Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Glæsilegir tónleikar og fákeppni á bankamarkaði

Glæsilegri tónleikar sem sýna að við Íslendingar eigum frábært tónleikafólk á heimsmælikvarða. Ég held þó að þorri þjóðarinnar hefði frekar óskar sér þeirrar gjafar frá Kaupþingi að hér kæmist á alvöru samkeppni á bankamarkaði sem skilaði sér í lægri bankakostnaði. 
mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín stríðsherra?

Pútín stríðsherra? Þessi nýjasta ákvörðun Pútíns um flug sprengjuflugvéla út fyrir landamæri Rússlands undirstrikar núverandi útþenslustefnu Rússlands. Á sama tíma eru í gangi eða eru fyrirhugaðar mjög víðtækar heræfingar Rússa með Kína og öðrum mið-Asíu ríkjum. Allt er þetta liður í útþenslustefnu Pútíns sem NATÓ ríki verða að taka alvarlega annars ganga Rússar á lagið eins og Hitler gerði fyrir seinna stríð með hörmulegum afleiðingum. 
mbl.is Rússneskar vélar í íslenskri lofthelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband