Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ríkisborgararéttur

Það er alltaf auðvelt að sitjast í dómarasæti í málum eins og meintum afskiptum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra af ríkisborgararétti kærustu sonar hennar. Hér þurfa fjölmiðlar að standa sig í að veita óhlutdrægar upplýsingar um málið. Það sem mér finnst standa upp úr er þetta: Í fyrsta lagi þá  þarf að komast að því hvort önnur sambærileg dæmi eru til um veitingu allherjarnefndar um undanþágu um ríkisborgararrétt og í umræddu tilfelli og í öðru lagi hvort áhrif ráðherrans Jónínu hafi skipt sköpum í þessu máli? Þeir nefndarmenn sem tóku þessa ákvörðun hafa upplýst að þeir vissu ekki um tengsl Jónínu við stúlkuna og því hljótum við að trúa. Nú er það fjölmiðla að komast að því rétta í þessu máli eða að Alþingi hreinsi sig af þeim ásökunum sem á það er borið með óháðri rannsókn. Það hlýtur að vera krafa allra aðila í málinu.


Hafnfirðingar og álið

Þá er lokið kosningum um álið í Hafnarfirði. Það er ástæða til að óska Hafnfirðingum til hamingju með velheppnaða tilraun í eflingu íbúalýðræðis. Það er þó réttmæt gagnrýni að tímasetningin hefði mátt vera önnur þ.e. fyrr í þessu ferli. Þetta gæti ekki aðeins þýtt að Hafnfirðingar verði af miklum tekjum heldur gæti það farið svo að bærinn verði tjónaskyldur vegna sölu lands til álfyrirtækisins sem fært hefur bænum atvinnu og tekjur í áratugi. En lýðræðið kostar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband