Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ekki öfundsvert hlutverk

Það er alltaf auðvelt að gerast dómharður í málum eins og kjaradeilu ljósmæðra. Við þekkjum ekki allar hliðar málsins.

Hins vegar er ljóst að fjármálaráðuneytið í umboði ríkisstjórnarinnar hefur koltapað áróðursstríðinu. Þá er þetta afleit staða fyrir Samfylkinguna að standa í stríði við kvennastétt sem allir viðurkenna að þurfi að leiðrétta kjör hjá. Ummæli Ingibjargar Sólrúnar í dag voru óheppileg en auðvitað er staða ráðherranna erfið - þeir þurfa að standa saman. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, kemur fram í umboði allrar ríkisstjórnarinnar. Þar fer maður sem er ekki í öfundsverðu hlutverki. Málið er eldfimt og allir ráðherrarnir verða að gæta orða sinna í þessari stöðu. Það er kannski best að gera eins og Árni að bregða sér í réttir og mýkja sig upp í góðum félagsskap manna og dýra. 

Hins vegar skil ég ekki þessa þrjósku í ríkisstjórninni. Auðvitað á fyrir löngu að vera búið að semja við ljósmæður. Þeir samningar ættu ekki að vera fordæmisgefandi. Hér er stétt sem er undirlaunuð miðað við aðrar menntaðar stéttir - meira segja aðrar heilbrigðisstéttir!


mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband