BDFM: Hinn pólitíski ómöguleiki, eða hvað?

Það verður að segjast eins og er að það er hálf skondið að fylgjast með fjölmiðlum eftir sigur Miðflokksins í alþingiskosningunum. Sumir fjölmiðlar eiga mjög erfitt með að segja frá úrslitunum og enginn fjölmiðill, nema Stundin, hefur sagt ,,að sigurvegari kosninganna sé Miðflokkurinn". Lengst komast þeir í að segja ,,að sigurvegarar kosninganna hafi verið" Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Samfylkingin, og bæta kannski við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið frækinn varnarsigur.

Hver sem stóð uppi sem sigurvegari að þessu sinni, þá er óumdeilt að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar beið afgerandi ósigur - fyrir kosningarnar og í þeim sjálfum.

Svo er frétt mbl.is skondin sem fylgir þessum pistli. Þar er fullyrt að Sigmundur hafi ekki ,,látið hjá líða að skjóta frekar á fyrrverandi flokksfélaga sína" með því að segja eftirfarandi:

„Það er mjög ánægju­legt að sjá flokk­inn ein­beita sér að mál­um sem voru of­ar­lega á baugi þegar ég var í for­ystu flokks­ins. Það hlyti að skapa ein­hvern grund­völl sem hægt væri að vinna úr." 

Dæmi nú hver fyrir sig um skotið. Enginn rjúpa fengist fyrir þessi jólin með þessari skotfræði. 

En hvað sem það er, þá er ljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer í taugarnar á fleirum en pólitískum andstæðingum sínum.

Hinn pólitíski ómöguleiki, eða hvað?

Staðreyndin er nefnilega sú að ef ekki kæmi til alræmd ,,aðdáun" milli formanna ,,framsóknarflokkanna" tveggja á hvor öðrum, og umdeild staða formanns Sjálfstæðisflokksins, væri hægt að mynda hér starfhæfa og borgaralega ríkisstjórn Sjálfstæðis-, Framsóknar-, Miðflokksins og Flokks fólksins með 35 þingmanna meirihluta á alþingi. Það gæti orðið sterk ríkisstjórn sem léti verkin tala fyrir fólkið í landinu, jafnt í þéttbýli sem strjábýli.

Spurning er hvort Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð séu trúir samvinnuhugsjóninni og grafi stríðsöxina í þágu þjóðarhagsmuna.

BDFM eiga völina og kvölina - en allt veltur það á B-inu.

Hinn kosturinn er að mynduð verði veik vinstri stjórn BCPSV með Viðreisnarívafi, og undirbúningur hafinn að aðlögunarferli að Evrópusambandinu að nýju.  

  


mbl.is Í samvinnu með Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvaða kröfur myndi Flokkur Fólksins setja upp

til að vilja starfa með D, B & M ?

Jón Þórhallsson, 30.10.2017 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband