Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Stjórn sátta og samlyndis

Ţađ er bjart yfir nýrri ríkisstjórn Geirs H. Haarde - fyrstu ríkisstjórn Geirs sem formanns Sjálfstćđisflokksins - sem hann og Ţorgerđur Katrín varaformađur geta eignađ sér allan heiđurinn ađ. Ţessi ríkisstjórn er sigur fyrir nýja forystu Sjálfstćđisflokksins hvernig sem á ţađ er litiđ. Ţađ var afrek ađ koma í veg fyrir myndun vinstri stjórnar sem hefđi allt eins getađ orđiđ miđađ viđ yfirlýsingar og samstarf Samfylkingar og Vinstri-Grćnna í stjórnarandstöđu. Ţađ var afrek ađ ná hagstćđari ráđherraskiptingu fyrir Sjálfstćđisflokkinn í ţessari ríkisstjórn en í ríkisstjórninni međ Framsóknarflokknum. Og ţađ var afrek ađ ná samningum um stefnuyfirlýsingu sem er í anda sjálfstćđisstefnunnar og á sama tíma í anda stefnu Samfylkingarinnar. Já, ţađ er sigur nýrrar forystu Sjálfstćđisflokksins ađ mynda ríkisstjórn međ stćrsta andstćđingi sínum og ná ađ skapa góđan anda í upphafi ferđalags ţessara flokka sem á örugglega eftir ađ standa yfir nćstu tvö kjörtímabil eđa lengur. 

Fyrir Samfylkinguna er ţessi nýja Ţingvallarstjórn líka sigur. Ţađ er stór áfangi hjá Ingibjörgu og Össuri ađ koma flokknum í ríkisstjórn til ađ festa hann í sessi í íslenskum stjórnmálum. Ţađ var ađ hrökkva eđa stökkva. Ţađ er einnig sigur fyrir forystuna ađ skapa sátt innan flokksins um ríkisstjórnarmyndunina en ţađ hefur veriđ viđlođandi vandamál vinstri flokka á Íslandi hve sundurleitir ţeir voru međ tilheyrandi afleiđingum. Ţađ er sigur í jafnréttismálum ađ skipa jafnmargar konur og karla sem ráđherra nýrrar ríkisstjórnar en ađ sama skapi veikleiki hjá Sjálfstćđisflokknum ađ sýna engan lit í ţessum málum.

Ađ síđustu vona ég ađ sá tónn sátta og samlyndi, sem virđist einkenna myndun ţessarar ríkisstjórnar, megi verđa ţjóđinni til heilla á nćstu árum.    


mbl.is Greiningardeildir segja stjórnarsáttmála jákvćđan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rétt hugarfar lykill ađ framförum

Ţađ er ástćđa til ađ hrósa forystufólki Reykjanesbćjar fyrir ađ sjá tćkifćri í varnarliđssvćđinu. Nýlega var nemendum viđ Háskóla Íslands bođnar ódýrar leiguíbúđir á svćđinu međ ókeypis strćtisvagnaferđum á milli Reykjavíkur og nýja háskólasvćđisins á Reykjanesi. Áđur hafđi veriđ stofnađur nýr háskóli í samvinnu viđ Háskóla Íslands ţar sem róiđ er á ný miđ í menntamálum međ alţjóđlegri tengingu. Vonandi ganga ţessar áćtlanir eftir en ţađ er ljóst ađ ţarna er á ferđ forystufólk međ rétta hugarfariđ sem ţorir ađ hugsa stórt og hefur dug í sér til ađ ráđast í framkvćmdir fyrir framtíđina. Ţar sem ekki er rćtt um annađ en ríkisstjórnarmyndun ţessa dagana ţá vona ég ađ ţeir sem halda ţar á málum beri keim ţessa hugarfars. Rétt hugarfar er nefnilega lykillinn ađ framförum.  


Fagurgali og sćtir sigrar

428518BNú ţegar rykiđ hefur sest eftir kosningarnar ţá liggur fyrir ađ Sjálfstćđisflokkurinn  hefur teflt stjórnarmyndunarviđrćđuskákina óađfinnanlega. Stađan í skákinni er flokknum mjög í vil og sama verđur sagt um mótherjann í ţessari skák - Samfylkinguna. Vinstri hreyfingin-Grćnt frambođ og Framsóknarflokkurinn hafa falliđ á tíma. Harkaleg viđbrögđ forystumanna síđastnefndu stjórnmálaflokkanna koma nokkuđ spáns fyrir sjónir ţví í ţessum leik er enginn annars bróđir. Ingibjörg virtist hafa leikiđ afleik rétt áđur en fariđ var í miđtafliđ međ ţví ađ aftaka samstarf til vinstri en eftir á ađ hyggja hefur ţetta veriđ ţvingađur leikur til ađ vinna hylli og traust Sjálfstćđismanna. Stađa hennar hefur síđan styrkst međ fagurgala forystumanna Framsóknar og Vinstri hreyfingarinnar-Grćns frambođs (ţeir verđa nú ađ fara stytta ţessa óţjálu nafngift) til "sćtustu stelpunnar á ballinu" sem ţegar er heitbundin Geir H. Haarde. Geir fćr ţví bćđi sćtustu og nćst sćtustu stelpuna - hinir kallarnir fara tómhentir heim á leiđ í skjóli nćtur. Skákinni er hins vegar engan veginn lokiđ - barátta miđtaflsins stendur yfir og ţar skiptir máli ađ tapa ekki sjónar á markmiđinu - sćtum sigri.    


mbl.is Segjast komin nćr stjórnarmyndun og ađ góđur andi sé í viđrćđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđni veginn í ný-Njálu

Eftir ađ hafa hlustađ á Ingibjörgu Sólrúnu, Steingrím J. og Guđna Ágústsson í Kastljósi ţá er tilfinningin samskonar og eftir einn góđan ţátt í 24. ţáttaröđinni. Ingibjörg er sett í vanda međ tilbođi Steingríms J. og Guđna um vinstri stjórn undir hennar forsćti. Ţađ er eđlilegt ađ fyrrum samstarfsflokkar hennar í R-listanum hafi í huga hvernig mál skipuđust ţegar Ingibjörg "hrökklađist" úr stóli borgarstjóra ađ ţeirra áliti? Ţetta eykur enn spennuna fyrir morgundaginn ţegar hr. Ólafur Ragnar forseti hefur fengiđ stjórnarmyndunarumbođiđ úr hendi Geirs H. Haarde. Hvađ gerir forsetinn sem fćr nú tćkifćri til ađ skrá sig í sögubćkurnar enn á ný? Ef kenning Guđna Ágústssonar landbúnađarráđherra er rétt ađ veriđ sé ađ mynda Baugsstjórn - eđa eigum viđ ađ segja ríkisstjórn í bođi Baugs - ţá ţarf enginn ađ velkjast í vafa um hvađ hr. Ólafur gerir međ fjölmiđlalögin í huga, eđa hvađ? Guđni nefndi Njálu í viđtalinu í kvöld og átti ţađ vel viđ atburđi síđustu sólarhringa. Auđvitađ áttu framsóknarmenn ţó ađ vita ađ núverandi ríkisstjórn var ţrotinn kröftum.  Ég get hins vegar vel trúađ ţví ađ sumir framsóknarmenn séu ţađ miklir heiđursmenn ađ ţeim hafi ekki komiđ til hugar ađ funda í reykfylltum bakherbergjum eins og Össur, Ţorsteinn Pálsson og fleiri áhrifamenn í herbúđum vćntanlegrar ríkisstjórnar. Ţađ var einnig áhugavert ađ heyra skođun Guđna á ađför Baugs ađ Birni Bjarnasyni ráđherra í ţessu samhengi öllu.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn međ Framsóknarflokki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sögulegar sćttir?

Nćstu klukkustundir og dagar munu verđa áhugamönnum um stjórnmál áhugaverđir í meira lagi. Tvö stórveldi í íslenskum stjórnmálum hafa sest ađ samningaborđinu ţar sem framtíđ beggja formanna flokkanna er ađ veđi. Ef Ingibjörgu tekst ađ ná góđum samningum fyrir Samfylkinguna hefur henni tekist ađ styrkja stöđu sína svo um munar í íslenskum stjórnmálum. Auđvitađ eiga sjálfstćđismenn ekki ađ láta ţetta koma í veg fyrir myndun sterkrar ríkisstjórnar sem gćti komiđ mörgu góđu til leiđar en vissulega verđa forystumenn Sjálfstćđisflokksins ađ gera sér grein fyrir ţessu. Stađa Sjálfstćđisflokksins er áfram mjög sterk en ađ sama skapi hlýtur Samfylkingin ađ ganga ađ ţessu borđi međ veika samningsstöđu ţar sem Vinstri-Grćnir bíđa í biđröđinni. Samfylkingin hefur ekkert tromp á hendi ţar sem vantraust forystumanna hugsanlegrar vinstri stjórnar virđist vera í veginum fyrir slíkri stjórn undir forsćti Ingibjargar. Sjálfstćđisflokkurinn bíđur ţví einfaldlega eftir ţví ađ fá á borđiđ hve ódýrt Samfylkingin eđa Vinstri-Grćnir vilja selja sig.
mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviđrćđur hefjast vćntanlega á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stendur Sjálfstćđisflokkurinn međ Birni?

Ţessi yfirlýsing Hreins Loftssonar, fyrrum áhrifamanns í Sjálfstćđisflokknum, lýsir vel ađ Björn Bjarnason dómsmálaráđherra er lagđur í einelti af áhrifamiklum ađilum í viđskiptalífinu. Hvert orđ í yfirlýsingu Björns er vegiđ og metiđ og túlkađ fyrir landsmenn. Ţađ er engu líkara en gefiđ hafi veriđ út veiđileyfi á Björn sem var dyggasti stuđningsmađur Davíđs Oddssonar.  

Björn á fullan rétt á ađ verja hendur sínar og satt best ađ segja er tími til kominn ađ forysta Sjálfstćđisflokksins slái skjaldborg um dómsmálaráđherrann og gefi međ ţannig út skýra yfirlýsingu um ađ flokksmenn standi bakviđ dómsmálaráđherra í ţessu erfiđa en mikilvćga prófmáli fyrir lýđrćđisleg vinnubrögđ í ţessu landi. Nú er ađ mál ađ linni.


mbl.is Hreinn: Dómur kjósenda um verk Björns liggur fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vígfimur ráđherra berst viđ ofurvald

Ég leyfi mér ađ fagna ţessari yfirlýsingu Björns Bjarnasonar dómsmálaráđherra og ítreka ţađ sem ég hef bloggađ áđur um ţetta efni fyrir kosningar. Ţetta undirstrikar ađ Björn er vígfimur  og hugrakkur mjög ţó ađ öllum sé vel ljóst ađ hann má sín lítils viđ ofurvaldi viđskiptaveldis Baugs. Ég tek undir ţađ heilshugar međ Birni ađ ţađ eru vonbrigđi hvernig ađrir stjórnmálamenn hafa tekiđ á auglýsingu Jóhannesar Jónssonar. Auđvitađ var Jóhannes í fullum rétti ađ auglýsa. Ţađ sem er ţó ađalmáliđ er ţetta: Er ţađ eđlilegt ađ ákveđnir ađilar í viđskiptalífinu geti "áreitt" embćttismenn, sem eru ađ gera skyldu sína sem slíkir, ef mál ţessara ađila eru í eđlilegri afgreiđslu í stjórnsýslunni og síđan hjá dómsstólum? Á sama hátt er ţađ alvarlegt ef stjórnvöld misbeita ţessu mikla valdi sem ţau hafa til ađ "hnésetja" ákveđna ađila í viđskiptalífinu eins og Jóhannes og Jón Ásgeir hafa haldiđ fram. Máliđ er ţess vegna alvarlega hvernig sem á ţađ er litiđ. Eina leiđin til ađ fá úr ţessu skoriđ er ađ ný ríkisstjórn láti fara fram óháđa rannsókn af erlendum ađilum til ađ botn fáist í upptök málsins en ađ sjálfsögđu eiga dómsstólar ađ hafa síđasta orđiđ í núverandi dómsmáli. Í ljósi alls ţessa og óvandađra vinnubragđa Jóns H. Snorrasonar get ég líka tekiđ undir ţađ međ Jóhannesi ađ ţađ vćri ekki sterkur leikur hjá Birni ađ skipa hann í ţessa mikilvćgu stöđu í stjórnsýslunni. Sérstaklega vegna ţess hvernig ţetta mál hefur ţróast ţá ţurfum viđ óumdeildari og sterkari fulltrúa í ţađ embćtti.
mbl.is Björn lýsir áhyggjum af ţróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stríđiđ er unniđ en síđasta orrustan stendur yfir

Ţađ var lćrdómsríkt ađ heyra álit stjórnmálaleiđtoganna á auglýsingu Jóhannesar í Bónus eins og hann er alltaf kallađur. Í ţessu máli eru auđvitađ tvćr hliđar eins og öđrum og oft erfitt ađ greina kjarnann í málinu. 

Ađalmáliđ er auđvitađ ađ gera sér grein fyrir ţví ađ "stríđ" hefur stađiđ yfir á milli fylkinga bćđi í stjórnmálum og viđskiptalífi. Í ţessu stríđi er allt leyfilegt eins og ţessi auglýsing Jóhannesar er glöggt dćmi um. Viđ vitum hver vann stríđiđ í viđskiptalífinu. En orrustan á stórnmálasviđinu er ekki til lykta leidd ţó stríđiđ sé unniđ. Björn Bjarnason dómsmálaráđherra stendur einn eftir en verđur gerđur valdalaus eftir daginn í dag.

Svo einfalt er ţađ mál. 


mbl.is Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviđeigandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Úrslit alţingiskosninganna á morgun

Um ţetta leyti á morgun ţá liggja fyrir fyrstu tölur um úrslit nćstu alţingiskosninga. Ţá liggur fyrir "vilji" ţjóđarinnar um hvađa flokkar hugnast ţjóđinni best. Í fjölflokkakerfi eins og á Íslandi er ţađ ákveđinn galli á lýđrćđinu ađ kjósendur geta ekki kosiđ fólk og ekki ríkisstjórn - ađeins stjórnmálaflokk. Ţannig vitum viđ ekki međ fullri vissu hvađa alţingismenn viđ fáum og hvađa flokkar fara í ríkisstjórnarsamstarf. Ţar liggur efinn eins og Hamlet Danaprins kynni ađ hafa sagt.

En látum ţađ liggja á milli hluta. Ţá langar mig ađ fćra til bókar fyrir morgundaginn nýja kosningaspá í ljósi nýjustu tíđinda. Eins og ţetta lítur út núna ţá spái ég Framsóknarflokknum 9-10% fylgi, Sjálfstćđisflokknum ca. 34% fylgi, Frjálslyndum 7-8%, Íslandshreyfingunni 4% (hér skiptir máli hvort ţeim takist ađ brjóta 5% múrinn sem breyta mun öllu), Samfylkingunni ca. 29% og Vinstri-Grćnum ca. 15%. Ţetta ţýđir ađ stjórnin er fallin međ 30 ţingmenn og stjórnarandstađan fćr 33 ţingmenn. 


Stétt međ stétt - grćnt međ gráu

Ţessi orđ Árna fjármálaráđherra minna okkur á ađ ţađ er ekkert svart og hvítt í stjórnmálum frekar en öđru - eđa eigum viđ ađ segja grátt og grćnt. Ţađ sem hefur fćrt Sjálfstćđisflokknum ţađ mikla fylgi ţjóđarinnar, sem hann hefur haft á síđustu áratugum, undirstrikar ţau sannindi ađ innan Sjálfstćđisflokknum eru "margar vistarverur". Ţar rúmast harđir frjálshyggjumenn, frjálslyndir hćgrimenn, frjálslyndir jafnađarmenn og jafnvel klassískir jafnađarmenn, sem oft eru nefndir eđalkratar. Sjálfstćđismenn höfnuđ hinni erlendu hugmyndafrćđi sem gekk út á ađ draga fólk í dilka sem stillti stétt upp gegn stétt međ tilheyrandi stéttabaráttu. Ţannig var Sjálfstćđisflokkurinn til áriđ 1929 sem byggđi á íslenskum veruleika - íslensku fólki úr öllum stéttum - sem vildi berjast fyrir sjálfstćđi Íslands í efnahags- og utanríkismálum. 

Ég vona ađ Sjálfstćđisflokkurinn gćti ţess ađ hlúa bćđi ađ ţessu grćna og gráa ţó vissulega hafi ţađ síđarnefnda fengiđ of mikla vigt á síđustu misserum. Stofnun Framtíđarlandsins, sem eru ţverpólitísk samtök, verđa örugglega til ţess ađ "rétta af" stefnu flokksins ţannig ađ náttúran fái ađ njóta vafans í framtíđinni. Ég treysti núverandi forystumönnum Sjálfstćđisflokksins fyllilega til ţess ađ framfylgja víđsýnni framfararstefnu međ mannúđ og mildi sem einkunnarorđ.

 


mbl.is Fjármálaráđherra: Stóriđja ekki forsenda framfara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband