Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

Ísland fyrst í röđinni

Í öllu svartnćttinu í efnahagsmálum ţá er ţađ ljós í myrkrinu ađ Ísland hafi náđ samningum viđ IMF á undan öđrum. Ţađ er mikilvćgt í ljósi ţess ađ önnur ríki eru farin ađ banka á dyrnar hjá sjóđnum. Síđan er ađ hafa hröđ handtök í ađ fá lán hjá vinum okkar á Norđurlöndunum sem bíđa ţess eins ađ beiđni komi frá íslenskum stjórnvöldum.

Ţađ róađi mig ađ sjá ađ Friđrik Má Baldursson, prófessor, leiddi viđrćđurnar viđ IMF. Ég átti ţess kost ađ kynnast vinnubrögđum hans í Fjarskiptasjóđi og ljóst ađ ţar er traustur mađur á ferđ.


mbl.is Úkraína hlýtur ađstođ frá IMF
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Breska heimsveldiđ rćđst á eitt elsta lýđrćđisríki heimsins

Ef ekki er tími til ađ blogga núna til ađ stappa stálinu í hvern annan ţá verđur ţađ aldrei.

Ísland hefur orđiđ fyrir gífurlegri blóđtöku í fjármálakreppunni fyrst ţjóđa og svo um munar. Allir ţjóđarbankarnir farnir, stćrstu fyrirtćkin í rúst og fjármál heimilanna í uppnámi. Ég hef örugglega gleymt einhverju í ţessari upptalningu en ekki ţjónar tilgangi ađ eltast viđ ţađ í miđri krísunni. Viđ komust í gegnum ţetta óveđur eins önnur. Ríkisstjórnin undir forystu Geirs H. Haarde hefur stađiđ sig vel í ađ taka á vandanum međ setningu neyđarlaganna og í kjölfar ţeirra. Ţađ er ekki öfundsvert hlutverk sem stjórnvöld eru í ţessa dagana og eina rétta sem viđ gerum núna er ađ standa saman og styđja viđ bakiđ á ríkisstjórninni á nćstu dögum og vikum.  

Ofan á allt annađ rćđst breski forsćtisráđherrann á Ísland og Íslendinga af fádćma hrottaskap. Beitir hryđjuverkalögum á okkur, rćđst inn í íslensk fyrirtćki og kemur ţeim um koll. Flaggskip íslenska fjármálakerfisins liggur í valnum og nýfengiđ lán ţjóđarinnar til bankans upp á stjarnháa tölu gufar upp í einu vetfangi. Íslendingar í útlöndum eru í stöđu hryđjuverkamanna og settir á sama bekk og Bin Laden og félagar. Breska heimsveldiđ sýnir mátt sinn og megin á eitt elsta lýđrćđisríki heimsins og ţađ ţótt ráđherra í ríkisstjórn Íslands sé félagi í Verkamannaflokknum í Bretlandi. Er Össur genginn úr flokknum?

Auđvitađ hlýtur ríkisstjórn Íslands ađ svara ţessu vinabragđi Gordon Brown af fullri hörku.

 


mbl.is Hvetur til ađstođar viđ Íslendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Harđur heimur kapítals

Ávarp forsćtisráđherra og eftirleikurinn af ţví minnti helst á ţátt í 24 spennuţáttunum. Eini munurinn var ađ allir landsmenn voru međleikendur í ţćttinum ađ ţessu sinni.

Ţađ er eđlilegt ađ finna fyrir reiđi á ţessum degi en ţađ stođar lítt. Gert er gert - svona eins og ţegar börnin manns meiđa sig vegna óvarkárni. Ţá byrjar mađur á ţví ađ setja plástur á sáriđ og hughreysta. Skammirnar geta komiđ seinna.

Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, var hetja dagsins. Hann kom fumlaust fram, talađi af yfirvegun og festu. Ég er ekki mađur til ađ leggja dóm á neyđarlögin frekar en flestir landsmenn en tilgangurinn helgar međaliđ. Hagsmunir almennings og heildarinnar eru í fyrirrúmi og ţađ var hughreystandi ađ hlusta á viđtal Helga Seljan viđ Jóhönnu Sigurđardóttur, trygginga- og félagsmálaráđherra. Ef einhverjum er treystandi fyrir velferđ almennings ţá er ţađ henni.

Ţađ hefur veriđ erfiđ ákvörđun ađ stíga ţađ skref sem stigiđ var í dag af ríkisstjórninni. Fjöldi manns og fyrirtćkja gćtu tapađ fjármunum. Útlendir lánadrottnar tapa ţó mestu býst ég viđ. Ađgerđin gekk út á ađ losa líkiđ úr lestinni svo sigling ţjóđarskútunnar gćti haldiđ áfram.

Ţađ reynir á starfsfólk fjármálaeftirlitsins á nćstu dögum og vikum. Fjármálaeftirlitiđ fćr gífurleg völd og heldur í raun á fjöreggi ţjóđarinnar. Vćntanlega ţurfa stjórnvöld ađ auka fjárheimildir til eftirlitsins til ţess ađ ţađ geti sinnt hlutverki sínu hratt og fumlaust.

Svo tek ég undir orđ Guđna Ágústssonar á Alţingi í dag um orđ sjómanna viđ sjósetningu í brimgarđinum:

Ýtum úr vör og Guđ veri međ okkur.

 


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Augu Evrópusambandsins beinast ađ Íslandi

EUObserver.com segir frá ţví á forsíđu ađ íslenska verkalýđshreyfin vilja ţrýsta á ađild ađ Evrópusambandinu í frétt í dag.

Iceland unions push government to join EU

Ţađ er greinilega horft til Íslands víđa ađ og hér bćtist viđ fréttamiđill Evrópusambandins en Leigh Philips skrifađi fréttina sem greinilega er unnin upp úr fréttum úr íslenskum fréttamiđlum. Sagt er frá ferđ tvíhöfđa Evrópunefndarinnar til Brussels í síđasta mánuđi.

Ţađ yrđi skrýtin niđurstađa í stćrsta deilumáli íslenskra stjórnmála á síđustu árum ađ Íslendingar ákveddu ađ sćkja um ađild á örfáum dögum og Ísland yrđi orđiđ ađili ađ ESB innan árs sbr. ummćli Olli Rehn, stćkkunarstjóra sambandsins ađ ţađ tćki ađeins ár ađ komast inn. Evran vćri ţó ekki hluti af ţeim pakka fyrr en Maastricht skilmálunum yrđi náđ og miđađ viđ síđustu tíđindi af efnahagsmálum ţjóđarinnar ţá gćti orđiđ langt í ţađ.

Ţađ er hins vegar ástćđa til ađ spyrja hvort Íslendingar séu undirbúnir undir flóknar og viđamiklar ađildarviđrćđur?


Varđ góđćri gćrdagsins ađ kreppu morgundagsins?

Ţetta eru einkennilegir tímar. Fyrir allt of fáum dögum lýstu stjórnvöld ţví yfir ađ hér vćri engin kreppa og engin ţörf á ađ bregđast sérstaklega viđ. Í dag eru haldnir krísufundir í Ráđherrabústađnum og sagt ađ allir verđi ađ leggjast á eitt ef ekki á illa ađ fara.

Ég á von á ađ fleiri en ég hafi á tilfinningunni ađ ýmsir, sem ćttu ađ vita, viti í raun ekkert hvađ sé ađ gerast. Ţađ er ekki góđ tilfinning.

Ţađ sem situr eftir er ađ ţeir sem áttu ađ vaka yfir velferđ ţjóđarinnar stóđu ekki vaktina sem skyldi. Viđ erum komin inn í brimgarđinn og allir verđa ađ leggjast á eitt viđ lífróđur, eftir ţví sem gefiđ er í skyn í dag.

Vonandi tekst ađ sigla okkur farsćllega í heila höfn án mikilli áfalla. Ţađ ţjónar engum tilgangi ađ finna sökudólga í ţessum björgunarleiđangri. Ţjóđarskútinni verđur ekki bjargađ međ upphrópunum, samsćriskenningum og illa ígrunduđum dómum yfir ţessum og hinum.

Ţađ voru ágćt lokaorđ Ţorvaldar Gylfasonar í Silfri Egils áđan eitthvađ á ţá leiđ og ţjóđin lifđi af ţó einhver pappírsviđskipti fćru í súginn. Ţegar allt kemur til alls eru ţetta allt huglćgir fjármunir sem hafa tapast í Matador leik viđskiptajöfranna, sem greinilega kunnu ekki allir leikreglurnar.

Ríkisstjórnin hefur ákveđiđ ađ hafa víđtćkt samráđ um ađgerđir og ţađ er ţađ sem skiptir öllum máli í dag. Allir sem vettlingi geta valdiđ verđa ađ leggjast á eitt og hafa heildarhagsmuni ađ leiđarljósi. Ţađ kann vel ađ vera ađ ríkisstjórnin lýsi yfir bankafrídegi á morgun eins og Franklin D. Roosevelt áriđ 1933 í Kreppunni miklu. Ef ţađ kemur okkur fyrir vind ţá er ţađ góđ ráđstöfun.


mbl.is Bankarnir verđa ađ selja eignir erlendis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband