vissulega en skuldin viđ bankann er óbreytt enda ekki vanţörf á ţegar afskrifa ţarf 1 milljarđ af séra Jóni Jónssyni vegna kúlulánsins sem malađi gull á 2007-tímanum.

Mér ţćtti vćnt um ađ einhver leiđrétti mig ef ţetta vćri ekki réttur skilningur. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráđherra, fékk ađ svara ,,ásökunum" ţingmannsins en ađ mínu áliti stađfesti hann málflutning Ţórs Saari um ,,jólagjöf" vinstri stjórnarinnar til ţotuliđsins.

Viđbót á sunnudegi ţann 23.10: Ég vek athygli á bloggi Marinó G Njálssonar um lögin en hann hefur komiđ fram fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna. Eftir ađ hafa fariđ yfir athugasemdir Hagsmunasamtakanna ţá er máliđ enn alvarlegra en ég hélt. Í athugasemd á bloggi Jóns Inga Cćsarssonar eins harđlínumanns í klappliđi ríkisstjórnarinnar skrifar Marinó orđrétt um lög Árna Páls (undirstrikanir mínar):

Jón Ingi, Ţór Saari fer međ rétt mál.  Ţađ er félagsmálaráđherra sem er ađ blöffa.  Samkvćmt lögunum eru ekki settar neinar skorđur á ţađ hvers eđlis skuldirnar eru og ţađ er ekki sett ţak á ţćr.  Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráđuneytisins er sérstakelga tekiđ fram ađ verđbréfa- og afleiđusamningar falli undir lögin.  Ég held ađ ég sé mjög vel upplýstur um efni laganna, enda samdi ég umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna.  Í umsögninni bendi ég á ţetta og á fundi međ nefndinni, ţá spurđi ég nefndarmenn hvort ţetta vćri virkilega ţađ sem ţeir vildu.

Ţessi lög eru skandall.  Ţau gera ekkert umfram ţađ sem áđur mátti nema ađ gera hina fáránlegu greiđslujöfnun verđtryggđra lána lögbundna nema fólk segi sig frá henni.  Ţađ hefur ekkert bannađ bönkum ađ gera samninga viđ viđskiptavini sína og slíkir samningar hafa veriđ gerđir.  Munurinn er ađ núna mega ţeir hafa samráđ um ţađ hvernig ţeir ćtla ađ fullkomna eignaupptökuna sem ţeir hafa stađiđ fyrir undanfarin ár.

...

Ég veit ekki hver samdi lögin, en ţau eru merkileg á margan hátt.  Bara ţađ ađ félagsmálaráđherra sé ađ skipta sér ađ skuldamálum fyrirtćkja er alveg međ ólíkindum.  Ég vissi ekki ađ atvinnurekstur í landinu vćri á hans könnu, ţó málefni launafólks séu ţađ. 

 


mbl.is Hćtt viđ breytingu á skattalöggjöf í skyndi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjárglćframenn fá syndakvittun frá félagsmálaráđherra

Ţá liggur ţađ fyrir og ţađ á fundi alţýđunnar. Fjárglćframennirnir, sem settu ţjóđina á hausinn, hafa fengiđ syndakvittun frá velferđarráđherranum í ríkisstjórn vinstri stjórnarinnar. Ţetta rímar viđ orđ forsetans, og fyrrverandi formanns Árna Páls í Alţýđubandalaginu, sem bar blak af ţeim út í heimi um daginn.

Rćđa Árna Páls er merkileg fyrir ţćr sakir ađ ţar rekur hann ástćđur hrunsins og síđan hvernig ríkisstjórnin hyggst fylla galtóman ríkiskassann ađ nýju. Um ástćđur hrunsins segir hann:

En ţrátt fyrir ađ hlutur einstaklinga sé mikill í hruninu á ţađ ţó dýpri rćtur. Satt ađ segja virđist ţeim sem helst báru ábyrgđ í mun ađ endurskrifa söguna á ţann veg ađ nokkrir útrásargosar hafi veriđ eina ástćđan fyrir hruninu. Ţađ er vissulega rétt ađ sumir menn fóru mjög offari, en sú óhófsveisla var ekki höfuđástćđa hrunsins. Undirrót hrunsins var oftrú á markađshagkerfiđ og barnaleg sýn á ţađ ađ hagkerfiđ vćri eimreiđ sem ekki gćti fariđ út af sporinu.

Fjárglćframennirnir eru ađ áliti Árna Páls bara útrásargosar sem fóru mjög offari. Ţeir verđa vćntanlega ekki dćmdir fyrir ţađ og fá ţess vegna syndakvittun frá vinstri stjórninni. Nei, ţeir settu ekki íslensku ţjóđina á hausinn - ţađ var oftrúin á markađshagkerfiđ og barnaleg sýn á óskeikuleika ţess. Jón Sigurđsson, gúrú Samfylkingarinnar í efnahagsmálum, sagđi líka eftir hruniđ ađ orsök ţess lćgi í kerfislćgum vanda. Kannski verđur ţá kerfiđ sett bakviđ lás og slá, hver veit? Eđa markađshagkerfiđ?

Síđar í rćđunni kemur fram ađ ekki hafi veriđ innistćđa fyrir skattalćkkunum á árunum 2005-2007 og nú sé komiđ ađ skuldadögum hjá alţýđunni sem muni verđa látin greiđa ţessa lćkkun á sköttum sínum til baka. Vinstri stjórnin muni sjá til ţess eđa eins og Árni Páll sagđi orđrétt:

Raunsćtt virđist ađ tekjuskattslćkkanir undanfarinna ára gangi til baka enda ekki innstćđa fyrir ţeim. Ţá eru áform upp um nýja skattstofna sem eru í samrćmi viđ ný viđhorf og áherslur ríkisstjórnarinnar í auđlinda-, orku- og umhverfismálum.

Skattahćkkun er skattahćkkun! 

Ţannig hefur veriđ fundiđ upp nýtt hugtak um skattahćkkun á launafólk eđa ţađ er ,,ađ tekjuskattslćkkanir ... gangi til baka". Ég á von á ţví ađ alţýđuhetjan Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi hér stađiđ upp og klappađ ákaft fyrir flokksfélaga sínum fyrir framan fulltrúa alţýđunnar.

Og svo kom rúsínan í pylsuendanum og hlýnađi ţá öllum vinstri grćnum um hjartarćtur.

Afkomubati sjávarútvegsins á síđasta ári hleypur á tugum milljarđa. Ţessi afkomubati er fenginn međ fórnum ykkar og ykkar félagsmanna. Gengisfellingin fćrđi peninga frá íslensku launafólki til sćgreifa og stóriđju. Grátkór og kveinstafir útgerđar og álfyrirtćkja er hávćrari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikiđ ţolgćđi. Ţađ er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriđja geta ekki ţolađ hóflega innköllun veiđiheimilda og hóflega auđlindaskatta er spurning hvort viđ séum yfir höfuđ ađ veđja á réttan hest. Verđum viđ ţá ekki ađ leita annara kosta um framtíđaratvinnuuppbyggingu?

Verđur nćsta afrek vinstri stjórnarinnar ađ hnésetja eđa hrekja úr landi helstu máttarstólpa íslensk atvinnulífs sem ennţá standa? Atvinnulaust fólk mun ekki borga Icesave samning ríkisstjórnarinnar, eđa hvađ?

Fjórfrelsiđ 

Ţađ sem vekur mig einnig til umhugsunar eftir ţessa merkilegu rćđu Árna Páls á ţingi alţýđunnar er hvort hann hafi ekki áttađ sig á ađ allir ţeir ,,afarkost[ir] óforskammađra kapítalista" hafi komiđ frá Evrópusambandinu á síđustu árum. Ţađ eru kröfurnar um fjórfrelsiđ sem Árni Páll virđist vera ađ kveinka sér undan í rćđunni. Hann var sannanlega einn af lykilmönnum Jóns Baldvins, Jóns Sigurđssonar og félaga sem komu tilskipunum Evrópusambandsins inn í innlenda löggjöf međ samţykkt EES samningsins. Telur ráđherrann ađ ţetta muni ganga til baka međ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu eđa ćtlar hann kannski ađ breyta stefnu sambandsins í ţessum málum viđ eđa eftir inngöngu, eins og mér skylst ađ breyta eigi sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB?

Međ ţetta í huga er hollt ađ lesa eftirfarandi tilvitnun sem tengist Icesave umrćđunni og kemur fram í klassískri kennslubók Desmond Dinan um Evrópusambandiđ Ever Closer Union (2005, bls. 398):

The White Paper proposed eight directives intended to allow banks incorporated in one member sate to operate across national borders without having to seek authorization from national regulatory authorities in each member sate. Clearly, member states would have to agree to common rules and criteria for judging the soundness of banks in order to develop the neccessary mutual confidence to allow the home-country control system to work. The second banking directive, which entered into force in January 1993, established a single banking license, valid throughout the EU, allowing banks to open branches anywhere without additional authorizations.

Stórir og pínulítlir karlar 

Visir.is fjallar um viđbrögđ LÍU viđ rćđu Árna Páls og Friđrik J.  telur Ţursaflokkinn svara best rćđu ráđherrans međ laginu - Ţú ert pínulítill karl (sjá hér ađ neđan)! Ţađ er ekki ofsagt ađ ríkisstjórnin hafi sagt atvinnulífinu stríđ á hendur.


mbl.is Gagnrýna Árna fyrir ASÍ-rćđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónn samstöđunnar hljóđnađur - Fćlingarmáttur Davíđs

Ţađ sem er sorglegast viđ afgreiđslu ríkisstjórnarinnar á Icesave samningnum er ađ tónn samstöđunnar, sem heyrđist hljóma frá Alţingi Íslendinga í sumar, er hljóđnađur. Í stađinn hefur stjórnin blásiđ í herlúđra. Stríđ er skolliđ á milli stjórnar og stjórnarandstöđu. Og eins og í hefđbundnu stríđi ţá hafa ,,ţegnar" ţeirra landa sem eiga í stríđi ekkert val. Skotgrafir eru grafnar og allir eru komnir ofan í skotgrafirnar. Skotin ganga á milli eins og viđ höfum orđiđ vitni frá ţeim tíma sem Steingrímur J. og Indriđi ađstođarmađur hans komu heim međ fyrirvara Breta og Hollendinga viđ fyrirvara Alţingis viđ fyrirvara Svavarssamningsins. Já, fyrirvarar á fyrirvara ofan og ekki nokkur leiđ er fyrir almenning í landinu ađ átta sig á hvađ er rétt og hvađ er rangt. Enda skiptir ţađ orđiđ engu máli ţegar stríđ er skolliđ á og allir eru komnir í skotgrafirnar. Ţađ verđur hins vegar ekki um ţađ deilt ađ lögum sem Alţingi Íslendinga setti í ágúst var breytt af embćttismönnum erlendra ríkja. 

Mér leiđist ađ ţurfa velja mér liđ og vera hrakinn ofan í skotgröf stjórnmálaelítunnar á Íslandi. Ţađ er ekkert árangursríkara til ađ gelda alla frjóa stjórnmálaumrćđu. Ţađ sjá ţó allir sem vilja sjá ađ allsherjarherútbođ er í gangi og liđhlaupar eru ,,skotnir" niđur miskunnarlaust. Hershöfđingi VG hefur náđ ađ skipa her sínum í eina fylkingu viđ hliđ Samfylkingarinnar. Stjórnarherinn ţrammar í einni fylkingu inn í Evrópusambandiđ međ Össur í fylkingarbrjósti. Fćlingarmáttur Davíđs Oddssonar er notađur sem oft áđur til ađ skapa einingu hjá vinstri mönnum.

Í stríđi er ekki barist međ rökum og sanngirni heldur fá hinir pólitísku áróđursmeistarar ađ leika viđ hvern sinn fingur međ pólitískum leikfléttum og leiksýningum. Í ţannig andrúmslofti er hátíđ í bć hjá ráđherrum eins og Steingrími J. og Össuri sem kunna ađ flétta saman fortíđ og refskap í rćđum sem kasta málum á dreif. Máliđ er ekki lengur Icesave. Stríđiđ snýst um ađ verja fyrstu vinstri stjórnina međ kjafti og klóm og tryggja ađ erkióvinurinn komist ekki aftur til valda. Ţetta er hlutverk VG en hlutverk Samfylkingarinnar er öllum kunnugt. Herfrćđi ţeirra er tćr snilld.

Almenningur furđar sig hins vegar á ţví ađ stjórnmálamenn okkar eyđa kröftunum í innbyrđis deilur í stađ ţess ađ sameinast gegn hinum raunverulegum andstćđingum ţjóđarinnar í ţessu máli. Viđsemjendur okkar sem hafa nú tryggt ađ ţeir fá hverja evru til baka međ vöxtum hljóta ađ furđa sig á og fagna ađ sama skapi ţessari hernađartaktík Íslendinga. Auđvitađ kemur ţetta ţeim ekki á óvart enda horfđu ţeir upp á svipađa takta í fjármálastarfsemi ţjóđarinnar á erlendu grundu. Íslendingar eru meistarar í fífldirsku og skammsýni í fjármálum. 

Ţađ kann ađ vera ađ Íslendingar séu heimaskítmát í Icesave hryllingnum vegna tengingar viđ neyđarađstođ AGS sem hótar okkur öllu illu ef viđ látum ekki undan. Ţannig er vel hćgt ađ skilja marga stjórnarliđa sem fórna höndum enda hefur ţeim veriđ talin trú um ađ í ţessu máli sé ekkert val lengur. Tíminn er á ţrotum. Á ţví ber ríkisstjórnin alla ábyrgđ. Hún hefur klúđrađ Icesave málinueins og ég skrifađi um 19. september sl.

Ég vil hins vegar trúa ţví ađ alţingismenn hafi alltaf val, og beri í raun skylda til, um ađ standa gegn ranglćti og ólöglegri ,,árás" á sjálfstćđi ţjóđarinnar. Framkoma Breta, Hollendinga og AGS í Icesave er nefnilega ekkert annađ en árás á Ísland. Og íslensk stjórnvöld svara ţessari árás og kúgun sem hófst međ hryđjuverkalögum Breta í haust međ orđunum:

Hvar eigum viđ ađ skrifa undir stríđsskađabćturnar og uppgjöfina!

Og eins og í öđru stríđi ţá er ţađ almenningur sem borgar brúsann en ,,stríđsglćpamennirnir" eru löngu flúnir í felur međ illa fengiđ fé.


mbl.is Ţung orđ falla um Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stöndum međ tjáningarfrelsinu

Tjáningarfrelsi er frelsi til ađ tjá skođanir sínar án ţess ađ eiga á hćttu ađ vera refsađ fyrir ţćr. Viđ eigum ađ virđa ţennan rétt og berjast gegn öllum hömlum sem gagna gegn ţessum grundvallarrétti í réttarríkinu.

Mikiđ er nú gert úr ţví ađ Björn Bjarnason hafi tjáđ sína skođun á skođunum Egils Helgasonar. Hér eru á ferđ tveir skođanaglađir einstaklingar sem eru á öndverđum meiđi í flestum málum. Ţó hefur Egill alla vega einu sinni fengiđ Björn í ţátt sinn til ađ spjalla um stjórnmál. Björn má hafa ţá skođun ađ Egill fari heldur óvarlega međ hlutleysi RÚV, sem er ríkisfjölmiđill sem er rekinn af skattgreiđendum hvort sem ţeir eru stuđningsmenn Sjálfstćđisflokksins eđa Samfylkingarinnar. Viđ skattgreiđendur ráđum engu um ţađ hvort viđ viljum styrkja RÚV eđa borga í Framkvćmdarsjóđ aldrađa. Ţess vegna gerum viđ ţá sjálfsögđu kröfu ađ RÚV standi í fylkingarbrjósti ,,frjálsra" fjölmiđla sem upplýsi og vari almenning viđ ef hćtta steđjar ađ almannaheill. Ţetta hlutverk held ég ađ RÚV taki mjög alvarlega ţó ađ viđ Björn getum tjáđ okkar skođun ađ stundum sé vinstri slagsíđa á fréttamatinu. Ţađ kann ađ vera rangt mat í augum ţeirra sem eru vinstra megin í stjórnmálunum sem hugnast ţađ vel ef fallega er talađ um félagshyggjufólk en illa um frjálshyggjupakkiđ. Og hćgri menn hugsa ţetta svo á hinn veginn.

En hćttulegust er innrćtingin í fjölmiđlum. Ţegar fréttamatiđ er vísvitandi skekkt, sumum fréttum er sleppt en ađrar teknar sem falla betur ađ málstađnum. Ţannig fréttamennska er náttúrulega ekkert annađ en lymskulegur áróđur. Viđ ţekkjum ţannig fréttamat hjá ónefndum fjölmiđlum sem lofuđu fatasmekk keisarann sem var í engum fötum. Ţeim tókst ađ telja okkur trú um annađ.

Hins vegar verđur ađ segjast ađ Egill Helgason er ţáttastjórnandi sem ber af á Íslandi. Hann fćr viđmćlendur til ađ tjá sig vandrćđalaust, er skođanafastur og viđ vitum nokkurn veginn hvar skođanir Egils liggja. Lesum ţađ alla vega á blogginu hans. Hann kemur til dyranna eins og hann er klćddur - yfirleitt. Ađ vísu velur hann stundum viđmćlendur til ađ ţjóna málstađnum og ţađ er miđur enda er ţađ lúmskur áróđur. Ţađ er ţó fremur undantekning en regla. 

Ţeir sem vilja ţagga niđur í Agli Helgasyni eru ađ leika sér ađ eldinum og eru algjörlega á villigötum. Í fyrsta lagi ţaggar enginn niđur í kappanum en í annan stađ eru slíkir tilburđir andlýđrćđislegir. Ţađ á enginn ađ hafa vald til ţess ađ takmarka tjáningarfrelsiđ eđa frelsi fjölmiđla. Og ţó ađ ég sé ekki alltaf sammála Agli Helgasyni ţá skal ég hvar sem er berjast fyrir tjáningarfrelsi hans. Ţađ er helgur réttur. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband