Angela Merkel Íslands

BIC9740_by_bicnickKatrín Jakobsdóttir nýtur virðingar og trausts langt út fyrir flokksraðir Vinstri grænna. Það er einmitt það sem einkennir góða og farsæla leiðtoga í stjórnmálum. Þess vegna hefur hún nú yfirburðarstöðu í íslenskum stjórnmálum og er lykilinn að því að hér verði hægt að byggja upp traust að nýju á lýðræðinu og stjórnmálum. 

Katrín getur orðið Angela Merkel Íslands ef fram fer sem horfir. Það ætlunarverk hennar að ná saman höfuðandstæðingum íslenskra stjórnmála í ríkistjórn undir hennar forsæti verður að teljast hálf sturlað.

Enda eru pólitískir rétttrúnaðarpostular hálf sturlaðir af æsingi. Þeir vaða uppi í fjölmiðlum, og víðar, eins og hauslausar hænur, sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þeir eru brjálaðir og spara ekki stóru orðin í garð Katrínar Jakobsdóttur.

Það sýnir styrkleika Katrínar að hún stendur af sér storminn með bros á vör. Hér er kona sem þorir. Hún þarf að berjast á tveimur vígstöðvum í senn.

Annars vegar teflir hún upp á líf og dauða við Bjarna og Sigurðar Inga við að koma saman heilsteyptum og skotheldum stjórnarsáttmála sem verður þola íslenskt stjórnmálaveður.

Hins vegar þarf hún að sannfæra vantrúaða félaga um vegferðina framundan með Bjarna og Sigurði Inga. Hvorugt verður að teljast auðvelt.

Aftur á móti ef Katrínu tekst að mynda ríkisstjórn um velferð milli pólanna um miðjuna verður það að teljast pólitískt afrek. Þetta eru sögulegir tímar. 

Ef ég ætti hatt, myndi ég taka ofan hattinn fyrir Katrínu Jakobsdóttur.


mbl.is Ræddu við aðila vinnumarkaðarins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eitt er líkt með Kötu littlu og mömmu Markel; baðar vilja þær opin landamæri.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.11.2017 kl. 04:35

2 Smámynd: Merry

og Merkel hefur eyðilagt Evrópu svoleiðis. Hvað mun Katrínu eyðileggja ?

Merry, 16.11.2017 kl. 13:57

3 Smámynd: Egill Vondi

Þegar ég sá fyrirsögnina hélt ég að síðuhafi ætlaði að gagnrýna Katrínu með því að líkja henni við Merkel. En það reyndist ekki vera.

Egill Vondi, 17.11.2017 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband