Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Gamli góði Villi og refskapur framsóknarmannsins

Ekki gerðist það 11. september heldur 11. október að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í borgarstjórn leið undir lok. Það hefði verið eðlilegt framhald af ágætu samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn að eini framsóknarmaðurinn í borgarstjórn hefði vikið fyrir sterkari meirihluta þessara sömu flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Það fór þó ekki svo heldur virðist þessi sami framsóknarmaður geta stýrt borgarfulltrúum Reykjavíkur algjörlega eftir sínu höfði - fyrst sjö sjálfstæðismönnum að vori en nú sjö ósamstilltum borgarfulltrúum vinstri flokka að hausti. Allir dansa þeir eftir hans höfði. Þessi stjórnviska er aðdáunarverð enda lærður stjórnmálafræðingur á ferð sem lærði um refskap Furstans í tímum hjá Hannesi Hólmsteini í Háskólanum. 

Það liggur auðvitað á borðinu að Vilhjálmur borgarstjóri tefldi illa og lék hvern afleikinn á fætur öðrum. Fyrst missti hann tök á atburðarásinni í Orkuveitu Reykjavíkur, síðan í sínum eigin borgarstjórnarflokki og loks tapaði hann meirihlutanum. Klaufalegt hjá gamla góða Villa.   

Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á fyrir hvað þessi nýi meirihluti stendur og mér segir svo hugur að æsileg atburðarrás síðustu daga hafi brenglað dómgreind Dags og félaga.    


mbl.is Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband