Þegar himin og haf ber á milli

Þetta er kannski það sem ruggar XD-bátnum. Það sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri, skrifaði á Facebook-síðu sína í gær. Það er eitthvað sérstakt við þá stöðu sem er komin upp í stjórnmálunum, þegar allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, eins og hann leggur sig, og margir, góðir og gildir sjálfstæðismenn, eru komnir í sömu skotgrafirnar og Viðreisn, Samfylking og Píratar, til að berjast gegn öðrum góðum og gildum sjálfstæðismönnum þar sem í brúnni stendur einn sigursælasti fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins með fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrsta stýrimann. Ef heldur áfram sem horfir þá getur það ekki endað vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 

Og hvert er ágreiningsefnið? Jú, ,,sárasaklaus innleiðarpakki" frá Evrópusambandinu sem hefur lítil áhrif á Íslandi, segja stjórnarliðar, meðan hinir segja að um stórhættulegan aðlögunarpakka að Evrópusambandinu sé að ræða og fullveldisafsal, og brjóti þar með ákvæði stjórnarskrár um fullveldi Íslands. Himin og haf ber á milli. Enda málið mjög flókið.

Það er nokkuð ljóst að hér eru aðilar ekki sammála um staðreyndir í málinu. Það gerir málið að því sem það er orðið. Mál sem er við það að kljúfa 90 ára gamlan stjórnmálaflokk sem hefur tekist á við mun erfiðari mál en þetta í sögu sinni. Allir eru sammála um að þjóðin afsali sér ekki yfirráðum né eignarhaldi yfir orkunni okkar úr landi. Mun þriðji orkupakkinn gera það? Um það er menn ekki sammála. Þar sem sumir sjá hvítt, sjá aðrir svart.   

Vissulega minnir þetta á önnur erfið mál sem tekist hefur verið á um á undanförnum árum,  Icesave og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar voru við heldur ekki sammála um staðreyndir málsins og mögulegar afleiðingar. Þar var þó munurinn sá að sjálfstæðisfólk stóð saman, alla vega lengsta hluta leiðarinnar. Og það sem skipti máli var að meirihluti þjóðarinnar hafnaði Icesave þvert á vilja stjórnmálaforystunnar, ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum, og hafnaði í raun aðild að Evrópusambandinu í alþingiskosningunum 2013 þar sem Samfylkingin næstum því þurrkaðist út. Það liggur fyrir að meirihluti þjóðarinnar er andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans skv. skoðanakönnunum. Hvaða lærdóm getur forystufólk í stjórnmálum dregið af þessu? 

Það er ekki aðeins forysta Sjálfstæðisflokksins sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Sama á við um forystu Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Allir stjórnarflokkarnir eru í sama bátnum og þurfa að takast á við stjórnmálalegt óveður hér innanlands sem gæti skapast ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur fyrir haustið.  

Nú er það svo, eins og ég hef lýst í fyrrum pistlum að ég sé ekki það sem andstæðingar þriðja orkupakkans sjá, og þar eru sjáendur engir viðvaningar í stjórnmálum. Í svona stóru hagsmunamáli er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Vissulega hefur forysta Sjálfstæðisflokksins lagt mikið pólitískt kapítal undir að koma þriðja orkupakkanum í gegn, sem gerir málið erfitt.  

En væri það veikleikamerki að rétta út sáttahöndina og sigla fleyinu í örugga höfn, í stað þess að takast á við fárviðrið sem er í aðsigi? Hér þarf forystufólk stjórnarflokkanna að meta heildarhagsmuni í bráð og lengd, og velja sér bardaga. 

Og ef það kallar á tímabundið óveður í samskiptum við Evrópusambandið, er það ekki eitthvað sem við tökumst þá við í sameiningu sem þjóð, stjórnmálaflokkur og ríkistjórn, og aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, og finnum örugglega farsæla lausn á? Ef við náðum landi í Icesave, sem var miklu stærra mál, ættum við þá ekki að geta það í þessu ,,litla máli"?  

Hlýtur það ekki að vera rétt pólitísk ákvörðun þar sem raunverulegir samherjar okkar fagna og þétta raðirnar, en að sama skapi þá reki pólitískir andstæðingar upp stríðsöskur?

En hvað veit ég?

Hér kemur svo gagnlegt innlegg í umræðuna frá Rögnu Árnadóttur, fyrrv. ráðherra og verðandi skrifstofustjóra Alþingis:


mbl.is Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2019 kl. 14:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." cool

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 13.7.2019 kl. 14:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2019 kl. 15:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu. cool

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2019 kl. 15:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnunum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfallin og langlíklegast að sömu flokkar og nú eru í meirihluta borgarstjórnar myndi næstu ríkisstjórn. cool

Skoðanakönnun MMR 14.6.2019:

Sjálf­stæðis­flokkurinn 22,1% en 21,5% í síðustu könn­un,

Píratar 14,4% (14,0%),

Sam­fylk­ing­in 14,4% (12,5%),

Vinstri grænir 11,3% (14,1%),

Miðflokkurinn 10,6% (10,8%),

Viðreisn­ 9,5% (8,3%),

Fram­sókn­ar­flokkurinn 7,7% (9,7%),

Sósí­al­ista­flokkurinn 4,4% (3,4%),

Flokkur fólks­ins 4,2% (4,2%),

aðrir flokkar samanlagt 1,3%.

Samkvæmt þessari skoðanakönnun fengju Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins ekki mann kjörinn á Alþingi.

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, ekki einu sinni Flokkur fólksins. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2019 kl. 15:16

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flottur pistill hjá þér gamli félagi.

Að sjálfsögðu eigum við að tækla þennan samning

og kominn löngu tími á það.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.7.2019 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband