Ríkisstjórnin talar tungum tveim

Það er heldur hvimleitt þegar stjórnmálamenn, eða stjórnmálaflokkar, tala tungum tveim. 

Þannig talar ríkisstjórnin tungum tveim í utanríkismálum. Sagt er að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATO við árásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á efnavopnaverksmiðju sýrlenskra stjórnvalda, og staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, það í þættinum Silfrinu. Svo kom forsætisráðherrann sjálf og sagði: ,,að Ísland hefði ekki lýst yfir sérstökum stuðningi við árásirnar". Og síðan bætti forsætisráðherra við: „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það." 

Eftir stendur að hvorki almenningur, né umheimurinn, er nokkru nær um hvort Ísland hafi stutt árásirnar eða verið þeim mótfallin. 

Þegar flokkar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð, eru saman í ríkisstjórn, sem hafa andstæða stefnu í varnar- og öryggismálum, þar sem sá fyrrnefndi styður aðild Íslands að NATO, en hinn síðari er aðild algjörlega andvígur, þá getur slík ríkisstjórn ekki lifað af, nema að tala tungum tveim í grundvallarmálum utanríkisstefnu Íslands. 

Við getum spurt okkur hvort slíkt sé æskilegt til lengdar á svo víðsjárverðum tímum í heimsmálum, þar sem grimmir harðstjórar beita efnavopnum til að myrða eigin borgara til að halda völdum. Ríkisstjórnir þjóða heims verða að tala einni röddu þegar slík grimmdarverk eru framin og láta þau ekki óátalin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og meirihluti Alþingis vill aðild Íslands að NATO.

Vinstri grænir vilja hins vegar ekki þá aðild og er það að sjálfsögðu heimilt, enda þótt þeir séu í ríkisstjórn, rétt eins og þeim er heimilt að vera í ríkisstjórn sem sækir um aðild að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 24.4.2018 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband