Neyðarástand í boði borgarinnar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur haft átta ár, tvö kjörtímabil, til að koma kosningaloforðum sínum í framkvæmd. Hann lofaði að láta byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið fyrir átta árum, og aftur fyrir fjórum árum, en engar hafa verið efndirnar.

Jæja, vissulega samdi hann um uppbyggingu á íbúðum á besta stað í bænum undir lok þessa kjörtímabils, og handvaldi kaupanda og verktaka. Og sagt er að borgarstjóri hafi gefið kaupandanum vænan afslátt í kaupbæti, enda þar á ferðinni annálaður athafna- og alþýðumaður, með milljarða afskrifaðar skuldir á bakinu. Þeir hugsa um sína í Samfylkingunni.

Já, átta árum frá því Samfylkingin komst til valda í Reykjavík, þá hefur húsnæðis- og lóðaskortur sjaldan verið sárari og þarf að leita alveg aftur til eftirstríðsáranna til að jafna þann skort. Það er vissulega athyglisverður árangur sem jafnaðarmenn geta státað sér af.

En Dagur borgarstjóri lofar nú að gera betur á næsta kjörtímabili (og þarf ekki mikið til) og leggur fram stórtækar sovét-áætlanir um þéttingu byggðar, og uppbyggingu á þúsundum íbúða á næstu árum. En sannleikurinn er sá að enginn flytur inn í óbyggðar íbúðir sem aðeins eru til í hugarheimi og stóraplani stjórnmálamanna.

Og svo skulum við taka fyrir bílafópíu Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Í átta ár hefur Samfylkingin verið í stríði við einkabílinn. Engar framkvæmdir hafa þess vegna farið fram til að liðka fyrir umferð í höfuðborginni. Og það þó að ríkið hafi boðið þeim milljarð á milljarð ofan til að koma í veg fyrir neyðarástand í þeim málum.

Já, til hvers að breikka götur, ef þær fyllast bara aftur af bílum? Já og, til hvers að búa til Sundabraut, sem yrði kostuð af ríkinu að mestu leyti, ef það myndi þá bara fylla borgina hans Dags og Hjálmars af bílum landsbyggðarlýðs? Já, og til hvers að samtengja umferðarljós með milljóna búnaði, sem var búið að fjárfesta í, ef það myndi bara liðka fyrir umferð og gera fólki á einkabílum lífið léttara? 

Nei, allt var gert til að þrengja götur, og miklu kostað til, og neyða íbúa Reykjavíkur upp í strætisvagna og á reiðhjól. Með góðu eða illu. Í heil átta ár.

Og Samfylkingin má eiga það, að henni hefur líka tekist að búa til neyðarástand í umferðarmálum borgarinnar, alveg eins og í húsnæðismálum.

Er líklegt að ef Dagur fær önnur fjögur ár, að þá renni upp nýr og betri Dagur, sem leysir húsnæðisvanda og losar umferðahnúta, í stað þess að búa þá til?

Hver veit, kannski er ekki öll nótt úti enn fyrir Dag.

 


mbl.is Sigmundur spurði Bjarna um borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú meira bullið í enn einum hægriöfgakarlinum í Kópavogi.

Hafið þið virkilega engan áhuga á ykkar eigin sveitarfélagi?!

Þorsteinn Briem, 24.4.2018 kl. 22:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.10.2017:

Bygg­ing­asvæði á fram­kvæmda­stigi í Reykjavík - Fjöldi íbúða:

Efsta­leiti 360
Hlíðar­endi 780
Smiðju­holt 203
Bryggju­hverfi II 280
Granda­veg­ur 142
Hljómalind­ar­reit­ur 35
Hverf­is­gata 92-96 60
Hafn­ar­torg - Aust­ur­höfn 178
Brynjureit­ur 77
Frakka­stígs­reit­ur 68
Tryggvagata 13 40
Mána­tún 44
Borg­ar­tún 28 21
Ný­lend­ur­reit­ur 20
Suður-Mjódd 130
Reyn­is­vatns­ás 50
Höfðatorg I 94
Mörk­in 74
Baróns­reit­ur-Hverf­is­gata 85-93 70
Soga­veg­ur 73-77 45
Sig­túns­reit­ur 108
Keilu­grandi 1 78
Skóg­ar­veg­ur 20
Úlfarsár­dal­ur - nú­ver­andi hverfi 100
Lauga­veg­ur 59 11
Hverf­is­gata 61 12

Sam­tals: 3.100 íbúðir. 

Samþykkt deili­skipu­lag í Reykjavík - Fjöldi íbúða:

Kirkju­sand­ur 300
Vest­ur­bugt 176
Spöng­in - Móa­veg­ur 156
Baróns­reit­ur-Skúla­gata 105
Vís­indag­arðar 210
Hraun­bær 103-105 60
Sæ­túns­reit­ur 100
Höfðatorg II 126
Voga­byggð II 776
Naut­hóls­veg­ur 440
Borg­ar­tún 34-36 86
Sléttu­veg­ur 307
KHÍ-lóð 160
Sól­tún 2-4 30
Elliðabraut 200
Stein­dórs­reit­ur 70
Vig­dís­ar­lund­ur 20
Voga­byggð I 330
Úlfarsár­dal­ur - nú­ver­andi hverfi 290
Úlfarsár­dal­ur - Leirtjörn 360

Sam­tals: 4.302 íbúðir.

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipu­lags­ferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggju­hverf­is (800 íbúðir), Skeif­an (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufu­ness (450 íbúðir) og Heklureit­ur (400 íbúðir). 

Þá eru tæp­lega 9 þúsund íbúðir fyr­ir­hugaðar á svo­kölluðum þró­un­ar­svæðum. Þar mun­ar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaár­vogi og þúsund í Skerja­byggð. Þá er gert ráð fyr­ir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Voga­byggðar. Í þróun eru einnig 500 íbúðir við Kringl­una og áþekkur fjöldi bæði á Keld­um og í Gufu­nesi.

Hér má finna 40 síðna bæk­ling þar sem farið er ofan í bygg­ingaráform og fram­kvæmd­ir á hverj­um reit fyr­ir sig."

Og hér má sjá á gagn­virku korti hvar bygg­inga­svæðin eru

Þorsteinn Briem, 24.4.2018 kl. 22:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 19.1.2018:

"Aldrei hefur verið úthlutað lóðum fyrir eins margar íbúðir í Reykjavík og á síðasta ári.

Alls var úthlutað lóðum fyrir 1.711 íbúðir, sem hittir svo skemmtilega á að er sama tala og heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi í árslok 2016.

Aðalfréttin er þó að af þessum 1.711 íbúðum munu 1.422 verða reistar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Þetta eru stúdentar, félög aldraðra, verkalýðsfélög, búseturéttarfélög og margir fleiri.

Samstarf við félög sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni er einmitt lykilatriði í að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari og er hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar.

Hér er svo listi yfir úthlutanirnar."

Þorsteinn Briem, 24.4.2018 kl. 22:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 13.3.2017:

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér nær öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

En að sjálfsögðu geta þessar þúsundir útlendinga ekki flutt inn í húsnæði sem ekki er búið að byggja vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

En sumir hafa greinilega fengið á heilann Hlíðarendasvæðið, sem er í einkaeigu, og tapað öllum málaferlum vegna þessa svæðis.

Þorsteinn Briem, 24.4.2018 kl. 22:39

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Er það ekki alvarlegt umhugsunarefni fyrir rétttrúnaðinn hjá þér Steini, að halda því fram að allir sem gagnrýna Samfylkinguna, séu hægriöfgamenn? Er ekki heldur ódýrt að afgreiða alla gagnrýni með svo ódýrum hætti? Er ekki neyðarástand í húsnæðismálum ungs fólks í Reykjavík? Er ekki neyðarástand í umferðarmálum í Reykjavík? Hver ber mesta ábyrgð á því neyðarástandi ef ekki meirihlutinn í Reykjavík?

Jón Baldur Lorange, 25.4.2018 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband