Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Brestir í stjórnarsamstarfinu?

Hveitibrauđsdagar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde eru ađ baki. Alţingi kemur bráđum saman og ţá reynir á ađ Geir og Ingibjörg haldi sínu liđi saman. Ţó ađ stjórnarandstađan sé smá ţá eru ţar innanborđs reyndir refir í stjórnmálum sem eiga auđvelt međ ađ spila á málglađa stjórnarţingmenn sem getur komiđ af stađ atburđarrás sem erfitt gćti orđiđ ađ stöđva. Ţađ er einnig erfiđur vetur framundan ţar sem ríkisstjórnin leggur fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp í versnandi árferđi. Fréttir af himinháum launum ţotuliđsins og vaxandi misskipting í ţjóđfélaginu mun ýta undir óraunhćfar kröfur um kjarabćtur í vćntanlegum kjarasamningum. 

Ţađ kann ekki góđri lukku ađ stýra ađ forystumenn ríkisstjórnarinnar virđast ekki samstíga í sumum ákvörđunum eins og ţeirri ađ kalla "hernađarlegan ráđgjafa" ríkisstjórnarinnar í Írak heim. Og eins og sagt er ţađ er ekki glćpur nema upp komist og ţví er ţađ mér ráđgáta af hverju Geir H. Haarde lýsti ţví yfir í yfirheyrslunni í kvöld ađ hann styddi ekki ţessa ákvörđun utanríkisráđherra. Ţetta mun magna upp yfirlýsingarspuna stjórnarandstöđunnar en ţađ sem verra er - ţetta opinberar samstöđuleysi ríkisstjórnarflokkanna. Viđ höfum fylgst međ glímu Össurar og Sigurđar Kára um vatnalögin, yfirlýsingu fjármálaráđherra um Grímseyjarferjuna sem virđist gera lítiđ vinnu samgönguráđherra í sama máli og fleira mćtti nefna.

Ţađ er eđlilegt ađ spyrja hvernig ríkisstjórnarflokkarnir ćtla ađ lifa af komandi stjórnmálavetur miđađ viđ ţessi vinnubrögđ.


mbl.is Geir: Hefđi ekki kallađ starfsmanninn heim
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband