Skattpíndir Kópavogsbúar í bođi sjálfstćđismanna

Alltaf eru ţađ mikil vonbrigđi ađ Sjálfstćđisflokkurinn í Kópavogi skuli ekki hafa á stefnuskrá sinni ađ lćkka útvar á Kópavogsbúa. Skattgreiđendur geta nú  orđiđ séđ á álagningaseđli sínum, sem ţeir fá síđar í ţessum mánuđi, hve hátt hlutfall útsvariđ er sem greitt er til sveitarfélaga, og hve hár tekjuskatturinn er, sem greiddur er til ríkisins. Og sumum kemur á óvart hve hátt hlutfall af launum okkar fer í skatt til sveitarfélagsins, útsvariđ. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lofar ađ lćkka tekjuskatt á kjörtímabilinu. Ćtlar ţannig ađ skila ávinningnum af hagstjórninni til fólksins í landinu. Ţađ hefur ríkisstjórnin einnig gert međ lágri verđbólgu og lćkkandi vöxtum, ţó ţeir séu allt of háir. Allt eykur ţetta ráđstöfunartekjur okkar. En hvernig ćtla sjálfstćđismenn í Kópavogi ađ skila ávinningi af betri afkomu bćjarsjóđs til íbúa? Lćkka útsvariđ sem er nćstum ţví í hámarki hér í Kópavogi? Nei. Lćkka fasteignaskatta svo máli skipti? Nei. 

Hvađ hefur veriđ hiđ heilaga gral í stefnu Sjálfstćđisflokksins frá stofnun hans áriđ 1929? Jú, ađ tryggja einstaklings- og athafnafrelsi međ ađhaldi í ríkisrekstri og međ hóflegri skattheimtu. Ţví ađeins ţannig geta bćjarfulltrúar flokksins hćkkađ ráđstöfunartekjur fjölskyldnanna í bćnum. 

Enn eitt kjörtímabiliđ fer ađ hefjast án ţess ađ Sjálfstćđisflokkurinn í Kópavogi hefur ţađ á stefnuskrá sinni ađ lćkka útsvariđ. Ţetta eru alvarleg pólitísk mistök.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband